Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Hörður Helgason sendiherra - kveðja Fimmtudaginn 18. júlí kvöddum við hinstu kveðju Hörð Helgason, fyrrverandi sendiherra og ráðuneyt- isstjóra, sem andaðist á Landspíta- lanum 9. þ.m., eftir erfið veikindi. Hörður fæddist á ísafirði 27. mars 1923. Að loknu stúdentsprófí frá Menntaskólanum á Akureyri fór hann til náms við Duke-háskóla í Suðurríkjum Bandaríkjanna og lauk þaðan jtrófi í þjóðfélagsfræði árið 1947. I árslok 1948 hóf hann störf í utanríkisþjónustunni og fór til starfa til sendinefndar íslands hjá Efnahagssamvinnustofnuninni - OEC - í París, sem þá hafði um- sjón með framkvæmd Marshall- aðstoðarinnar í Evrópu. 1952 varð starfsvettvangur hans fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalag- inu, sem þá hafði aðalstöðvar í París og 1956 var hann skipaður sendiráðsritari og síðar sendiráðu- nautur við sendiráðið í París. í París starfaði Hörður samfellt í 11 ár eða til 1960. Hann minntist oft Parísaráranna með ánægju þar sem hann hafði mjög fjölbreytt verkefni og kynntist mörgu góðu fólki. Reyndar einkenndi það allan starfsferil Harðar að hann óx með hverju erfiðu verkefni, sem honum var falið og átti einstaklega auð- velt með að kynnast fólki og laða fram hið jákvæða í umhverfi sínu. Hörður flutti heim til íslands árið 1960 og var falin stjórn varnar- máladeildar og skipaður formaður varnarmálanefndar. Hann gegndi þessu viðkvæma og oft erfiða starfi í sex ár með miklum ágætum og mótaði á sinn jákvæða hátt en af fullri festu samskipti íslenskra og bandarískra stjórnvalda um alla framkvæmd varnarsamningsins. Mér varð það fyrst fyllilega ljóst þegar ég kom að þessum málum rúmum 20 árum eftir að Hörður, árið 1964, yfirgaf varnarmála- nefnd, hve traustan grunn hann skildi þar eftir sig og hve varanleg áhrif hans voru á þá fjölmörgu sem ábyrgðarstörfum hafa gegnt við framkvæmd mála varðandi Kefla- víkurflugvöll. Ég veit að ijölmargir þeirra samstarfsmanna syrgja nú góðan vin. Árið 1966 lá leið Harðar til Bandaríkjanna þar sem hann næstu árin var sendiráðunautur og síðan sendifulltrúi við sendiráð okkar í Washington. Mikilvæg störf í sam- skiptum við stjórnvöld í Washington léku í höndum Harðar. Umfangs- mikla fyrirgreiðslu vegna íslenskra hagsmuna, jafnt mikilvægra við- skiptahagsmuna sem og persónu- legra vandamála íslendinga fjarri Fróni, annaðist Hörður af þeirri kostgæfni sem einkenndi öll störf hans. Hann var hógvær og gerði ekki mikið úr sínum hlut, en þeim mun fleiri leituðu til hans þegar mikið lá við. Þessu kynntist ég vel þegar ég kom til starfa við sendiráð- ið í Washington árið 1973, þegar Hörður var kallaður heim til að taka við starfi skrifstofustjóra ut- anríkisráðuneytisins. Mannlífs- og embættisgarðurinn, sem Hörður skildi eftir sig í Washington var vel ræktaður og góður aðkomu. Hörður gegndi starfí skrifstofustjóra ráðu- neytisins samtals í 6 ár og var skip- aður sendiherra árið 1976. Það var árið 1978 að ég átti þess fyrst kost að vinna með Herði, í utanríkisráðuneytinu. Rúmu ári síðar varð hann ráðuneytisstjóri. í daglegu samstarfí við hann sem ráðuneytisstjóra um þriggja ára skeið, kynntist ég honum náið og mat hann þeim mun meir sem ég kynntist honum betur. Hann var réttsýnn og farsæll yfírmaður sem hafði lag á að laða fram það besta í hveijum starfsmanni og uppskar góðan vinnuanda. Hann naut þeirr- ar víðfeðmu reynslu, sem hann hafði á öllum sviðuni utanríkismála auk þeirra hæfíleika, sem hann fékk í vöggugjöf. Eftir farsælt starf sem ráðuneyt- isstjóri fór Hörður enn á ný til starfa erlendis og var fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og síðan sendiherra íslands í Kaupmannahöfn og jafnframt sendiherra á Italíu, Israel og í Tyrklandi með aðsetri í Kaup- mannahöfn. Síðust árin átti Hörður við alvar- leg veikindi að stríða og sl. haust var svo komið að hann taldi sig ekki geta gegnt embætti sendiherra í Kaupmannahöfn öllu lengur og baðst lausnar frá embætti. Hafði hann þá með sóma rækt embætti sitt og m.a. kynnst vel stjórnmála- leiðtogum í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir mjög erfíð veikindi eftir að heim kom, var hugur Harð- ar áfram hjá utanríkisþjónustunni og mörg voru þau hollráðin, sem hann gaf, þegar eftir var leitað, allt undir það síðasta. Fyrir þau er ég þakklátur. Ekki verður Harðar minnst, án þess að geta þeirrar stoðar og styttu, sem hann átti í eiginkonu sinni, Söru Ross, sem í blíðu og stríðu stóð honum við hlið allt frá upphafi, er hún fýlgdi honum frá Bandaríkjunum að háskólanámi hans loknu og fram á síðustu stund. Við samstarfsmenn í utanríkis- ráðuneytinu sendum Söru og böm- unum einlægar samúðarkveðjur. Saman eigum við minningu um góðan dreng. Þorsteinn Ingólfsson Klara Sveins- dóttir — kveðja Fædd 31. október 1902 Dáin 24. maí 1991 Nú er elskuleg tengdamóðir mín búin að fá hvíldina eftir langa og vinnusama ævi. Aðfaranótt 24. maí fékk hún hægt andlát eftir nokkra dvöl á hjúkrunarheimilinu á Egils- stöðum. Þar var henni hjúkrað af elskulegu starfsfólki, sem a!lt vildi fyrir hana gera, en aldrei heyrðist hún kvarta þótt vitað væri að henni leið ekki alltaf vel. Vil ég fyrir okk- ar hönd þakka starfsfólkinu öllu, allt sem það gerði fyrir hana. Klara Sveinsdóttir fæddist 31. október 1902 á Djúpavogi en flutt- ist ung til Fáskrúðsíjarðar. Hún giftist 16. desember 1922 Ingólfi Þórarinssyni frá Búðum og bjuggu þau allan sinn búskap þar. Ingólfur reisti ásamt bróður sínum Björgvin reisulegt hús er hlaut nafnið Mel- brún. Þau hjón eignuðust 6 börn en tvö þeirra dóu ung. Upp komust þijár dætur og einn sonur. Dæturn- ar eru Þórunn Ingólfsdóttir, gift Ástþóri Guðnasyni, Stefanía, ekkja eftir Friðrik Jóhannesson, og Gyða, gift Sveini R. Eiðssyni, en sonurinn er Margeir Ingólfsson, kvæntur undirritaðri. Mann sinn missti Klara árið 1955 en bjó áfram í Melbrún og vann nú við ýmis störf utan heimilis til að sjá fyrir sér, en hún var alla tíð mjög sjálfstæð og vildi bjarga sér sem mest sjálf hvað sem á gekk. Á efri hæð hússins í Melbrún bjuggu systir Ingólfs og mágur, Pálína og Guðmundur Vestmann, ásamt tengdamóður Klöru, Kar- ólínu Jónsdóttur, og annaðist Klara þau öll að einhveiju eða öllu leyti um lengri eða skemmri tíma þar til þau létust í hárri elli, um og yfír hundrað ára gömul. Klara Sveinsdóttir var einstak- lega elskuleg kona, barngóð, hjarta- hlý og greiðvikin og þrátt fyrir annir hafði hún alltaf tíma fyrir börnin sín og fjölskyldur þeirra. Má með sanni segja að Klara hafí verið miðpunkturinn í íjölskyldunni, elskuð og virt af öllum. Osjaldan duttum við, öll fjölskyldan, óvænt inn um dyrnar í Melbrún í sumar- fríum okkar og þá var allt sett í gang að búa upp rúm handa öllum og finna fram uppáhalds réttina, að ekki sé minnst á bakkelsið sem alltaf var nóg til af. Þarna leið okk- ur öllum vel og það var ávallt með trega að heim var haldið á ný, en dvölin hjá Klöru í Melbrún, mömmu, tengdamömmu og ömmu, var svo uppbyggjandi að við héldum heim endurnýjuð á sál og líkama eftir hveija heimsókn. Að lokum vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni samfylgdina og allt það sem hún var mér og mínum og bið algóðan föður okkar á himn- um að taka hana til sín og varð- veita um alla eilífð. Megi hún hvíla í friði. Elsa Guðsteinsdóttir Björn S. Markús- son - Kveðjuorð Minning: Jón Bjömsson frá Dilksnesi Nú þegar afi, Bjöm Svavar Mark- ússon, er skilinn við okkur sækja margar minningar um hann á hug- ann, en þar sem hugurinn er fylltur trega og sorg, þá skortir orð til þess að tjá þær tilfínningar sem byrgjast inni í manni. Afi fæddist á Hafurstöðum í Kol- beinsstaðahreppi. Foreldrar hans voru þau hjónin Markús Benjamíns- son og Kristfríður Sveinbjörg Halld- sóttir. Þeim varð 14 barna auðið og voru tvíburarnir Bjöm og Ingibjörg Fjóla þau sjöundu og áttundu í röð- inni. Áf þessum 14 börnum komust ekki nema 11 á legg, vegna þess að á þeim tíma var fátæktin oft mikil og Iæknavísindin ekki komin eins langt á leið og nú til dags. 25 ára að aldri kvæntist afi Sig- ríði Rósu Þórðardóttur frá Hraunsm- úla í Kolbeinsstaðahreppi. Eiga þau 9 uppkomin börn, en ein dóttir þeirra Iést innan eins árs. Barnabörnin eru orðin 27 og barnabömin 21. Afkom- endur afa og ömmu em því orðnir þó nokkuð margir og var afi mjög stoltur af þessum stóra hóp sínum. Afi Björn var í um það bil 10 ár bóndi fyrst í Stokkseyrarseli og síðan á Yestri-Leirárgörðum. En þar sem afi fékk ofnæmi fyrir heyi var hann tilneyddur til þess að leggja niður bústörfín. En eins og við vitum öll sem þekktum hann, var hann dugn- aðarmaður og vinnuforkur mikil og lét því engan bilbug á sér finna, heldur fór að starfa sem húsasmíða- meistari. Yið byggingarstörf vann afí síðan til æviloka. Afi Björn var með mjög sterkan persón\ileika og mótaðar skoðanir á hlutunum. Hann stóð svo fastur á sínum skoðunum að honum varð varla haggað. Af sérstakri festu hlélt hann á lofti viðhorfum sínum og málstað í stjórnmálum og óskaði þess að þeir sem minna mættu sín í þjóðfélaginu næðu rétti sínum. Alltaf var gott að koma til afa og ömmu, bæði sem smákrakki upp í Borgarnes og síðar upp á Skaga þar sem þau bjuggu í ein 20 ár. En samverustundunum fækkaði er ég hóf nám og flutti til Þýskalands þar sem ég bý enn þann dag í dag. I raun fínnst mér þau hafa verið frek- ar ólík í sér, en samt mjög sam- hent. Amma sá um líkamlega vellíð- an gestanna, því hún var og er með borðið alltaf fullt af alls konar kræs- ingum. Afí sá aftur á móti um and- legu hliðina, með því að ræða við gestina um allt milli himins og jarð- ar. Afí var nefnilega greindur mað- ur, víðlesinn og málglaður. Einnig var hann með skemmtilega kímnig- áfu og stundum kom viss glampi í augun á honum þegar hann var að stríða okkur krökkunum. Afa þótti gaman að spilum og kenndi hann flestum barnabörnunum peninga- spilið 21. Einnig eru okkur systrun- um ógleymanlegar beijaferðir, sem við fórum í með afa, ömmu og Siffu, yngstu dóttur þeirra sem var á svip- uðum aldri og við systurnar. Í fyrra- vor hélt afí upp á áttræðisafmælið sitt með pomp og prakt, þar sem fjöldinn allur af afkomendum, ætt- ingjum og vinum var saman kominn. Hann sagðist vilja halda upp á þetta stórafmæli sitt því „enginn veit fyrr en allur er“. Hið snögglega andlát afa Bjöms sýnir hve stutt er á milli lífs og dauða. Kæra amma, til þín sendi ég mín- ar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Það er sárt að missa þann sem maður elgkar. Þið voruð búin að vera gift í tæp 56 ár, mikill er því missir þinn. Afí er nú horfínn frá okkur, en minningin um hann er eftir og hún lifir. Mér finnst viðeigandi að ljúka þessari grein um afa með ljóðinu „Minning“ eftir Matthías Johannes- sen, vegna þess að afi var bæði náttúruunnandi og hafði gaman af ljóðum. Niða vötn án afláts undir hrauni eilíf gjálp í landsins heita barmi. Minning þín, þinn hlátur, grýtta gleði glitrar enn sem dögg á vorsins hvarmi; leitar fersk- sem lindin undan klaka leyndan veg frá innstu hjartarótum: streymir fram þann dag er þeyrinn þíðir þvala mold og lækir verða að fljótum. Og þótt í okkar tíð sé margt að muna og margt sé það, sem finnst mér kvöð að skrifa, þín minning bregður tærum hlátri á haustið og hennar vepa er skemmtilegt að lifa. (Matthías Johannessen) Gulla Þeim fækkar óðum fulltrúum ald- amótakynslóðarinnar. Kynslóðin sem lagði grunninn að íslandi nú- tímans, breytti landinu úr fátæku bændasamfélagi yfír í gnægtaþjóð- félag okkar daga. Jón Björnsson, Dilksnesi í Nesjum, Hornafirði, var sannarlega lýsandi dæmi um þessa kynslóð. Sístarfandi var hann því verkefn- in voru nær óþijótandi enda reynd- ust vinnudagarnir oft ærið langir. Ég kynntist Jóni í kennaraverk- falli haustið 1976 þegar ég réðst til starfa við gærusöltun í sláturhús- inu á Höfn. Eftir það hafa leiðir okkar legið oft saman, ekki síst eftir að hann flutti ásamt Björgu konu sinni til okkar í Skjólgarð á Höfn. Söltun gæra er ekki flókið ferli en þarfnast samt sem og önnur þau verk sem unnin eru, vandvirkni og natni, einmitt þeirra eiginleika sem Jón var gæddúr í ríkum mæli. I hægðinni þá benti Jón mér góðfús- lega á hvernig best væri staðið að söltuninni. Aðdáunarvert var hversu mikla virðingu hann bar fyrir verkinu og eins sú alúð sem hann lagði í það. Þannig var það með öll þau verk sem Jón tók sér fyrir hendur, þ.e. að inna þau þann- ig af hendi að til sóma teldist. Og, það var sama hver verkefnin voru, hvort það var heima í Dilks- nesi, úti í sláturhúsi, í vegavinnu, störf oddvitans eða aðstoð við ná- ungann, alltaf var Jón fús til starf- ans. Hann var ólatur með afbrigð- um, lundgóður vel og kurteisin og tillitsemin einstök. Lífíð er einn samfelldur lærdóms- og þroskaferill ólíkra áhrifavalda. Jón Björnsson er sá sem hefur kennt mér hvað mest í mannlegum samskiptum og verklagni og al- mennu viðhorfi til lífsins. Fýrir það er ég ævinlega þakklátur og minn- ist hans með mikilli virðingu. Björg, þér sendi ég mínar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Ásmundur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.