Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 44
svo vel sétryggt SJOVADrTALMENNAR FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Gífurlegar annir á slysadeild: Tíu slösuðust í umferðar- slysum á hálfiim sólarhring Þrír slasast á dag að meðaltali í júlí og ágúst TÍU manns slösuðust í tveimur alvarlegum umferðarslysum, sem urðu með um tíu klukku- stunda millibili á miðvikudags- kvöld og aðfaranótt fimmtudags. Atta slösuðust í árekstri á blind- hæð í Miðdal í Kjós og tveir ung- ir menn slösuðust í bílveltu í Asahreppi í Rangárvallasýslu. Þrír hinna slösuðu lágu enn —-þungt haldnir á gjörgæzludeild Borgarspílalans í gær. Slysið í Ásahreppi varð með þeim hætti að fólksbíll fór út af þjóðveg- inum á móts við Hárlaugsstaði um fimmleytið í fyrrinótt. Um þriggja metra hár vegkantur er þar sem bíllinn fór út af. Bíllinn valt niður kantinn og áfram margar veltur. Tveir ungir menn, sem í honum voru, köstuðust út úr honum og lá annar 25 metra frá bifreiðinni er að var komið, en hinn 12 metra. _Að sögn lögreglu voru þeir senni- lega ekki í öryggisbeltum. Mennimir vom fluttir með þyrlu Landhelgisgæzlunnar til Reykjavík- ur. Annar þeirra liggur þungt hald- inn á gjörgæzludeild Borgarspítal- ans. Hinn slasaðist minna og var fluttur á Landspítalann. Að sögn Ólafs Ólafssonar, svæf- ingarlæknis á gjörgæzludeild Borg- arspítalans, liggja nú nokkrir sjúkl- ingar á deildinni þungt haldnir eftir umferðarslys, sumir í öndunarvél. Hann segir að miklar annir hafi verið á spítalanum undanfarnar vik- ur vegna óvenjumargra umferðar- slysa og slysadeildin hafi varla und- an að gera að meiðslum fólks, sem ^slasazt, hefur í umferðinni. Júlí og ágúst eru mestu slysa- mánuðimir í umferðinni. Sam- kvæmt ársskýrslu Umferðarráðs hafa 92 slasast að meðaltali í júlí- mánuði síðastliðin 10 ár, en 93 í ágúst. Þetta svarar til þess að um það bil þrír slasist daglega í umferð- Þykkvibær: Nýjar kart- öflur í versl- anir í dag Hellu. UM hádegisbilið í gær var hafist handa í Hákoti í Þykkvabæ að taka upp fyrstu kartöflur sum- arsins. Þær munu koma á mark- að á höfuðborgarsvæðinu í dag. Að sögn Markúsar Ársælssonar bónda í Hákoti er kartöfluuppsker- an um 10 dögum fyrr á ferðinni en venjulega. I fyrra byijaði hann að taka upp undir mánaðamótin . júlí/ágúst. Þessar kartöflur eru af Premier- gerð, fljótsprottnar sumarkartöflur bústnar og fallegar. Kartöflubændur í Þykkvabæ munu almennt fara af stað um helgina og hefja upptöku af fullum krafti. Horfur eru á góðri uppskeru í ár og þar af leiðandi gott hljóð ^ í mönnum. A.H. inni þessa mánuði. Á síðastliðnum tíu árum varð júlí ijórum sinnum slysahæsti mánuður ársins, en ág- úst fimm sinnum. Að sögn Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, er mjög mikil umferð á vegum landsins í þessum mánuðum vegna sumarleyfa og ferðamannastraums. Kaj Egede segir í bréfi sínu, að þar sem framleiðslan anni ekki eft- irspurn eftir lambakjötinu, leiti Grænlenska konungsverslunin eftir að flytja inn kjöt sem að bragði og gæðum svipi sem mest til þess grænlenska, því sé eðlilegast að leita fanga á íslandi. Þá segir hann að kjötframleiðsla Hættan er því hlutfallslega meiri en aðra mánuði ársins. Óli segir að seint verði nægilega brýnt fyrir fólki að sýna aðgæzlu í umferðinni. I langflestum slysum sé það maður- inn við stýrið, sem bregzt, en ekki ökutækið. Mönnum beri að líta í eigin barm og virða grundvallar- reglur í umferðinni. af tömdum hreindýrum sé á hinn bóginn meiri en markaður er fyrir á Grænlandi. Þörfin fyrir meira lambakjöt og umframframleiðsla hreindýrakjöts segir Egede að sé nokkurn veginn samsvarandi _að magni. Hann kveðst telja að á Is- landi sé markaður fyrir að minnsta kosti takmarkað magn af hrein- Óli segir að nokkuð hafi borið á því undanfarið að menn virði ekki heilar gular línur á vegum með bundnu slitlagi. Bannað er að taka fram úr á vegarköflum þar sem heil lína er á milli akreina, en Óli segir talsverð brögð að því að menn bijóti þá reglu. Hún sé ein þeirra, sem menn verði að hafa í huga nú er mesta ferðahelgi ársins, verzlun- armannahelgin, sé framundan. dýrakjöti og því vilji hann gjarnan kanna möguleikann á vöruskiptum milli landanna og samkomulagi um þau. Egede segir að Grænlenska kon- ungsverslunin sjái um hvort heldur sem er, inn- eða útflutning kjöts- ins, og kveðst gera ráð fyrir að hér yrði skipt við einkafyrirtæki. Hann óskar eftir skjótum svörum frá landbúnaðarráðherra, þar sem slát- urtíð nálgast óðum og gera þurfi áætlanir um kaup á hreindýrum. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra var spurður viðbragða við þessu erindi og sagði hann að sjálf- sagt væri að kanna möguleika á sölu lambakjöts til Grænlands og Skin og skúr- ir um helgina LANDSMENN munu flestir fá tvenns konar veðurfar um helg- ina, bæði rigningu og sólskin. Frekar hæg norðaustlæg átt verður um allt land á laugardaginn. Á Suðurlandi og Suðvesturlandi verður bjartviðri en þungbúið fyrir norðan og austan. Á sunnudag snýst áttin og verður suðaustlæg. Mun þá birta til á Norðurlandi og norðvestanlands en á Suðaustur- landi fer að rigna. mundi hann kynna bændasamtök- unum erindið. Varðandi innflutn- inginn sagði hann að það mál væri í athugun hjá yfirdýralækni. Hann sagði að varasamt væri að flytja inn kjöt frá Grænlandi jafnvel þótt ekki fyndust þar neinií sjúkdómar í bú- peningi eða hreindýrum. Vegna sjúkdómavarna væri kjötinnflutn- ingur hingað ekki leyfður og varla væri hægt að opna fyrir hann frá einu landi, þá yrði erfiðara að standa gegn öðrum sem meiri áhætta fylgdi. Við hefðum lagt áherslu á að halda okkar stofnum hreinum og forðast innflutning á fersku kjöti frá öðrum löndum. Grænlendingar vilja kaupa lamba- kjöt í skiptum fyrir hreindýrakjöt EFTIRSPURN eftir lambakjöti er nú orðin svo mikil á Grænlandi, að framleiðslan innanlands annar Iienni ekki. Af þeiin sökum liefur Kaj Egede, landsstjórnarmaður sem fer með atvinnumál í græn- lensku landsstjórninni, ritað Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra bréf, þar sem hann óskar eftir að íslendingar selji Grænlendingum lambakjöt og stingur upp á að um vöruskipti verði að ræða, íslend- ingar fái hreindýrakjöt í staðinn. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hygðist kynna bændasamtökunum erindið og að það væri í athugun hjá yfirdýralækni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.