Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 33
Með vini mínum og forvera í starfí, séra Emil Bjömssyni, er horf- inn af sjónarsviðinu svipmikill per- sónuleiki og einn úr hópi frum- kvöðla nútíma fréttamennsku á Is- landi. Við áttum einkar skemmti- legt samstarf um 7 ára skeið, frá því að hann fyrst réð mig, sem af- leysingarfréttamann og síðar þing- fréttamann .1979, þar til ég tók við starfi hans í árslok 1985. Það var að hans frumkvæði og hvatningu að útvarpsstjóri óskaði eftir því við mig að ég tæki við starfinu og mig lét hann óspart finna, að ég hefði engan rétt á að hafna þeirri ósk. Við kynntumst fyrst 1956, er ég gekk til hans til spurninga og fermdist hjá honum, unglingur í uppreisnarhug, með fullkomnar ef- asemdir um tilveru æðri máttar- valda. Ég man þá vel hversu mikið umburðarlyndi hann sýndi mér og lét mig í raun alveg í friði með mína „stæla“. Hann bara fermdi mig og síðan lágu okkar leiðir ekki saman í tæpan aldarijórðung. Eftir að hafa leyst af í þrjá mán- uði á fréttastofunni kuldavorið 1979, hafði ég ekki frekari áhuga á störfum fyrir hið opinbera, en Emil bjó þá til hálfa stöðu þingfrétt- amanns með tilheyrandi þáttagerð og renndi sem agni fyrir mig. Óhætt er að segja að ég hafi tekið í fyrsta kasti og ég man vel hvernig ískraði í honum, er ég þáði boðið og hann sagði íbygginn við mig, „það kunna nú fleiri að veiða, en þeir sem veiða lax“ og átti þar við að sálnaveiðin gæfí laxinum lítið eftir. Næstu fimm til sex árin var ég í lausamennsku á fréttastofunni, heldur tregur til mikilla verkefna vegna anna við önnur störf, en Emil var sífellt að leggja fyrir mig nýjar beitur. Oftar en ekki lét ég til leiðast, ekki síst vegna þess að ég hafði svo gaman af því að láta veiða mig, ég tala nú ekki um, er Emil fékk Ragnheiði Söru eigin- konu mína í lið með sér er mikið lá við. Þá vissi ég fýrirfram að leik- urinn væri tapaður. Hann bauð mér á hestbak upp á Fáksvelli til að selja mér hugmynd- ina um að ég ætti aðtaka við frétta- stjórninni af sér. Ég sagði þvert nei, en hann hlustaði ekki á það og sagði að allir menn ættu skyldur við sitt land og þjóð, þótt ekki væri nema í skamman tíma. Séra Emil brosti beitt, er hann afhenti mér fréttastjórastólinn og sagðist vita að það ætti eftir að gusta af mér og um mig, oft væri næðingssamt á toppnum. Hann reyndist þar sannspár sem í svo níörgu öðru. Ég mun ætíð þakklát- ur fyrir hvernig hann vakti yfir velferð minni og hagsmunum með- an ég sat í stólnum hans og oftar en einu sinni hringdi hann og bauð á hestbak. Það var og.með hrein- ustu ólíkindum hvernig tímasetn- ingar reiðtúranna féllu að hástreitu- tímabilum fréttastjórans. Og þegar sprett var úr spori undir lok sam- verustundar var öllu fargi af mér létt og mér veitt „streituaflausn". Einhvern tíma spurði ég hann að því hvernig hann héldi að dauð- inn væri. Hann svaraði því til að ég skyldi ekki hafa minnstu áhyggj- ur af dauðanum, heldur lifajífinu meðan ég hefði það að láni. Ég hef farið eftir því. Síðustu árin fækkaði samfundum eins og því miður virð- ist oft gangur lífsins. Ég leit við öðru hverju og færði honum og Álfheiði lax og það snart mig alltaf jafnmikið að finna hversu sterkan og fagran stuðning þau sóttu hvort til annars. Oftar en ekki voru sigl- firskar ættir mínar rifjaðar upp og gamansögur afa míns hins norska Ole Tynes, hafðar á lofti. Ég sakna þessara fáu samverustunda og trega litríkan örlagavald í lífi mínu, en samgleðst honum líka að vera kominn að hirð Föður síns. Fari þar fram rökræður, mun málflutningur Emils Björnssonar vega þungt á metunum. Álfheiður mín, ég veit að þú saknar hans mikið, en minn- ingasjóðurinn sem þú hefur, meðan beðið er endurfunda, er djúpur og auðugur. Guð blessi minningu Emils Björnssonar. Ingvi Hrafn Jónsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚ1.Í 1991 Gp 33 Minning: Brynhildur Baldvins Fædd 16. nóveniber 1909 Dáin 8. júlí 1991 Nú í dag, 19. júlí, verður elskuleg amma okkar, Brynhildur Baldvins, jarðsungin í Fossvogskapellu. Hún hafði átt við veikindi að stríða en hrakaði ört eftir að afi dó, þann 8. febrúar síðastliðinn. Amma og afi höfðu búið í Hveragerði í mörg ár nefndist húsið þeirra Lundur. Þangað var ávallt gaman að koma, og sérstaklega ef við gistum yfir helgi, bakaði amma þá jafnan afaköku og bjó til rabarbaragraut sem átti engan sinn líka. Þetta voru ánægjulegar stundir sem við áttum þarna með þeim heima í Lundi. Eftir að afi fór, kom amma í bæinn og bjó hjá pabba og mömmu í Kambaseli 8, en þann 27. mars var hún flutt á Borgarspítalann. Hún kom ekki heim aftur. Þann 8. júlí kvaddi hún þennan heim og hélt til fundar við afa sem var henni svo kær. Það er mikið af fjölskyldunni tek- ið er bæði afi og amma eru farin en við vitum að nú eru þau saman og þeim líður vel. Við biðjum góðan guð að blessa þau bæði. 2. í gepura móðu og mistur ég mikil undur sé Ég sé þig koma Kristur með krossins þunga tré. Af enni daggir dijúpa, og dýrð úr augum skin. Á klettinn vil ég kijúpa og kyssa sporin þín. 5. Ég fell að fótum þinum og faðma lifsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hveija rós frá þínum ástareldi fra allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson) Barnabörn Leiðrétting Minningargrein um Gróu Þor- leifsdóttur, sem birtist í blaðinu í gær, brenglaðist í vinnslu. Meðal annars brenglaðist undirskrift. Nafn greinarhöfundar féll niður. Minningarorðin skrifaði Egill Skúli Ingibergsson. Er hann beðinn af- sökunar á mistökunum svo og þeir aðrir sem hlut eiga að máli. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓHANNS EIRÍKSSONAR, Hafnarstræti 17, ísafirði, sem andaðist f Landakotsspítala 13. júlí sl., fer fram frá ísafjarð- arkapellu laugardaginn 20. júlí kl. 14.00. Halldóra Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR HARALDSDÓTTUR, Grandavegi 47, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu heiðra minningu hennar með blómum er vinsam- legast bent á að að láta andvirði þeirra renna til Hallgrímskirkju eða Byggingarsjóðs KFUM og K í Reykjavík. Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson, Björn Sigurbjörnsson, Helga I. Pálsdóttir, Halldóra Helgadóttir, Kristín Ninna Sigurbjörnsdóttir, Holger Nielsen, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Þorkell G. Sigurbjörnsson, Steinunn Pálsdóttir, Birna Sigurbjörnsdóttir, Ólafur Tryggvason, Hanna Sigurbjörnsdóttir, Hjalti Sigurbjörnsson, Anna Einarsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Áðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. _ Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. + Útför ástkærs eiginmans míns, föður, tengdaföður og afa, GÍSLA SIGURÐSSONAR, Leirubakka 2, Seyðisfirði, fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 20. júli kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Seyðisfjarðarkirkju. Guðborg Sigtryggsdóttir, börn, tengdábörn og barnabörn. Hjartkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, RÖGNVALDUR SIGURÐSSON, Sæviðarsundi 33, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 22. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Guðný Jónsdóttir, Sigríður Guðný Rögnvaldsdóttir, Úlfar Árnasson Bjarni Þór Guðjónsson, Bryndís Etin Hauksdóttir, Sigurborg Sigurðardóttir, Jóhann Kristmundsson, Jóhanna Sigurðardóttir Þökkum af alúð samúðarkveðjur og vin- áttuþel vegna andláts KRISTINS KOLBEINS INGÓLFSSONAR, Breiðvangi 13, Hafnarfirði. Þórdfs Kolbeinsdóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Hafsteinn Þór Hafsteinsson, Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, Hörður Logi Hafsteinsson. Álfheiður Óladóttir, Kolbeinn Kristófersson, Ingólfur Guðjónsson og fjölskylda. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNS AÐALSTEINS ÁRNASONAR, Merkurteigi 3, Akranesi. Sesselja Karlsdóttir, Árni Aðalsteinsson, Ólöf H. Samúlesdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Svanur L. Hauksson, Lilja Aðalsteinsdóttir, Guðní Hannesson, Gísli Aðalsteinsson og barnabörn. + Þökkum öllum ættingjum og vinum fyrir hlýhug og veittan stuðn- ing við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, JENSÍNU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Grettisgötu 20b. Ásgeir Sigurðsson, Birgir Rafn Asgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ardfs Henriksdóttir, Kristján Ásgeirsson, Magdalena M. Ólafsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Gerður V. Colot og barnabörn. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfidrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur. 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIDIR R E Y K J A VlKURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK SIMI : 11-22 222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.