Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 17 Kveðja: Óli Bjami Jósefsson Fæddur 1. ágúst 1938 Dáinn 10. júlí 1991 Félagi er fallinn._ Okkur setti hljóða vinnufélaga Óla B. Jósefs- sonar er við fréttum andlát hans, að hann á besta aldri væri hrifínn á brott úr félagahópnum. Hann sem var svo ljúfur í umgengni og góður vinur. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Við trúum þessu tæpast enn, en samt erum við strax farnir að minn- ast margs í okkar samskiptum við Óla á liðnum árum, og það er bjart yfír þeim minningum. Ætíð var hann ij'ótur með brosið og naut þess að vera með í glensinu og því sem gerðist í góðra vina hópi. En hann var prúðmenni hið mest^a og hallaði tæpast á nokkum mann. Við minnumst hans sem hins létt- stíga manns sem hélt vel sínu frá þeim dögum á yngri árum þegar hann stundaði íþróttir, bæði hand- bolta og knattspymu hjá félaginu sem hann hélt mikilli tryggð við, Knattspyrnufélaginu Fram, sem sér nú á bak einum af sínum dyggustu stuðningsmönnum. Sem starfsmaður hjá Reykjavík- urborg, fyrst hjá Áhaldahúsinu en svo hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar, þar sem hann starfaði til dauðadags, gat hann sér gott orð. Hann var traustur og samvisku- samur í öllu sem honum var falið að vinna og yfirmenn hans þakka að leiðarlokum góðum starfsmanni fyrir samstarfið. Þessu var ekki ætlað að vera upptalning á lífshlaupi félaga okkar Óla Bjarna Jósefssonar, heldur er þetta hinsta kveðja til hans frá vinnufélögum, frá fyrirtækinu sem hann þjónaði alla sína starfstíð, honum er þakkað fyrir samvemna og hann kvaddur hinstu kveðju með söknuði. ^ið sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Við kveðjum góðan félaga, hafí hann þökk fyrir allt. A.Á. Þær fréttir sem mér bárust síð- astliðinn fímmtudag að vinur minn Óli Jósefssson væri látinn voru mjög óvæntar. Þó þetta sé leið okkar allra og því að gerast allt í kring um okkur emm við alltaf jafn óviðbúin. Óli Bjarni Jósefsson, eins og hann hét fullu nafni, átti sitt æskuheim- ili á Grettisgötu 22 hér í Reykjavík. Hann var snemma ættleiddur af þeim Katrínu Kristjánsdóttur hjúkr- unarkonu og Jósef Einarssyni verk- stjóra, miklum heiðurshjónum sem öll börn áttu skjól hjá. Það að búa á Grettisgötunni varð sjálfkrafa til þess að menn gerðust Framarar strax og þeir gátu farið að sparka í bolta og var Óli engin undantekning frá þeirri reglu. Hann lék með yngri flokkum Fram, bæði í fótbolta og handbolta og var alla tíð einlægur stuðningsmaður Knatt- spyrnufélagsins Fram. Óli kvæntist snemma, Sesselju Eiríksdóttur frá Stykkishólmi. Þeirra börn em: Unnur, hárgreiðsl- umeistari í Ólafsvík, Katrín, kenn- ari í Reykjavík, og Kristján, tré- smiður einnig í Reykjavík. Þau hafa öll stofnað sín eigin heimili. Vinátta okkar Óla hefur varað allt frá unglingsámnum, eða um það bil 40 ár. Samverustundirnar hefðu þó gjarnan mátt vera fleiri, sérstaklega nú seinustu árin, en þó er það nú þannig að vinátta mælist ekki í tíma og þess vegna stendur hún jafn óhögguð þó stundum líði stund milli funda. Það er nú svo, að þegar góður vinur er kvaddur hrannast minning- arnar upp. Minningar sem ylja þeg- ar þær skjóta upp kollinum, vegna þess að þær minningar sem tengj- ast Óla era hlýjar. Frá áhyggjulaus- um unglingsámm éða þegar fullorð- insárin tóku við með sínum skyldum og ábyrgð. Óli varð snemma sjálfstæður og var fljótari til en við hinir á ýmsan hátt. Ég held að hann hafí verið einn af þeim fyrstu til að eignast skellinöðm hér á landi og bíl eignað- ist hann snemma. Nutum við félag- ar hans og vinir þess og margar ljúfar minningar eigum við frá ferð- alögum, stundum með fullan bíl af notuðum dekkjum, en í þá daga var oft erfítt að komast yfír ýmislegt sem nú er talið sjálfsagt. Þá fór stundum allur tíminn eftir að búið var að tjalda í dekkjaviðgerðir. Margt fleira væri hægt að tína til frá þessum tíma þegar lífíð var ei- líft_ sólskin. Óli var drengur góður. Hann var bæði óeigingjarn, hjálpsamur og traustur og skilaði sínu hlutverki í lífínu þannig að hver maður getur verið fullsæmdur af. Við Þórey sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur og óskir um bjarta framtíð._ Ásgrímur Jonasson í yndislegu júníveðri í Skorradal áttum við systkinin og fjölskyldur okkar skemmtilega helgi með pabba. Ekki óraði okkur fyrir á þeirri stundu að þetta yrði í síðasta sinn sem við kæmum öll saman. En fljótt dregur ský fyrir sólu. tveim vikum síðar veikist hann al- varlega og örfáum dögum seinna er hann allur. Það er oft erfítt að skilja tilgang lífsins. Hann pabbi sem átti svo mikið eftir, öll litlu barnabörnin sem honum þótti svo vænt um, fá nú ekki lengur að njóta afa Óla. Pabbi fædist 1. ágúst 1938 í Minning: * GuðbjörgL Astgeirs- dóttirfrá S-Hömmm Fædd 1. desember 1933 Dáin 12. júlí 1991 í dag er kvödd frá Langholts- kirkju kær vinkona, Guðbjörg Inga Ástgeirsdóttir frá Syðri Hömrum í Áshreppi. Guðbjörg fæddist 1. desember 1933 á Syðri Hömrum og lést þann 12. júlí sl. á Landspítalanum í Reykjavík eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Foreldrar Guðbjargar voru sæmdarhjónin Arndís Þorsteins- dóttir ljósmóðir og Ástgeir Gíslason bóndi á Syðri Hömrum. Guðbjörg var yngst 7 systkina en þau eru Ingigerður, Ingveldur sem er látin, Bjarnheiður, Steinunn, Gísli og Sig- urveig. Guðbjörg ólst upp í glöðum og góðum systkinahópi og vann öll almenn sveitastörf eins og þá var títt með allt ungt fólk sem var að alast upp. Guðbjörg stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni vet- urinn 1956-57. Þar stofnaði hún til náinna vináttusambanda við skóla: systur sínar sem varði alla ævi. í Hafnarfírði var hún heimilisföst í nokkur ár en flytur til Reykjavíkur árið 1968 og bjó þar ætíð síðan. Hún festi kaup á íbúð í Gnoðar- vogi 18 og bjó þar börnum sínum gott og fagurt heimili. Börn hennar em Arndís Árnadóttir, fædd 14. desember 1958, fóstra í Vest- mannaeyjum, og Ástgeir Kristjáns- son, fæddur 27. október 1972, nemi í Reykjavík. Barnabörnin eru orðin tvö, Valur og Björg. Guðbjörg var sérstaklega hand- lagin og vann við saumaskap hjá Model Magasín í fjölda ára, þar hafði hún nýlega látið af starfi og var farin að vinna á Borgarspítalan- um nokkru áður en hún veiktist. Með Guðbjörgu kveðjum við ein- staka mannkostakonu. Hún var mjög félagslynd, trygglynd og vönduð kona. Hún bar mikla um- hyggju fyrir íjölskyldu sinni, börn- um, barnabörnum og systkinum og öllum vinum sínum. Hún var mjög músíkölsk, lék á orgel og söng lengi í Kór Rangæingafélagsins í Reykja- vík. Guðbjörg var ámm saman í stjórn Rangæingafélagsins í Reykjavík. Ég kynntist Guðbjörgu fyrst þegar ég var kostin formaður Rangæingafélagsins árið 1982. en þá sat Guðbjörg í stjórn þess. Mér er ljúft að minnast þess tíma þegar við Guðbjörg unnum saman í stjórn Rangæingafélagsins. Þegar leið að 50 ára afmæli þess 1985 setti stjórnin'-sér þau markm- ið að halda veglega afmælishátíð í Félagsheimili Vestur-Eyfellinga á Heimalandi þar sem flutt yrði sýnis- horn af því menningarstarfí sem stundað var í Reykjavík og koma upp orlofshúsi í Hamragörðum, Vestur-Eyjafjöllum. Þettá- hvort tveggja tókst með ágætum og var samstarf stjórnar og þeirra sem stóðu þar að verki einstakt. Mér er minnisstæður áhugi Guðbjargar á þessum málum og samheldni stjórnar og félagsmanna. Rangæingafélagið þakkar Guð- björgu frábær störf í þágu þess í öll þessi ár. Persónulega vil ég þakka fyrir alla ástúð, trygglyndi, vináttu og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni. Það er ómetanlegt að kynn- ast slíkri konu sem bar geislandi persónuleika og góðvild með sér hvar sem hún fór. Við Rangæingar og allir vinir hennar þökkum henni samfylgdina og biðjum henni guðs- blessunar á nýjum leiðum. Við Óli vottum börnum hennar og öllum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Minningin um góða konu lifir. Dóra Ingvarsdóttir Hún Guðbjörg Inga Ástgeirsdótt- ir, Bagga okkar, er búin að kveðja þennan heim, eftir langa og hetju- lega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ekki hefði okkur grunað, er við hittumst í febrúar sl. skólasysturn- ar, og borðuðum saman þorramat að svo fljótt yrði höggvið skarð okkar hóp. Við hittumst fyrst á Laugarvatni haustið 1956 og hófum nám í Hús- mæðraskóla Suðurlands. Þar áttum við saman yndislegan vetur við leik og störf. Við bundumst þar sterkum vináttuböndum, sem hafa haldist alla tíð síðan og orðið nánari eftir sem árin hafa liðið. Við hittumst að jafnaði nokkrum sinnum á ári. Fæddur 21. maí 1921 Dáin 9. júlí 1991 Mig langar til að minnast með örfáum orðum Jóns Jónssonar, Bogabraut 24, Skagaströnd. Hann var kvæntur Maríu Magnúsdóttur. Jón var mér alltaf svo góður, hann var mér eins og afí. Eg og María Jóna sonardóttir Jóns erum miklar vinkonur, við fórum oft sam- an í heimsókn til afa hennar og ömmu á Bogabrautinni. Þar er allt- af gott að koma. Við spjölluðum saman, og stundum voru skoðaðar myndir og svo kom Maja með pönnukökur og appelsínusafa. Það er ekki eins að koma á Bogabraut- ina núna þegar Jón er horfinn burt frá okkur, en það verður áfram Sumir kölluðu það „saumaklúbb", en aðallega var talað og hlegið. Nokkram sinnum var farið út á landsbyggðina, var þá sérlega gam- an, létt á hjalla og gjaman tekið lagið. Okkur fínnst að leiðarlokum, að við eigum Böggu margt og mikið að þakka. Þegar við hittumst var hún alltaf f sérlega góðu jafnvægi, glöð og ánægð og undi hún vel við sitt. Su innri hamingja og ró, sem Bagga var svo rík af, er hverri manneskju dýrmætt að kynnast. Bagga var börnum sínum góð móðir og okkur sönn vinkona. Að leiðarlokum sendum við böm- um hennar og ástvinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við biðj- um góðan Guð að styrkja þau og styðja í þeirra miklu sorg. Minning hennar mun lifa með okkur um ókomin ár. I sálmi Bjöms Halldórssonar prófasts í Laufási segir: Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það alit, er áttu’ í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Skólasystur frá Laugarvatni gott að koma á Bogabrautina til Maju, hún er alltaf svo góð. Elsku Maja og aðrir aðstandendur, ég og fjölskylda mín biðjum góðan guð að styrkja ykkur á sorgarstund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Halla Kristín Kveðjuorð: Jón Jónsson Reykjavík. Foreldrar hans voru Katrín Kristjánsdóttir og Jósef Ein- arsson. Allan sinn starfsaldur vann hann hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. 29. maí 1960 gekk hann að eiga Sesselju Eiríksdóttur, fædd 22. ágúst 1941, frá Stykkishólmi, og eignuðust þau þijú börn. Unni, fædda 26. mars 1961, maki Jón Aðalbjörn Kratch og eiga þau Ólöfu Birnu og Davíð Örn; Katrínu, fædda 2. október 1962, maki Hafliði Sí- vertsen og eiga þau Grétar Má, Atla Rafn og Huldu Sesselju og Kristján, fæddan 14. mars 1964, maki Kristín Halla Þórisdóttir og eiga þau einn son, Þóri. Með þessum fáu orðum langar okkur til að kveðja pabba, með þessari fallegu bæn sem okkur þyk- ir svo vænt um og Katrín amma las svo oft yfír okkur. Vertu nú yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Hvíli elsku pabbi í friði. Hans er og verður sárt saknað. Unnur, Katrín, Kristján og fjölskyldur. FLASH HIGH Verð aðeins kr. 4.990,- Stærðir. 39-45 íwrw’ •r'*.""'i"u wi”! 'Il.,.l|rr.«giw»m hhwwihhii i . wr amsH H ÚTILÍF Glæsibæ - Sími 82922 Oliufélagið hf ÚRVALS bón- hreinsivörurí og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.