Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Tryggingastofnun ríkisins: Afgreiöslu lyfjaskír- teina lokið um helgina ÚTGÁFU nýrra lyfjaskírteina frá Tryggingastofnun ríkisins verður lokið um helgina. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur deildar- stjóra og Jóns Sæmundar Siguijónssonar formanns Tryggingaráðs verður bætt við vélriturum hjá Tryggingastofnun til þess að sjúkling- ar þurfi ekki lengur að bíða eftir lyfjaskirteinum. Ásta Ragnheiður segir að ekki hafi ríkt glundroði í stofnuninni vegna lyfjaskírteinanna en álagið á starfsfólk hafi verið mikið. Það verði því mikill léttir þegar útgáfu nýju skírteinanna ljúki. Jón Sæmundur Sigutjónsson for- maður Tryggingaráðs segir að hluti álagsins á stofnunina undanfarna daga stafi af því að stór hópur fólks, sem hafði lyfjaskírteini fyrir breyt- ingu reglugerðarinnar, hafi ekki gert sér ljóst að þau gildi áfram til áramóta og hafi því sótt um ný. Að sögn Jóns Sæmundar er nú hreint borð hjá læknum Trygginga- stofnunar hvað varðar afgreiðslu lyfjaskírteina og aðeins eftir að vél- rita þau. Þau Jón Sæmundur og Ásta Ragnheiður segja að ekki sé nýlunda að það þurfi að vísa fólki, sem hafi fullnýtt allar bætur sínar hjá Trygg- ingastofnun, til Félagsmálastofnun- ar. Um þá hópa sem verða sérstak- lega hart úti vegna nýju reglugerð- arinnar segir Jón Sæmundur að Stöð 2: Utsending- um CNN hætt STÖÐ 2 hefur tekið ákvörðun um að hætta útsendingum frá banda- rísku sjónvarpsstöðinni CNN frá og með næsta laugardegi. Sent hefur verið út efni frá CNN á Stöð 2 frá 17. janúar sl., við upp- haf Persaflóastríðsins. Ekki er víst að þessi stöðvun útsendinga frá CNN verði til frambúðar. Að sögn Baldvins Jónssonar, markaðsstjóra Stöðvar 2, var ákveð- ið að hætta útsendingum frá CNN vegna ákvörðunar útvarpsréttar- nefndar um túlkunarskyidu á er- lendu efni í sjónvarpinu. „Við treystum okkur ekki til að senda út efni frá CNN nema endurskoða málið frá upphafí, þ.e.a.s. hvað kosti að hafa fólk í því að þýða og setja yfír auglýsingar. Við viljum uppfylla iögin og þau skilyrði sem eru sett en erum að skoða málið og lokum fyrir útsendingamar á meðan við erum að kanna möguleikana á því að halda þessu áfram,“ sagði Bald- vin. lyfjahópurinn, sem vann að gerð reglugerðarinnar, starfí áfram og fjalli meðal annars um vanda þessa fólks. Þarna sé um fámennan hóp að ræða og hópurinn leggi sig í líma við að veita þessu fólki úrlausn. Um þá umræðu sem verið hefur um lyflaverð og kostnaðarhlutdeild Almannatrygginga í því, segir Jón Sæmundur að í heildina sé hún af hinu góða, þar sem hún auki á kostn- aðarvitund almennings og starfs- fólks í heilbrigðisstéttum. Þau Anni Haugen, yfírmaður Fjöl- skyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur í leyfi Gunnars Sand- holt, og Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri borgarinnar, segja að reglur Félagsmálastofnunar um fjár- hagsaðstoð heimili ekki starfsmönn- um stofnunarinnar að greiða ein- staklingsbundna aðstoð vegna lyfja- kaupa. Sveinn sagði að það hefði að vísu verið gert í stöku neyðartil- fellum, en til þess að það væri hægt þyrfti umfjöllun og samþykki félags- málaráðs. Ef mikil brögð yrðu að því að fólk sækti um sérstakan lyfja- kaupastyrk til Félagsmálastofnunar kæmi til kasta Félagsmálaráðs að taka afstöðu til þeirra beiðna. Sveinn sagði að ekki hefði borið mikið á því að fólk leitaði til Elli- máladeildar borgarinnar vegna mik- ils lyfjakostnaðar. Þó væru þess nokkur dæmi. Anni Haugen segir hins vegar að fólk sé að byija að leita til Fjölskyldudeildar með lyfja- reikninga sína. Að sögn Anni er þar einkum um öryrkja og bamafólk að ræða. Morgunblaðið/Sturla Páll Hannes Halldórsson, stendur hér við efri hæðina á húsi sínu, þar sem það stendur á hafnarkantinum á Suðureyri, tilbúið til flutnings suður. Suðureyri: Flytur einbýlishúsið með sér til Hafnarfjarðar HANNES Halldórsson og fjölskylda hans þurftu að flytja sig frá Suðureyri og suður á bóginn fyrir þremur árum vegna veikinda í fjölskyldunni. Hannes hafði byggt sér reisu- legt 145 fm einbýlishús á Suður- eyri upp á tvær hæðir. Á síðustu árum hefur framboð á húsnæði verið meira heldur en eftirspurn og er Hannes einn þeirra sem ekki hefur tekist að selja húsið sitt. Ekki var Hannes tilbúinn að leggja árar í bát að svo stöddu, heldur ákvað hann að flytja húsið með sér suður. Efri hæðin var hífð ofan af húsinu í tvennu lagi og verður flutt þannig suður með Rikisskipum. Neðri hæðin sem byggð er úr steineiningum verður boltuð í sundur. Hannes telur flutning þennan ekkert tiltökumál og segir að í gegnum tíðina hafí menn flutt hús á milli landshluta við margfalt erfiðari aðstæður. Húsið mun svo væntanlega rísa á nýjum grunni í Hafnarfirðinum á næstu mánuð- um. - Sturla Meöferð og markaðssetning fiskmetis: Auknar hreinlætiskröfur EB varða íslenska útflytjendur Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT nýjum reglum um meðferð og markaðssetningu fiskmetis sem ætlað er til mann- eldis verða íslenskir útflytjendur að uppfylla kröfur Evrópubanda- lagsins (EB) til jafns við fyrir- tæki innan bandalagsins eftir 1. janúar 1993. Aðildarríki EB verða að hafa tekið reglurnar inn í eigin löggjöf fyrir þann tíma en þá eiga þær að taka gildi. Búist er við því að þær kröfur Itölsk sjónvarpsstöð: Heimildaþáttur gerður um Krislján Jóhannsson Mjög jákvæðar viðtökur við Turandot, segir Kristján ÍTALSKA ríkissjónvarpsstöðin RAI1 vinnur nú að gerð sjónvarps- þáttar um Kristján Jóhannsson óperusöngvara. ítalskir dagskrár- gerðar- og myndatökumenn hafa undanfarið verið við tökur hér á landi og í fyrradag tóku þeir viðtal við Krisfján og mynduðu frammistöðu hans í hlutverki Calafs I óperunni Turandot, sem sett er upp í hringleikahúsinu í Verona á ítaliu. Kristján Jóhannsson sagði I hlutverki Calafs. Þrjú þeirra séu samtali við Morgunblaðið í gær að sjónvarpsþátturinn myndi fjalla um samstarf sitt og kennara síns, Sigurðar Demetz. Teknar hefðu verið myndir á æskuslóðun- um við Eyjafjörð og á Akureyri og ítölsku sjónvarpsmennimir hefðu tekið viðtal .við Demetz á íslandi. Einnig ætti að mynda æskustöðvar Sigurðar Demetz í Týról. Þá hefði sjónvarpsstöðin tekið upp alla óperuna Turandot og yrði hún sýnd á næstunni. Kristján segir að sér hafi borizt fjöldi tilboða vegna söngs síns í frá Verona, og hafi hann þegar tekið þeim. Þá hafi hann fengið spennandi tilboð um að syngja á óperusviðinu sem sett er upp á sumrin í Caracalla-böðunum fornu í Róm. „Eg er með samning við Caracalla fyrir, þannig að þetta er bara viðbót," sagði Krist- ján. „Það berast tilboð hvarvetna úr heiminum núna. Það kemur alltaf mikið af tilboðum, en núna er óvenjumikill straumur." Kristján segir að almennt hafi frammistaða sín í Turandotfengið mjög jákvæðar viðtökur. „Á ann- arri sýningunni í gærkvöldi [mið- vikudagskvöld] ætlaði allt vitiaust að verða, eins og menn segja,“ sagði Kristján. Hann sagði að mjög jákvæðir dómar hefðu birzt í flestum ítölskum blöðum og einnig hefðu sér borizt góðir dóm- ar úr austurrískum blöðum. Eng- an skugga hefði borið á viðtökurn- ar nema gagnrýni í stórblaðinu Corríere della sera. „Sá gagnrýn- andi er þekktur um alla Italíu fyrir rugl,“ sagði Kristján. „En ég geri óskaplega lítið með gagn- rýni, það er helzt fjölskylda mín sem tekur hana nærri sér. Allir listamenn fá bæði góða og slæma dóma og allir verða að fá að hafa sínar skoðanir á hlutunum og koma þeim á framfæri ef þeir vilja.“ sem gerðar eru samkvæmt regl- unum um aðbúnað í fiskvinnslu- fyrirtækjum í bandalagsríkjun- um verði mörgum þeirra fjár- hagslega ofviða. Landbúnaðarráðherrar EB náðu samkomulagi um tilskipunina sem felur í sér reglurnar á þriðjudag en vegna ágreinings um orðalag verð- ur tilskipunin ekki endanlega af- greidd af ráðherrum innri markaðar EB fyrr en í næstu viku. Reglurnar taka til allra þátta við framleiðslu sjávarafurða og fellur fiskeldi þar undir. Samkvæmt heimildum í Brussel mun könnun á Skotlandi hafa leitt í ljós að einungis 4% fyrirtækja í fiskvinnslu þar í landi uppfylltu kröfurnar til hins ýtrasta. Eftirlits- menn EB munu innan bandalagsins fylgjast með því að aðildarríkin uppfylli kröfur tilskipunarinnar til fulls en með henni er gert ráð fyrir að heilbrigðisvottorð verði ónauð- synleg fyrir flutninga á fiskmeti innan EB. Látið verður nægja að vara sé merkt fyrirtæki með viður- kenningarmerki eftirlitsmanna EB. Sérstakur kafli fjallar um inn- flutning frá ríkjum utan EB. I hon- um er lögð áhersla á að sambærileg- ar reglur í útflutningslandi standist samanburð við nýjar reglur EB. Gert er ráð fyrir að sérstök skilyrði verði sett eftir þörfum. EB mun leitast við að veita eftirlitsstofnun- um í útflutningslöndunum umboð til að gefa út heilbrigðisvottorð til EB eftir að hafa gengið úr skugga um hæfni þeirra til verksins. Hvort eftirlitsmenn EB munu taka út fisk- vinnslustöðvar á sama hátt og slát- urhús vegna Sérstakra útflutnings- leyfa er ekki ljóst. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja að tilskipunin muni hafa tak- mörkuð áhrif á aðstöðu frystihúss á íslandi til að flytja út til aðild- arríkja EB en staða saltfiskverkun- ar, rækjuvinnslu og niðurlagningar- verksmiðja er óljósari. Samkvæmi reglunum nær ýtrasti frestur sem fyrirtæki innan EB fá til að full- nægja reglunum í undantekningar- tilfellum til 31. desember 1995, annars á aðlögun að vera lokið uir mitt ár 1995. Gera má ráð fyrii að fyrirtækjum innan EB verði al- mennt veittur fymriaðlögunarfrest- ur en fyrirtækjum utan bandalags- ins. ..♦--------------- Slasaðist í bílveltu Hellu. MAÐUR á miðjum aldri slasaðist er bifreið hans fór út af Háfsvegi í Djúpárhreppi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn, sem var einn í bíln- um, mun hafa misst vald á honum í sandruðningi. Þegar að var komið var maðurinn rænulítill, fastur undir bílnum. Hann mun hafa slasazt tölu- vert og var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur. Þá valt bíll á Landvegi í gær, skammt frá Galtalæk. Svissnesk hjón sem voru í bílnum sluppu með skrámur. A.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.