Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Tónleikar á Norð- ur- og Austurlandi HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir flautu- leikari og Atalía Weiss sembal- og píanóleikari, halda tónleika á Norður- og Austurlandi á næst- unni. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Tónlistarskóla Sauðárkróks, laug- ardaginn 20. júlí kl. 16, í Reykja- heiðarkirkju í Mývatnssveit, sunnu- daginn 21. júlí kl. 20:30,í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju, mánudag- inn 22. júlí kl. 20:30 ogíEgilsstaða- kirkju miðvikudaginn 24. júlí kl. 20:30. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir J.S. Bach, Brams, Messia- en, Poulenc, Sancan og Schubert. Hallfríður Ólafsdóttir, stundaði námi í flautuleik hjá Bemharði S. Wilkinson við Tónlistarskóla Kópa- vogs og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleik- araprófi vorið 1988. Hún var við framhaldsnám við Royal Northern College of Music í Manchester og ári síðar við Royal Academy of Music í London. Þar hefur hún ver- ið undir leiðsögn William Bennett og útskrifast með Diploma of Ad- vanced Studies. Atalia Weiss, er frá ísrael og stundaði hún nám í píanóleik hjá Hadasah Gonen við Ruben tónlist- arháskólann í Tel-Aviv. Þaðan út- skrifaðist hún með B. Mus.-gráðu og hélt tónleika í skólanum og víða um ísrael. Atalia er nú við fram- haldsnám hjá Franck Wibaut við Royal Academy of Music í London og mun ljúka M. Mus.-gráðu þaðan næsta haust. Fulltrúar Landsbanka á Ólafsvík Sljórn LÍÚ ályktar um tillögur Hafrannsóknarstofnunar; Vill leyfa meiri þorsk- o g síldveiði Morgunblaðið/Bjami Báru Davíð kveðju Shamirs Þrír af forystumönnum ungliðahreyfingar Likud- báru honum kveðju Yitzhaks Shamir, forsætisráð- bandalagsins, stjómarflokksins í ísrael, hittu Davíð herra Israels. Israelamir eru hér í vikulangri heim- Oddsson forsætisráðherra að máli í síðustu viku og sókn á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ólafsvík. FULLTRÚAR Landsbanka ís- lands í samstarfsnefnd bankans og Byggðastofnunar um framtíð- arlausnir um fiskvinnslu í Ól- afsvík eru nú hér vestra að kynna sér málin. Hafa þeir hitt að máli bæjarstjórnarmenn og forstöðu- menn verkalýðsfélagsins og at- vinnumálanefndar bæjarins. Einnig munu þeir ræða við ein- hveija í atvinnurekstrinum. Nefndarmenn vom orðvarir en kváðust hafa fullan vilja til að skila áliti sínu fljótt til yfirboðara sinna. Bentu þeir á að vatnasskil gætu orðið í þessum málum í september vegna togarans Más. Því væri einn- ig áríðandi að heimamenn verði fljótir til með þær ákvarðanir sem þeir þurfa að taka svo sem um hugsanlegan sammna fyrirtækja. Hver sem niðurstaðan yrði mætti ekki tjalSa til einnar nætur. Helgi en fiskifræðingar hafa lagt til „Skammtímahagur tekinn fram yfir langtímahag,“ segir Jakob Jakobsson STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna leggur til að sjávar- útvegsráðherra heimili veiði á 280 þúsund tonnum af þorski og 150 þúsund tonnum af síld á næsta fiskveiðiári. Þetta er 30 þúsund tonn- um meira af þorski og 70 þúsund tonnum meira af síld en Hafrann- sóknarstofnun hefur lagt til að heimilt verði að veiða. í ár er leyft að veiða 320 þúsund tonn af þorski og 100 þúsund tonn af síld. „Niðurskurður á þorskkvóta úr óvissa um Grænlandsgöngu, sem 320 þúsund tonnum í 280 þúsund fiskifræðingar segja að komi ekki á tonn er gríðarmikið áfall fyrir okk- ' næsta ári. Einnig frnnst okkur nýlið- ur. Það er fjórði niðurskurðurinn í röð á heildarafla þorsks og kemur mjög illa við þau skip sem byggja meginveiðiheimildir sínar á þorski," sagði Kristján Ragnarsson formað- ur LÍÚ við Morgunblaðið. Kristján sagði að stjóm LÍÚ teldi að ákveðin óvissa ríkti í tillögum Hafrannsóknarstofnunar um þorskkvóta sem réttlæti það að ganga lengra í úthlutun. „Við byggj- um það á því að okkur finnst vera um áföngum og er kostnaður vegna framkvæmda í ár um 14 milljónir króna. Jafnframt hefur verið undir- ritaður samningur við Loftorku hf. um framkvæmdir við götuna A-tún en fyrirtækið átti lægsta boð í verk- ið 8,3 milljónir króna. Þá mun Loft- orka hf. einnig sjá um gangstígagerð og er áætlaður kostnaður 2,5 milljón- I frétt frá Bessastaðahrepp kemur fram að gengið hefur verið frá fjár- magni vegna lokaframkvæmda við Skólaveg á þessu ári en ekki hefur verið ákveðið hvaða verktaki tekur verkið að sér. Með framkvæmdunum í ár er lokið við lagningu slitlags á götur í hreppnum. unarrannsóknirnar vera háðar mik- illi óvissu. Þótt árgagnurinn 1986 virðist slakur teljum við ekki ástæðu til að ganga eins langt og fiskifræð- ingar leggja til. En með okkartillög- um erum við samt komnir niður fyrir minnsta afla sem við höfum veitt frá því landhelgin var færð út í 200 mílur,“ sagði Kristján. Kristján Ragnarsson sagði að til- lögur fiskifræðinganna um 80 þús. tonna síldarafla væru óskiljanlegar og ekkert yrði gengið á síldarstofn- inn þótt veidd yrðu 150 þúsund tonn. „Við viljum hleypa loðnuflotanum á síldveiðar í haust með jafnan kvóta á við síldarskip, vegna þess að við sjáum ekki fram á neinar loðnuveið- ar. Við teljum því að það verði að auka síldaraflann svo þessi 43 skipa loðnufloti geti allur fengið kvóta en það verði tímabundið fyrir næsta fiskveiðiár," sagði Kristján. LÍÚ er sammála tillögum Haf- rannsóknarstofnunar um ýsu og karfa, rækju, hörpudisk og humar, en leggur til að leyft verði að veiða sama magn af ufsa og á síðasta ári, eða 90 þúsund tonn, í stað 65 þúsund tonna. Þá er lagt til að grá- lúðuafli verði skertur minna en fiski- fræðingar leggja til, eða úr 65 þús- und tonnum í 35 þúsund tonn. Einn- ig vill LÍÚ auka mjög skarkolaveiði úr 11 þús. tonnum í 15 þús. tonn. Þegar tillögur Hafrannsóknar- stofnunar komu fram, 9. júlí, sagði Kristján Ragnarsson við Morgun- blaðið að hann varaði við því að freista gæfunnar með því að hafa þær tillögur að engu því það myndi aðeins bitna á framtíðinni. „Ég er ekki að segja að farið verði að þess- um tillögum í einu og öllu en menn verða að búa sig undir að mæta þessu með einum eða öðrum hætti,“ sagði Kristján þá. Þegar Morgun- blaðið spurði Kristján í gær hvort hann hefði á einhvem hátt skipt um skoðun, sagði hann að LÍU væri að taka tillögu Hafrannsóknarstofnun- ar mjög alvarlega. „Við leggjum til aukningu í sumu, við viljum jafna áfallið, en við erum að fallast á að minnka þorskveiði og grálúðuveiði verulega mikið, og við teljum að með tillögum okkar séum við að huga að framtíðinni en ekki stund- arhagsmunum," sagði hann. Þegar Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar var spurð- ur álits á tillögum LÍÚ sagði hann sér sýndist að í tillögunni um þorsk- veiði væri verið að veðja á meiri Grænlandsgöngu en Hafrannsókn- arstofnun gerði ráð fyrir. Jakob sagði síðan að tillaga Ha- frannsóknarstofnunar um síldveið- ikvóta byggðist á að fylgja kjör- sókn, þ.e. að ná mestri nýtingu úr stofninum án þess að það kæmi nið- ur á vexti hans. Þessari stefnu hefði stofnunin fylgt undanfarin ár og jafnan lagt til að veiða 20-25% af stofnstærð. Síldarstofninn hefði náð að vaxa í rúm 500 þúsund tonn árið 1988 en hefði nú minnkað aft- ur í um 400 þúsund tonn og þyldi því 80-90 þúsund tonna veiði. Allt þar framyfir kæmi aðeins niður á stofninum og síldveiðum síðar. Loks sagðist Jakob vera hissa á að LÍÚ skyldi ekki taka tilllögur Hafrann- sóknarstofnunar varðandi veiðar á grálúðu til greina. „í þessum tillög- um um meiri veiði en við leggjbm til er náttúrlega verið að hugsa um skammtímahag fremur en langtíma- sjónarmið," sagði Jakob Jakobsson. Sjávarútvegsráðherra ætlar að birtaákvörðun sína um kvótaúthlut- un 30. júlí, og gildir hún frá 1. sept- ember til 31. ágúst á næsta .ári. Frá undirritun verksamnings við Loftorku hf., talið frá vinstri, Sig- urður Sigurðsson, forstjóri Loftorku, Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri Bessastaðahrepps og Guðmundur Gunnarsson, oddviti. Bessastaðahreppur: Lokið við lagiiingn slitlags og gangstíga ÁKVEÐIÐ hefur verið að ljúka lagningu slitlags á götur og gangstíga- gerða í Bessastaðahrepp. Verkið hófst árið 1986 og er kostnaður vegna framkvæmdanna um 75 milljónir króna á núvirði. Það er verktakafyrir- tækið Loftorka sem séð hefur um framkvæmdir og var samningur þessa árs undirritaður fyrir skömmum. Verkið hefur verið unnið í nokkr- ir króna. Gagnrýni á úthlutunarnefnd lána til fiskeldis: Verkefnið unnið samkvæmt samþykktum ríkisstjómar - segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að úthlutunarnefnd rekstrarlána til fiskeldis hafi starfað samkvæmt reglum sem ríkis- stjórnin samþykkti og nefndarmenn hafi ekki haft persónulegra hagsmuna að gæta við úthlutunina eða unnið það verkefni í tengsl- um við þær stofnanir sem þeir annars vinna hjá. Fiskeldismenn, bæði fulltrúar einstakra fyrirtækja og stjórn Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva, hafa gagnrýnt störf úthlutunarnefndarinn- ar harðlega og meðal annars sakað hana um að draga taum ákveð- inna fyrirtækja og stofnana. Halldór sagði, að í maímánuði hefðu bankar verið búnir að loka á flestar fískeldisstöðvar og eldisfísk- urinn var ísvelti. Sér hefði tekist að ná samningum við Landsbank- ann um að gefa nokkuð svigrúm meðan málið var skoðað og niður- staða ríkisstjórnarinnar hefði síðan verið sú að veija 150 milljónum, bæði á þessu ári og því næsta, til að tryggja að fiskeldi héldi áfram og innlend þekking í greininni varð- veittist. „Þetta verk varð að vinnaa fljótt, og ég kaus að skipa í nefndina sér- fræðinga sem voru gagnkunnugir rekstri fískeldisfyrirtækja en áttu ekki persónulegra hagsmuna að gæta. Þetta fólk var allt skipað af mér og vann þetta verkefni ekki í tengslum, eða á vegum þeirra stofn- ana sem það annars vinnur hjá. Það vann samkvæmt reglum sem ég setti og voru samþykktar í ríkis- stjórninni og gengu út á það að um lán væri að ræða, að viðkomandi fyrirtæki hefði sýnt góðan árangur og ætti einhveija möguleika í framtíðinni. Mér kemur auðvitað ekki á óvart þótt niðurstaðan sé gagnrýnd. Það eru mjög skiptar skoðanir á því hvernig eigi að bregðast við erfið- leikum fiskeldisins, og fjöldi manns hefur tapað verulegum fjárhæðum á greininni. Menn eru því viðkvæm- ir og sárir, og ég verð að segja að mér finnst þeir hafa tekið þessu karlmannlega og raunar með meiri skilningi en hægt var að búast við,“ sagði Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.