Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Jóhanna M. Oskars dóttir — Minning Það var síðla dags föstudaginn 12. júlí að síminn hringdi og okkur var tilkynnt að Jóhanna Óskarsdótt- ir væri látin. Hafði andlát hennar borið snöggt að, er hún var stödd á ferðalagi á Tjömesi. Upp 1 huga mér komu minningamar ein af ann- arri. Það var fyrir um það bil tæpum áratug að vinur okkar hjónanna, Pétur Stefánsson skipstjóri, kom í heimsókn og kynnti Jóhönnu fyrir okkur. Hún var þá búin að vera ekkja í mörg ár. Mann sinn, Víði Sveinsson, missti hún eftir nokkurra ára sambúð. Þau eignuðust fjórar dætur og vom tvær þeirra búnar að stofna heimili er þetta var. Hún starfaði hjá Pósti og síma eins og hún var búin að gera um árabil. Fyrst í Sandgerði svo í Keflavík en þá er þetta var, sem fulltrúi í Aðal- pósthúsinu í Pósthússtræti. Þá strax á þessu umrædda kvöldi var eins og við hefðum alltaf þekkst og urðum við góðar vinkonur. Var ég ákaflega stolt af að eiga þessa glæsilegu og góðu konu að. Þau Pétur komu sér upp fallegxx heimili í Eskihvammi 4 og fannst mér gott að fá þau í nágrennið. Það vom ótaldar ferðirnar sem farnar vom yfír í Suðurhlíðamar enda vora þau bæði höfðingjar heim að sækja. Jóhanna hætti störfum hjá Pósti og síma og helgaði sig heimilinu um tíma. En slík atorkukona og hún þurfti meiri umsvif. Hún fór að vinna hlutastarf á skrifstofu við útgerðar- fyrirtæki þeirra Péturs. Einnig gekk hún í kvennadeild Rauða krossins og lagði henni lið í verslun er rekin er á vegum félagsskaparins í kringlu Landspítalans. Starfaði hún einnig í ITC deild í Kópavogi frá árinu 1986 og var mjög virk í deildinni. Tíminn líður, dætumar klára sitt nám og þar tvær yngstu stofna sín eigin heimili og bamabömin orðin 5. Fyrir rúmu ári veiktist Jóhanna og kom þá í ljós sá vágestur er hvað mest leggur fólk að velli í dag. Hún fór í þá meðferð er æskilegust var talin og von kviknaði að sigur væri unninn. En nú þafði verið ákveðið að hún þyrfti á næstunni í endur- tekna meðferð, en þá kom kallið svo óvænt. Greinilegt var að góðar minningar átti Jóhanna frá barnæsku sinni. Oft minntist hún æskustöðvanna á Neskaupstað, Sólveigar systur sinn- ar og foreldra og vina þar. Ferðanna með skipi í sveitina til ömmu sinnar á Meðalfelli í Homafirði, dvölina þar og ýmissa atvika þaðan. Heyskapar inn í sveit og ferða inn í Fannadal. Tjaldferða með vinkonum og síðast en ekki síst þátttöku í íþróttum en með handboltaliðinu á Neskaupstað lék hún um tíma. Þá var erfiðara að komast á íþróttamót en nú er, enda ekki komin göngin um Odds- skarð og vegir voru varla nema nið- urgrafnir mðningar. Nú fyrir stuttu auðnaðist Jóhönnu að fara á niðjamót Meðalfellsmanna er haldið var á Meðalfelli helgina 21.-23. júní og var greinilegt er hún talaði um þetta mót að það skildi eftir góðar minningar. Hún var og nýkomin úr ferð á æskustöðvamar í Norðfirði, var það helgina 5. til 7. júlí. Veðrið var þar eins og best var á kosið, sól og suðrænn hiti. Því er eins og hulin hönd hafi leitt hana á vit þeirra staða sem henni voru kærastir, núna nokkrum dögum áður en hún er kölluð til æðri heima. Ég kveð kæra vinkonu með þakklæti og bið henni blessunar Guðs. Pétri Stefánssyni og dætmm hennar og öðram aðstandendum sendum við hjónin samúðarkveðjur. Guðlaug Erla Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson. Föðursystir mín og vinkona, Jó- hanna, er farin yfir móðuna miklu. Minningarnar hrannast upp. Á æskuámm mínum, átti ég því láni að fagna, að fá að dvelja á sumrin hjá ömmu og afa á Norðfirði, en þá var Hanna enn í foreldrahúsum, Hún tók mér sem væri ég systir hennar, óþreytandi var hún við að kynna mig fyrir ættingjum og vinum með heimsóknum og sundferðum, en hún kom mér á sundnámskeið m.a., að ógleymdum söngferðunum en Hanna söng opinberlega á sínum yngri ámm og var reyndar alla tíð mjög virk í félagsmálum af ýmsu tagi. Ég minnist ferðanna inn í sveit til þátttöku í heyskap og fleira en þannig komst ég borgarbamið að- eins í snertingu við hið eiginlega sveitarlíf. Eins og áður er getið var Hanna söngvin mjög og kenndi hún mér ótal lög og sálma. Ljúft er að minnast sjóferðanna með Víði heitn- um, eftir að þau trúlofuðust. Jó- hanna giftist Víði Sveinssyni skip- stjóra og áttu þau fjórar dætur sem nú sjá á eftir umhyggjusamri, góðri og grandvarri móður sinni, sem ávallt gat gefið hollráð og miðlað af örlæti sínu og skilningi. Heimili þeirra var vel búið og hlýlegt. Ég kom oft til þeirra ásamt dætrum mínum, en þá bjuggu amma og afi í sama húsi, og naut gestrisni þeirra og góðmennsku. Það var mikið reiðarslag er Víðir dó 19. september 1968, en hún bar harm sinn í hljóði. Sjálf gekk hún ekki heil til skógar, en hún tók hveiju sem að höndum bar með rósemi og æðmleysi. Hun hafði sterkan vilja og gerði kröfur til sjálfrar sín og vann sín verk. Óbilandi kjarkur, ósérhlífni, glað- værð og náungakærleikur var henn- ar aðalsmerki. Foreldra sína annað- ist hún einnig af stakri kostgæfni. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgdina og gera orð skáldsins V. Briem að mínum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Eftirlifandi dætmm hennar, sam- býlismanni, Sollu frænku og pabba, sendi ég samúðarkveðjur, megi minning hennar verða okkar leiðar- ljós er eftir lifum. Hönnu bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Ég kveð hana með virðingu og þökk, síðustu samfundi okkar á ætt- armótinu á Homafirði í júní sl. mun ég einnig geyma með sjálfri mér. Hvíli hún í friði. Erna K. Ólafsdóttir Það var síðla vetrar 1986 að Jó- hanna Óskarsdóttir gekk í ITC deild- ina Fífu. Þá var deildin nýlega stofn- uð og við vorum flestar nýliðar í félagsskapnum og margar okkar ansi hikandi. Það var því mikið lán fýrir okkur að fá hana til liðs við deildina, því hressileiki hennar virk- aði hvetjandi á okkur hinar og örv- aði til dáða. Hún var fædd í ljónsmerkinu og má segja hún hafi verið dæmigert ljón. Glæsileg, kjarkmikil, örlát, hlý og áræðin. Éf eitthvað þurfti að gera þá var það ekkert mál, bara að takast á við það. Erfiðleikarnir vom til að sigra þá. Það var aldrei nein lognmolla á fundum með henni og var hún ófeimin við að koma skoðunum sínum á framfæri. Jóhanna sat í stjóm Fífu, var gjaldkeri og gegndi ýmsum öðmm embættum. Hún kenndi þéss sjúk- dóma fyrir ári er hvað skæðastur er nú á tímum og svo marga hrífur á braut langt um aldur fram. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Br.) ITC deild Fífu. Ástkær vinkona okkar, Jóhanna M. Óskarsdóttir, er látin. Pétur, sam- býlismaður Jóhönnu, hringdi föstu- daginn 12. þ.m. og sagði mér þau sorgartíðindi að Jóhanna hefði snögglega fallið frá, þar sem þau voru á ættarmóti á Húsavík. Ég á erfitt með að trúa því að hún kæra vinkona okkar sé horfrn en við hugg- um okkur við það að nú líði henni vel. Við Jóhanna höfum verið góðar vinkonur á liðnum ámm og varla leið svo dagur ef við vomm báðar heima við, að við hittumst ekki eða töluðum saman í síma. Jóhanna var virt og elskuð af öll- um sem þekktu hana. Hún var alltaf vinaleg við alla og ekki síst elsku- lega brosið hennar sem hlýjaði öllum og er hægt að segja að Jóhanna hafi verið vinur vina sinna. Við unnum saman í verslun Kvennadeildar Rauða krossins á Landspítalanum og þar vann Jó- hanna hjörtu allra með hlýhug og elsku sinni. Einnig vorum við saman í stjórn Norðfirðingafélagsins í Reykjavík og allt vildi hún gera fyr- ir félagið okkar. Hún bar hag þess mjög fyrir bijósti og ég veit að mik- ill söknuður verður á báðum þessum stöðum vegna andláts Jóhönnu. Við Jói munum sakna þessarar ástkæru vinkonu okkar en um leið minnast ánægjulegra samvera- stunda bæði innan land og utan og ekki síst þegar Pétur og Jóhanna gistu hjá okkur í sumarbústaðnum. Þar áttum við margar góðar stundir saman. Við viljum senda innilegar samúð- arkveðjur til allra ættingja. Pétur, við Jói sendum þér samúðarkveðjur okkar vegna andláts elskulegrar sambýliskonu. Einnig dætmnum flórum og ástvinum þeirra sem nú sjá á eftir elskulegri móður sem elsk- aði þær svo mikið og ekki síst barna- börnunum sem hún vildi allt gera Jóhanna Einarsdóttir, Drangsnesi - Kveðja í dag fer fram útför frænku okk- ar Jóhönnu Einarsdóttur. Jóa fædd- ist 15. apríl 1930 á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, og _var yngst fjögurra systra. Á uppvaxtarárum Jóu var skóla- ganga ekki mikil, aðeins þijú ár frá 10-13 ára aldurs, og fór kennsla fram hálfan veturinn. Þrátt fyrir þessa stuttu skólagöngu var ýmis- legt sem lærðist í lífsins skóla og hafði Jóa þegar á unga aldri fengið áhuga fyrir kvæðum og gerð handa- vinnu sem hún lærði af þeim sem eldri vora. Árið 1947 fór Jóa á Húsmæðraskólann á Löngumýri og var þar tvo vetur, síðari veturinn lagði hún sérstaka stund á vefnað og í kennaraforföllum tveim ámm síðar var hún fengin til að annast kennslu í vefnaði við skólann. Áhugi hennar var þó ekki aðeins bundinn við þessa hluti. Hún hafði áhuga á öllu lífí og ófáar voru ferð- irnar til að huga að lömbum á vor- in eða annast fuglsunga sem ein- hveija umönnun þurfti. Þá áttu börnin ekki síður hug hennar og ailtaf var hún tilbúin til að taka þau með sér er hún gekk á milli staða eða að gefa sér tíma til að segja þeim sögur. Enda lagði hún alltaf áherslu á að börnin væm dugleg við að læra vísur og taka eftir því sem við þau var sagt. Jóa stundaði vinnu í frystihúsinu á Drangsnesi, en einnig fór hún í burtu til að vimía á síldarvertíðum. Þessi ferðalög þóttu mikil á þessum tíma þar sem ferðast var með strandferðaskipinu, en ekki ekið á milli landshluta á fáum klukku- stundum eins og gert er í dag. Jóa flutti frá Drangsnesi 1966 og settist að í Reykjavík. Sama ár hóf hún vinnu í Trésmiðjunni Víði og starfaði óslitið þar til trésmiðjan hætti starfsemi. Á þessum vinnu- stað naut hún samveru við starfsfé- laga sína og mikið hafði hún gaman af öllum þeim vísum sem gerðar voru en einnig var oft vitnað í gömlu skáldin og var hún vel heima í þeim öllum. Eftir að trésmiðjan hætti fékk Jóa vinnu í Prentsmiðjunni Odda hf. og átti hún ekki síður góða daga þar með samstarfsfólkinu. Þarna var hún líka komin í návist við annað áhugamál sitt sem voru bæk- ur og allur sá fróðleikur sem þær höfðu að geyma. Hún var ávallt tilbúin til að að- stoða og hjálpa eftir því sem hún gat og kom það einnig fram ef hennar var þörf við vinnu. Þrátt fyrir að vinnudagur hennar væri oft langur hafði hún alltaf tíma til að hafa samband við fjölskylduna og fá að vita hvernig allir hefðu það, þó voru börnin henni ávallt efst í huga en einnig vildi hún fá að vita um aflabrögð hjá þeim sem vom á sjó. Ekkert viðkomandi fjöl- skyldunni var henni óviðkomandi og fram á síðustu stundu spurðist hún fyrir um hvernig börnin og aðrir hefðu það. Eftir að foreldrar okkar, Ingunn og Guðjón, fluttust frá Drangsnesi og suður með sjó urðu ferðir Jónu fleiri til þeirra og eyddi hún gjarnan helgar- og sumarfríum sínum með þeim. Alla tíð höfðu þær systur verið miklar vinkonur og kom það ekki hvað síst fram síðasta árið er Jóa dvaldi hjá systur sinni milli þéss sem hún fór í sjúkrameðferð inn á spít- ala. Jóa hafði alla tíð verið heilsu- hraust þar til sá sjúkdómur er leiddi til dauða hennar gerði vart við sig. Þegar vitað var hversu alvarlegur sjúkdómur hennar var kom einnig vel í ljós hversu trúuð hún var. Sálmabók og biblíuna hafði hún lesið mikið eins og aðrar bækur og hafði hún á orði að hvers gæti maður óskað sér frekar en að fá að lifa góðu lífi eins og hún hafði gert og fá síðan að deyja og nálg- ast alla þá dýrð sem framundan væri. Þann tíma sem hún dvaldi á sjúk- rastofnuninni hafði hún oft á orði hvað starfsfólkið væri gott við sig ög að aldrei væri hægt að fullþakka það. Við kveðjum nú Jónu frænku okkar með hlýju og þökk fyrir allt sem hún hefur verið okkur og fjöl- skyldum okkar í gegnum árin og fyrir og vora henni svo mikill gleði- gjafi. Elsku vinir, megi Guð styrkja ykkur öll og varðveita. Ólöf Hannesdóttir Þegar dauðinn kveður dyra, staldra menn við, velta fyrir sér lífínu og lífshlaupi einstakling- anna. Það gerist einnig nú, er fyrr- um starfsfélagi okkar á pósthúsinu á Keflavíkurflugvelli, Jóhanna Óskarsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Þó Jóhanna yrði ekki gömul kona, fékk hún margt að reyna í sínu lífí og um margt var hún stór- brotin kona. Aldrei heyrðist hún kvarta, þó oft hafi eflaust verið ástæða til, því áður en dætumar uxu úr grasi varð hún ekkja og varð ein fyrirvinna heimilisins. Aðdáunarvert var samband hennar og dætranna, betri vinkonur em vandfundnar. Jóhanna var góður starfsmaður, rösk til vinnu og dugleg og mætti vel. Hún hafði skoðanir á málefn- um og stundum gustaði af henni, en gleðin var ríkur þáttur í fari hennar. Við fyrram vinnufélagar Jó- hönnu þökkum fyrir að hafa feng- ið að deila með henni vinnu og gleði og vottum ástvinum hennar samúð okkar. Megi algóður Guð blessa minningu hennar og hugga ástvinina alla. Samstarfsfólk Pósts og síma KFV í dag verður kvödd elskuleg frænka mín Jóhanna Óskarsdóttir eftir tæplega árs baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ekki átti ég von á að kall- ið kæmi svona fljótt, þar sem ég var nýbúin að hitta hana hressa og káta. Eins og allir vita er þekktu frænku mína bar hún ætíð höfuðið hátt bæði í sorg og gleði. Hún var bar- áttukona hún frænka mín, enda var hún vel virk í líknar- og félagsstörf- um fram á síðasta dag. Þegar ég kom hingað suður fyrst til náms 1973 mynduðust strax traust og góð vináttubönd á milli okkar frænku minnar og var hún mér alltaf innan handar í öllu ef með þurfti og hefur það haldist allar götur síðan. Ég vil þakka frænku minni samfylgdina og alla þá góðu strauma sem frá henni komu. Megi góður guð varðveita hana og minn- inguna um þrautseiga og góða konu. Elsku Pétur og stelpumar og allir sem eiga um sárt að binda, Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar, við munum öll halda minningunni um yndislega konu í hjörtum okkar. Hvíli hún í guðsfriði. Ragna biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu hennar. Guðríður, Erna og Kolbrún. í dag er jarðsett ömmusystir okkar, Jóhanna Einarsdóttir frá Drangsnesi, eða Jóa frænka eins og við systkinin kölluðum hana allt- af. Eftir baráttu við alvarlegan sjúkdóm fékk hún kallið og hvarf á annað tilverustig. I okkar huga verður Jóa frænka samt alltaf hjá okkur og eigum við oft eftir að minnast hennar. Jóa frænka dvaldist oft á heimili foreldra okkar og ömmu og afa í Garðinum og var hún okkur sem besta amma. Hún las fyrir okkur og sagði okkur sögur af lífinu heima á Ströndum. Jóa var afar hjálpsöm og mátti ekkert aumt sjá. Hún lagði rækt við trú sína og deildi henni með okkur systkinunum. Alla sína ævi vann Jóa erfiðisvinnu og missti vart dag úr. Enda voru það hennar orð að það væri ekki mikið að vera veik í eitt ár eftir að hafa lifað sex- tíu heilbrigð ár. Við munum sakna elsku Jóu en vonandi verða hennar góðu lífsvið- horf og skoðanir okkur til eftir- breytni og hafa áhrif á okkar líf. Blessuð sé minning hennar. Ingunn, Óli Pétur og Stína Lóa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.