Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 42
* 42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 KNATTSPYRNA Einstök tilfinning - segirArnórGuðjohnsen sem gerði fjögur mörki í landsleiknum gegn Tyrkjum *■—* „ÞAÐ er auðvitað alveg einstök tilfinning að gera fjögur mörk og úrslitin eru skemmtileg fyrir íslenska knattspyrnu í heild," sagði Arnór Guðjohnsen við Morgunblaðið, en hann gerði fjögur af fimm mörkum ísiands í vináttuleiknum gegn Tyrkjum ífyrrakvöld sem kunnugt er. að hefur ekki gerst að Island hafi gert fimm mörk í „alvöru" landsleik áður, og besti punkturinn við leikinn er auðvitað að færin skuli nýtast svona vel og svo ein og ein leikflétta sem gekk upp. En það vantar öryggi og festu í liðið; það var talsverð taugaveiklun í lið- - *inu framan af, sérstaklega aftan til,“ sagði Arnór. Þess má geta að þrjú markanna fjögurra gerði Arnór með skalia, en þar til í fyrrakvöld hafði hann aldrei náð að skora með skalla í landsleik. Sannarlega kominn tími til, eins og hann sagði sjálfur eftir leikinn! Arnór var ánægður með nýliðina í liðinu. „Það er gott að nota ungu strákana, en má ekki fara of geyst í það. Þeir komu vel út og sýna að við eigum stærri hóp góðra leik- manna en við höfum ef til viil hald- ENGLAND ið. Frammistaða þeirra sýnir að breiddin og samkeppnin er meiri en áður. En það má ekki búast við of miklu af þeim strax — það verð- ur að gefa þeim tíma. Árangurinn kemur ekki einn, tveir og þrír þeg- ar stórar breytingar eru gerðar." Arnór sagðist einu sinni áður hafa gert fjögur mörk í landsleik. „Það var gegn Færeyum í drengja- landsleik. Ég var 14 ára og við unnum líka 5:1 þá.“ Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að markametið í A-landsleik væri fjög- ur mörk. „Ég vissi ekkert um þetta- fyrr en komið var til mín eftir leik- inn og mér sagt frá því. Ég hefði örugglega hugsað mikið um metið eftir að ég var búinn að gera fjög- ur, ef ég hefði vitað af því!“ sagði Arnór. Hann fór utan í gær, franska 2. deildin hefst á morgun og Arnór verður þar í eldlínunni með Borde- aux. Liðið var dæmt niður vegna fjárhagserfiðleika, en því hefur gengið vel í æfingaleikjum og Arn- ór sagðist a.m.k. verða hjá því fyrst um sinn — jafnvel í allan vetur, því leikmenn væru staðráðnir í að kom- ast beint upp í 1. deildina aftur. Félagið væri stórt, aðstæður frá- bærar og metnaðurinn til staðar. David Platt á leið til Bari Nú er nánast öruggt að enski landsliðsmaðurinn David Platt leiki með ítalska 1. deildarliðinu Bari í vetur. Félögin hafa komist að samkomu- lagi um verð, 7 milljónir punda — andvirði tæpra 750 miiljóna ÍSK — og aðeins undir honum komið að samþykkja. Platt flaug í gær frá Þýska- landi, þar sem Aston Villa var að bytja æfingaferð, til Englands, til að vinna að málinu. Líklegt er að hann geri þriggja ára samning við Bari. Morgunblaöið/Bjarni Þridja mark Arnórs í landsleiknum. Ólafur Þórðarson gaf mjög vel fyrir frá vinstra kanti, Arnór stökk fram fyrir vamarmann og skallaði af miklum krafti í netið utan úr miðjum vítateig. Glæsilega gert. SUÐUR AMERÍKU-KEPPNIN Fimm reknir af leikvelli - þegarArgentína sigraði Brasilíu í úrslitakeppninni KOMIÐ er ífjögurra lið úrslit Suður-Ameríkukeppninnar í knatt- spyrnu, þar sem öll landslið álfunnar eigast við. Keppnin fer að þessu sinni fram í Chile og fóru fyrstu leikir fjögurra-liða úrslit- anna fram í fyrrinótt. Argentína sigraði iið Brasilíu 3:1, en Chile og Kólumbía gerðu jafntefli, 1:1. Brasilíumenn sigruðu í keppn- inni síðast, en Argentínumenn eru nú taldir sigurstranglegastir, og staðfestu getu sína með sigrin- um á Brasilíumönnum. Eins og venjulega þegar liðin mætast var lítið gefið eftir, og áður en yfir lauk höfðu íjórir verið reknir af velli. Tveir úr hvoru liði. Dario Franco kom Argentínu yfir strax á 1. mín. leiksins með skalla- marki eftir horn. Branco jafnaði með frábæru skoti beint úr auka- spymu af 30 m færi fimm mín. síðar. Claudio Canniggia, sem gerði sigurmark Argentínu í leik þjóð- anna á HM í fyrra, var í strangri gæslu, og eftir hálftíma ieik var hann rekinn af velli ásamt vamar- manninum Mazinho. Sá braut illa á Caniggia, sem var nóg boðið og lét olnbogann vaða í síðu Brasilíu- mannsins. Argentínumenn, með Leonardo Rodriguez sem besta mann á miðj- unni, sóttu meira og Franpo gerði annað mark sitt skömmu fýrir hlé, með skalla eftir sendingu Rodrigu- ez. Á fyrstu mín. seinni hálfleiksins gerðu Argentínumenn enn mark, og aftur var það eftir sendingu Rodriguez. Batistuta skallaði þá glæsilega fyrirgjöf hans í netið. Joao Paulo minnkaði muninn fyr- ir Brasilíu á 52. mín. En lengra komust handhafar Suður-Ameríku- bikarsins ekki. Mikil harka færðist í leikinn, og aðeins voru níu menn í hvom liði þegar flautað var af. OPNA KAYS-MÓTIÐ 5 golfsett í aukaverólaun Skráning hjá Golfklúbbnum Keili í síma 53360, fyrir kl. 19.00, (oann 19. júlí. Þátttökugjald kr. 2.500,-. Opna Kays-mótið í golfi 1991 verður haldið á Hvaleyrarvelli, Hafnarfirði þann 20. júlí og hefst keppni kl. 8.00. Keppn is fyrirkom ulag: Leiknar verða 18 holur í kvenna- og karlaflokki m/án forgjafar. í boði eru glæsilegustu verblaun, sem veitt hafa verið í 18 holu keppni á íslandi, þ.á.m. golfsett fyrir að vera næstur holu í hverri par 3 holu auk annarra verðlauna. BIKARKEPPNI KVENNA ÍBK sló út íslands- meistara Breiðabliks Lið ÍBK, sem leikur í 2. deild kvenna, gerði sér lítið fýrir og sigraði íslandsmeistara Breiðabliks í bikarkeppninni fyrr í vikunni í Keflavfk. •Staðan var 0:0 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, þannig að grípa þurfti til vítaspymukeppni. Þar höfðu Suðumesjastúlkurnar betur, skor- uðu fimm sinnum en Islandsmeistaramir aðeins fjórum sinnum. Sannar- lega óvænt úrslit, en stúlkumar frá Keflavík em þar með komnar í fjög- urra liða úrslit. Opinmót um helgina AÐ venju eru fjölmörg opin mót fyrir kylfinga af báðum kynjum og á öllum aldri um helgina. LAUGARDAGUR: Hjóna- og parakeppni í Leimnni. ICY-mótið í Borgarnesi. Búnaðarbankamótið á Flúðum. Kays-mótið hjá Keili, gefur stig til kvennalandsliðs. Rosenthal-mótið hjá Nesklúbbi, kvennamót. SUNNUDAGUR: Firestone-mótið á Hellu. Opið kvennamót hjá Leyni. Laugardag og sunnudag verður Mitshubishi-mótið haldið á Akur- eyri og þar verða leiknar 36 holur. Sömu sögu er að segja af BB-mót- inu á ísafirði. Opið öldungamót, Fannarsbikarinn, verður hjá GR á laugardag og sunnudag og gefur mótið stig til landsliðs. Ikvöld KNATTSPYRNA kl. 20 1. deild kvenna Þórsvöllur.............Þór - Týr 2. deild karia Akranesvöllur..............ÍA - Haukar Þróttarvöllur.Þróttur - Þór Ak. Fylkisvöllur.........Fylkir - ÍBK Sauðárkróksv. .Tindastóll - Grindavík ÍR-vöilur............ÍR - Selfoss 3. deild Grenivíkurv........Magni - Dalvik 4. deild Ármannsvöllur .Ármann - Stokkseyri Eskifj.völlur..........Austri - Huginn Staðarborgarv.............KSH - Einheq'i Sund íslandsmeistaramótið i sundi hefst i kvöld kl. 20 í Laugardalslauginni. Mótinu verður síðan fram haldið á morgun og sunnudag. Pútt á Nesinu Kvennaflokkur: Guðríður Jónsdóttir..................74 Jóhanna Óskarsdóttir.................75 Ása Friðriksdóttir...................76 Karlaflokkur: Theodór Ólafsson ....................69 Ólafur Gunnarsson....................70 Vilhjálmu'r Halldórsson............ 71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.