Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 19 Bindindismót í Galtalækjarskógi; Bætt aðstaða á mótssvæðinu Bindindismótið í Galtalækjarskógi verður að venju haldið um versl- unarmannahelgina 2. til 5. ágúst n.k. Undirbúningur fyrir mótið hófst í febrúar og stendur nú sem jiæst. Nýlega var gengið frá samn- ingum við hljómsveitir og skemmtikrafta sem koma fram í viða- mestu dagskrá, sem verið hefur frá upphafi mótsins. Auk þess er fyrirhugað að bæta aðstöðu og þjónustu á svæðinu. Eins og á síðasta móti verður það hljómsveit Ingimars Eydal sem sér um dansleiki á palli fyrir alia fjöl- skylduna. Auk þess mun hljómsveitin sjá um Galtalækjarkeppnina, söngv- arakeppni fyrir yngri mótsgesti. I kúluhúsinu Heklu munu hljónl- sveitírnar Busamir frá Stykkishólmi, Sororicide, Sjáumst í sundi og Timb- urmenn sjá um dansleiki fyrir ungl- ingana. Auk þess verða tvær ungl- ingahljómsveitir með tónleika að degi til í Heklu. Spaugstofan verður með skemmti- atriði á kvöldvökunum á föstudags- og laugardagskvöld og sjá um bama- skemmtun á sunnudeginum. Af öðr- um dagskráratriðum má nefnda Bjössa Bollu og trúðinn hans, fs- landsmeistara í dönsum frá dans- skóla Jóns Péturs og Köm, sönghóp- inn Raddbandið, ökuleikni og hjól- reiðakeppni Bindindisfélags öku- manna, ratleik í umsjá Magnúsar Ólafssonar og sönghópinn Sex í kór sem syngur m.a. dægurlög og syrpur úr „Sound of music.“ Að venju verða einnig flugeldasýningar, tívolí, mini- golf og gönguferðir. Aðstaða á bindindismótinu verður bætt til að mæta ört vaxandi að- sókn. Byggð verða rúmlega 20 vatns- salemi auk þess sem þjónustumið- stöð og aðstaða fyrir skemmtikrafta verður lagfærð og endurnýjuð. Vöruval og veitingar verða fjöl- breyttari en oft áður og tekin verða upp kortaviðskipti visa og euro bæði á aðgöngumiðum og vömm. (Fréttatilkynning) Frá bindindismótinu í Galtalækjarskógi Séð yfir keppnissvæðið. Morgunblaðið/Gunnar Eiríkur V erslunarmannahelgin: Stormur heldur hátíð að Söndum Þingeyri. Á ÞESSU ári er hestamannafélag- ið Stormur á Vestfjörðum 20 ára, en það var stofnað 29. ágúst 1971. Mun félagið af því tilefni standa fyrir útihátíð á félagssvæði sínu að Söndum í Dýrafirði um versl- unarmannahelgina. Það hefur veriið mikið um að vera hjá hestamönnum að Söndum í sumar og er ekkert lát þar á. Fyrstu helgina í júlí var árlegt fé- lagsmót Storms haldið þar í góðu veðri. Tókst það mót vel, enda að- stæður mjög góðar á svæðinu eftir miklar framkvæmdir í sumar svo sem stækkun á tjaldsvæði og bætta hreinlætisaðstöðu. Það kom fram í setningarræðu Braga Björgmundssonar, formanns hestamannafélagsins Storms, að mikill hugur væri í mönnum nú á afmælisári. Stórmót að Söndum um verslunarmannahelgina ber þar hæst, þar sem allir bestu gæðingar á Vesturlandi munu mæta til leiks. Margt verður gert til skemmtun- ar á þessari útihátíð fjölskyldunnar. Á kvöldin verða útidansleikir á nýj- Snæfellsjökull. Snæfellsásmótið ’91: „Mannrækt undir jökli“ UNDANFARIN ár hefur hópur nýaldarfólks staðið fyrir úti- hátíðinni Snæfellsásmótið um Verslunarmannahelgina, undir yfirskriftinni „mannrækt undir jökli“. Mótið í ár verður fimmta sinnar tegundar og haldið á Brekkubæ, Hellnum, Snæfells- nesi. Mótið verður sett föstudag- inn 2. ágúst og því slitið eftir hádegi þann 5. Aðgöngumiða- verð er 3.000 kr. fyrir gesti eldri en 14 ára, en aðgangur fyrir börn er ókeypis. Innifalið í miða- verði er aðgangur að öllum dag- skrárliðum mótsins, að undan- skildum námskeiðum og einka- timum. Dagskrá mótsins verðu'r fjöl- breytt að vanda og verða fyrirlesar- ar og leiðbeinendur bæði innlendir og erlendir. Meðal erlendra gesta má nefna Marjory Keith miðil, Terry Evans miðil, Andrew Nevai, Harold Hammond og Che Ming sem stjórnar Tai Chi-leikfimi fyrir móts- gesti á hverjum morgni. Á dagskrá verða fyrirlestrar um ýmis málefni, svo sem kristalla, kristaltónlist, umhverfisvernd, framtíðarhlutverk íslands, æðri vitsmunaverur o.fl. Einnig verða leiddar hugleiðslur og skyggnilýsingar, svo og sérstakt orkuákall draumaþing o.fl. Hægt verður að stunda svitahof (sweat lodge) að hætti indíána og nám- skeið í andlegri þjálfun og miðils- þjálfun. Á sunnudagsmorgun verð- ur helgistund við Lífslindina. Á kvöldin verða kvöldvökur með fjöld- asöng og varðeldi. Neysla áfengra drykkja er bönnuð á mótinu. Á mótssvæðinu er tjaldstæði, en í gegnum mótsstjóm er einnig hægt að panta svefnpokapláss í Félags- heimilinu á Arnarstapa. Þaðan er fimm mínútna akstur að mótssvæð- inu. Svefnpokapláss kostar 700 krónur. Veitingasala verður á móts- svæðinu, en veitingar eru einnig seldar í Arnarbæ á Arnarstapa. Aðgangur að mótssvæðinu verður takmarkaður við ákveðinn fjölda, en forsala á aðgöngumiðum verður í versluninni Betra líf, Laugavegi 66, Rvík. Þar verður einnig hægt að panta svefnpokapláss. (Fréttatilkynning) Jf:í Hummel ' íþróttagallar um danspalli sem komið hefur verið fyrir á svæðinu. Ómar Ragnarsson mun skemmta á laugardagskvöld- inu og haldin verður söngvara- keppni ef næg þátttaka fæst. Veit- ingar verða seldar á svæðinu. - Gunnar Eiríkur V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Veró Irr. 5,990,- Stærðir: S-XXL Litir: Lillað, bleikt og Ijósblátt Opið laugardaga frá kl. 10-14. »hu«iiiél^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMI 813555 HEIL EÐA HÁLF HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS hefurvmninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.