Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 10
r i 10 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. JULI 1991 Þorvaldur Skúlason Myndlist Bragi Asgeirsson Sumarsýning Norræna hússins í ár, er eins konar yfirlit og úttekt á þróun abstraktmálverksins hjá Þorvaldi Skulasyni, um þriggja áratuga skeið frá 1951-1981. Öllum sem fylgst hafa með þró- un íslenskrar myndlistar er kunn- ugt um að Þorvaldur var einn af frumkvöðlum abstraktmálverksins hér á landi, og á tímabili harðasti fylgismaður strangflatalistarinnar. Hann var um langt skeið eins konar guðfaðir, eða kannski heldur gúrú íslenskra formbyltingar- manna og orð hans og skoðanir lög þeirra flestra. Hann naut einnig aðdáunar annarra framsækinna málara, sem ekki voru honum í öllu sammála. Þeir sem lifðu þessa tíma, hugsa margir með óhugnaði til einstefnu- tímabilsins, sem þó var af alþjóð- legum toga en það varð þeim dýr- mæt lífsreynsla sem endist þeim flestum allt lífið. Þó er þetta alltaf að endurtaka sig, en sem betur fer í minna mæli, þótt ýmsar hræring- ar æði reglulega yfir og hóti allt að kæfa. Skyld öfl voru að baki, sem í dag leitast við að ná undirtök- unum á listamarkaði, og kannski má frekar nefna tuttugi^stu öldina tímabil listaverkakaupmanna en skapandi listamanna, svo mjög sem þeir hafa ráðið þróuninni og mark- aðinum og þar með mótað skoðan- ir fólks. Sumir sem rita um mynd- list tala jafvel um öld Vollards, Kahnweilers, Castellis og fleiri bóga listamarkaðsins, frekar en t.d. þeirra Picassos, Matisses og annara ofustirna myndlistarinnar! Menn leggja þetta tímabil iðu- lega undir hatt módemismans, sem strangt tekið er ekki allskostar rétt, því að kím hans má rekja allt aftur til aldarmótanna 1800, er listamenn voru að rífa sig lausa frá ákveðnum stöðluðum viðfangsefn- um sem þeir fengu upp í hendurn- ar. Hér var um vakningu sjálf- stæðra viðhorfa til myndlistar að ræða og listamenn vildu ekki leng- ur vera í einu og öllu háðir pöntun- um og þar með listamarkaði þeirra tíma. En hugtakið núlistir eins og við þekkjum það, mótaðist ekki í málinu fyrr en upp úr árinu 1870 við hinar miklu hræringar og upp- stokkun er áttu sér stað í listum, og fékk á sig æ fastari mynd fram að fyrri heimsstyijöldinni. Módemismi skilgreindist þannig í kjarna sínum sjálfstæð og fram- sækin viðhorf til listarinnar og helst óháð valdsmönnum og pyngju list- höfðingjanna, sem listin hafði verið háð um aldir. Þessi viðhorf gátu verið umbyltingarsöm, en menn gátu auðvitað allt eins málað eins og þeir vildu í anda, og innan marka hins nýja frelsis. Listamenn reyndu líka að ná til fólksins með almennari og alþýð- legri túlkun á hlutveruleikanum og lífinu allt um kring. En hér var róðurinn þungur og nú er svo kom- ið að í öllu þessu tali um frelsi list- arinnar, em það voldugir listakaup- menn, ríki maðurinn og peninga- markaðurinn úti í hinum stóra heimi sem enn á ný ræður öðru fremur viðgangi hennar. Fram yfir miðbik þessarar aldar gat borgarastéttin fest sér málverk meistara módernismans og núlista- manna tímanna, rétt eins og bif- reiðir í dag, jafnvel húsgögn og heimilistæki allt niður í brauðrist- ar, en nú er það einungis á færi efnamanna. Auðvitað misstu hér flestir af strætisvagninum, en til eru sögur um menn er auðguðust ævintýralega á ást sinni á nútíma- málverkum svo og söfnunarástríðu sinni, en þeir gáfu nú oftar en ekki söfn sín. Menn geta spurt sjálfa sig hvort hér sé um afturhvarf að ræða til tímanna fyrir aldamótin 1800, og þó naumast sé hæft að halda því fram, þá er broddur í þeim vanga- veltum. Og það er vissulega ekki það sem listamenn og fræðingar eiga við þegar þeir segja með mikilli sann- færingu „módernisminn er dauð- ur“, heldur eiga þeir við ákveðið tímabil í listinni og setja þá gjarnan núlistamenn fyrri áratuga eins og abstraktmálara fimmta og sjötta áratugarins undir sama hatt. Skil- greiningin á framsæknum núlistum var líka „Arte moderne" og nútíma- Guðjón Bjarnason Forboð eyðingar Myndlist Bragi Asgeirsson í Menningarmálastofnun Bandaríkjanna á Laugavegi 26 sýnir fram til 15. ágúst, Guðjón Bjamason, ný myndverk úr smiðju sinni. Guðjón er einn hinna dugandi ungu myndlistarmanna, sem hef- ur mikla yfirverð í athöfnum sínum. Hann sýnir og tekur þátt í sýningum austan hafs og vestan og t.d. sýndi hann í sal hinnar alþjóðlegu listamiðstöðvar París- arborgar (Cité Internationale des Arts) fyrr á þessu ári. Þar er Kjarvalsstofa til húsa og var sýn- ingin í sambandi við dvöl hans á vinnustofunni. Merkilega vel að verki staðið með tilliti til þess að dvalartíminn er einungis tveir mánuðir og þeir eru undrafljótir að líða í safna- og sýningaflóru heimsborgarinnar, hvað þá ef við- komandi taka hraustlega til verks í listinni og halda þar að auki sýningu á afrakstrinum! Þá á Guðjón myndverk á sumarsýningu Frank Busmanate listhússins á 560 Broadway at Prince Street í New York um þessar mundir. Myndverk Guðjóns í sýningar- sal Menningarmálastofnunarinn- ar svetja sig um sumt í ætt við sýningu þá sem hann hélt að Kjarvalsstöðum á sl. ári, en hinir máluðu fletir eru orðnir fíngerð- ari. Svo er hann með laushang- andi dúka í stað uppstrengdra á blindramma. Hins vegar sýnir hann einnig margsorfna og göt- ótta járnstrendinga, sem eru líkast tákn eyðingarinnar, óend- anleikans og tortímingarinnar. Eyðingar, sem hefur aldrei verið meiri en nú á tuttugustu öld og hefur orðið mögum myndlistar- manninum að áleitnu og ögrandi viðfangsefni. Óendanleika, sem færist stöðugt nær manninum með nýjum landvinningum úti í geiminum. Tortímingar, sem vofir yfir mannkyninu sjái það ekki að sér. Bút sem hann hefur sorfið úr járninu hefur hann komið fyrir í hrúgu á glampandi stálhring á gólfinu og minnir það á smáein- ingar í myndkotru. Framkvæmdin fær þá í heild sinni meiri svip af leik en að hún storki skoðandan- um. Af öllu að dæma gengur Guðjón hraustlega og hiklaust til verks, kannski of hiklaust, því að hann mætti gjarnan nema staðar á stundum, hugsa sinn gang og hlusta á nið tímans. Sökkva sér niður í rannsóknir á list annarra, en ekkert er eins vænlegt til að fínna sitt eigið sjálf. Ekki til að endurgera það sem aðrir hafa gert, heldur til að auðga sálina og víkka sjónhringinn. Eins og á sýningunni að Kjarv- alsstöðum dvelur augað lengst við hinar mörgu jafnstóru einingar (31), sem Guðjón raðar saman á heilan vegg og nefnist verkið „Non Caryatid Grata“ og er gert í blandaðri tækni. Hér notar hann heilmikið af gull- og silfurbronsi, sem gefur verkinu stásslegan og trúarlegan svip, einkum vegna meðhöndlunar listamannsins á ljósinu og hinum ýmsu táknum sem hann málar á sumar eining- arnar. En hér kemur greinilega fram meðvitað samræmi, hnitmið- aður stígandi og formræn upp- bygging. Þorvaldur Skúlason listasöfnin stóru nefnast Museum de la Arte Moderne og The Museum of Modern Art. En nú þykja þau jafnvel gamaldags og úrelt! Hug- takið „post-modernismi“ (eins kon- ar síð-módernismi eða það sem tók við af módernismanum) hefur og mikið verið notað undanfarna ára- tugi og það hefur, eins og ég hef áður vikið að í pistlum mínum, gefíð ýmsum gagnrýnendum tilefni til að grípa til gamanseminnar í öllum grafalvarlegum hugtaka- ruglinginum og tala um post, post, post modernisma! Hér er átt við allt það sem tekið hefur við af módernismanum en það er býsna víðfeðmt. En hið upprunalega hugtak „modernismi" geta menn einfald- lega ekki afskrifað vegna þess að hér er um grundvallaratriði að ræða, er snertir frelsi og sjálfstæði framsækinnar listar, en ekki úrelt stílbrigði. Módemismi er sem sagt fyrst og fremst almennt hugtak, en sem skilgreint stílbrigði er hann einnig til, og á þá veí að merkja upphaf sitt í Katalóníu á Spáni í lok 19. aldar og sækir rætur sínar í þjóð- ernisrómantik (Reniaixence), er stóð í beinu sambandi við fram- sæknar evrópskar nýhugmyndir. Hvað húsagerðalist snertir er nær- tækast að nefna sem dæmi hinn nafnkennda Antonio Gaudi. Alrangt er einnig að tengja formbyltingar í myndlistum ein- hæft við stjórnmálaþróunina í heiminum eða setja þær sí og æ í sögulegt samhengi, því hér er mik- ið tir um víðtækar rannsóknir á lögmálum myndflatarins og rúm- taksins að ræða. Breyttir tímar og breyttar aðstæður hafa auðvitað dijúg áhrif á framþróun lista, en það er þó ekki einhlítt. En hins vegar fer það oftar en ekki saman á Vesturlöndum að vera byltingar- sinnaður í lífí og list. Mér þóttu þessar hugleiðingar um eðli sjálfstæðra vinnubragða í listum eiga vel við varðandi sýn- ingu myndverka Þorvaldar Skúla- sonar í Norræna húsinu, því að hann lifði sjálfrátt sem ósjálfrátt eftir þessari kenningu allt sitt líf. Vildi ég útskýra aflvaka lífsviðhorf hans. Þá hafa þessi einföldu sannindi farið framhjá mörgum og ekki er flókin og fræðileg umíjöllun um listir fallin til þess að skýra hér línur né hinn stæki andróður ýmissa fræðinga og listheimspek- inga gegn „módernismanum", sígildum lögmálum í listum og fag- urfræðilegum gildum yfírhöfuð. Það er margt framúrskarandi myndverka á sýningunni í Norræna húsinu og sum þeirra má telja lykil- verk á ferli Þorvaldar Skúlasonar, og vöktu óskipta athygli og aðdáun yngri og framsækinna myndlistar- manna þegar þau komu fyrst fram. Þorvaldur var staðfastur í trú sinni á óhlutlæga málverkið eftir að hann ánetjaðist því, og tók list sína mjög alvarlega, eldheitur stuðningsmaður þess og baráttu- maður í fylkingarbijósti. En eftir að ný og fijálslyndari viðhorf hafa rutt sér rúms um eðli og kjarna myndlistar, má allt eins telja slíka þráhyggju íhaldsemi. Margir þeir sem áður voru nefndir svikarar, jafnvel loddarar og þóttu ekki nægilega staðfastir í list sinni, vegna þess að hún vó á milli hins hlutlæga og óhlutlæga hafa verið endurreistir og sumir þeirra hafa verið miklir áhrifavaldar um þróun- ina á síðustu áratugum svo sem Picabia og Hélion. Listasagan þagði þá næstum í hel á tímabili, en nú hafa þeir verið endurreistir og í raun margir fleiri. Ég vík rétt aðeins að þessu atr- iði í framhjáhlaupi vegna þess hve ágætlega vel útfærðar myndir Þor- valdur gerði í hlutbundnum stíl, og eru ýmsir enn á því, að það sé hans þróttmesta framlag til íslenskrar listar, þótt þeir eigi þá kannski alls ekki við að það sé vegna þess að myndimar séu af sýnilegum fyrirbærum. Eftir að hafa rannsakað ýmsa möguleika myndflatarins í sjálfu sér um árabil íjarlægist Þorvaldur strangflatamálverkið og fer að mála undir áhrifum frá hinni nýju geimöld og ýmsum skynrænum fyrirbærum úr umhverfinu. Hvati hans til myndsköpunar verður þá, svo sem Bjöm Th. Björnsson orðar það réttilega í stuttum formála sýningarskrár, „Geometrísku grunnformin leysast upp, hringir taka við, en síðan flug yddra forma með snöggum og oft- ast áleitnum litum — og seinna: hvati myndskipunar hans er kosmísk vitund, vitund hraða og ómælis.“ Þorvaldur fer að líta öðmm aug- um á umhverfið og upplifa ýmis fyrirbæri úr náttúrunni, sem verða honum vaki endurnýjaðrar mynd- hugsunar, þótt hann freistist ekki til að nálgast aftur hinn sýnilega hlutveruleika. Áhrifin em huglæg og nú túlkar hann í formum, línum og litum, fyrirbæri eins og áhrif frá stórfljótinu Ölfusá, „straum- kastið, iðuna í fljótinu, frákastið frá landi sem hverfur síðan aftur í sitt fyrra far.“ Þessi skilgreining Björs Th. stenst fullkomlega, að mínu mati, því náttúran sjálf er uppspretta hugmynda flestra núlistamanna, jafnvel þótt ýmsir þeirra afneiti henni. Náttúran er aukinheldur í hreyfingum gerandans þegar hann mundar pentskúfinn eða önnur verkfæri. Það má segja í þessu tilviki, að það komi einkar vel fram á sýning- unni, að hin huglæga og kosmíska kennd stýri pentskúf Þorvaldar Skúlasonar - birtist okkur í línum, litum og formum hins þjálfaða og hámenntaða myndlistarmanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.