Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 Fullveldisafsalið til EES eftir Hannes Jónsson Þau ánægjulegu tíðindi gerðust 3. júlí sl. að haldinn var fjölmenn- ur undirbúningsfundur að stofnun samtaka gegn aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en fyrir áframhaldandi fram- kvæmd á sem víðtækastri fríversl- unarstefnu í milliríkjaviðskiptum. Við, sem þátt tókum í að undirbúa fundinn og samtökin, beittum okk- ur einnig fyrir því, að hafist var handa um að safna undirskriftum undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hverfa nú þegar frá viðræð- um um aðild íslands að EES, en kæmi til þess að samkomulag um EES yrði undirritað, verði samn- ingurinn borinn undir þjóðarat- kvæði áður en hann kæmi til end- anlegrar afgreiðslu. Forsenda þjóðaratkvæða- greiðslu er þó sú að stuðlað sé að víðtækri fræðslu og menntandi rökrænni umræðu um þetta al- vöru- og örlagamál, svo sem fram kom í ágætum rabbdálki Matthías- ar Johannessen, ritstjóra, hér I blaðinu 20. janúar sl. Hann mælti með því „að þjóðaratkvæðagreiðsla réði úrslitum" um aðild okkar að EES „eftir víðtæka upplýsingam- iðlun, sem hefur verið í lágmarki“. Lengst af hefur upplýsingaflæð- ið einkennst af þeirri einhliða nauð- hyggju, að efnahagslega sam- vinnuþróunin eigi sér stað í Evrópu og að okkur sé nauðugur sá einn kostur að verða hluti af henni. Þó hefur utanríkisráðuneytið ekki birt nokkum arðsemisútreikning vegna aðildar íslands að EES og ekki lagt fram rökstudda áætlun með líklegum taps- og gróðareikningi okkar af aðild. Utanríkisráðherra hefur haldið því fram bæði í blaðaviðtölum og í samtölum við ríkisíjölmiðla, að samkomulag hafí þegar náðst um 98% efnisatriða EES-samning- anna. Aðeins sé eftir að ná sam- komulagi um 2% þeirra, þ.e. „hina vanheilögu þrenningu“ sem hann nefnir svo: fisk, landbúnað og þró- unarsjóð, sem allt er utan grund- vallaratriða samningsins um fjór- frelsið, sem lögtaka á. En hvað veit Alþingi og þjóðin um efnisinnihald samninganna um EES og hvernig þeir snerta hags- muni Islands? Efnahagslegt tap og fullveldisafsal í greinargerð 3.júlí-samtakanna með áskoruninni til ríkisstjórnar- innar er bent á og rökstutt, að miðað við fyrirliggjandi samkomu- lagsdrög, eins og þeim er lýst í ráðherrayfirlýsingu EFTA/EB frá 13. maí sl., muni efnahagslegt tap, ekki ábati, fylgja aðild okkar að EES. Auk þess verði það fullveldis- afsal, sem gert sé ráð fyrir að eigi sér stað, aldrei réttlætt. Utanríkisráðherra lýsti því yfir í fjölmiðlum daginn eftir fundinn, að hann „vísaði á bug“ að nokkurt fullveldisafsal ætti sér stað. Þessa frávísun studdi hann með engum gildum rökum, en sagði að í fram- tíðinni yrði EFTA-ráðið að taka samhljóða ákvarðanir um EES- málefni ef til aðildar kæmi. En hvað um fullveldisafsalið í aðildarsamningnum sjálfum? Hvað um að undirgangast Rómarrétt hinn nýja um fjórfrelsið og sam- keppnisreglur alls samingssviðs- ins? Hvað um yfirþjóðlegt vald eftir- lits- og framkvæmdastjórnar EES? Og hvað um það, að 5 dómarar Evrópudómstólsins og 3 frá EFTA- ríkjunum, ekki Hæstiréttur ís- lands, fari með æðsta dómsvald í málefnum samningssviðsins? Hvað er fullveldi? Svo undarlega vill til, að þótt utanríkisráðherra hafi fullyrt mikið um, að ekkert fullveldisafsal eigi sér stað við aðild að EES, þá hefur hann ekki vitnað í gilda skilgrein- ingu á fullveldishugtakinu máli sínu til stuðnings. Slíka skilgrein- ingu má þó finna í öllum sæmileg- um fræðiritum um þjóðarétt og stjómlagafræði. Prófessor L. Oppenheim skil- greinir hugtakið svona í sínu sí- gilda fræðiriti um alþjóðalög: „Fullveldi er æðsta valdið, vald, sem er sjálfstætt gagnvart hveiju öðru veraldlegu valdi. Fullveldi merkir því nánast í þrengstu merk- ingu alhliða sjálfstæði, innan og utan landamæra ríkisins." (Vol. I, bls. 118.) í fræðiriti Ólafs Jóhannessonar um Stjómskipun íslands (1978 útg.) er skilgreiningin á fullveldi fléttuð saman við skilgreiningu á ríkinu, þannig: „Ríki er mannlegt samfélag, er hefur varanleg yfírráð yfír tilteknu landssvæði, býr við lögbundið skip- ulag og lýtur stjórn, er sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs en eigi til annarra ríkja, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu. óháð valdhöfum annarra ríkja, að öðru en því er leiðir af reglum þjóðarétt- ar“. Nú liggur það fyrir, að hið nýja efnahags- og viðskiptakerfí EES mun einkennast af samkeppnis- reglum og fjórfrelsinu, sem sett er fram í 3. gr. Rómarsáttmála frá 1957. EB ákvað 1985 að taka það að fullu til framkvæmda í ársbyij- un 1993. Þetta er líka grundvallar- atriði EES-samninganna. Einnig það, að fullkomið réttarsamræmi skuli vera á svæðinu. Því verða lögteknar sameiginlegar réttar- reglur fyrir allt EES-svæðið, byggðar á gildandi EB-rétti. Um þetta sagði utanríkisráðherra í við- tali við Morgunblaðið 26. júlí 1990: „EFTA-ríkin hafa fyrir sitt leyti samþykkt að gera lög og reglur EB á samingssviðinu að sameigin- legum lagagrundvelli EES.“ Þama er um að ræða um 1.400 laga-, reglugerða- og tilskipunar- texta upp á um 11.000 bls. eða um 8 sinnum stærra en allt ís- lenska lagasafnið, sem er 2.718 dálkar (1.359 bls.). Tilgangurinn er að ná „sem mestu réttarsam- ræmi innan Evrópsks efnahags- svæðis“. Þessi bálkur á að hafa forgang fyrir íslenskum lögum. Stangist hann á við gildandi ís- lensk lög eiga þau að víkja en lög EB að ríkja. Ný lög má heldur ekki setja síðar, ef þau stangast á við EB-bálkinn. íslensk stjórnvöld eiga sem sé ekki að fara með æðsta vald í þessum málum. Al- þingi getur ekki óháð og sjálfstætt beitt lagasetningarvaldinu, heldur verður lagasetningarvald þess tak- markað af EB-rétti á samingssvið- inu. Felst ekki augljóst afsal á fullveídi lýðveldisins í þessum ákvæðum samningsdraganna, sem utanríkisráðherra segist vera bú- inn að samþykkja fyrir okkar hönd? Annað meginatriði EES-kerfís- ins, sem lesa má út úr ráðherrayfir- lýsingu EFTA/EB-ráðherra frá 13. maí 1991 er, að innan EES á að koma á skilvirku yfírþjóðlegu valdi í höndum framkvæmdastjómar EES. Hún á að hafa eins konar lögregluvald til eftirlits með fram- kvæmd samningsins. Hún getur krafist skýrslugerða og skýringa á öllu því, sem varðar framkvæmd samningsins hér á landi. Einnig breytinga á framkvæmdinni, telji hún þörf á. íslenskt fullveldi er beygt undir þetta yfírþjóðlega vald erlendrar stofnunar og ber að lúta því á samningssviðinu. Við þetta bætist svo, að „settur verður á fót sjálfstæður EES-dóm- stóll en í honum munu sitja 5 dóm- arar frá Evrópudómstólnum og 3 af EFTA-dómurunum sjö. Hann mun starfa innan Evrópubanda- lagsdómsins og hafa umboð til að kveða upp úrskurði." Þessi dóm- stól, ekki Hæstiréttur íslands, á að vera æðsta dómsstig í málum samningssviðsins, og framkvæmd- astjómin getur kært EFTA-ríki eins og ísland fyrir þessum dómi, en úrskurður hans er endanlegur. Er ekki augljóst að með þessu er hluti dómsvaldsins, sem nú er í landinu, fluttur til meginlands Evr- ópu? I öllum þremur framangreindum þáttum er gert ráð fyrir meiri hátt- ar fullveldisafsali frá íslandi til Hannes Jónsson „Því má heldur ekki gleyma, að það er engin leið að snúa til baka, ef gengið er í EES. Eina leiðin út úr EES virðist vera leiðin inn í EB.“ útlanda. Þetta er yfírleitt viður- kennt annars staðar en hér á landi. Sem dæmi má nefna viðtal þýska stjórnmálamannsins Martins Ban- gemanns, varaformanns EB, við Morgunblaðið 21. ágúst 1990. Um fullveldisafsal EB-ríkjanna vegna réttarsamræmis, sem á einnig að gilda innan EES, sagði hann: „Það má því segja með réttu, að aðild- arríkin glati hluta af fullveldi sínu til EB.“ Síðar sagði hann: „EB er að verða sambandsríki, með sömu löggjöf.“ Hliðstætt sjónarmið kemur fram hjá dr. Gunnari G. Schram í kafla hans í Ármannsbók: Framsal ríkis- valds til Evrópubandalagsins: „Þau ríki, sem að bandalaginu standa, hafa framselt nokkum hluta ríkisvalds síns í hendur stofn- ana bandalagsins og komið á lög- skipan innan þess, sem bindandi er fyrir sérhvert þeirra.“ Sama fullveldisafsalið, takmark- að við samningssviðið, á að fara fram til EES við lögtöku lagabálks EB, stofnun framkvæmda- og eft- irlitsstofnunar, og erlends dóm- stóls, sem meiri myndugleika hafi á samningssviðinu en Alþingi og Hæstiréttur íslands. Það er lítið hald í þeirri „rök- semd“, að fullveldisafsalið fari ekki fram af því að gert sé ráð fyrir að Alþingi samþykki EES-samn- inginn með lagabálki EB sem fylgi- skjali og ákvæðin um framkvæmd- astjórnina og dómstólinn. Vitan- lega færi fullveldisafsalið fram þótt það yrði samþykkt á Alþingi rétt eins og menn þurfa að af- henda bifreið eða fasteign, sem þeir gefa afsal fyrir, þótt gert sé af ftjálsum og fúsum vilja. Full- veldisafsalið á samningssviðinu verður í reynd veruleiki, þótt sam- þykkt kunni að vera á Álþingi að afsala því til Brussel. EES-stofn- anirnar munu taka við því, nýta það og ekki skila aftur. Hér á við að minna á orð Ein- ars Eyjólfssonar Þveræings á Al- þingi árið 1024, eins og Snorri Sturluson skýrir frá þeim í Heims- kringlu. Til afgreiðslu var beiðni Ólafs konungs Haraldssonar um að íslendingar gengju honum á hönd, en Norðlendingar gæfu hon- um Grímsey. Einar varaði, að sögn Snorra, við því að verða við óskum konungs. Með því mundu íslendig- ar ekki aðeins gera sjálfum sér og sínum samtíðarmönnum það ófrelsi „heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, og mun ánauð sú aldr- ei ganga eða hverfa af þessu landi.“ Þótt formið sé annað á inntakið eins vel við nú og árið 1024. Traustari forustu I EES-viðræðurnar Það er stórmál, að gætnari og dómgreindarbetri menn en ut- anríkisráðherra ráði ferðinni í síð- ustu lotu samningaviðræðnanna um EES. Þess vegna hlýtur þjóðin að setja traust sitt á Davíð Odds- son, forsætisráðherra, og Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra, til þess að taka í taumana og forða okkur nú frá hliðstæðu við þau ógætilegu milliríkjasamskipti, sem á Sturlungaöld leiddu til sjö alda erlendra yfírráða yfir íslandi. Davíð Oddsson ræddi EES- samningana á landsfundi, 9. mars 1991 og sagði þá, að við göngum „til viðræðnanna með því sjálf- strausti, að við eigum þann kost að vera utan við Evrópubandalagið og það gerum við fremur en að þurfa að lúta einhveiju því, sem lífsafkoma okkar þolir ekki eða sjálfstæðisvitund okkar mælir gegn.“ Þessum orðum forsætisráðherra viljum við lesendur Morgunblaðs- ins treysta. Þau ber að skoða í ljósi þess, að aðild að EES mundi að mati margra fela í sér 60%, sumir segja allt að 80%, af aðild að EB. Því má heldur ekki gleyma, að það er engin leið að snúa til baka, ef geng- ið er í EES. Eina leiðin út úr EES virðist vera leiðin inn í EB. Það er því full ástæða til að meta að verðleikum sjálfstæði okkar og fullveldi og það utanríkisviðskipta- kerfi, sem við búum nú við. Höfundur er fyrrverandi sendi- herra oghöfundurbókarinnar Evrópumarkaðshyggjan: Hags- munir og valkostir Islands. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Hver er maðurinn? Þegar hér ber að garði íslend- ing, sem ekki eru vituð náin deili á, eða á hvers ferli maður þarf að glöggva sig, er laumast í uppslátt- arbækumar. Sé ekkert vitað um manninn eða konuna, er byijað á æðri tölunum, þ.e. lækna-, lög- fræðinga-, verkfræðinga- og guð- fræðingatölunum. Ef ekkert finnst þar, er flett í gegnum Merka samtíðarmenn og þaðan dengt sér í Kennaratalið, Viðskiptafræðin- gatalið, Hjúkrunarfræðingatalið og Skipstjóra- og stýrimannatalið, en þá eru upptalin tölin á þessu heimili. Finnist viðkomandi ekki í áður- nefndum merkum bókum, sem náttúrulega er ekki ailt of traust- vekjandi, er til vonar og vara flett í Símaskránni. Það er gert til þess að ganga ur skugga um það, að þessi ómerkingur hafi þó að minnsta kosti sína, sem er lág- marksskilyrði fyrir virðingu og sjálfstæðri tilveru á Fróni. Uppsláttarbækurnar eru auðvit- að bráðnauðsynlegar til að svala forvitni okkar íslandsmanna hvers um annan. En stundum getur það samt verið ankannalegt, t.d. fyrir mikilsmetna lögfræðinga að láta einhveija ómerkinga, hérna úti í henni Ámeríku, fletta sér upp í Lögfræðingatalinu bara til að glotta yfir 20 ára gamalli mynd, og komast þar að auki að því, að þeir útskrifuðust „bara“ með II. einkunn úr Háskólanum. En hvað með alla þá landa vora, sem ekki eru læknar, lögfræðing- ar, verkfræðingar, guðfræðingar, kennarar, viðskiptafræðingar, hjúkrunarfræðingar, skipstjórar, stýrimenn eða merkir samtíðar- menn? Verða þeir að láta sér nægja að vera eingöngu skráðir í Síma- skrána? Nú hefur verið ákveðið að ráða bót á þessu vandræðaástandi. Undirbúningi er að ljúka á útgáfu á nýju og veigamiklu uppsláttar- riti, sem koma mun út fyrir jólin. Verkið, sem nefnist „Þeirra-sem- hvergi-er-getið-manna-tal“, kem- ur út í tveimur bindum, samtals 996 blaðsíður. Þarna verða birt, í stuttu máli, æviágrip 3.743 manna og kvenna og munu myndir prýða ritið. Til að sýna að fólk, sem ekki hefír komist í hin tölin, eigi fylli- Iega skilið að vera skráð í uppslátt- arbók, verða birt nokkur dæmi úr hinu óútkomna riti. Munu þau von- andi kveða niður þær illu tungur og róg um þetta merka uppsláttar- rit, að það sé eins konar „Þeir- sem-ekkert-hafa-komist-áfram- manna-tal“. Nr. 743: Guðmundur Guð- mundsson, f. 31. des. 1939 í Kópa- vogi. For.: Guðmundur Guðmunds- son og k.h. Guðmunda Guðmunds- dóttir. Nám í Grænuborg 1944- 1946 og próf þaðan með sóma (fékk verðlaunablýantinn). Síðan var hann í lífsins skóla og braut- skráðist á mettíma. Byijaði snemma að verzla (lét t.d. móður sína borga sér fyrir að fara á kopp- inn þriggja ára) og opnaði tízku- verzlun með vinnubuxur fyrir tán- inga 1961. Á nú keðju af slíkum verzlunum um land allt og einnig í Grímsey. K. 1960 Guðmundínu Guðmannsdóttur og eiga þau einn son. Guðmund. Nr. 1019: Jón Jónsson, f. l.jan. 1935 í Reykjavík. For.: Jón Jóns- son og k.h. Jónína Jónsdóttir. Nám í Menntask. Rvk. 1953-1957; þá vísað úr skóla vegna óreglu. Stúd- ent Menntask. Ak. 1960. Nám í ýmsum deildum Hásk. ísl. 1960- 1967, en prófum ekki lokið. Varð fasteignasali 1971 og alkóhólisti nokkrum árum síðar. Útskr. Free- port 1979. K. 1) Jónmundína Jón- mundsdóttir; þau slógust og skildu 1978. K. 2) Jóna Jónsdóttir og eiga þau eitt barn, Jónínu. Rit- störf: Lesendabréf til Dagblaðsins 1975; „Fasteignasalar eru líka fólk“. Nr. 1925: Þórarinn Þórarinsson, f. 1. júní 1941 á Akureyri. For.: Þórarinn Þórarinsson og k.h. Þóra Þórsdóttir. Eftir skyldunám stund- aði hann nám við Bréfaskóla ASÍ og fékk útskrifunarskjalið í ábyrgðarpósti 1963. Nám við Sam- vinnuskólann og útskr. 1969. Rak verzlun 1969-1971, en hún fór á höfuðið. Frkvstj. Útgerðarfél. Krummavíkur 1972-1976; félagið varð gjaldþrota. Ráðinn bæjarstjóri í Uglubæ 1977 og var þar til 1980, en þá óskaði bæjarfélagið eftir greiðslustöðvun. Fór þá út í stjórn- mál og var kosinn á þig fyrir Lýð- ræðissambandið 1983. Er nú í fjár- veitinganefnd, útgerðarnefnd og atvinnubótanefnd. Kosinn í bank- aráð Sjávaraflabankans 1987. K. 196 Þórdís Þórmundsdóttir. Þau eiga fjögur börn; tvö saman, og eitt hvort með öðrum aðilum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.