Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1991 41 NIKE AIR180 NIKE AIR 180 er án efa besti skokkskórinn á markaðnum í dag. Loftpúáinn er HELMINGI STÆRRI en ááur og sjáanlegur í 1800 NIKE AIR 180 fellur þétt aá fætinum og botninn er séruppbyggöur meá aukinn stöðugleika í huga. Dekraáu viá fæturna FÁÐU ÞÉR AIR 180 Þessir hringdu . . Kippa tapaðist w Kippa með bíllykli af Toyotu- bíl tapaðist s.l. föstudag. Áfastur við hringinn er lítill skiptilykill. Finnandi hafi samband í s. 42508. Tvennir bíllyklar týndust Tvennir bíllyklar töpuðust föstu- daginn 12. júlí hjá Sparisjóði Vél- stjóra við Borgartún. Finnandi hringi í síma 42768 eftir kl. 4 á daginn. Fundarlaun. Borgarbúðin góð H.J. hringdi: Ég hef verslað í flestöllum versl- unum í Kópavoginum þar sem ég bý en mér finnst Borgarbúðin bera af. Þar má alltaf treysta því að vörurnar, t.d. grænmeti, séu nýjar. Einnig er kaupmaðurinn sérstak- lega viðkunnanlegur og þjónusta öll til fyrirmyndar. Kettlingar fást gefins Fallegir kettlingar fást gefins. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 25657 á daginn en í síma 53918 á kvöldin. Smábarnahúfa fannst Oddný hringdi: Hvít smábamablúnduhúfa fannst á innanverðum Laugavegin- um s.l. mánudag. Eigandi hafí sam- band í s. 33266. Sérstök tillitssemi Mánudaginn 1. júlí lagði ég Ieið mína í íslandsbanka, Grensásvegi 13. Þar sem þetta voru bæði mán- aðamót og mánudagur myndaðist fljótt biðröð og fleiri en ein. Eg stillti mér upp og beið eins og hinir en var orðin dálítið þreytt á biðinni, þó ég áe hvorki öldruð né lasburða. Þetta sér ungur maður sem næst mér stendur. Spyr hann: „Hvenær nærðu í strætó?“ Ég svara til að það geri ég eftir u.þ.b. fímm mínútur því ég var tímabundin. Hann býður mér þá að vera á undan sér en ekki nóg með það; heldur snýr hann sér að manni sem var fyrir framan hann og segir: „Viltu ekki leyfa konunni að vera á undan þér? Hún er að missa af strætó.“ Sá segir að það sé alveg sjálfsagt og þar með fékk ég afgreiðslu og náði í strætó. Það má svo sannarlega taka þessa ungu menn sér til fyrirmyndar. Ég varð svolítið hissa á þessari fyrirgreiðslu án þess að hafa unnið til hennar. Kann ég þeim bestu þakkir. Um leið langar mig að þakka starfsfólki í Skrúð (Hótel Sögu) fyr- ir ljúfa og góða afgreiðslu sem við fengum, nokkur bekkjarsystkini sem borðuðum þar 8. júní s.l. Maturinn var góður og fjölbreyttur, dekrað var við okkur og við afgreidd með bros á vör. Síðast var okkur fylgt upp í Súlna- sal þar sem beið okkar borð og skemmtileg hljómsveit lék fyrir dansi. Ég vil taka undir auglýsing- una hjá þeim á Sögu. Saga lofar góðu. Og ég bæti við: Og stendur við það. Bestu þakkir, Kona London KR. 18.900J Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. i Til samanburðar: Ódýrasta superpex til 1 London á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. * Flogið alla miðvikudaga. Frjálst val um hótel, bílaleigur og framhaldsferðir. = FLUGFEROIR = SDLRRFLUC __________Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Skór týndust Dagný hringdi: Hvítir og bláir L.A. Gear striga- skór númer 21 glötuðust í Kjarna- skógi á Akureyri fimmtudaginn 11. júlí. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 96-63155 eða 91-21099. Gullhálskeðja Fundist hefur gullhálskeðja í Vesturbænum. Upplýsingar gefur Dóra í síma 41313. Hvað með ÁTVR? Borgari hringdi: Það má líta á einkasölu ríkisins á víni sem niðurstöðu langrar þjóð- félagslegrar umræðu um áfengis- mál. Því spyr ég: Er það rétt skilið að ef ísland gerist þátttakandi í evrópsku efnahagssvæði verði einkasala ÁTVR afnumin og áfengi selt í matvörubúðum. Just do it. KRINGLU A I R Borgarkringlan, sími 67 99 55 n S Meira en þú geturímyndaó þér! EIN G0ÐITVEIMUR HLUTVERKUM ídýfa með fersku grænmeti og nasli. Sósa með fiski og kjöti. ~mr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.