Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1991, Blaðsíða 12
12 v MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19.-JÖLÍ 1991 Kvótakerfið og kapítalisminn Verðmætisaukning sjávaraflans 1990 eftir Önund Asgeirsson Stjórnun sjávarútvegsráðuneytis- ins á fiskveiðum með árlegum niður- skurði á kvótum til veiðiskipa sam- hliða íjölgun stórra veiðiskipa, sem ráðuneytið hefir ekki stjórnun á, er helstefna, sem leiða mun á skömmum tíma til byggðaröskunar og örbirgðar landverkafólks í fiskvinnslu. Það, sem bjargað hefír útgerðunum á undanfömum árum, er hin geypilega verðmætisaukning á aflanum, sem þó getur varla talist örugg til fram- búðar. Fyrir 4-5 árum fengu veiði- skipin 15-17 kr./kg fyrir þorsk seld- an í frystihús í landi. Nú fá þau yfir 70 kr./kg, næstum fimmfalt verð. Fiskmarkaðimir hafa enn hækkað verðlag á fiski, síðan þeir komu til sögunnar. Þar fást yfir 100 kr./kg fyrir þorsk, sexfalt það verð sem frystihús greiddu fyrir 4-5 árum. Hveijir njóta verðhækkananna? Um 500 útgerðir stórra veiðiskipa og sjómenn á hlutaskiptasamning- um, kannske um 5.000 talsins. Fisk- vinnslufólk í landi, um 7-8.000 manns, njóta einskis. Þetta fólk býr við stjórnun launa sinna af svonefnd- um „verkalýðsforingjum“, sem hafa það að aðalstarfi að úthluta eða ráð- stafa ásamt fulltrúum VSÍ um 200M (milljarða) sjóðum „verkalýðshreyf- ingarinnar" (sem í rauninni enginn á) til ríkissjóðs, opinberra sjóða eða lánastofnana, stundum til lækkunar á afrakstri fjárins, svo sem dæmin sanna. Þetta fólk fékk 7,5% hækkun launa í „þjóðarsáttinni" á sl. ári, en við skoðum hér á eftir hvað aðrir fengu. Þannig er kvótakerfíð ekki aðeins mál útgerðarmanna og sjó- manna, heldur og alls fískvinnslu- fólks og almennings í landinu. Samt er það yfirlýst með lögum frá Al- þingi, að allur fiskur í sjónum sé sameign allrar þjóðarinnar. Mismun- unin er augljós, og framkvæmdin er ekki í neinu samræmi við yfirlýsingu Alþingis, enda falin öðrum til ráð- stöfunar. Eðli málsins samkvæmt, getur Alþingi aðeins ráðstafað aflak- vótum til skamms tíma, t.d. til árs- ins, sem stjórnunartæki á heildar- afla. Sala á kvótum er heimildarlaus til langs tíma, og á áhættu kaupand- ans, því-að seljandinn átti aldrei ráð- stöfunarréttinn, og kaupandanum er eða átti að vera um þetta kunnugt. Hér á eftir koma nokkur dæmi um verðmætisaukninguna í sjávarút- veginum 1990: Þús.kr. xAkureyrin EA10 510.398 xÖrvarHU 21 453.127 'Sléttbakur EA 304 291.676 GuðbjörgíS 46 Bessi ÍS 410 Páll Páls. ÍS102 -Júlíus G. ÍS 270 GylliríS 261 Hér má sjá, að skipin, sem merkt eru 1 sem eru frystitogarar, fá lang- hæsta verðið, reiknað í kr./kg. Það er þannig augljóst, að mikill þrýst- ingur er um aukningu á þessari teg- und útgerðar. Ennfremur má sjá, að sjómenn á hlutaskiptasamningum fá um það bil fjórfalda hækkun tekna á árinu, miðað við fískvinnslufólk í landi, sem fékk 7,5% hækkun. Nýr frystitogari á ísafírði, Júlíus Geir- mundsson, fær nú 104 kr./kg verð, en sá gamli fékk 49 kr./kg, að vísu nú fyrir fullunna vöru. Áhrif á byggðastefnu Ef samþykkt Alþingis um eign útgerða á kvótum og frjálsa sölu þeirra væri gild, væri stjómun á fisk- veiðum nánast úr sögunni. Stjómvöld gætu aðeins ákveðið heildarveiði á hveiju ári fýrir hveija físktegund, en kvótaúthlutun yrði hlutfallsleg miðað við nú ákveðna kvóta fyrir 1991, væntanlega byggt á raunveru- legum veiðum 1989. Það myndu nokkrar stórútgerðir ráða því, hvar væri gert út og hvar ekki. Ein stórút- gerð með 3 öflug veiðiskip hefir ný- lega flutt til Siglufjarðar, og ekki hafa verið nein andmæli við þeirri ráðstöfun. Væntanlega heyrðist hærra, ef hún hefði flutt frá Siglu- fírði. Hætta er á, að stórútgerð legg- ist niður á Suðureyri, ekki vegna þess, að fólkið þar hafí gert neitt af sér, heldur vegna uppkaupa SÍS á aðalútgerðarfyrirtæki staðarins, og fjárhagsörðugleikum í kjölfar þess. Súgfirðingar virðast eiga að taka á sig afleiðingarnar, og er jafnvel rætt um að hætta við jarðgöngin til Súg- andafjarðar. Dæmið sýnir, hversu & 683.133 6.075 1?2 37% 82 487.742 5.068 96 17% 69 416.424 4.559 91 32% 58 407.733 5.369 76 31% 46 303.936 4.300 71 72% 44 291.644 4.697 62 41% 49 464.555 4.456 104 112% 41 407.733 3.705 55 34% viðkvæmt og tilviljunarkennt atvinn- ulífið getur verið á litlum útgerðar- stöðum. En hætturnar steðja víðar að. Uppkaup á kvótum er ekki bara skemmtun fyrir vel stæðar útgerðir, heldur örvænting og dauði fyrir þær minni. Ný útgerð verður nú að kaupa hvort tveggja, skip og kvóta, og það af þeim, sem aldrei átti hann. Þann- ig er sjálf heimildin til kvótasölu stríðsyfírlýsing á hendur minni út- gerðum og minni útgerðarstöðum. Enginn sér fyrir endann á þeirri þró- un. En um hvað er svo barist? Að- eins um völd og drottnun yfir þessum atvinnuvegi, því að heildarveiðin er sú sama. Þetta er afleiðingin af yfir- gangsstefnu SÍS, sem stórútgerðir landsins í góðri samvinnu við LÍÚ hafa stutt. En þetta eykur ekki fisk- inn úr hafinu. Heildin verður á hveiju ári sú sama, sem úthlutað verður í kvótunum. Þetta er þannig aðeins innbyrðis barátta, fyrirsjáanlega án árangurs. Það er dapurlegt að horfa til slíkrar framtíðar. Áhættu útgerðarbyggðanna má lesa af ofangreindri samantekt. Þar 1989: 1990: Verð- Aflaverð Tonn Kr./k- Aflaverð Tonn Kr./k- hækkun 6.247 5.515 4.228 357.691 164.704 210.248 191.333 134.235 6.189 3.606 4.793 3.937 3.280 Önundur Ásgeirsson „Hvað ætlaðist Alþingi fyrir um atvinnu handa fiskvinnslufólki í landi, þegar það ákvað að kvótarnir væru eign veiðiskipanna til fram- búðar? er ísafjörður sérstaklega athugaður. Þetta er íjórða stærsta útgerðarstöð landsins með um 3.500 íbúa. Útgerð hefir staðið þar með miklum blóma, og allt athafnalíf byggist að mestu á útgerð. Þar eru þijár öflugar stór- útgerðir, Guðbjörg, Páll Pálsson og Júlíus Geirmundsson, allt toppskip í fiskiflotanum. Til skamms tíma lögðu öll þessi skip upp í frystihúsin á staðnum. Nú hefir þróunin orðið sú, að verulegt magn físksins er flutt út í kæligámum og Júlíus Geirmunds- son hefir verið endurnýjaður sem mjög fullkomið frystiskip, og leggur þannig ekkert upp til vinnslu á Isafírði. Hann fékk 104 kr./kg fyrir aflann, en Guðbjörgin fékk 76. Hún myndi hafa fengið 150 m meira fyr- ir sama afla, ef hún frysti um borð, þ.e. 5.369 tonn á 104 kr./kg eða 558,4 m. Bessi í Súðavík, 900 tonna skip, fékk 71 kr./kg meðalverð, en hefði fengið 143 m meira, ef hann hefði fryst um borð. Þetta gildir um öll skipin. Fiskvinnslan flyst úr frysti- húsunum í Iandi í frystiskipin, eða til beins útflutnings í gámum. í báð- um tilfellum fæst betra verð fyrir aflann. Þessari þróun verður ekki Er tiltrú launafólks og stöðugleikanum ógnað? eftir Guðmund Vigni Óskarsson Það vefst vart fyrir nokkrum Iengur að á undanförnum misserum hafa skapast tímamót í íslensku samfélagi með stöðugleika í gengis- og verðlagsmálum, á sama tíma og verðbólgan er komin í eins stafs tölu. Grunnur að þessum stöðug- leika var lagður með samstöðu að- ila vinnumarkaðarins við gerð síðustu kjarasamninga. Þessir kjarasamningar byggðu á breyttum hugsunarhætti í margvíslegu tilliti. Jafnframt var það ásetningur aðila að styrkja undirstöðu að varanlegri kaupmáttaraukningu, sem síðan skilaði sér í marktækum kjarabót- um við samningsgerðina á hausti komanda. Ákveðið var að innlend- um kostnaðarhækkunum til rekstr- ar skyldi mætt á samningstímanum meðal annars með aukinni hagræð- ingu í rekstri fyrirtækja og stofn- ana, þannig að forsendur fyrir al- mennum verðhækkunum væru vart lengur fyrir hendi. Reyndin varð sú að þetta gekk eftir, ekki hvað síst vegna þess trausts sem hafði skap- ast milli aðila og staðföstum ásetn- ingi þeirra um að standa vörð um gefnar forsendur. Minna má á það ástand sem ríkt hefur fram til þessa: mikil verð- bólga, óstöðugt gengi og takmörk- uð trú margra á að samningum yrði í raun fylgt eftir. Þessar and- stæður gáfu þeim aðilum sem ákvörðuðu verðlagningu í landinu frjálsari hendur og hafði oft í för með sér viðbótarverðhækkanir sem síðan hertu á verðbólguvítahringn- um. Við slíkar aðstæður reyndist nánast ómögulegt að veita almennt aðhald og skapa nauðsynlegt traust miili stjórnvalda, atvinnurekenda og launafólks. „Lögmál markaðarins“ Hvers vegna hafa viðbrögð BSRB og margra annarra aðila verið svo hörð sem raun ber vitni við nýjustu vaxtaákvörðunum ríkis- stjórnarinnar og aukningu vaxta- munar innlána og útlána banka? Fjármagnskostnaður heimila og fyrirtækja er sífellt að verða stærri þáttur í tilkostnaði þeirra með bein- um en einnig óbeinum hætti því vextir hafa áhrif á vöruverð. Það skiptir því höfuðmáli að jafnhliða stöðugu verðlagi sé stuðlað að sem lægstu raunvaxtarstigi. Ríkisvaldið getur haft afgerandi áhrif í þá veru, ekki aðeins með því að draga úr lánsfjárþörf sinni heldur einnig með vaxtaákvörðunum á spariskírtein- um, ríkisvíxlum og framboði á hús- bréfum. Að mínu mati stuðla síðustu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að hinu gagnstæða, þrátt fyrir að yfir- lýst markmið þeirra sé að koma jafnvægi á fjármagnsmarkaðinn þannig að sparnaður aukist, fyrir- tækjum og heimilunum í landinu til hagsbóta. Hækkun vaxta af spari- skírteinum ríkissjóðs úr 6% í tæp 8% og ríkisvíxlum úr 11% í 17% á að auðvelda samkeppni þeirra við húsbréfin og önnur spariform á fjár- magnsmarkaðnum en í raun hefur innbyrðis samkeppni ríkisins fært alit vaxtarstigið upp um 2%. Láns- fjárþörf ríkisins og fjárþörf hús- næðiskerfisins er svipuð og áætlað- ur nýr innlendur sparnaður á árinu. Á þessu ári verða gefín út húsbréf upp á að minnsta kosti 10 millj- arða. Reikna má með að 80% þeirr- ar fjárhæðar keppi við ríkissjóð um sparifé landsmanna. Miðað við nú- verandi ástand á sparifjármarkaðn- um mætti spytja hvort ekki væri rétt að draga úr almennri fyrir- greiðslu í húsbréfakerfínu þannig að það sinnti fyrst og fremst þörfum þeirra sem ganga sín fyrstu skref í öflun húsnæðis jafnhliða því að leysa vanda þeirra sem búa við þröngan og ófullnægjandi húsakost. Eins og húsbréfakerfið er nú hvetur það til aukningar á húsrými hjá þeim sem í raun búa við ákjósanleg- an húsakost. Því er oft haldið fram að fjár- magnsmarkaðurinn stjórnist af framboði og eftirspurn og þannig sé vaxtastigið fyrst og fremst ákvarðað, og að allir tilburðir til Guðmundur Vignir Óskarsson „Svo virðist sem nýtt ævintýri sé hafið. I stað verðbólgueignaupp- töku á sér nú stað gegndarlaus eignaupp- taka í gegnum fjár- magnskerfið. Með þeim hætti er stöðugleikan- um ógnað.“ að halda vaxtastiginu niðri með öðrum ráðum leiði aðeins til ófarn- aðar fyrr eða síðar. Ég leyfi mér að efast um að slíkt lögmál sé algilt og enn síður að slíkar forsendur standist íslenskar snúið við, en af því leiðir, að sjá verður fyrir nýrri og fjölhæfari at- vinnu í landi, en í þeim málum er ekkert gert Það er aðeins beðið eft- ir því að alda atvinnuleysisins brotni. Ástandið er ekki gott fyrir stjórn- málamenn, sem þurfa á atkvæðum fjöldans að halda. ísafjörður hefir verið tekinn hér sem dæmi, af því að það er einfald- ast að lýsa atvinnuástandinu þar, og fiskurinn er undirstaðan. Vest- mannaeyjar hefðu eins getað verið gott dæmi, en flóknara. Nú er eðli- legt, að spurt sé, hvað ætlaðist Al- þingi fyrir um atvinnu handa fisk- vinnslufólki í landi, þegar það ákvað að kvótarnir væru eign veiðiskipanna til frambúðar? Stjórnun á veiðunum og vinnslunni er nú í höndum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjanna, sem út af fyrir sig væri ekkert nema gott, ef um ótakmarkaða auðlind væri að ræða, en svo er bara ekki. Þróunin er aug- ljóslega sú, að fiskurinn flyst úr frystihúsunum í landi, og kannski fljótlega um borð í frystiskipin. At- vinnuleysi í byggðunum eykur fólks- flutningana til höfuðborgarsvæðis- ins, og engar ráðstafanir eru gerðar um nýja útflutningsatvinnuvegi. Það er gott, að útgerð í landinu skili góðum árangri, en það má ekki skapa atvinnuleysi og örbirgð fólksins í landinu. Þetta fólk er varnarlaust. Verkalýðsforystan og Alþingi hefír brugðist því. Fjöldi togara er nú 115, þar af 26 frystitogarar. Fjárfesting í þess- um skipum er væntanlega yfir 70 milljarðar, sem er alltof mikið miðað við hina takmörkuðu og þverrandi auðlind fiskveiðanna. Kvótar fara árlega minnkandi, með fyrirsjáanleg- um erfíðleikum í rekstri skipanna. Það er vísvitandi stefnt í stríð milli útgerða. Þeir, sem keyptu þessi skip, gerðu það í góðri trú, en þegar grundvöllurinn er brostinn vegna takmörkunar á veiðiheimildum eru það eigendur eða útgérðir skipanna, sem bera ábyrgðina. Þeirra er að fínna nýjar og haldgóðar leiðir út úr vandanum. En hann verður ekki leystur með slagsmálum um hveija bröndu í landhelginni. Það verður að fínna ný verkefni fyrir 20-30 skip annars staðar. LÍÚ væri sæmd að því að hefja forystu um slíka úr- lausn. Fjármagnið er fyrir hendi í veiðiskipafiotanum, og nýtist ekki með öðrum ráðum. Það er fásinna að halda þráteflinu til streitu lengur. Við verðum augljóslega bara mát. Höfundur er viðskiptafræðingur. aðstæður í nútíð eða nánustu framtíð. Pólitískir aðilar bera í dag ábyrgð á stórum hluta útlána lána- stofnana. Þannig eru útlánsákvarð- anir oft teknar á grundvelli póli- tískrar fyrirgreiðslu og jafnvel æv- intýramennsku sem hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. Nægir þar að nefna milljarða gjaldþrot ýmissa fyrirtækja undanfarna mánuði. Slík áföll eru síðan í raun yfirfærð yfir á einstaklinga og fyrirtæki hvort sem þeim líkar betur eða verr, m.a. með auknum vaxtamun. Þarna hef- ur hinsvegar gilt það lögmál að yfirfæra kostnað vegna óráðsíu og spillingu með einhliða ákvörðunum yfir á almenning. Þá fer lítið fyrir svokölluðu lögmáli markaðarins eða ábyrgð á eigin ákvörðunum, Hverjir eru sparifjáreigendur? Ef litið er á samsetningu spari- fjáreigenda kemur í ljós að hlut- deild einstaklinga í innlánum banka og sparisjóða er um það bil 80%. Þar af er eignarhlutur þeirra sem eru 50 ára og eldri tæplega 70% en jafnframt er skuldsetning þessa aldurshóps lítil. Grunnurinn að þessum höfuðstól myndaðist á tímum mikillar upp- byggingar eigin húsnæðis á sjöunda og áttunda áratugnum við skilyrði neikvæðra raunvaxta. Þannig voru til dæmis nafnvextir af útlánum árið 1974 um 13% en raunvextir neikvæðir um 26% af almennum bankalánum en verðbólgan 41%. Mismunurinn var greiddur þáver- andi spariijáreigendum. Nú er þessum málum þveröfugt farið. Yngra fólk sem hyggst ráð- ast í íbúðarkaup þarf að greiða af sínum lánum frá 5% til 10% raun- vexti og er ólíklegt að mikil eiginfj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.