Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 80

Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 80
MIKIL eftirvænting ríkir í herbúðum Zappa-samtakanna á Íslandi vegna komu Dweezils og Ahmets Zappa hingað til lands í sumar en í vor eru tuttugu ár frá því að félagsskapurinn var stofnaður til að halda merki föður þeirra bræðra, Franks Zappa, á lofti. Þótt 13 ár séu liðin frá andláti hans segist forseti samtak- anna, Sverrir Tynes, merkja mikinn áhuga meðal yngri kynslóða á tónlist Zappa. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er rætt við Sverri og einstætt Zappa-safn hans skoðað en í því er að finna upptökur af yf- ir 700 tónleikum með Frank Zappa. Í safn- inu eru yfir 800 geisladiskar, um einn og hálfur metri af vinylplötum, á annað hundrað myndbandsspólur og 1.500 til 1.600 kassettur auk annars efnis s.s. blaðaúrklippna og ljósmynda. „Ég á marga sjaldgæfa hluti og safnið er ansi stórt, svo stórt að ég kem því ekki öllu fyr- ir í íbúðinni minni,“ segir Sverrir. „En al- mennt held ég að menn séu ekki að metast í þessu söfnunarferli.“ | Tímarit Morgunblaðið/RAX Innan um Zappa-upptökur og -úrklippur í eigu Sverris Tynes leynist Vikan frá árinu 1967 með Zappa á forsíðu. Zappa-safnið rúmast ekki í íbúðinni MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ÁLVERÐ hefur stórhækkað á málmmarkaði í London undanfarna mánuði og var í tæpum 2.400 Bandaríkjadölum tonnið í gær eftir að hafa farið hæst vel yfir 2.600 dali tonnið í byrjun þessa mánaðar, en þessi verð eru þau hæstu sem sést hafa á þessum markaði í meira en hálfan annan áratug. Fyrir ári var verðið á tonninu af áli rúmir 1.900 dalir eða um 500 döl- um lægra en það er í dag. Það var um 1.700 dalir fyrir tveimur árum og um 1.450 dalir á þessum tíma ár- ið 2003. Verðið var enn lægra eða um 1.400 dalir tonnið í febrúar árið 2002, eða um 1.000 dölum lægra en það er í dag. Verð á áli var hátt á síðasta ári í sögulegu samhengi, en sveiflaðist þó talsvert innan ársins. Það var um 1.800 dalir í upphafi árs og hækkaði upp undir 2.000 dali áður en það lækkaði aftur í 1.700 dali á fyrri- hluta ársins. Þar var það um miðbik ársins en hefur síðan hækkað jafnt og þétt. Það komst yfir 2.000 dali tonnið í byrjun nóvember og hækk- aði síðan jafnt og þétt áfram í rúma 2.600 dali, eins og fyrr sagði, í byrj- un þessa mánaðar. Það lækkaði síð- an aftur í 2.300 dali, en hefur hækk- að nokkuð aftur síðustu dagana. Horfur góðar Horfur á álmörkuðum eru al- mennt taldar góðar og útlit fyrir hátt verð í ár. Ástæðan er aukin eft- irspurn eftir áli, m.a. frá Kína og að eftirspurnin eykst hraðar en fram- leiðslugetan. „Menn eru að spá frekar háu verði. Hvað það þýðir er kannski erfitt að segja til um, en ég myndi halda að það væri nær því sem verð- ið er núna heldur en það var fyrir mánuði,“ sagði Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, sem á ál- verið í Straumsvík, og bætti við að þetta væru auðvitað hærri verð en sést hefðu síðustu árin. Álverð er komið upp í tæplega 2.400 dali Verðið á tonninu er 500 dölum hærra en það var fyrir ári Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is                          MOKAFLI er þessa dagana hjá smábátum sem róa frá Sandgerði, en aflinn fæst fyrst og fremst á línu. Margir bátar hafa verið að koma með fullfermi í land. Tölu- verð löndunarbið er þó fimm kranar séu notaðir til löndunar við höfnina í Sand- gerði. Á myndinni er Guðjón Bragason skip- stjóri á Guðrúnu Petrínu GK 107 að bíða eftir löndun. Hann þurfti að setja fleka fyrir dyrnar svo fiskur rynni ekki inn í brú. Guðjón var með um 6,4 tonn og sagð- ist ekki áður hafa komið með jafnmikinn afla í einni ferð á þessari trillu. Hann seg- ir að veiðin sé búin að vera mjög góð, en tíðin hafi verið erfið í vetur. Mikil ýsa sé í aflanum, en ágætt í þorskinum líka. Menn séu ekkert að keppast við þó að mikið afl- ist því það komi fljótt niður á verðinu á ýsunni. Það hafi þó haldist þokkalegt þrátt fyrir mikla veiði. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Aflinn flæddi næstum inn í brú GÍSLI Snær Erlingsson, kvikmyndaleik- stjóri, stundar auglýsingamyndagerð í Japan, en þar hefur hann búið síðastliðin fimm ár. Hann og félagi hans Dermont Killoran reka fyrirtækið Calderwood Productions og eru þeir með stór fyrirtæki á alþjóðavett- vangi á sínum snærum. Þeir hafa þannig undanfarið meðal annars unnið kynning- armyndir fyrir Braun, Ricoh og snyrtivöru- framleiðandann Kanebo. Einnig er í bígerð að þeir félagar taki að sér að vinna allt kynn- ingarefni fyrir Jaguar og Rover. Stærsti við- skiptavinurinn er hins vegar án efa Yamaha, en Gísli hefur leikstýrt tveimur auglýsingum fyrir fyrirtækið og í bígerð er að hann geri tvær til viðbótar síðar á árinu. „Upphaflega kom þetta þannig til að vinur minn sem vinnur hjá framleiðslu- fyrirtækinu Dentsu Tec, sem er í eigu auglýs- ingastofunnar Dentsu, sem er stærsta auglýsingastofa í heimi með um sjötíu þús- und starfsmenn, benti á mig. Dentsu voru að leita að útlendingi sem gæti gert mótorhjólaaug- lýsingar fyrir Yamaha. Þeir höfðu reynt að notast við japanskan leikstjóra en það gekk ekki þar sem auglýsingarnar voru ekki hugs- aðar fyrir Japansmarkað. Þeir vildu fá út- lending þar sem erlendir leikstjórar hafa aðra sýn en þeir japönsku. Japanskir leik- stjórar hafa húmor og sýn sem passar eig- inlega bara í Japan. En allavega, þá fékk ég starfið.“ Valentino Rossi, heimsmeistari í mót- orhjólaakstri er aðalpersónan í báðum aug- lýsingunum, en hann var á þessum tíma nýbúinn að skrifa undir samning við Ya- maha. Auk þessa gefa Gísli og eiginkona hans út erlendar barnamyndir á DVD diskum í Jap- an og talsetja þær á japönsku. | 16 Stundar auglýsingagerð í Japan Gísli Snær Erlingsson ÞAÐ var hressilegt bað sem knap- ar og klárar fengu í gær, á móti sem hestamannafélagið Hörður svonefndu peningshlaupi og er um að ræða kappreiðar í bland við ýmsar þrautir. Knaparnir léku á als oddi eins og sjá má, enda fátt eins gaman og að hleypa hesti sín- um um grundir, mela og læki. hélt í Mosfellsbæ. Þá fór fram fyrsta víðavangshlaup félagsins af fimm en keppt er um verðlaun í Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestamenn í Herði taka á sprett

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.