Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 68

Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 68
68 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Ídag, sunnudag, er í Háskóla Íslands haldinkynning á námsframboði næsta vetrar, bæðií grunnnámi og á framhaldsstigi. „Allar ell-efu deildir skólans kynna það nám sem er í boði og bæði kennarar deildanna og nemendur verða á staðnum til að svara fyrirspurnum og leið- beina fólki um námsval,“ segir Guðrún Bachmann, kynningarstjóri Háskólans. „Þarna verða líka námsráðgjafar skólans og ýmsir þjónustu- og samstarfsaðilar, s.s. Fé- lagsstofnun stúdenta, Stúdentaráð, Lánasjóður ís- lenskra námsmanna, Samband íslenskra náms- manna erlendis, Alþjóðaskrifstofa háskólans og fleiri.“ Guðrún segir algengast að tilvonandi nemendur leita sér upplýsinga um nám gegnum netið, en mjög margir kjósi líka að fá persónulegar upplýs- ingar og ráðgjöf, eins og í boði er á kynningardegi Háskóla Íslands. „Þeir sem eru að velja sér grun- nám eru flestir hverjir að taka einhverja stærstu ákvörðun lífs síns: Möguleikarnir eru margir og skiptir máli að vanda valið. Hinir, sem eru að kynna sér framhaldsnám, eru margir hverjir að koma aft- ur til náms eftir einhver ár á vinnumarkaði. Þeirra möguleikar hafa aukist gríðarlega á stuttum tíma því framboð á meistara- og doktorsnámi er einn helsti vaxtarbroddurinn í starfsemi Háskóla Ís- lands og í dag er framhaldsnám í boði við allar deildir skólans. Um 300 mismunandi námsleiðir eru við Háskól- ann. Þessi mikla fjölbreytni í námsframboði er einn helsti styrkur Háskóla Íslands og þýðir m.a. að mikill sveigjanleiki er í samsetningu námsins. Þver- fræðilegt nám verður sífellt mikilvægara því sam- tíminn kallar á að fólk hafi fjölþætta þekkingu.“ Meðal fjölda nýrra námsleiða næsta vetur má nefna nám í skurðhjúkrun, umhverfis- og nátt- úrusiðfræði, heilbrigðis- og lífsiðfræði, hagnýtri menningarmiðlun, hagnýtri ritstjórn og útgáfu- fræði og fjármálahagfræði. Námskynning Háskóla Íslands verður frá kl. 11 til 16 sunnudaginn 26. febrúar og fer hún fram í fimm byggingum á háskólasvæðinu. Minnt er á að umsóknarfrestur í framhaldsnám er til 15. mars við flestar deildir. Umsóknarfrestur í grunnnám er hins vegar til 5. júní. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hi.is. Menntun | Háskóli Íslands heldur kynningu á námsframboði næsta vetrar Fjölbreytt nám við HÍ  Guðrún J. Bachmann fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk stúd- entsprófi frá MH og BA- prófi í bókmenntaræði og ensku frá HÍ. Hún hefur starfað við kynn- ingar- og markaðsmál undanfarna tvo áratugi, var um árabil hug- myndasmiður og tengill á auglýsingastofum, kennari við endurmenntun HÍ og víðar. Guðrún starfaði sjálfstætt sem þýðandi og ráðgjafi, o.fl. Guðrún var markaðs- og kynningarstjóri Þjóðleikhússins frá 1993 til 2001, þegar hún hóf störf við Háskóla Íslands, þar sem hún er kynningarstjóri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Til þess að sjá hlutina eins og þeir eru þarf maður að geyma tilfinningafarang- urinn í farangurshólfinu fyrir ofan sætið sitt. Sestu svo niður, láttu fara vel um þig og njóttu flugferðarinnar um raun- veruleikann, ekki er víst að það verði nein ókyrrð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hin sígilda þrjóska nautsins kemur í ljós – það ætlar sko ekki að skipta um skoð- un, sama hvað á dynur. Það er að segja þar til eitthvað sem það vill ekki neyðir það til þess að gera breytingar til hins betra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ýmsar vísbendingar eru í loftinu um að fjárhagurinn sé á uppleið. Álagið er að minnka. Tvíburinn öðlast frelsi til þess að einbeita sér að skapandi verkefnum og gera bara það sem hann langar til. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leiðin sem krabbinn vill fara gengur vel upp og hið sama á við um leiðina sem ástvinur vill fara. En því miður gengur hvorug þeirra ef reynt er að fara báðar í einu. Ákveðið hver á að vera við stjórn- völinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Duttlungar ljónsins í viðhorfinu til eigin tilveru eru ómótstæðilegir í augum ann- arra. Virði þess eykst í huga og hjarta þeirra sem eru í kringum það. Getur þú ráðið við þessar auknu vinsældir? Þú þarft að hringja fleiri símtöl og mæta í fleiri boð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan eyðir meira að segja tíma og fyr- irhöfn í að skipuleggja frítíma sinn. Al- mennt séð er yfirsýn hennar meiri en flestra annarra, sem er ástæða þess að hún nær meiri árangri. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef verkefnið sem blasir við voginni er eitthvað sem hún hefur gert þúsund sinnum, leiðist henni sem aldrei fyrr. Breyttu til. Jafnvel heilsan batnar með nýrri örvun. Bogmaður getur liðsinnt þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gæludýr koma mikið við sögu sporð- drekans og gætu meira að segja ráðið úrslitum í einhverju sem hann er að skipuleggja. Þeir sem ekki eiga gæludýr ákveða loks að opna dyr sínar fyrir ann- arri tegund. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Erfiðar aðstæður virðast vera að lagast. Þitt hlutverk er að leyfa því sem kyrrt á að liggja að heyra sögunni til. Góða skapið lætur á sér kræla á ný og allir í kringum þig hressast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Manneskjan sem hvetur þig alltaf áfram þegar vel gengur (og enginn annar virð- ist taka eftir því) er sannur vinur. Stattu upp og klappaðu fyrir viðkomandi mann- eskju núna, þó að þú þurfir að gera þér upp tilefnið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn temur sér yfirleitt regluna, ef maður getur ekki sagt neitt fallegt á maður að sleppa því að opna munninn. Sannleikurinn án gyllingar er það eina sem vinir hans vilja heyra í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er á vaxtarskeiði í tilfinninga- lífinu. Nú er kominn tími til þess að laða að sér vini sem styðja og bæta við þessa nýju hlið þína. Það er aldrei að vita að hverjum þú laðast ef þú gerir það. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í vatnsbera er fynd- ið, ekki þannig að maður heyri brandara eða hlæi upphátt, heldur frekar með skringileg- heitum sem verða bráðfyndin eftir á. Furðulegar hugmyndir koma upp í koll- inum, margar þeirra eiga aldrei eftir að ganga upp, en samt sem áður skemmti- legt að prófa. Förum á hugarflug og bú- um okkur undir tungl morgundagsins – nýja byrjun. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 möguleikinn, 8 nagdýrið, 9 vondur, 10 fag, 11 fleinn, 13 mis- kunnin, 15 umstang, 18 henda, 21 traust, 22 gælunafns, 23 bugða, 24 kirkjuleiðtogi. Lóðrétt | 2 ofsakæti, 3 iðjusemin, 4 allmikill, 5 fjandskapur, 6 sýking, 7 Ísland, 12 tangi, 14 svif- dýr, 15 arga, 16 rotna, 17 aðstoðuð, 18 hnötturinn, 19 miða, 20 hina. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hatta, 4 hlífa, 7 áflog, 8 feiti, 9 ann, 11 part, 13 egni, 14 aular, 15 þorp, 17 rölt, 20 agn, 22 ráðin, 23 ang- an, 24 romsa, 25 gomma. Lóðrétt: 1 hjálp, 2 telur, 3 agga, 4 höfn, 5 ísing, 6 aðili, 12 náleg, 12 tap, 13 err, 15 þorir, 16 ræðum, 18 örgum, 19 tanna, 20 ansa, 21 nagg.  90 ÁRA afmæli. Í dag, 26. febrúar,er níræður Gestur Guðjónsson frá Bæ í Lóni, nú búsettur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eiginkona hans er Svava Hannesdóttir. Gestur ætlar að halda upp á afmælið sitt á Hrafnistu í Hafnarfirði á afmælisdaginn milli kl. 15 og 18. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.