Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 62

Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 62
62 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Árlega veitir Norður-landa-ráð verðlaun fyrir bestu bók-menntirnar. Í ár er það sænska skáldið Göran Sonnevi sem hlýtur verð-launin fyrir ljóða-safn sitt er á sænsku heitir Oceanen, sem á íslensku þýðir Út-hafið. Göran fær í verðlaun um það bil þrjár mill-jónir króna og eflaust eiga margir eftir að kynna sér verk skáldsins, nú þegar hann hefur fengið þessa miklu viður-kenningu. Á síðasta ári var það íslenski rithöfund-urinn Sjón sem hlaut bók-mennta-verðlaunin fyrir skáld-söguna Skugga-Baldur. Svíi fær nor-rænu bók- mennta-verð-launin Göran Sonnevi ljóð-skáld Ólympíuleikunum í Tórínó lýkur á morgun, en þetta eru 20. vetrarólympíuleikar sögunnar. Leikarnir hafa gengið vel og Dagnýju Lindu Kristjánsdóttir gekk líka vel, hún komst í 23. sæti í risasvigi í vikunni en féll í gær úr keppni í stórsvigi. Mikið hefur verið um nokkuð óvænt úrslit. Meðal annars má nefna að í gær varð finnska skíðakonan Tanja Poutiainen í öðru sæti í stórsvigi og voru þetta fyrstu verðlaun finnskra kvenna í alpagreinum á ólympíuleikum. Pólska stúlkan Justyna Kowalzzyk kom einnig gríðarlega mikið á óvart í gær þegar hún komst í þriðja sæti í 30 kílómetra göngu kvenna. Krulla hefur vakið mikla athygli á leikunum enda margir leikir þar æsispennandi, þó fáir sem úrslitaleikurinn hjá konum þar sem Svíar lögðu Svisslendinga 7:6 með síðasta steininum í framlengingu. Í gærkvöldi var mikil sýning í skautahöllinni þar sem bestu skautadansarar heims sýndu skemmtileg tilþrif við mikinn fögnuð áhorfenda. Ólympíuleikunum að ljúka Stóru bankarnir á Íslandi eru góðir og geta lánað mikla peninga. Þetta segir útlenska fyrirtækið Fitch Ratings um Kaup-þing banka, Lands-bankann og Íslands-banka og svo Straum-Burðar-ás. Fitch segir að miklir peningar bankanna og dreift lána-safn þeirra á milli landa, vegi upp á móti aukinni áhættu sem nú megi greina í þjóðar-búskapnum. Þessi áhætta er vegna þess að Ísland kaupir meira frá útlend-ingum en það selur þeim. Svo er líka aukinn verðbólgu-þrýstingur og hratt vaxandi skuldir í út-löndum að ekki sé talað um mikil lán sem veitt eru fólki og fleira. Íslensku bankarnir góðir Halldór Ás-grímsson forsætis-ráð-herra hitti Tony Blair starfs-bróður sinn í Bret-landi í vik-unni. Þeir töluðu um sam-skipti land-anna. Þeir töluðu líka um Evrópu-mál. Halldór sagði Tony Blair að ekki væri á áætlun Íslend-inga að sækja um aðild að ESB. Hins vegar gæti það kannski gerst síðar. Halldór sagði Blair líka að Íslend-ingum þætti gott að eiga við-skipti á Bret-landi. Þeir töluðu líka um friðar-gæslu. „Hann var mjög ánægð-ur með að Íslend-ingar tækju þátt í friðar-gæslu en við höfum unnið með Bretum bæði í Bosníu og Af-ganis-tan,“ sagði Halldór. Halldór sagði Blair líka að það væri mikil-vægt að Ísland hefði varnir áfram, hvernig sem þeim yrði háttað. Halldór hitti Blair Halldór með Blair í Bret-landi. Menn óttast nú að borgarastyrjöld brjótist út í Írak milli araba af kvísl súnní-múslíma og sjía-múslíma. Ástæðan er sú að á miðvikudag var eyðilögð í sprengingu hvelfing Gullnu moskunnar í borginni Samarra, en moskan er einn mesti helgistaður sjía-múslíma í Írak. Sjía-múslímar í Írak eru ævareiðir vegna atburðarins. Í kjölfar hans réðust sjía-múslímar á moskur súnní-múslíma víða í Írak og á fimmtudag týndu síðan á annað hundrað manns lífi í óöld, sem rakin er til atburðarins í Samarra. Jalal Talabani, sem er forseti Íraks, skoraði á landsmenn að halda friðinn. Sagði hann að ef borgarastyrjöld brytist út milli súnní-múslíma og sjía-múslíma þá myndi sá eldur engu eira. Útgöngubann var fyrirskipað í Bagdad á fimmtudagskvöld en vonuðust menn til þess að með því mætti stöðva versta ofbeldið. AP Írakar horfa á skemmdirnar á moskunni í Samarra. Óttast borgara- styrjöld í Írak Hvelfing helgidóms sjía-múslíma í Samarra eyðilögð í sprengingu Borgar-stjóri Reykja-víkur, Steinunn Valdís Óskars-dóttir, setti á fimmtudag Vetrar-hátíð í Reykja-vík. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og stendur fram á sunnu-dag. Fjöl-breytt dag-skrá er í boði, margs-konar skemmti-atriði og viðburðir úti um alla borg, svo sem tón-leikar, rat-leikir, íþrótta-sýningar og jafn-vel mat-reiðslu-keppni. Í Fjöl-skyldu- og húsdýra-garðinum verður síðan haldin ærleg úti-brenna kl. 8 á sunnu-dags-kvöld þar sem glatt verður á hjalla og hátíðin kvödd með söng og tralli. Hátíð um há-vetur Morgunblaðið/ÞÖK Á Vetrar-hátíð má finna margt fallegt og for-vitni-legt. Kvikmyndin Brokeback Mountain hlaut flest verðlaun á verðlaunahátíð Bresku kvikmyndaakademíunnar, BAFTA, sem fram fór í London á sunnudagskvöld. Alls hlaut myndin fern verðlaun, sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórnina (Ang Lee), besta handrit byggt á skáldsögu og besta leikara í aukahlutverki (Jake Gyllenhaal). Næstflest verðlaun hlaut kvikmyndin Memoirs of a Geisha, en hún hlaut verðlaun fyrir tónlist, kvikmyndatöku og búningahönnun. Philip Seymour Hoffman var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem bandaríski rithöfundurinn Truman Capote í kvikmyndinni Capote. Reese Witherspoon var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Walk the Line sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Johnny Cash. Witherspoon var hins vegar ekki viðstödd þannig að Christina Ricci, vinkona hennar og leikkona, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd. Þá var Thandie Newton valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í Crash, en myndin fékk einnig verðlaun fyrir besta frumsamda handritið. Brokeback Mountain best á BAFTA Jake Gyllenhaal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.