Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 57 UMRÆÐAN ÞRÁTT fyrir beinar gagnlegar spurningar sem óskað var eftir að sr. Þórhallur svaraði undirrituðum eða greininni „Búmerangið snýr aftur, séra Þórhallur“ (Mbl. 24. jan. sl.), virtist sem lesendur fái ekki nein svör, ekki frekar en við greininni „Fordómar Þórhalls Heimissonar í garð trúleysingja“ eftir Ólaf Gneista Sóleyjarson (Mbl. 26. jan. sl.). Ekk- ert af svörum virðast fást orðið frá séra Þórhalli. Hann hefur sagt að hann vilji „efla skynsamlega um- ræðu um trúarbrögð á Íslandi“ og einnig að það sé markmið bók- arinnar. Nú er komið að honum að reyna að standa við þessi orð eða svara þessari gagnrýni. Það er orðin stór spurning af hverju hann auglýsti þessa umdeildu bók sína „Hin mörgu andlit trúar- bragðanna“ með stórri fyrirsögn, „Eyðum fordómum!“ og „Bók sem boðar umburðarlyndi“ í heilsíðu aug- lýsingu í DV? Ég hef sagt að þetta sé lúmsk aðför gegn trúarbrögðunum og öðrum hópum, hvað annað vakti fyrir honum? Þá er hann kom inn í umfjöllunina í bókinni öllum þessum kynlífstantrafræðum og í köflunum Jóga og hindúisma, Búddistar og Ananda Marga gagngert gegn þeim sem ekki viðurkenna þessi kynlífs- tantrafræði, svo maður tali nú ekki um öll gömlu kynlífshneykslismálin og misnotkun er presturinn dregur upp gegn kaþólsku kirkjunni (bls.182), mormónum (bls. 196) og fleiri. Þá er alls ekkert skemmtilegt eða sniðugt að koma með svona lagað í bók og auglýsa síðan bókina með stórum stöfum „Eyðum fordómum!“. Annað varðandi umfjöllun hans um jóga sem ekki er sæmandi hjá honum gagnvart öllum sem stunda jóga, að flokka það allt undir átrúnað (bls. 102 og 105). Því þeir sem stunda jóga leikfimiiðkun líta ekki á þetta sem átrúnað, þó þeir notist við mis- jafnlega mikið efni úr jógafræð- unum. Auk þess er jóga leikfimi- iðkun hér á lamdi og annars staðar ekki flokkað undir söfnuði eða trú- félög. Í grein sr. Þórhalls (Mbl. 22. jan. sl.). segir hann frá því að hafa starfað með ýmsum við vinnslu bókarinnar eins og t.d. þeim hjá Innhverfri íhug- un, sem reyndar kenna sig við jóga og hindúisma eins og áður hefur ver- ið bent á, en þeir geta ekki fallist á það sem höfundur bætti síðan við í umfjöllunina, þeim í óþökk, um að vera klætt í vestrænan búning og ýmislegt annað. Þá er það alrangt hjá honum að segja að formaður fé- lags múslima eða félagsmenn hafi jafnan vísað mér frá, en samskipti okkar hafa hins vegar verið mjög vinsamleg. Misskilnings gætti hins vegar milli míns og Guðspekifélags- ins, eða eins og það var orðað í tölvu- pósti til sr. Þórhalls og fleiri, en var af einhverjum ástæðum ekki sagt frá í Velvakanda (Mbl. 24. jan sl.) Hvað um það, þeir hjá félaginu virðast geta umborið það, að H. P. Blavasky sé nefnd „amma nýaldarhreyfing- arinnar“. Þá er þegar komin reynsla á að skrá sig inn á námskeið hjá sr. Þór- halli gagngert til þess að mótmæla, því það virtist ekkert hafa að segja. Nei, nei, hann kemur aftur og aftur með þessar sömu endurtekningar sínar sem hann hefur notast við í meira en 10 ár og nú er mikið af þessu sama efni hans komið í þessa umdeildu bók, þrátt fyrir margar kvartanir og ábendingar. Ég kalla þetta hjá sr. Þórhalli ekki að „virða trúarbrögð annarra trú- félaga“ , hvað þá að „eyða for- dómum“, heldur hið gagnstæða með þessari fordómabók. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, Svarthömrum 33, Reykjavík. Fordómabók sr. Þórhalls Heimissonar Frá Þorsteini Scheving Thorsteinssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. KAMBASEL - GOTT ENDARAÐHÚS Mjög gott 197,9 fm endaraðhús ásamt 23,6 fm bílskúr í rólegri götu í Seljahverfinu. Húsið er á tveimur hæðum en yfir því er risloft sem nýtist sérlega vel. Falleg verönd er við húsið með skjólveggjum á þrjá vegu. Hér er um að ræða sérlega gott fjölskylduhús með fimm svefnherbergjum og rúmgóðum stofum í rólegu og barnvænu hverfi. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttir. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840-4049. Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is Vorum að taka í sölu þessa vel skipulögðu 3ja herb. íbúð í fallegu fjöleignarhúsi við Álfkonuhvarf 25 á Vatnsenda í Kópavogi. Íbúðin er alls 92,7 fm (þar af geymsla 6,7) á fyrstu hæð og gengið er inn í hana úr sameign. Með íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu og sérafnotareitur í garði sem snýr í suðurátt. Íbúðin er merkt 0106. Sölumenn Kletts fasteignasölu verða á staðnum og taka á móti gestum. ÁLFKONUHVARF 25 OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 15.00 OG 16.00 Mjög falleg 4ra herb. rúmlega 112 fm íbúð við Galtalind í Kópavogi. Íbúðin er björt og falleg á góðum stað í Galtalind. Stutt er í skóla og leikskóla og alla þjón- ustu. Að utan var eignin tekin í gegn á síðasta ári, að sögn eiganda, að því leyti að allir sléttir fletir utanhúss voru málaðir. Þetta er falleg eign á góðum stað í Kópavogi við einn besta skóla Kópavogs. Stutt er í allar áttir og húsið stendur neðst í botnlanga. Íbúðin er merkt 0301. Sölumenn Kletts fasteignasölu verða á staðnum og taka á móti gestum. GALTALIND 17 OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 15.00 OG 16.00 Falleg og björt 4ra herb. 99,6 fm íbúð á 2. hæð ásamt 30,9 fm stæði í bíla- geymslu, samtals 130,5 fm. Sérinngangur af svölum. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Hol með flísum á gólfi. Eldhús með flísum á gólfi, fallegri sprautulakkaðri innréttingu, borðkrók og fallegu útsýni yfir Flóann. Stofa með flísum á gólfi og útgangi á svalir. Búið er að opna inn í eitt af herbergjunum úr stofunni og breyta því í borðstofu með flísum á gólfi, auðvelt er að breyta aftur. Gengið er inn herbergjagang sem er með flísum á gólfi og stórum fataskáp. Hjónaherbergi er með máluðu gólfi og fataskáp. Barnaherb. með máluðu gólfi og fataskáp, baðherb. er með máluðu gólfi, baðkari, glugga og tengi fyrir þvottavél. Sameiginlegt þvottahús og stór, ca 22 fm, geymsla í sameign. Eigandi tekur á móti gestum, íbúðin er merkt 0201/Guðrún. SKELJAGRANDI 4 OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 16.00 OG 17.00 Falleg 4ra herb. endaíbúð í nýju fjölbýli. Fasteignasalan Klettur er með í sölu 120 fm íbúð við Álfkonuhvarf í Kópavogi. Íbúðin er á annarri hæð í húsi sem byggt er 2004, sameign og eignin öll er snyrtileg og einstaklega vel frá öllu gengið. Íbúðin sjálf er endaíbúð sem snýr upp að Rjúpnahæð, útsýni af svölum er mikið og gott. Sölumenn Kletts fasteignasölu verða á staðnum, íbúðin er merkt 0209/Leifur. ÁLFKONUHVARF 27 - 4RA HERB. ÍBÚÐ OPIÐ HÚS Á MILLI KL. 14.00 OG 15.00 Í DAG Á SÍÐASTA ári tók gildi nýtt leiðakerfi strætó á höfuðborg- arsvæðinu. Margir kvörtuðu enda breytingar talsverðar. Mun færri sáu nokkuð jákvætt enda farþegar vanafastir. Nú hefur nýja kerfið verið við lýði í nokkra mánuði og raunhæft að leggja mat á ágæti þess. Reynsla mín sem strætóf- arþega til margra ára er skýr. Nýja kerfið er mun betra en það gamla og í takti við strætókerfi annarra borga á Vesturlöndum. Farþegar komast hraðar milli hverfa og borgarhluta og þurfa ekki að hringsóla í hliðargötum einsog áður. Ég bý í austurhluta borg- arinnar og kemst til vinnu í vest- urhlutanum á mun skemmri tíma jafnvel þó eilítið lengra sé í stoppistöðina. Vagnarnir halda einnig miklu betur tímatöflu en kannski á það bara við um leið- irnar mínar. Strætó er annars mjög þægilegur ferðakostur. Einkabílstjóri sér um aksturinn og við getum notið útsýnisins eða litið niður á sívaxandi bíla- og jeppaflota landsmanna sem silast áfram með einmana bílstjóra við stýrið. Áfram strætó! HELGI GUNNLAUGSSON, Otrateig 42, 105 Reykjavík. Gott strætókerfi Frá Helga Gunnlaugssyni: smáauglýsingar mbl.is Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.