Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 53

Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 53 UMRÆÐAN LÍKNARFÉLÖG hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skatt- fríðinda og líknarfélög í Evrópu og Banda- ríkjunum. Ég hef því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um skattfrelsi ís- lenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að ís- lensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líkn- arfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu. Ísland er eftirbátur annarra Í dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjár- magnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endur- greiðslu á virðisaukaskatti á að- föngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga fram- lög sín til góðgerðarfélaga eða líkn- arfélaga frá skattstofni – eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkj- unum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greini- lega betur, hversu gríðarlega mik- ilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim. Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga fram- lagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatn- ing til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra. Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmunds- son, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lög- aðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skatt- stofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála. Mikilvægt hlutverk líknarfélaga Ég hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök hjartveikra barna, því ég á eitt slíkt. Styrkt- arsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1.700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýt- ur skökku við, að frjáls félaga- samtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxta- tekjum. Líknarfélög, eins og Umhyggja, styrktarsjóður hjartveikra barna, Neistinn, og Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofn- anir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborg- aranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æski- legt að frjáls líknarsamtök og góð- gerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíð- inni. Þau vinna af hugsjónum. Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betra með að hjálpa einstaklingum en ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra. Ferns konar breytingar Tilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekju- skatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líkn- arfélaga. Ég vil skattfrelsi líknarfélaga Sandra Franks fjallar um líknarfélög ’Ég hef því lagt fram áAlþingi þingsályktun- artillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga.‘ Sandra Franks Höfundur situr á Alþingi sem vara- þingmaður Samfylkingarinnar. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög falleg neðri sér- hæð (jarðhæð) í tvíbýlis- húsi. Íbúðin er 4ra til 5 herbergja, 154 fm og öll hin glæsilegasta, m.a. eru allar innréttingar sérsmíðaðar. Góð stað- setning, falleg lóð og óbyggt svæði framan við húsið. Tvö bílastæði á lóðinni. Verð kr. 34,0 millj. OPIÐ HÚS Á SUNNUDAG KL. 16 TIL 18 GRJÓTASEL 9, REYKJAVÍK Um er að ræða glæsilega og nýlega 4ra herbergja 99 fm endaíbúð á 3ju hæð (efstu) í litlu fjölbýlishúsi. Glæsilegar innréttingar. Parket. Góðar vestursvalir. Sér þvottahús í íbúð. Sérinngangur af svölum. Fall- egt útsýni. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir litaðri báru- málmklæðningu og að hluta harð- viði. Húsið er því viðhaldslítið. Stutt í alla þjónustu. Einkenni skipulags hverfisins er hversu rúmt er um húsin og hversu vel þau standa gagnvart sól og útsýni. Stórt, opið rými er í miðju hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að mynda skjólgott útivistarsvæði. Laus fljótlega . Verð 23,5 millj. Karl tekur vel á móti ykkur. Klapparhlíð 24, Mosfellsbæ Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16 Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com. Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160. Skrifstofuhúsnæði til leigu/sölu Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. sérhæfir sig í útleigu á skrifstofu-, þjónustu-, lager- og iðnaðarhúsnæði og er með rúmlega 35.000 m² á höfuðborgarsvæðinu. FASTEIGNAFÉLAGIÐ KIRKJUHVOLL EHF. www.kirkjuhvoll.com Grensásvegur 16a. 1325 m2 skrifstofuhúsnæði, steinsteypt hús á þremur hæðum auk kjallara. Stendur á horni Fellsmúla og Grensásvegar á áberandi stað og hefur mikið auglýsingagildi. Húsinu tilheyra alls 33 bílastæði, þar af 8 í lokuðu bíla- stæðahúsi. Laust til afhendingar 1. ágúst. Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com. Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160. Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Suðurhraun 3, Garðabæ. Vesturhluti 3000 m² fjölnotahúss, þar af um 900 m² skrifstofuhæð með fullbúnu mötuneyti og búnings- aðstöðu. Mikil lofthæð (allt að 7 metrar að hluta), stór lóð, gáma- aðstaða, stórar innkeyrsludyr og næg bílastæði. Húsið hefur mik- ið auglýsingagildi þar sem Álftanesvegur verður lagður handan hússins. Samþykktur 1000 fm byggingaréttur. (Heildarstærð getur orðið 4000 fm). Laust til afhendingar 1. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.