Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 51 UMRÆÐAN HINN 9. febrúar sl. birtist í Morg- unblaðinu bréf til blaðsins, undir yf- irskriftinni „Kjör félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg“. Þar var lýst áhyggjum af gangi samningaviðræðna milli Reykjavíkurborgar og fé- lagsráðgjafa sem þar starfa. Fjallað var um beiðni félagsráðgjafa frá októ- ber sl., um leiðréttingu tekna til jafns við aðrar stéttir innan þjónustu- miðstöðva borgarinnar, sem eiga að baki sambærilega langt nám. Bent var á að í nýfelldum samningum hefði sú leiðrétting ekki náðst fram, hvað þá veruleg kjarabót á samningstímanum. Jafnframt var nefnt að umræddir samningar bættu ekki kjör fé- lagsráðgjafa til jafns við hefðbundnar karlastéttir innan borgarkerfisins, þrátt fyrir að af umfjöllun síðustu vikna mætti ráða að jöfnun kjara karla og kvenna væri mikið baráttumál. Í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. sá Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar, ástæðu til að taka umræðuna upp, enda telur hún um rangfærslur að ræða hjá greinarhöf- undum. Athygli vekur að Hildur sér ekki ástæðu til að ræða þá staðreynd að krafa félagsráðgjafa um að kjör þeirra verði leiðrétt til jafns við aðrar fagstéttir innan þjónustumiðstöðv- anna, hefur á engan hátt verið virt við- lits. Hún kýs að einblína á kynjabund- inn tekjumun og segir að félagsráð- gjöfum hafi verið „boðinn samskonar kjarasamningur og verkfræðingar og tæknifræðingar hafa samþykkt“. Það vekur undrun okkar að Hild- ur vitni þarna til samn- inga sem höfðu ekki verið kynntir fé- lagsmönnum stétt- arfélags verkfræðinga þegar hún skrifaði greinina. Þeir samn- ingar höfðu því hvorki verið samþykktir af félagsmönnum, né voru þeir öðrum aðgengilegir til sam- anburðar. Auk þess kemur fram í grein Hildar að starfsmat hefði átt að bæta strax og að fullu þann kjaramun sem það kynni að leiða í ljós. Kynning á samningnum gaf félagsráðgjöfum ekki tilefni til að ætla að svo yrði, líkt og rakið verður hér. Forsvarsmönnum borgarinnar er vel kunnugt um þann launamun sem viðgengst innan þjón- ustumiðstöðva borgarinnar. Sú leið- rétting sem félagsráðgjafar hafa óskað eftir frá þeim tíma er þjónustu- miðstöðvarnar tóku til starfa, hefur á engan hátt verið virt viðlits. Félags- ráðgjafar telja sýnt að þeir séu ein lægst launaða háskólastéttin innan þjónustumiðstöðva Reykjavíkur- borgar. Þeir vilja njóta jafnréttis í launum á við aðrar fagstéttir sem þar starfa, enda er um að ræða kjaramun sem ekki getur talist réttlætanlegur, hvort heldur sem tekið er mið af mennt- un, ábyrgð í starfi, álagi eða öðrum þátt- um. Í flestum tilvikum er ekki endilega um að ræða grófan mun á grunnlaunum umræddra stétta, heldur þá staðreynd að sumum stéttum hefur verið boðið upp á einhvers konar fastlaunasamn- inga, sem fela í sér óunna yfirvinnu, les- daga o.þ.h. Á sama tíma hafa félags- ráðgjafar sem vinna hjá Reykja- víkurborg sjaldnast möguleika á að auka tekjur sínar, þar sem þeir sæta nær undantekningalausu yfirvinnu- banni. Mismunurinn á kjörum fé- lagsráðgjafa og þessara stétta skýrist af ofangreindum uppbótum og dæmin sýna að hann nemur allt að 100.000 kr. á mánuði. Í nýfelldum kjarasamningi var ekki að finna neina leiðréttingu á þess- um mismun, en slíkt hlýtur að teljast óviðunandi. Í grein Hildar kemur skýrt fram að félagsráðgjöfum hafi verið „gert tilboð sem í engu var lakara en fyrirliggjandi nýgerður kjarasamningur við verkfræð- inga“. Því er sérstaklega fróðlegt að bera saman þau kjör sem þessar stéttir hafa búið við undanfarið. Byrjunarlaun félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg í dag eru kr. 204.852. Samkvæmt nýfelld- um kjarasamningi hefðu byrjunarlaun félagsráðgjafa verið komin í kr. 269.435 í október 2008. Upplýsingar um kjör ólíkra stétta hafa því miður ekki verið aðgengilegar innan borgarkerfisins, því er hér á eftir stuðst við kjarakönn- un stéttarfélags verkfræðinga fyrir ár- ið 2005. Samkvæmt henni voru með- taltekjur 26–29 ára verkfræðinga hjá ríki og Reykjavíkurborg fyrir ári eða í febrúar 2005 kr. 259.000 eða 10.000 kr. lægri en grunnlaunin sem fé- lagráðgjöfum hefðu boðist 3½ ári síð- ar. Í sömu könnun kemur fram að í febrúar 2005 sé meðaltal heildarlauna verkfræðinga sem starfa við ráðgjöf hjá ríki og Reykjavíkurborg kr. 339.000, en að meðtöldum bílastyrkj- um, dagpeningum o.fl. nemi heildar- greiðslur þeirra kr. 420.000. Í dag eru meðaltekjur félagsráðgjafa sem starfa hjá Reykjavíkurborg kr. 234.979 kr. samkvæmt upplýsingum frá launa- nefnd Reykjavíkurborgar. Við drög- um mjög í efa að þeir samningar sem tæknifræðingum og verkfræðingum eru boðnir nú feli í sér kjaraskerðingu til móts við þær tekjur sem samnings- tilboð borgarinnar til félagsráðgjafa fól í sér. Félagsráðgjafar eru ekki að fara fram á hærri laun en aðrir, heldur eru þeir að biðja um jafnrétti til launa á við sambærilegar fagstéttir sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Hvað eru félagsráðgjafar að vilja upp á dekk? Margrét S. Jónsdóttir og Þor- björg Róbertsdóttir svara, fyrir hönd 16 félagsráðgjafa sem starfa í Þjónustumiðstöð Laug- ardals og Háaleitis, grein Hild- ar Jónsdóttur ’Félagsráðgjafar eruekki að fara fram á hærri laun en aðrir, heldur eru þeir að biðja um jafnrétti til launa á við sambæri- legar fagstéttir sem starfa hjá Reykjavíkurborg.‘ Margrét S. Jónsdóttir Höfundar eru félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg. Þorbjörg Róbertsdóttir Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Nýlegt, sérhæft vöruhús og vandað iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði við höfnina í Hafnarfirði. Húsið er vel hannað og í mjög góðu ástandi og öllu greinilega vel við haldið. Húsnæðið hefur frá upphafi hýst alla starfsemi SÍF, þ.e.a.s. skrifstofur, mót- töku á hráefni, vinnslu og dreifingu á fiskafurðum. Húsnæðið er búið öflugri kæli- geymslu með ca. 11 metra lofthæð, ásamt mjög góðum hleðslurekkum. Aðkoma að húsinu er mjög góð. Athafnar- svæði við húsið er allt malbik- að og með góðri aðkomu að hafnaraðstöðu við höfnina, sem hentar mjög vel við lestun og losun afurða. Lóðin er 11.667,9 fm og er grunnflötur hússins ca. 3.850 fm. Byggingaréttur er á lóðinni fyrir allt að 1.500 fm. Eignin er staðsett á einum besta stað við höfnina og getur nýtt sér hafnaraðstöðu sem liggur samhliða lóð ofangreindar eignar. Fjárfestingartækifæri! Óskað er eftir tilboðum í eignina. Allar nánari upplýsingar veita: Eiríkur Svanur Sigfusson 520-2600 / 862-3377 Magnús Gunnarsson 588-4477 / 822-8242 Kári Halldórsson, lögg. fast. www.as.is -Opið virka daga kl. 9-18 Fornubúðir, Hafnarfirði Til sölu öll eignin samtals 6.239 fm Mörkin 3, 2. hæð, Reykjavík. www.bustadur.is S. 545 4100 Jón Sigfús Sigurjónsson hdl., löggiltur fasteignasali Atvinnuhúsnæði - Húnaþing vestra Vorum að fá í einkasölu gott atvinnuhúsnæði við Eyrarland á Hvamms- tanga. Um er að ræða iðn- aðarhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum. Neðri hæðin er um 157 m2 og efri hæðin um 80 m2. Mikil lofthæð á hluta neðri hæðar. Hiti í gólf- um. Stórar innkeyrsludyr. fasteignasala Höfðabakka 9, Reykjavík - Sími 534 2000 Ísak V. Jóhannsson Sölustjóri Vorum að fá í einkasölu glæsilegt veitingarhús ásamt íbúðarhúsnæði og lóð fyrir hótel. Um er að ræða Kaffi Klett sem er notalegur veitingastaður í Reykholti, Biskupstungum sem er einungis 90 kílómetra frá Reykjavík og einungis 10 mínútna akstur frá Geysi. Notalegt og friðsælt umhverfi. Íbúðarhúsið er byggt 2003 og er glæsilega innréttað, stór verönd með heitum potti. Veitingarhúsið er byggt 2000 og er bjálkahús. Veitingarsalur fyrir ca 60 manns í sæti. Eldhús er vel tækjum búið. Byggingarlóð sem er 3.100 fm staðsett við hliðina á veitingarhúsinu fylgir með, tilvalið að byggja 20-50 herbergja hótel. Mjög góð aðstaða er fyrir hesta- fólk á staðnum og hestagerði er á lóðinni. Í Reykholti er sund- laug og tjaldstæði. Heitt vatn á lóðinni. Kaffi Klettur einbýlishús og lóð fyrir hótel Gsm 822 5588 - isak@storhus.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.