Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 49 UMRÆÐAN MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur unnið að styttingu framhalds- skólans í meira en áratug og mál- flutningurinn hefur alltaf verið á þá leið að fækka skólaárunum úr fjórum í þrjú. Ráðuneytið hefur látið vinna ýmsar skýrslur um efnið og 2004 kom „bláa skýrslan“ svokallaða en hún hafði þann þversagnakennda und- irtitil – aukin samfella í skólastarfi. Megin inn- tak skýrslunnar var stytting náms í fram- haldsskólum og minna námsefni og um leið að spara fé til framhalds- skólastigsins. KÍ, Félag framhalds- skólakennara (FF) og margir kennarar tóku einarða afstöðu gegn einhliða styttingu fram- haldsskólans og hafa í ræðu og riti fært marg- vísleg rök fyrir því að brýnt sé að efla nám og námsframboð á framhaldsskólastiginu og um leið endurskoða alla menntun frá leik- skóla til loka framhaldsskólans með það að leiðarljósi að þekking og færni nemenda við útskrift af framhalds- skólastiginu verði meiri og markviss- ari en nú er. Því miður hefur þessi málfluttn- ingur ekki hlotið hljómgrunn eða undirtektir í menntamálaráðuneytinu og oft hefur undirrituðum fundist all- ur okkar málflutningur tal út í tómið og í stað samráðs hefur ráðherra klif- að á innihaldslitlum klysjum um að við þyrftum að stytta vegna þess að svoleiðis sé það í útlöndum, okkar unglingar megi ekki vera eftirbátar Svía og Dana, eða annara Evr- ópuþjóða. Auðvelt er að vera sammála því að við eigum ekki að vera eftirbátar ann- ara hvað menntun varðar og við kennarar viljum taka skrefið lengra og vera framar öðrum um menntun og fræðslu ungra sem aldinna. En til að menntakerfið eflist þarf víðtækt samstarf allra sem að menntun og skipulagi náms koma og það þarf að tryggja fjármagn til þess að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Eftir þessu samstarfi hefur forusta kenn- ara og vel flestir kennarar sem um málið hafa fjallað verið að kalla í mörg ár en engar undirtektir fengið, þar til núna á miðjum þorra 2006. Skyndilega er ráðuneyti menntamála með ráðherrann í fararbroddi tilbúið til samstarfs á víðtækum grunni og menntamálaráðherra undirritar ásamt forustu kenn- arasamtakanna merki- legt plagg um 10 skref til sóknar. Þetta plagg er merki- legt fyrir þær sakir að þar er um flest tekið undir ályktanir sem samþykktar voru á að- alfundi FF í febrúar 2005 og eru birtar á vef- síðu félagsins sem skólastefna þess. Skóla- stefnan er víðtæk og metnaðarfull ályktun um skólamál, en þar segir m.a.: „Félögin (FF og FS innskot höf.) telja raunhæft að stefna að sveigj- anleika í námstíma á öllum þremur skólastigum neðan háskólastigs. Fé- lögin leggja til að opnaðar verði eða skýrðar leiðir fyrir börn til þess að hefja grunnskólanám á mismunandi aldri, fyrir unglinga til að ljúka skóla- skyldu á mislöngum tíma, t.d. 9-11 ár- um og framhaldsskóla á 3-5 árum.“ Fyrsti liður í samkomulagi menntamálaráðherra og KÍ er nánast samhljóða þessu, en þar segir: „Endurskoðun laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla hefst vorið 2006. Meginmarkmið endurskoð- unarinnar er aukin samfella milli skólastiganna, sveigjanleiki milli og innan skólstiga og að mæta breyti- legum þörfum ólíkra nemenda. Loka- markmiðið er betri menntun og betri námsárangur nemenda.“ Að mínu mati er ljóst að ráðherra hefur fallið frá fyrri hugmyndum um styttingu framhaldsskólans og vill vinna með kennurum og forustu þeirra að víðtækum breytingum inn- an skólakerfisins með það að leið- arljósi að nemendur ljúki námi frá leikskóla til útskriftar úr framhalds- skólanum á misjöfnum hraða og tekið verði tillit til ólíkra þarfa og getu nemenda upp í gegnum allt nám á þessum námsstigum, en gera megi ráð fyrir að meðal nemandi ljúki nám- inu á 13 árum. Af lestri samþykkta síðasta aðal- fundar FF er ljóst að félagið tekur ekki afstöðu til þess hversu mörg ár nemendur eigi að sitja á skólabekk, hitt er alveg skýrt að innihald náms og gæði skólastarfsins skiftir megin máli. Það er brýnt að nemendur geti skipulagt nám sitt snemma (ein- staklingsbundið nám) og sett sér markmið um skólagönguna sjálfir og stundað nám á þeim hraða sem hverj- um og einum hentar (þó innan skil- greindra marka). Við verðum að gera kröfur um að skólinn uppfylli allar þær skyldur sem honum ber sam- kvæmt lögum og námsskrám og geti þróast í takt við breytingar í innra og ytra umhverfi hans. Hafi á að skipa vel menntuðum kennurum sem nem- endur geta starfað með og treysta og stöðugleiki ríki í starfi og starfs- mannahaldi. Skólinn verður að veita öllum nemendum sínum góða þjón- ustu og geta leyst félagslegan og þroskalegan vanda hvers og eins eins og lög og reglugerðir kveða á um. Umræðan verður í þessu efni að snúast um innihald fremur en form, en umfram allt verður að ríkja traust milli þeirra sem að skólamálum vinna ef við eigum að bera gæfu til að taka heillavænleg spor í átt að bættu menntakerfi. Átök um menntastefnu Egill Guðmundsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Umræðan verður í þessuefni að snúast um innihald fremur en form, en um- fram allt verður að ríkja traust milli þeirra sem að skólamálum vinna...‘ Egill Guðmundsson Höfundur er framhaldsskólakennari. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í BIRKIHLÍÐ 34, 2. H. - RAÐH. Fallegt og vel staðsett endaraðhús á eft- irsóttum stað. Húsið er skráð 169,3 fm en að auki fylgir tvöfaldur 56 fm bílskúr. Búið er að útbúa stúdíóíbúð í hluta bíl- skúrsins sem er í útleigu. Húsið skiptist þannig að á neðri hæð er forstofa, for- stofuherbergi, gestasnyrting, hol, stofa, borðstofa, þvottahús og eldhús. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi og baðher- bergi. V. 54,9 m. 5641 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS MÁNUDAGINN 27.2. FRÁ KL. 17-18.30 OPIÐ HÚS Í TJARNARMÝRI 4 SELTJARNANESI Rúmgott og vel skipulagt 146 fm einbýli á tveimur hæðum á góðum stað á Sel- tjarnarnesinu, ásamt 36 fm bílskúr. Húsið stendur á um 400-500 fm eignarlóð. Á neðri hæð er anddyri, hol, tvær saml. stofur, sólstofa, eldhús og þvottah./bað- herbergi. Á efri hæð eru fjögur svefnherb. og baðherbergi, ásamt geymslu og geymslurisi. Fallegur og vel hirtur garður er fyrir framan húsið og afgirt leiksvæði fyrir aftan, timburverönd út af sólstofu til suðurs. Bílskúrinn er með rafm. og hita. Falleg upphituð hellulögn er í innkeyrslu og við inngang. V. 39,9 m. 5329 Eignin verður til sýnis og sölu í dag (sunnudag) á milli kl. 13-15. VÍGHÓLASTÍGUR Einbýlishús um 330 fm á 916 fm stórri lóð. Aðalhæðin er 174 fm auk 37 fm sól- skála. Í kjallara, sem er ca 45 fm, er stórt vinnuherbergi með sér inngangi og geymslu. Eigninni fylgir frístandandi 36 fm bílskúr og 40 fm bílskýli. Húsið er einstaklega vel staðsett - innst inn í lok- aðari götu með útivistarsvæði. 5145 OPIÐ HÚS Í LAUGATEIGI 37, KJALLARA Falleg og töluvert endurnýjuð 3ja herb. 102,5 fm rúmgóð kjallaraíbúð með sér- inng. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stóra stofu, barnaherbergi, hjónaherb., eldhús og baðherb. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í íbúð. V. 19,4 m. 5613 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-15. ÆGISÍÐA - GLÆSILEG STAÐSETNING Falleg og vel skipulögð 218 fm efri sér- hæð og ris ásamt 33,2 fm bílskúr. Húsið er mjög vel staðestt á Ægisíðunni. Glæsi- legt óhindrað sjávarútsýni er úr íbúðinni. Íbúðin skiptist þannig: anddyri, hol, eld- hús, þvottahús, snyrting, þrjár stofur og svefnherbergi. Efri hæð: baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Í kjallara er sam- eignarþvottahús og sérgeymsla. Bílskúr er sérstæður. V. 69,0 m. 5645 STARENGI - LAUS VIÐ KAUPSAMNING Gullfalleg þriggja herbergja 84 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli með sérinng. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, tvö herbergi, þvottahús og baðherbergi. Vestursvalir. Húsið er í U-laga, 2ja hæða fjölbýli, í miðju svæðisins er fallegt leik- og útivistarsvæði fyrir íbúana, hannað af landslagsarkitekt. V. 21,4 m. 5640 DALALAND 3ja herbergja góð og björt 80,9 fm íbúð auk geymslu (ekki í flatarmáli) á 3. hæð (efstu) með miklu útsýni. Íbúðin skiptist í hol, tvö herbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. Í kjallara/jarðhæð fylgir sérgeymsla svo og sameiginlegt þvottahús, hjóla- geymsla o.fl. 5649 SKAFTAHLÍÐ - VEL STAÐSETT Falleg 3ja herbergja 65 fm íbúð í kjallara á eftirsóttum stað. Eignin skiptist í for- stofu, gang, tvö herbergi, stofu, baðher- bergi og eldhús. Sameiginlegt þvottahús í kjallara og sérgeymsla. V. 15,9 m. 5647 FANNABORG - LAUS STRAX Stórglæsileg 2ja herbergja íbúð sem hef- ur öll verið endurnýjuð á glæsilegan hátt, m.a. gólfefni, baðherbergi og eldhús auk þess sem heitum potti hefur verið komið fyrir úti á svölum. Glæsilegt útsýni er til vesturs af svölum sem eru mjög stórar. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, stofu og svefnherbergi. Í kjallara er sér- geymsla og á efri hæð er sameiginlegt þvottahús. V. 14,5 m. 5639 Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. SÍÐUMÚLI 1 - TIL LEIGU Í mjög vel staðsettri húseign á horni Ármúla og Síðumúla er til leigu rúmgott húsnæði sem getur hentað bæði sem skrifstofuhúsnæði og/eða aðstaða fyrir ýmiskonar félagsstarfsemi. Rýmið, sem um ræðir, er á þriðju hæð, sem er rishæð hússins með góðri lofthæð. Hæðin skiptist í gott 40 fm fundarherbergi, sem rúmar allt að 16 manns á fundi og síðan mjög gott og bjart 107 fm rými sem áður var notað sem mötuneyti með bæði gaflgluggum og þakglugg- um. Gæti nýst fyrir stærri fundi og þess háttar. Einnig er til leigu gott geymslurými í kjallara í sama húsi. Upplýsingar gefur Jón Gretar Jónsson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840 4049.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.