Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 43

Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 43 MENNING A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Sólhattur FRÁ Fyrir heilsuna N EW T O N T IL N EW Y O R K – H EI M F R Á B O ST O N NÝTT – OPIN FERÐ Nú er hægt að bóka NETSMELL til eins áfangastaðar og heim frá öðrum. Þetta gildir um alla áfangastaði Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. OPNA FERÐ verður að bóka á milli áfangastaða í sömu heimsálfu. ALLT AÐ 140 FLUG Á VIKU TIL 22 ÁFANGASTAÐA. ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S I C E 3 1 4 6 5 0 2 /2 0 0 6 Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í þessari einstöku borg á frábærum kjörum. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Fjölbreytt gisting í boði í hjarta Barcelona. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona í vor „dos por uno“ frá kr. 19.990 2 fyrir 1 - „¡Por favor!“ Munið Mastercard- ferðaávísunina Frá kr. 39.990 Helgarferð M.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel NH Condor með morgunverði, 23. mars. Netverð á mann. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Út 26. mars, 3. eða 23. apríl og heim 30. mars, 7. eða 27. apríl.Netverð á mann. TROMPETERÍA er tríó skipað trompetleikurunum Ásgeiri H. Stein- grímssyni og Eiríki Erni Pálssyni og Herði Áskelssyni orgelleikara. Í dag kl. 17 heldur Trompetería tónleika í Hallgrímskirkju, en tónleikarnir eru framlag kirkjunnar til Vetrarhátíðar. Trompetería er þekkt að Hátíðar- hljómum við áramót, árlegum tón- leikum sínum í Hallgrímskirkju á gamlársdag, en þremenningarnir hafa leikið saman í þrettán ár. Í október á liðnu ári lék Trompet- ería í Fílharmóníunni í Pétursborg í Rússlandi, og á tónleikunum á morg- un flytja þeir sömu efnisskrá og Rússar fengu að heyra. Þar eystra léku þeir fyrir fullu húsi áheyrenda við frábærar undirtektir. „Það var stórkostleg upplifun,“ sagði Hörður um tónleikana þar. „Það vildi svo skemmtilega til að nýtt orgel Fíl- harmóníunnar þar er smíðað af Klais, þeim sama og smíðaði orgelið í Hall- grímskirkju.“ Á efnisskránni er nýtt verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson, Da Pacem Domine, ásamt sígildum perlum, Tokkötu í D-dúr eftir Alessandro Scarlatti, Konsert í C-dúr eftir Ant- onio Vivaldi og þáttum úr Orgelsin- fóníu nr. 5 op. 42 eftir Charles Marie Widor, glæsiverki eftir franska tón- skáldið Pierre Max Dubois, Suite breve í C-dúr, og verki eftir Malcolm Holloway, Pastorale. Samleikur hinna konunglegu trompeta og drottningar hljóðfær- anna, pípuorgelsins, á sér langa sögu. Á endurreisnartímanum eða jafnvel fyrr léku trompetleikarar við kirkju- legar athafnir, lúðraköll undir inn- göngu presta, undirspil við sálma- söng og millispil með orgelinu. Samhljómur þessara hljóðfæra kall- ar fram hughrif hátíðleika, sem á sér- staklega vel við um áramót og á hátíðum á borð við Vetrarhátíð. Flest tónskáldin á efnisskránni eiga það sameiginlegt að hafa hluta ævi sinnar verið í þjónustu fursta, bæði kirkjulegra og veraldlegra. „Þjónustusamningar“ tónskálda sem áður tíðkuðust eru nú aflagðir og í staðinn þjóna tónskáld samtímans meðal annars sem kennarar, líkt og þau hafa gert samtímatónskáldin sem eiga verk á þessum tónleikum, Jón Hlöðver Áskelsson, Malcolm Holloway og Pierre Max Dubois. Aðgangseyrir er 1.500 kr., ókeypis fyrir börn 17 ára og yngri. Vetrarhátíð | Konunglegir trompetar með pípuorgeli Hátíðarmúsík fyrir fursta Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir H. Steingrímsson, Eiríkur Örn Pálsson og Hörður Áskelsson; þeir leika á konunglega trompeta með drottningu hlóðfæranna, pípuorgelinu. FIMMTUDAGINN 16. febrúar síð- astliðinn var opnuð yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur í sameiginlegum sal norrænu sendi- ráðanna í Berlín. Sýning þessi var fyrst sett upp haustið 2004 í Norðurlandahúsinu í New York, þar sem Lousia bjó mestanpart ævi sinnar. Yfir 200 gestir voru mættir á opnunina og hélt Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Berlín, tölu af tilefninu. Svo gerði líka Hans Jörg Clement, forstöðumaður Konrad Adenauer stofnunarinnar, auk þess sem dóttir Louisu, Temma Bell, steig í pontu og minntist móður sinnar. Þá söng Bjarni Þór Kristinsson, bassi, nokkur íslensk lög af tilefn- inu en hann er búsettur í Berlín. Einnig var boðið upp á þjóðlegar veitingar, flatkökur með hangikjöti m.a. og var það Árni Siemsen, veit- ingastjóri á veitingastaðnum Sachs, sem hafði yfirumsjón með því. Sýningarstjóri er Jón Proppé en eftir að sýningu lýkur, hinn 29. mars, flyst sýningin í Norður- atlantshafshúsið í Kaupmannahöfn – Bryggjuna. Eftir það liggur leiðin svo norður til Listasafnsins á Akur- eyri. Verk Louisu Matthíasdóttur sýnd í Berlín Fjölmenni var við opnun sýningar á verkum Louisu Matthíasdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.