Morgunblaðið - 26.02.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 26.02.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 41 fram líða stundir. Morgunblaðið greindi frá því í byrjun þessa mánaðar að sú hækkun væri ekki gengin til baka og vaxtaálagið hækkaði enn nú í vikunni eftir að Fitch gaf út skýrslu sína, þar sem horfunum á lánshæfismati ríkissjóðs var breytt úr stöðugum í neikvæðar. Bankarnir drógu allir þá ályktun af því, sem gerðist í nóvember, að þeir yrðu að efla upplýs- ingagjöf sína til fjárfesta. Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri Kaupþings banka, sagði t.d. hér í blaðinu að umfjöllunin bæri þess merki að Kaup- þing banki hefði vaxið mjög hratt og þar með vakið athygli. Því yrði að veita fjárfestum meiri upplýsingar. „Það er ljóst að við þurfum að gera enn betur. Við þurfum að upplýsa markaðinn með öflugri starfsemi,“ sagði Hreiðar Már í Morgunblaðinu 25. nóvember í fyrra. Sama dag sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í blaðinu: „Allar þær tölur sem við sjáum benda til þess að bankinn sé með góðan grunn. Á hinn bóginn vek- ur það náttúrulega athygli annars staðar að bankarnir hafa verið að styrkjast og stækka undrahratt og þá má vel vera að það veki spurn- ingar. Þá er þýðingarmikið að íslensku bank- arnir hafi á reiðum höndum trúverðugar skýr- ingar á stöðu sinni því í þessum heimi skiptir raunsönn ímynd öllu máli.“ Talsmenn bankanna kvörtuðu í nóvember – og kvarta aftur nú – yfir því að hjá erlendum fjár- festum, fjármálastofnunum og greiningaraðilum sé ákveðin vanþekking á íslenzku efnahagslífi, ís- lenzku útrásinni og íslenzku bönkunum. En hverjum stendur það nær en einmitt bönkunum og öðrum útrásarfyrirtækjum að bæta úr því? Gagnrýni á ónógar upplýsingar Í nóvember sögðu bankamenn jafnframt að það væri ekki mik- ið mark takandi á því, sem greiningardeildir segðu. Það, sem al- þjóðlegu matsfyrirtækin segðu, skipti öllu máli, enda hefðu þau miklu betri aðgang að upplýs- ingum. Út úr skýrslu Fitch-matsfyrirtækisins frá því fyrr í vikunni má hins vegar lesa ákveðna gagnrýni á skort á upplýsingum um erlendar skuldir bankanna. Þannig ber fyrirtækið ís- lenzka hagkerfið saman við það ástralska og nýsjálenzka og segir að síðarnefndu hagkerfin tvö sýni svipuð, en ekki eins öfgakennd einkenni ójafnvægis. Hins vegar sé miklu betri upplýs- ingar að hafa um uppbyggingu og áhættuvarnir (e. hedging) erlendra lána í þessum ríkjum en á Íslandi. Fitch segist hafa áhyggjur af þeirri áhættu, sem felist í lánum í erlendri mynt til inn- lendra aðila, færi svo að gengi krónunnar færi á flakk. Fyrirtækið segir að svo allrar sanngirni sé gætt, séu sumir bankarnir byrjaðir að veita betri upplýsingar um þennan þátt í útlánastarfsemi sinni. Hins vegar hafi íslenzk stjórnvöld ekki, eins og stjórnvöld í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, gefið nákvæma heildarmynd af áhættuvörnum lántakenda í einkageiranum. Þessi ríki hafi búið miklu lengur við fljótandi gengi en Ísland og lán- takendur í einkageiranum hafi miklu lengri reynslu af því að fást við gengissveiflur. Fitch segist bíða með eftirvæntingu eftir skýrslu Seðlabankans um fjármálalegan stöðugleika í maí til að varpa frekara ljósi á þá þætti, sem fyr- irtækið segist hafa áhyggjur af. Í þessu efni virðist það standa jafnt upp á bankana sjálfa og Seðlabankann að veita ýtar- legri upplýsingar. Hlutur ríkisins Menn hljóta líka að spyrja hvort ríkis- stjórnin þurfi ekki að veita meiri upplýsingar og leggja ríkari áherzlu á tengsl við erlenda greiningaraðila, fjárfesta og fjölmiðla en nú er. Það er til dæmis alveg ljóst að nánast allir, sem skoða íslenzka hagkerfið nú um stundir, eru þeirrar skoðunar að aðhaldið í rík- isfjármálum sé of lítið og of mikið lagt á pen- ingastefnu Seðlabankans að vinna gegn þensl- unni í hagkerfinu. Ríkisstjórnin er ljóslega ósammála þessu mati. En þarf hún þá ekki að sannfæra þá erlendu aðila, sem um ræðir, um að aðhaldið í ríkisfjármálunum sé nægilegt? Í Vef- riti fjármálaráðuneytisins, sem út kom í vikunni, er röksemdum Fitch svarað og færð rök fyrir því að ríkisstjórnin hafi aukið aðhaldið í fjármálum sínum og að horfurnar séu mun betri en matsfyr- irtækið gefur í skyn. Vefritið kemur nú út á ensku á vef ráðuneytisins, sem auðveldar erlend- um aðilum að kynna sér sjónarmið ríkisstjórn- arinnar. En dugar það til? Fréttir upp úr Fitch- skýrslunni eru í ótal erlendum fjölmiðlum. Þar finnst hins vegar engin frétt upp úr Vefriti fjár- málaráðuneytisins. Þarf ríkisstjórnin ekki að leggja stóraukna áherzlu á tengsl við fjölmiðla og fjárfesta í helztu viðskiptalöndum okkar og vinna gegn neikvæðu umtali? Það má færa sterk rök fyrir því að íslenzk fyr- irtæki, ekki sízt þau sem standa í útrásinni, þurfi að leggja miklu meira á sig við upplýsingamiðlun og almannatengsl erlendis en þau hafa gert til þessa. Þetta á ekki sízt við um bankana. Að sjálf- sögðu er ekki nóg að draga upp fallega mynd fyr- ir fjölmiðla og fjárfesta; það þarf að vera inn- stæða fyrir henni. Raunar má ætla að það aðhald, sem fylgir umfjöllun fjölmiðla, greining- ardeilda og matsfyrirtækja, stuðli að því að fyr- irtækin taki síður áhættu en ella og fari varlegar í lántökum og fjárfestingum. Íslenzka ríkið hlýtur sömuleiðis að vilja gæta orðspors síns í hinum alþjóðlega fjármálaheimi og leggja meiri áherzlu á starfsemi af þessu tagi. Stjórnvöldum hér hefur aldrei tekizt sérlega vel upp í almannatengslum á erlendum vettvangi. Hvalveiðimálið er skýrt dæmi um það; erlend umhverfisverndarsamtök hafa stýrt umræðunni um hvalveiðar Íslendinga í erlendum fjölmiðlum, án þess að íslenzkum sjónarmiðum hafi verið komið á framfæri sem skyldi. Það væri óheppi- legt ef umræður um íslenzkt efnahagslíf og ís- lenzku útrásina stýrðust annars vegar af óná- kvæmum eða ónógum upplýsingum og hins vegar af orðrómi og áhyggjum, sem ef til vill eiga sér ekki nægilega stoð í raunveruleikanum. Það er sameiginlegt hagsmunamál atvinnulífs- ins og ríkisvaldsins að stuðla að því að veittar séu sem beztar upplýsingar um efnahagsumhverfið hér á landi, ekki sízt nú þegar svo mikil athygli beinist að því í helztu viðskiptalöndum okkar. Samstarf ríkisvaldsins og fyrirtækja og samtaka þeirra liggur því beint við. Hægt er að sækja margvíslegar fyrirmyndir til nágrannaríkja okk- ar, t.d. Noregs og Finnlands, þar sem gott sam- starf er milli upplýsingadeilda utanríkisráðu- neyta landanna, stjórnsýslu, fyrirtækja og fjárfestingarskrifstofa. Þessi ríki, eins og svo mörg önnur, átta sig á að orðspor þeirra á alþjóðlegum vettvangi er ein- hver verðmætasta eignin, sem þau hafa yfir að ráða og ýmsu er til kostandi að styrkja það og vernda. „Landkynning“ felst ekki lengur bara í því að kynna íslenzka náttúru og menningu; hún þarf ekki síður að byggjast á ríkulegri upplýs- ingagjöf um íslenzka „efnahagsundrið“, bak- grunn þess og undirstöður. Morgunblaðið/RAX Í Bláa Lóninu. Það er líka al- gjörlega nýtt fyrir okkur hversu mik- inn áhuga erlendir fjölmiðlar sýna sveiflum á fjár- málamarkaðnum hér á landi. Áður fyrr hafa slíkir at- burðir hér ekki skipt heimspressuna nokkru einasta máli. Það var vissulega sláandi að sjá í hinu virta, alþjóðlega við- skiptablaði Fin- ancial Times á fimmtudag fyr- irsögnina „Hrun Ís- lands hefur áhrif á heimsvísu.“ Laugardagur 25. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.