Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 37

Morgunblaðið - 26.02.2006, Side 37
umst alveg við því, því þetta er svo ótrúlega eldfimt mál,“ segir Magn- ea. „Það var svolítið stress að fara þarna út því þetta þurfti allt að vera svo rétt til að komast með þetta í gegn, öll tiltekin leyfi, sem við vor- um auðvitað með en það var stress að vera með 30 sálir hvala í kössum ef einhverjir Greenpeace-menn hefðu verið búnir að frétta af þessu,“ segir Magnea. Aðsóknin í básinn þeirra á sýning- unni var mjög góð og er hópurinn mjög ánægður með árangurinn. „Það var tekinn alveg hellingur af viðtöl- um við okkur og mikið af fólki sem kom á básinn okkar og þeir sem héldu utan um sýninguna komu til okkar og sögðu að þetta væri langbest heppnaða sýningin sem þeir hefðu haldið,“ segir Stefán. „Gaman var að fylgjast með við- brögðum fólks þeg- ar þeim var sagt að hlutirnir væru úr hvalabeinum. Það vakti mikla forvitni hjá flestum en sum- ir fylltust hryllingi,“ bætir Magnea við. Sýningin fékk því talsverða umfjöllun og má finna umfjallanir á heimasíðu Designers Block og einnig á www.designboom.com. Gott samstarf Hópurinn er mjög samheldinn og hefur verið það alveg frá fyrsta árinu í skólanum. „Við erum öll mjög ólík og græðum á að vinna saman,“ segja þau. „Sumir eru tæknilegir meðan aðrir hafa meira „esthetic“ sjónarhorn og við erum mjög gagn- rýnin á hvert annað og óhrædd að rífa hvert annað niður og byggja hvert annað upp. Allir geta leitað til allra og eftir útskrift eru einhverjir að hugsa um áframhaldandi sam- starf.“ Talandi um áformin eftir útskrift segjast þau eitthvað þurfa að huga að því að borga skuldir námsmanns- ins og fara útá vinnumarkaðinn en eru þó bjarstýn á það umhverfi sem bíður nýútskrifaðra hönnuða. „Við gætum ekki verið að koma út á betri tíma því meðan við höfum verið í skólanum vissi enginn hvað þrívíð hönnun er, en nú er fólk að átta sig á hvað hönnun þýðir og hvað hún er mikilvæg og hönnuðir eru að verða viðurkenndari. Auðvitað verða alltaf einhverjir byrjunarörðugleikar en þetta er samt allt frekar jákvætt og undir manni sjálfum komið líka hvað maður gerir,“ segja þau Magnea og Stefán að lokum. Hópurinn verður með sýningu á verkefninu næstu helgi í sýningarsal Listaháskólans í Laugarnesinu. Opnunin verður á föstudaginn klukkan 5 en á undan verða þau með opinn fyrirlestur um ferðina sem hefst klukkan 4 og eru allir vel- komnir. Sýningin verður einnig op- inn milli 1 og 5 laugardag og sunnu- dag. Hátalarar sem unnir eru úr innra eyra hvalsins og úr þeim mátti „heyra“ það sem hvalurinn „sá“. Hvalbeinið er skorið í þynnur og raðað saman einsog skermi yfir ljós. Beinmassinn myndar fallegt mynstur. Höfundur er vöruhönnuður. TENGLAR .............................................. www.groupg.lhi.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 37 VERK AÐ VINNA MESTA NÁMSFRAMBOÐ LANDSINSHUGSAÐU ÞIG UM ATHYGLISVERÐUR STAÐUR SÖKKTU ÞÉR Í HÁSKÓLANÁMIÐ TAKTU UPPLÝSTA ÁKVÖRÐUN VÍKKAÐU SJÓNDEILDARHRINGINN OPIÐ HÚS LEIÐIN LIGGUR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS GRUNN- OG FRAMHALDSNÁM www.hi.is NÁMSKYNNING Í DAG 26. febrúar, kl. 11-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.