Morgunblaðið - 26.02.2006, Síða 28

Morgunblaðið - 26.02.2006, Síða 28
Sérðu þessar þarna, þær erumagnaðar!“ sögðu félagarmínir og bentu út um bíl-rúðuna. „Já, geðveiktflottar,“ heyrðist í strák- unum í aftursætinu. „Alveg rosaleg- ar. Líttu á þær, maður!“ Ég mændi út um framrúðuna á stóran hóp af kúm. Þær voru að minnsta kosti nokkrir tugir, kannski eitt hundrað. Umræðuefnið var kýr – nei ekki kvenfólk. „Sko, þær sem eru með snúin horn eru flottastar,“ sögðu félagarnir og bentu á kú með risavax- in horn, fagurlega snúin. Strákarnir voru af Dinka-þjóðernishópnum. Í Suður-Súdan forma margir horn kúa sinna á ýmsa vegu. Kýrnar hafa margfalt stærri horn en þær ís- lensku. Við vorum stödd í jeppa á hol- óttum vegi í Suður-Súdan. Moldar- ryk þyrlaðist upp þegar hjörðin gekk hjá. „Maður myndi nú ganga í augun á stelpunum með þessum,“ sagði einn strákanna hugsi. „Já, ef maður ætti kýr með svona horn – ú la la!“ sagði annar og skellti upp úr. Ég fór sömuleiðis að hlæja. Ef ég ætti kýr heima á Íslandi og legði metnað minn í að snúa upp á hornin á þeim, yrði ég líklega lögð inn á stofnun. Birtist ég með flatskjá í Suður-Súdan og segði að ég hefði þurft að kaupa mér enn fínna sjón- varp en ég þegar ætti, því það pirr- aði mig svo gasalega þegar skjárinn væri kúptur en ekki flatur, hefðu strákarnir aftur lagt mig inn á ein- hverja súdanska stofnun. Þetta eru för eftir sprengjubrot Um kvöldið sagði einn kunningja minna að hann hafi misst tvo bræð- ur sína í borgarastyrjöldinni sem lauk í fyrra. Sjálfur tók hann upp vopn og barðist með uppreisnar- mönnunum. „Nú varst þú einn af þeim?“ spurði ég hissa. Þá hafði ég ekki enn áttað mig á að annar hver maður á svæðinu virtist hafa verið í upp- reisnarhernum SPLA. „Hvað held- urðu að þetta sé?“ spurði vinurinn einungis glottandi og benti á hand- legginn á sér. „Þetta eru för eftir sprengjubrot. Systir, ég særðist margoft.“ Í nálægu húsi drakk ég te og ræddi við karlmann á milli þrítugs og fertugs. „Hvort ég meiddist í stríðinu? Jú, ég varð til dæmis fyrir sprengju sem hent var úr lofti,“ sagði hann og sýndi mér hægri höndina. Hún var bækluð. „Hvernig getum við gleymt því sem gerðist í stríðinu?“ spurði hann, strauk sér um höfuðið og bætti annars hugar við: „Já, hvernig er hægt að gleyma einhverju svona? Hvernig geta kon- ur sem nauðgað var í stríðinu til dæmis mögulega gleymt?“ Ég kinkaði kolli og varð hugsað til Darfur. Þar var fólk enn drepið og konum nauðgað. Þótt Darfur væri í sama landi gat það allt eins verið í annarri heimsálfu, landið var svo stórt. Sjálft Darfur-hérað var á stærð við Frakkland. Er komið stríð? Um nóttina hrökk ég upp við mik- il læti. Ég svaf í steinsteyptum kofa með stráþaki og tveimur gluggum. Fyrir þeim voru strengd flugnanet. Ég skimaði út um gluggann í gegn- um moskítónetið sem ég lá undir, en sá ekki neitt í náttmyrkrinu. Að ut- an heyrðust hróp og köll, flaut og baul. Jörðin dunaði. Hvað í ósköp- unum er að gerast? Skyndilega heyrði ég rödd félaga míns. Hann kallaði nafnið mitt. Ég stökk svefndrukkin undan moskító- netinu og hljóp út úr kofanum. Átök hlutu að hafa brotist út aftur. Guð minn góður. Kannski var það svona sem fólkinu leið meðan hérna var barist. „Hvað er að gerast?“ öskraði ég og hljóp til félaga míns. „Æ, þú rétt misstir af því!“ sagði hann ein- ungis og var sársvekktur. Ég horfði forviða á hann. – Það var verið að fara með þús- undir nautgripa hérna framhjá. Það hefði verið svo gaman fyrir þig að sjá það! sagði hann. – Ha, en hvað með stríðið? stam- aði ég. – Stríðið?! spurði hann. – Já, er ekkert stríð? – Ha, nei, bara kýr. Hva, ertu svona syfjuð? – Já, auðvitað. Það er mið nótt. – Já, ég veit. En það hefði verið svo gaman fyrir þig að sjá þetta! Ég gekk að kofa mínum, þrátt fyrir að mér væri vinsamlega bent á að klukkan væri fimm og tími til kominn að fara á fætur. „Magnaðar kýr hérna maður, ú la la,“ sagði ég svefndrukkin og blikk- aði félagann. Síðan skreið ég aftur í rekkju mína. Ekkert stríð, bara kýr! Morgunblaðið/Sigríður Víðis Kýrnar í Suður-Súdan eru vel hyrndar. Stundum hafa horn eins og þessi verið tekin og snúið upp á þau til að fá á þau sér- stakt lag. „Ef maður ætti kýr með svona horn – ú la la!“ sögðu súdanskir félagar mínir þegar við sáum slíkar gersemar. Kýr eru í raun nokkurs konar gjaldmiðill á þessu svæði og afar mikils metnar. Svipmynd frá Súdan Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is 28 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Snorri Snorrason Fyrsta íslenska þotan, Gullfaxi, Boeing 727-þota Flugfélags Íslands, á flugi yfirÖræfajökli í 35 þúsund feta hæð. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að forstjóri Flug- félagsins, Örn Johnson, gekk frá pöntun á nýrri 727-þotu hjá Boeing-verksmiðjunum í Banda- ríkjunum. Það var mikill hátíðardagur 27. júní 1967 þeg- ar hin nýja þota Flugfélagsins lenti á Reykja- víkurflugvelli og var fjöldi fólks mættur. Flug- stjóri heim til Íslands var Jóhannes R. Snorrason. Við sérstaka athöfn þennan dag var þotunni gefið nafnið Gullfaxi. Tvær aðrar flugvélar félagsins höfðu áður borið Gullfaxa-nafnið, Skymaster-flugvélin TF- ISE frá 1948–1957 og svo Viscount-flugvélin TF-ISN frá 1957–1967. Þessi fyrsta þota Íslendinga þjónaði lands- mönnum til ársins 1984, en var þá seld til Bandaríkjanna, og hefur lengst af verið í eigu UPS sem er fragtflutningafyrirtæki. Gullfaxi kom til landsins tvisvar árið 2003 og nú um dag- inn lenti þotan á Keflavíkurflugvelli til að taka eldsneyti, kom frá Shannon á Írlandi og fór strax vestur um haf. Í ársbyrjun 2003 var Gullfaxi búinn að fljúga 47.122 klst. og lendingar voru orðnar 30.408. Og enn flýgur gamli Gullfaxi, bandaríski flug- stjórinn Jonathan Hill sem hér lenti nú um dag- inn sagðist búast við að Gullfaxi myndi fljúga til 2010 a.m.k. Önnur 727 þota bættist í flota Flugfélagsins vorið 1971, var hún keypt notuð frá Bandaríkj- unum (framleidd 1968) og var Anton G. Ax- elsson flugstjóri heim. Þessi þota hlaut nafnið Sólfaxi, en það happanafn hafði áður verið lengi á Skymaster-flugvél félagsins TF-IST, og þar á undan á Catalina-flugbátnum TF-ISJ. Sólfaxi var seldur úr landi 1989 til UPS-félagsins, en á miðju ári 2004 var þessi þota búin að fljúga 57.411 klst. og lendingar voru orðnar 29.491. Heimildir: Sigurbjörn Sigurðsson. Fyrsta þota Íslendinga Snorri fékk þetta jólakort frá ágætum vini sínum, Henning Á. Bjarna- syni, rjúpnaskyttu og þotuflugstjóra, fyrir um 30 árum. Breski listamaðurinn W. Hardy málaði myndina. Gamli Gullfaxi lendir á Keflavíkurflugvelli fyrr í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.