Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.02.2006, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Um 73 þúsund manns fór-ust í jarðskjálftunum íPakistan í haust, en meðumfangsmiklu og skil-virku hjálparstarfi hefur tekist að koma í veg fyrir að aðra bylgju dauðsfalla vegna slysa, sjúk- dóma og vosbúðar, að sögn Rafns Jónssonar, sem tók þátt í hjálpar- starfinu frá ársbyrjun 2006 fram í miðjan febrúar. Hann segir að hjálpin hafi borist fljótt og einnig spilað inn í að veturinn hafi verið mildari en menn eigi að venjast. Rafn stýrði þyrlurekstri Alþjóða Rauða krossins í hjálparstarfinu í Pakistan. Hann er flugstjóri hjá Ice- landair og hef áður farið á vegum Rauða krossins til Súdans í septem- ber árið 2004, en þá var hann yfir flugrekstrinum. „Við vorum með átta þyrlur í Ab- bottabad, sem er rétt suður af skjálftasvæðunum. Við mættum klukkan sjö á morgnana og fyrsta þyrlan var komin á loft klukkan hálf- átta. Hver vél flaug frá sex og upp í 30 ferðir á dag og fór það eftir því hvað- an og hvert þurfti að flytja matvælin. Þegar á leið gátum við einnig gert út frá Muzzafarabad og fjölgað þannig ferðum, en sú borg varð verst úti í skjálftunum. Það má segja að á hverj- um degi höfum við flutt allt upp í 220 tonn af byggingarvörum, matvælum eða fatnaði.“ Fjörutíu flugmenn og flugvirkjar voru í áhöfnum á þyrlunum og um 200 manns unnu að vöruöflun og hleðslu, en vörurnar voru aðallega keyptar frá Pakistan. Áhafnirnar á þyrlunum voru frá sjö löndum og því nokkuð um tungumálaörðugleika. „Þeir voru gríðarlegir!“ segir Rafn og hlær. „En það bjargaði okkur að við vorum með Rússa á okkar snærum sem gat talað við rússnesku áhafnirnar.“ Rafn vann á því svæði sem varð fyrir mestum áföllum vegna jarð- skjálftanna. Byggðirnar frá dalsbotn- um og alveg upp á fjallstoppa í 3.000 metra hæð urðu illa úti. „Ég kom til Pakistans tæpum þremur mánuðum eftir að skjálftarnir urðu og þá gat maður strax séð áhrif hjálparstarfs- ins,“ segir hann. „Í öllum fjöllum var búið að setja upp tjöld og bárujárns- byggingar. Það ánægjulega var að ár- angurinn var mjög sýnilegur. En eyðileggingin blasti alls staðar við. Og í þeirri vinnu sem ég var í gat ég ekki áttað mig á því tilfinningalega tjóni sem menn höfðu orðið fyrir. Aðstöðu minnar vegna gat ég aðeins áttað mig á eignatjóninu.“ – Kemst fólk í gegnum veturinn? „Já,“ svarar Rafn. „Gríðarlega mörg hjálparsamtök komu að hjálp- arstarfinu. Á sameiginlegum fundi sem flugrekstrardeild Matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir ásamt flugmönnum Rauða krossins og þeim sem komu að flugrekstri á þessu svæði í Pakistan kom fram að hjálparstarfið hefði haft þau áhrif að ekki hefði orðið önnur bylgja dauðs- falla. „Það fórust 73 þúsund manns í skjálftunum, en það dóu fáir í kjölfar þeirra vegna slysa, sjúkdóma og vos- búðar vegna þess að hjálparstarfið skilaði sér fljótt og veturinn var mild- ari en menn eiga að venjast.“ – Og þú hreifst af fólkinu. „Já, það var alveg einstaklega in- dælt, þægilegt, kurteist og þakklátt. Þegar maður var að labba úti á götu sveif á mann ókunnugt fólk og þakk- aði manni kærlega fyrir að taka þátt í hjálparstarfinu. Og fólkið situr ekki og bíður eftir hjálpinni, heldur hjálp- ar sér sjálft. Þetta er harðgert fólk sem býr þarna í fjöllunum og það læt- ur ekki bugast.“ – Var eitthvað í aðstæðum þess sem kom þér á óvart? „Það má segja að tvennt hafi komið mér á óvart,“ svarar Rafn. „Það bjuggu ótrúlega margir í steinsteypt- um húsum, sem var kannski ástæðan fyrir því hve margir fórust, því þau hrundu frekar en hin húsin. Og uppi í fjöllunum við frekar frumstæðar að- stæður var rafmagn í hverju húsi og í afskekktustu fjallaþorpum töluðu menn í farsíma, þó að þeir væru að öðru leyti ekki mjög nútímavæddir. Annars vil ég segja að mér fannst lifn- aðarhættirnir í fjallahéruðunum miklu nútímalegri en ég hafði gert ráð fyrir.“ Rafn segir að líklega muni því gríð- arlega mikla birgðaflugi sem haldið hafi verið úti í Pakistan ljúka að mestu um miðjan mars. „En þá tekur við stuðningur og uppbyggingarvinna næstu árin.“ Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á skjálftasvæðunum í Pakistan Komið var í veg fyrir aðra bylgju dauðsfalla Ljósmynd/Rafn Jónsson Í jarðskjálftunum í haust hrundi úr fjallshlíðunum við Muzzafarabad og stíflaðist áin í nokkra daga. Öllu var til tjaldað til að skapa skjól. Bárujárnið hefur það hlutverk að hlífa tjald- inu þegar snjórinn leggst yfir. Hjálparstarfið og mildur vetur björguðu miklu. Flogið yfir rústir í bænum Harama í Neelum-dal. Á öllu jarðskjálftasvæðinu fór- ust 73 þúsund manns en tekist hefur að koma í veg fyrir aðra bylgju dauðsfalla. Börn í pakistanska þorpinu Hariala sem stendur í hlíðum Himalaja-fjalla. Í Chamb í Jeelum-dal starfrækti Rauði krossinn tjaldspítala. Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi fyrir Rauða krossinn á jarðskjálfta- svæðunum í Kasmír í Pakistan. Ein af stærstu þyrlum í heimi, af gerðinni MI-26, hífir matvælabirgðir, en hún fór sex til átta ferðir á dag upp í fjöllin með vistir og búnað fyrir bágstadda. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.