Morgunblaðið - 26.02.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 26.02.2006, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ egar raunin er sú að ein af hverjum þremur konum í heiminum mun verða fyrir nauðgun eða heimilis- ofbeldi á ævinni er um að ræða þátt sem hefur mikil áhrif á líf allra kvenna,“ sagði leikskáldið og bar- áttukonan Eve Ensler í viðtali í Morgunblaðinu fyr- ir ári. „Jafnvel þótt kona hafi ekki enn orðið fyrir slíku ofbeldi veit hún að það gæti átt eftir að gerast, sem skilgreinir tilveru hennar, á meðvitaðan eða ómeðvitaðan hátt.“ Eve Ensler skrifaði leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu vorið 2001 og naut fádæma vinsælda. Kveikjan að verkinu var samtal Ensler við aðra konu um tíðahvörf og kvenlíkamann. „Talið barst að hennar eigin píku, sem hún gat varla nefnt á nafn, og ég ætlaði varla að trúa því hvernig hún talaði um hana. Þetta fékk mig til að ræða við fleiri konur um píkuna og áður en ég vissi af var ég komin á kaf í pælingar um vit- und kvenna um kynferði sitt og líkama,“ sagði Ensler. Hún tók í framhaldinu viðtöl við yfir 200 konur og úr urðu Píkusögur. Segja má að þar sé tekinn fyrir reynsluheimur kvenna, séð frá sjónarhóli píkunnar. Ef horft er þaðan, í hverju lendir píkan á lífsleiðinni? Verkið samanstendur af sögum kvenna sem flytjendur ljá rödd sína og óhætt er að segja að útkoman kalli til skiptis fram tár og bros. Píkusögur hafa verið settar upp um heim allan og hafa verið notaðar sem baráttutæki gegn kynbundnu ofbeldi. Kynferði kvenna og styrkur þeirra eru upphafin og konur eru hvattar til að virða og vernda líkama sinn og sjálfstæði. Sýningarnar eru not- aðar sem grunnur að umræðum um kynbundið ofbeldi og marg- víslegar uppákomur hafa verið skipulagðar í tengslum við þær. Í fyrra komu 2300 uppsetningar á Píkusögum fyrir augu áhorfenda um víða veröld. Hádegisfundur með þingkonum Árið 1998 voru V-dagssamtökin stofnuð í tengslum við Píkusög- ur. Þetta eru alþjóðleg samtök sem hafa að markmiði að binda endi á ofbeldi gegn konum. Íslenskum V-dagssamtökum var síðan komið á fót árið 2002. Þau hafa lagt sérstaka áherslu á að berjast gegn nauðgunum og hafa beint spjótum sínum að vinanauðgunum. Ólíkt því sem margir myndu ætla eru þrír af hverjum fjórum nauðgurum vinir og kunningjar þolenda. Samtökin hafa viljað beina kastljósinu að gerendum nauðgana og minna á að ábyrgðin er alltaf þeirra. Þau hafa meðal annars hlotið verðlaun fyrir aug- lýsingaherferðir sínar og hafa verið valin fyrirmynd annarra V- dagssamtaka í Evrópu. Þann 1. mars verður haldið upp á V-daginn í fimmta sinn hér á landi og það er þá sem þingkonur stíga á stokk og flytja Píkusögur. „Hugmyndin kviknaði á V-deginum í fyrra þegar Eve Ensler kom hingað til lands,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir hjá V-dags- samtökunum. „Af því tilefni ákváðum við að halda óformlegan há- degisfund með nokkrum þingkonum og ræða málin. Við buðum Jónínu Bjartmarz, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Guðrúnu Ögmunds- dóttur og Sólveigu Pétursdóttur. Þær veltu fyrir sér hvernig þær gætu tekið þátt í baráttunni gegn ofbeldi á konum og Ensler kom með þessa hugmynd. Hvað með að alþingiskonur Íslands flyttu Píkusögur? Þær tóku þrusuvel í þetta og strax var byrjað að út- færa hugmyndina,“ segir Þórey. Ensler hefur fengið nafntogaðar konur til að flytja textann vítt og breitt um veröldina og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þingkonur flytja verkið. Að allar þingkonur einnar þjóðar, sem yfirhöfuð verða staddar á landinu á sýningardaginn, taki þátt, er hins vegar einsdæmi. Flytjendur verða 18 talsins. Nauðganir og heimilisofbeldi eru vel falið ofbeldi Þórey bendir á að nauðganir og heimilisofbeldi séu vel falið of- beldi og yfirleitt þori fórnarlömbin lítið að tala um það. Fjöldi kæra segi því ekki til um fjölda atvika. Hins vegar megi benda á að þegar íslensku V-dagssamtökin voru stofnuð fyrir fjórum árum var 21 nauðgun tilkynnt eftir Verslunarmannahelgina, en ekki hafi enn verið tilkynnt um nauðgun eftir síðustu Verslunarmannahelgi. „Ég endurtek að það þarf ekki að þýða að engin nauðgun hafi átt sér stað, síður en svo. Þetta er engu að síður skref í rétta átt. Þegar við stofnuðum samtökin fannst okkur eins og samfélagið væri hreinlega búið að samþykkja að nauðganir væru sjálfsagður fylgifiskur Verslunarmannahelga. Auðvitað eru þær það ekki, ekki frekar en ofbeldi gegn konum almennt,“ segir Þórey og bætir við að þessum hugsunarhætti verði að berjast gegn. Og nú hafa þingkonur landsins sameinast í baráttunni og ákveð- ið að ljá konum í Píkusögum rödd sína. Sýningin verður þann 1. mars kl. 20.00 á stóra sviði Borgarleikhússins. Hægt er að nálgast miða í miðasölu leikhússins og miðaverð er 2000 kr. Ágóðinn renn- ur til forvarnarstarfs V-dagssamtakanna. Söfnunarféð verður meðal annars notað til að fjármagna nýja herferð gegn nauðg- unum, þar sem ungir karlmenn taka fyrir þær „mýtur“ sem eru í samfélaginu í tengslum við ofbeldi á konum. „Það hefur verið mikill kraftur í þingkonunum og þær hafa verið ótrúlega jákvæðar. Að fá þær til að kafa ofan í efnið og setja sig inn í sögurnar með þessum hætti er frábært,“ segir Þórey. „Þetta eru valdamiklar konur og ef einhver getur haft áhrif og látið eitthvað af sér leiða, þá eru það þær.“ Í tilefni af V-deginum næsta miðvikudag verður leikritið Píkusögur flutt í Borgarleikhúsinu. Flytj- endur eru engar aðrar en alþingiskonur Íslands. Sigríður Víðis Jónsdóttir heyrði af baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og ræddi við leikstjóra og þingkonur. Eða ættum við að segja leikkonur? Þingkonur segja sö Arnbjörg Sveinsdóttir, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, María Ellingsen, Guðrún Ögmundsdóttir og Jónína Bjartmarz í æ sigridurv@mbl.is „Það er heiður fyrir okkur að fá að leggja þessu málefni lið og hefur verið mjög ánægjulegt. Það er náttúrlega af- skaplega skemmtileg tilbreyting að fara úr daglegum störf- um á Alþingi og upp á svið í Borgarleikhúsinu,“ segir Arn- björg Sveinsdóttir. Eitt af atriðunum sem hún tekur þátt í fjallar um skapa- hár og rakstur. „Það er um þá kröfu sem virðist vera til staðar, gjarnan af hálfu karlmanna, að konur raki sig, og um það hvaða tilgang skapahárin hafa sem vörn fyrir kynfærin. Þau hafa hlutverki að gegna. Þessi umræða, eins og allt annað í verkinu, gengur út á að bera virðingu fyrir því sem leikritið snýst um, nefnilega pík- unni.“ Arnbjörg segir góðan anda í hópnum. „Það hefur myndast svolítil stelpustemn- ing, sem er virkilega gaman. Þetta er dálít- ið eins og á unglingsárunum, svona stelpu- hópur saman að tala, skríkja og hlæja yfir einhverjum atriðum. En auðvitað er verkið líka átakanlegt og erfiðir hlutir sem þarna er fjallað um,“ segir Arnbjörg. Spennandi að vera með „Það er þannig með öll mál að þau þurfa að komast upp á yfirborðið og vera rædd, til að hægt sé að taka á þeim með afgerandi hætti. Flutningurinn á Píkusögum og umfjöll- unin í kringum þær verður vonandi til að vekja umræðuna um kynbundið ofbeldi. V-dagssamtökin hafa unnið gott starf á því sviði. Það er athyglisvert að þetta unga fólk skuli standa að þessu með svona myndarlegum hætti,“ segir Arnbjörg. Hún bætir við að hún hafi séð Píkusögur á sínum tíma í Borgarleikhúsinu og segir hlæjandi að þá hafi verkið verið flutt af „alvöru leikkonum“. „Mér fannst leikritið magnað og þótti því mjög spennandi að fá að taka þátt í því. Síðan verður að koma í ljós hvernig flutningurinn verður hjá okkur! Ég reikna ekki með að þetta verði jafnbrilljant og hjá leikkonunum um árið, en við skulum sjá … María Ellingsen er náttúrlega snillingur í að laða það fram í fólki sem hægt er.“ Arnbjörg Sveinsdóttir Hárvöxtur og stelputal Síðan verð- ur að koma í ljós hvernig flutning- urinn verður hjá okkur … Píkusögur verða túlkaðar á táknmáli og heyrnarlausir geta því ver- ið meðal áhorfenda. Ein af þeim sem flytja verkið er einmitt heyrnarlaus og mun sjálf nota táknmál í flutningi sínum. Það er Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingkona hjá Frjálslynda flokknum. Eins og aðrir flytjendur ljær hún annarri konu rödd sína, eða ættum við að segja hendur? Textann mun hún nefnilega flytja á táknmáli og túlkur mun raddtúlka. „Í flutningi mínum er að finna upplestur á Píku-ótíðindunum sem fjalla um umskurð kvenna í heiminum. Þar er limur karlmanna notaður sem samlíking, það er ef limurinn fengi sömu meðferð og það sem píkan hjá milljónum kvenna hefur þurft að þola,“ segir hún. „Svo vona ég að áhorfendur haldi niðri í sér andanum þegar kemur að raðfullnægingarstununni í leikrit- inu!“ Hún bendir á að viðfangsefni Píkusagna sé vissulega viðkvæmt og orðið „píka“ sé til dæmis ekki dagsdaglega í orðaforða fólks. Að nauðga er ekki „kúl“ Sigurlín Margrét segir það hafa verið mikla upplifun að taka þátt í æfingum á Píkusögum. „Við höfum fengið að nálgast viðfangs- efnið á skemmtilegan hátt og áttum til dæmis afar fróðlega kvöld- stund með Jónu Ingibjörgu kynfræðingi. Að fá slíka stund var mér og sennilega öllum konunum ómetanlegt, því eftir á hugsaði mað- ur kannski á annan hátt um viðfangsefnið. Píkan er ekki bara hlut- ur heldur líka eitthvað persónulegt sem verður að hlúa að, varð- veita og sinna, á nákvæmlega sama hátt og manni þykir vænt um sjálfan sig,“ segir hún. „Mér finnst uppátækið vera snilld, það er að setja Píkusögur upp með þessum hætti, og er afar stolt yfir að fá að taka þátt í því. Boðskapurinn er þjóðþrifaverk – eins og slagorðið segir: Of- beldið burt – hverju nafni sem það nefnist. V-dagssamtökin hér- lendis hafa frá stofnun beitt sér í baráttunni gegn nauðgunum. Þau beina kastljósinu að gerendum nauðgana og minna á að ábyrgðin er alltaf þeirra og í hvaða kringumstæðum sem er. Það finnst mér borðleggjandi barátta og þetta verkefni mun skila sér í því að það að nauðga er ekki lengur „kúl“, verður aldrei og hefur aldrei verið.“ Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Ef limur fengi sömu meðferð og píka Píkan er ekki bara hlutur heldur líka eitthvað persónulegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.