Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 1

Morgunblaðið - 26.02.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 56. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Woody Allen í London Woody Allen í viðtali um nýjustu mynd sína, Match Point 26 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Með leiklistina í litningunum  Donatella réttir úr kútnum  Einfalt en margslungið  Toppfæði við höfnina  Krossgátan Atvinna | Störf á öllum sviðum þjóðlífsins  Einkalíf og atvinna í Danmörku 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Listaverkum stolið á meðan dansinn dunaði Ríó de Janeiro. AP. | Bí- ræfnir glæpamenn nýttu sér öngþveitið sem fylgdi upphafi kjötkveðjuhátíð- arinnar í Ríó de Ja- neiro í Brasilíu í fyrrakvöld og stálu málverkum eftir Pablo Picasso, Salva- dor Dalí, Henri Mat- isse og Claude Monet úr listaverkasafni í borginni. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað í Ríó vegna kjöt- kveðjuhátíðarinnar. Áherslan er þó eink- um lögð á að draga úr vasaþjófnaði, en er- lendir ferðamenn þykja auðveld bráð fyrir ræningja í borginni, og ofbeldi sem jafnan setur mark sitt á þessa frægu borg. Ræningjarnir munu hafa ráðist til at- lögu í Chacara do Ceu-safninu í Ríó í fyrrakvöld vopnaðir skammbyssum, einn þeirra mun jafnframt hafa haldið á hand- sprengju. Þvinguðu ræningjarnir örygg- isverði á safninu til að slökkva á öllum ör- yggismyndavélum og létu síðan greipar sópa í kjölfarið. Nældu ræningjarnir fjórir sér í allra verðmætustu verk safnsins; þ.e. verk eftir Picasso, Monet, Matisse og Dalí, sem fyrr segir, og jafnframt hirtu þeir alla fjármuni fimm ferðamanna, sem voru í safninu. Hurfu ræningjarnir síðan út í mannþröngina á götum Ríó og hefur ekki spurst til þeirra síðan. Frá setningu kjöt- kveðjuhátíðarinnar. TERZEEN er sex ára gömul pakistönsk stúlka sem nú býr í Mustafai-tjaldbúðunum í útjaðri borgarinnar Muzaffarabad í pakist- anska hluta Kasmír. Heimili Terzeen eyði- lagðist í jarðskjálftanum sem skók pakist- anska hluta Kasmír í haust en um 73.000 manns týndu lífi í náttúruhamförunum. Kalt er í veðri á þessum slóðum um þessar mundir en Terzeen gaf sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Reuters er hann var á ferð í búðunum í gær. Um tvær milljónir manna hafa þurft að búa í tjaldbúðum eða öðrum tímabundnum vist- arverum vegna eyðileggingarinnar sem varð í skjálftanum. Íslendingurinn Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á vegum Rauða krossins á skjálftasvæðunum í Pakistan fyrr á þessu ári og hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eyðileggingin blasi alls staðar við. Ánægjulegt hafi hins vegar verið að sjá að ár- angurinn af hjálparstarfi alþjóðastofnana í landinu var sýnilegur. „Þetta er harðgert fólk sem býr þarna í fjöllunum og það lætur ekki bugast,“ segir Rafn. | 22 Reuters Kalt á skjálftasvæðunum í Kasmír ALÞINGISKONUR Íslands æfa nú leikritið Píkusögur eftir Eve Ensler. Verkið verður sýnt á V- daginn, miðvikudaginn 1. mars. Framtakið verður að teljast óvenjulegt, enda taka þátt allar þingkonur þjóðarinnar sem verða á landinu sýningarkvöldið, auk einnar varaþingkonu. Píkusögur hafa verið notaðar um heim allan í baráttu gegn kyn- bundnu ofbeldi. Alþjóðlegu V- dagssamtökin voru stofnuð í kringum verkið en markmiðið er að binda enda á ofbeldi gegn kon- um um víða veröld. „[Þingkonurnar] eru náttúrlega allar ákaflega uppteknar en eru mjög skipulagðar, mæta stundvís- lega og hafa hellt sér af krafti út í þetta,“ segir leikstjórinn María Ellingsen. Æfingaaðstaðan er á Hótel Radisson SAS 1919, rétt hjá Al- þingi, þannig að þingkonurnar geta skotist þaðan þegar þær hafa tíma. „Sjálf bý ég á Vesturgötunni þannig að ég hleyp þá til móts við þær,“ segir María. Auk Maríu er í Morgunblaðinu í dag rætt við fulltrúa íslensku V- dagssamtakanna og nokkrar þing- konur. Þær eru sammála um að góður andi sé í hópnum og svolítil vin- konu- og stelpustemning, eins og þær lýsa því. „Það er náttúrlega afskaplega skemmtileg tilbreyting að fara úr daglegum störfum á Alþingi og upp á svið í Borgarleikhús- inu,“ segir Arnbjörg Sveins- dóttir. Kolbrún Halldórsdóttir bendir á að það sé frábært að þingkonurnar fái tækifæri til að horfa hver á aðra sem þær manneskjur sem þær séu, en ekki endilega í gegnum pólitísku gleraugun sem þær noti dags- daglega. Sigurlín Margrét Sig- urðardóttir segir konurnar hafa fengið að nálgast viðfangsefnið á skemmtilegan hátt og að mati Jónínu Bjartmarz hafa þingkon- ur haft gott af því að setjast nið- ur sem hópur og ræða ofbeldi gegn konum. „Ég held að það að konur á þingi standi saman á þennan hátt og séu allar orðnar málsvarar og talsmenn gegn kynbundnu of- beldi geti skilað sér mjög langt,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir. Alþingiskonur gegn kynbundnu ofbeldi Morgunblaðið/ÞÖK Arnbjörg Sveinsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðrún Ögmunds- dóttir, María Ellingsen, Sigurlín Margrét Sigurðardóttir og Jónína Bjartmarz eru í þeim hópi sem nú æfir leikritið Píkusögur. Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is  Þingkonur | 10 Kampala. AP. | Yoweri Museveni verður áfram forseti Úganda en forsetakosningar fóru fram í landinu sl. fimmtudag. Bráða- birgðaniðurstöður talningar, sem birtar voru í gærmorgun, sýndu að Museveni hafði unnið öruggan sigur á keppinaut sínum, stjórnar- andstæðingnum Kizza Besigye. Birta átti endanleg úrslit seint í gær en skv. upplýs- ingum kjörstjórnar hafði Museveni 60,8% atkvæða þegar búið var að telja 91%. Besigye hafði hins vegar 36% fylgi. Museveni hefur verið forseti í Úganda í tuttugu ár. Lög kváðu á um að hann gæti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil á valda- stóli en Museveni lét breyta þeim lögum í fyrra, svo hann gæti setið lengur, og hlaut fyrir það gagnrýni, m.a. frá erlendum al- þjóðastofnunum og styrktaraðilum. Stuðningsmenn Besigye sögðu kosning- arnar nú hafa einkennst af kosningasvindli. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambands- ins tóku ekki svo djúpt í árinni en sögðu ljóst að forsetinn hefði beitt aðstöðu sinni til að tryggja að Besigye sæti ekki við sama borð í kosningabaráttunni. Besigye var seint á síðasta ári ákærður fyrir nauðgun og landráð. Stjórnarandstaðan fullyrðir hins vegar að ákærurnar hafi verið af pólitískum rótum runnar og til þess fallnar að skaða hann í aðdraganda forsetakosninganna. Yoweri Museveni Museveni áfram forseti Úganda ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.