24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir VANTAR YKKUR GRILL HEIMA EÐA Í SUMARBÚSTAÐINN ERUM MEÐ HÁGÆÐA RYÐFRÍ GASGRILL Grillið er úr ryðfríu stáli (304) með þremur pottbrennurum og einum bakbrennara (stærð 161 x 68 x 126 cm). Grillið er með rafknúnum grillteini, elektrónískum kveikjubúnaði og yfirbreiðslu. Upplýsingar í síma 517 2220 ÓTR ÚLE GT VER Ð kr. 69. 000 Bakverk - heildsala ehf, Tunguháls 10, 110 Reykjavík „[...]Fjölmiðlar hafa slegið upp að Lisa Marie Presley, dóttir kon- ungs rokksins, Elvis Presley, sé farin að líkjast kallinum ansi mikið eins og hann var skömmu fyrir andlátið. Þeir láta að því liggja að mataræði dótturinnar sé farið að hneigjast í sömu átt og föður hennar undir lokin.“ Jens Guð jensgud.blog.is „Ég sá Richard Maxwell í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Mínímal- ískur spagettívestri sem hreyfði við manni. Sjálfur vinn ég nú myrkranna á milli við ein- staklingsverkefnið mitt í Listahá- skólanum. Skrifaði leikrit sem ég kalla Götuljós og leikstýri sjálf- ur.“ Símon Birgisson blogg.visir.is/simonbirgis „Þegar ég bjó meðal enskra versl- aði ég oft í Iceland. Þar keypti ég helst frosna vöru og svo dósamat. […] Einn „rétt úr dós“ tók ég ást- fóstri við umfram aðra. Þetta var eldsterkur indverskur kjúklinga- réttur, hot curry-dæmi sem ég man því miður ekki lengur hvað heitir.“ Guðmundur Brynjólfsson blogg.visir.is/gb BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Gunnar Nelson stefnir á að fara til Havaí í mars og æfa þar með UFC [Ultimate Fighting Cham- pionship]-heimsmeistaranum B.J. Penn,“ segir í fréttabréfinu Bar- dagaíþróttafréttum. Gunnar er eini íslenski atvinnu- maðurinn í MMA, sem eru bland- aðar bardagalistir. B.J. Penn er nú- verandi heimsmeistari í léttvigt og er sá eini sem hefur unnið heims- meistaratitil í tveimur þyngd- arflokkum. Hann er kallaður Undrið og var fyrsti Bandaríkja- maðurinn til að verða Brasilíu- meistari í jiu-jitsu. Rotaði breskan sérsveitarmann Gunnar hefur fikrað hratt sig upp metorðastigann í blönduðum bardagalistum síðustu mánuði. 24 stundir greindu frá því desember á síðasta ári þegar Gunnar rotaði breska sérsveitarmanninn Barry Mairs þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af fyrstu lotu. Hver lota er fimm mínútna löng í blönd- uðum bardagalistum og barist er í þrjár lotur. „Ef ég næ þeim á flótta get ég auðveldlega haft áhrif á þá,“ sagði Gunnar í viðtali við 24 stundir í desember um aðferðina sem hann notar til að klekkja á andstæðingum sínum. „Ég tek þá niður og vinn í jörðinni. Aðalmálið er að plata þá þegar ég er að taka þá niður. Láta þá halda að ég ætli að kýla þá. Í rauninni er rosalega erfitt fyrir þá að kýla mig því þeir eru alltaf að hugsa um að ég sé að fara að taka þá niður.“ Í Bardagaíþrótta- fréttum kemur enn- fremur fram að blandaðar bardaga- listir (MMA) njóti vaxandi vin- sælda. Tvö stærstu MMA- sambönd Bandaríkjanna, UFC og EliteXC, gerðu nýlega risasamn- inga við stór fyrirtæki vestra. „Eli- teXC-keppnin var að gera margra ára samning við CBS-sjónvarps- stöðina og UFC var að gera þriggja ára styrktarsamning við Anheuser- Busch,“ segir í Bardaga- fréttum. Anheuser-Busch er stærsti bjórframleiðandi Bandaríkjanna og fram- leiðir meðal annars Budweiser- bjórinn. Fyr- irtækið á hlut í íslenska vatns- fyrirtækinu Ice- landic Glacial, sem athafna- maðurinn Jón Ólafsson og sonur hans eiga að stærst- um hluta. Íslenskur bardagaíþróttamaður fikrar sig upp metorðastigann Gunnar æfir með heimsmeistara Bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson heldur til Havaí í mars til að æfa með heimsmeistaranum B.J. Penn, sem er kallaður Undrið. Blandaðar bar- dagaíþróttir njóta vax- andi vinsælda. Gunnar Nelson Rot- aði breskan sérsveit- armann í desember. B.J.Penn Æfir með Gunnari Nelson. HEYRST HEFUR … Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar starfsafmæli á árinu, en 15 ár eru frá því að hans fyrsta breiðskífa, Stuð, kom út. Nú heyrist að Páll sé með stórar hug- myndir til að fagna. Hann hyggst halda gríðarlega yfirgripsmikla tónleika þar sem ferill hans verður rakinn og öll hans bestu lög flutt. Kunnugir ganga svo langt að segja að Páll vilji setja upp mögnuðustu tónleika sem sögur fara af á Íslandi. afb Leikstjórinn og leikarinn Gísli Örn Garðarsson var gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki á sunnudag. Í stuttu spjalli um sýninguna Faust kom fram að snillingurinn Nick Cave vinnur tónlistina eins og fram kom í fjölmiðlum þegar tilkynnt var um upp- setningu verksins. Gísli vinnur nú hörðum höndum að gerð handritsins og leikritið verður að öllum lík- indum sett upp í kringum næstu áramót. afb Íslenska hljómsveitin Steed Lord, með Svölu Björg- vinsdóttur í broddi fylkingar, hefur verið að sækja í sig veðrið á erlendri grund. Lagið „Dirty Mutha – Dj Mehdi Remix“ fékk á dögunum brautargengi inn á safndisk sem er dreift með tímaritinu Mix- Mag, en blaðið er hið stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Lagið var valið af Ed Banger-útgáfunni, sem er með virtari útgáfum dansgeirans í dag. hþ „Ég leiði þessa söngskemmtun með ýmsum upplýsingum um Eagles og þá sem túlka lögin þeirra,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. Hópur tónlistarmanna undir forystu Eyjólfs Kristjánssonar stendur fyrir tónleikum til heiðurs Eagles í Borgarleikhúsinu þann 19. mars næstkomandi. Sigmundur Ernir Rúnarsson verður kynnir kvöldsins, en að mati Eyfa kom enginn annar til greina. „Enda heitir hann bókstaflega Sigmundur Eagles upp á enska tungu. Fyrir ut- an að vera bráðskemmtilegur og ekki síður huggulegur,“ segir Eyfi. Líkt og herkvaðning Sigmundur segist hafa verið aðdáandi Eagles frá stofnun sveit- arinnar og að hún hafi mótað tón- listarsmekk sinn í æsku. „Ég verð væntanlega með angurværa upp- rifjun á því hvernig þessir tímar voru þegar Eagles var að slá í takt- inn upp úr 1972,“ segir hann. Sigmundur var skiljanlega ekki lengi að svara kallinu um að kynna tónleikana þegar það barst. „Þetta var herkvaðning,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá að taka í trommurnar. Þetta er það næsta sem ég kemst því að vera í hljóm- sveit, sem var gamall draumur. Svo varð ekkert úr því – ég fór meira í sportið og stelpurnar.“ Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is. Tvennir tónleikar verða haldnir miðvikudagskvöldið 19. mars, annars vegar klukkan 20 og hins vegar klukkan 22.30. atli@24stundir.is Fréttahaukur heiðrar Ernina Sigmundur Ernir kynnir Eagles Sigmundur Eagles Kynnir tónleika til heiðurs Eagles. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 2 9 4 7 1 5 8 3 4 7 5 2 8 3 6 9 1 1 8 3 6 5 9 4 2 7 3 1 2 7 6 5 8 4 9 5 4 7 1 9 8 2 3 6 8 9 6 3 2 4 7 1 5 2 5 1 8 3 7 9 6 4 9 3 8 5 4 6 1 7 2 7 6 4 9 1 2 3 5 8 Ég hélt þú næðir 40 orðum á mínútu. 24FÓLK folk@24stundir.is a Já, fólk birgir sig upp heima fyrir í stað þess að fá sér einn á barnum og ríkið hirðir síðan hagnaðinn af reyk- ingabanninu. Er hægt að kenna reykingabanninu um fylliríið? Áfengisneysla landsmanna hefur aukist um liðlega 20 prósent á milli ára samkvæmt tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Skjöldur Sigurjónsson er annar eigenda Ölstofunnar en reykingabannið víðfræga hefur haft áhrif á rekstur staðarins.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.