24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir kveðst þess fullviss að lagið muni ná til flestra aldurshópa. Fáránlega góður söngvari Að sögn Egils hafa hæfileikar hans í söngnum komið mikið á óvart og er hann nú orðinn einn af aðalsöngvurum sveitarinnar. „Það kom mönnum þvílíkt á óvart hvað stóri G getur sungið! Mér hefur fundist ég svolítið bundinn við hljómborðið hingað til, en núna er ég með helling af toppsetningum og syng með í öllu laginu. Eigum við að ræða það eitt- hvað? Þegar ég hef sungið í partí- um hafa strákarnir alltaf sagt að ég sé lélegur söngvari, en svo er bara að koma í ljós að það er ekki rétt.“ halldora@24stundir.is „Nýja lagið heitir Meira frelsi og það var auðvitað snillingurinn hann Barði sem kokkaði þetta upp. Ég er mjög ánægður með þetta, sérstaklega þar sem ég fæ að nýta mitt raddsvið meira og sönghæfi- leikar mínir fá að njóta sín,“ segir Egill Gilzenegger Einarsson, einn forsprakka hljómsveitarinnar Merzedes Club sem gert hefur það gott undanfarin misseri. Eftir mikla velgengni lagsins Ho Ho Ho We Say Hey Hey Hey var afráðið að setja nýtt lag í spilun og er von á laginu í lok vikunnar. „Þetta er gríðarlega hresst lag, stemnings-popplag og allt sungið á íslensku. Það er auðvitað mikil breyting frá Ho Ho, sem var enskt/ þýskt konsept,“ segir Egill, sem Nýtt lag í vændum frá Merzedes Club Nýtt lag í vændum Merzedez Club heldur áfram að láta að sér kveða. Gillz fær loksins að njóta sín Hljómsveitirnar Kings of Leon, Dillinger Escape Plan og trúbador- inn Bonnie ’Prince’ Billy hafa stað- fest komu sína á Hróarskeldu- hátíðina í sumar. Kings of Leon er hvalreki á strendur áhugamanna um rokk- tónlist. Hljómsveitin gaf út hina stórgóðu Because of the Time í fyrra og hlaut hún góðar viðtökur aðdáenda og gagnrýnenda. Kings of Leon blandar kántrítónlist sam- an við popp og rokk svo úr verður afar bragðgóður grautur. Bonnie ’Prince’ Billy er hlið- arsjálf tónlistarmannsins og leik- arans Will Oldham. Billy gaf út breiðskífuna The Letting Go árið 2006 og var hún kosin erlenda skífa ársins í Blaðinu (nú 24 stund- ir). Bonnie ’Prince’ Billy spilar angurværa og fallega popptónlist sem hreyfir við hörðustu nöglum. Dillinger Escape Plan hefur ver- ið leiðandi afl í hinni svokölluðu stærðfræðirokkstefnu en eins og nafnið gefur til kynna er tónlist sveitarinnar margslungin og ófyr- irsjáanleg. Hróarskelduhátíðin fer fram dagana 3. til 6. júlí og er miðasala hafin á midi.is. Kings of Leon á Hróarskeldu 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Áfram Ísland er svolítið gamaldags og rembulegt en það er allt í lagi því við lifum á svolítið rembulegum tímum. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Mér leiðist frasinn „fyrsta alvöru platan“ en þetta er plata sem við erum búnir að liggja yfir mjög lengi og vorum lengur að taka upp og lengur að nostra við,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Morðingjarnir, um nýju plötu sveitarinnar Áfram Ísland sem kemur út í dag. „Þessi plata er allur skalinn. Hún er hröð og hún er hæg, hún er hörð og hún er væm- in. Þetta eru fjórtán lög sem spanna allt litróf pönk-rokksins.“ Áfram Ísland er önnur plata sveit- arinnar en sú fyrri, Í götunni minni, kom út árið 2006. Hljóm- sveitina skipa, ásamt Hauki, þeir Atli Erlendsson og Helgi Pétur Hannesson en allir þrír voru á sín- um tíma meðlimir í hinni forn- frægu hljómsveit Dáðadrengir. Tvíræð merking Heiti plötunnar Áfram Ísland býður upp á margs konar túlkanir en Haukur segir að það verði hver að skilja titilinn á sinn hátt. „Þetta er frasi sem er mjög oft notaður. Ísland er að breytast og sumt fólk er seinna að taka við breyttum tímum heldur en aðrir. Áfram Ís- land er svolítið gamaldags og rembulegt en það er allt í lagi því við lifum á svolítið rembulegum tímum. Fólk les síðan úr þessu það sem það vill.“ Fyrst á rafrænu formi Formlegur útgáfudagur á Áfram Ísland er í dag en hægt er að nálg- ast skífuna með rafrænum hætti á vefversluninni kimi.grapewire.net. „Þú getur hvort heldur keypt plötuna eingöngu á rafrænu formi eða fengið geisladiskinn líka.“ Geisladiskurinn verður kominn í plötuverslanir strax eftir helgi. Þeir sem vilja hlusta á fagra tóna Morðingjanna geta hlýtt á þá í fé- lagsmiðstöðinni Húsinu á Ak- ureyri í kvöld en einnig munu þeir spila á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer á Ísafirði um páskana. Morðingjarnir senda frá sér nýja plötu Spannar allt litróf pönk-rokksins ➤ Upptökustjóri nýju plötunnarvar eitt sinn plötusnúður XXX Rottweiler, DJ Gummó. ➤ Morðingjarnir eiga stuðn-ingsaðila víða og sem dæmi má nefna að starfrækt er hljómsveit, ótengd Morðingj- unum, sem ber heitið Helgi í Morðingjunum. MORÐINGJARNIR Í dag kemur út ný plata frá hljómsveitinni Morð- ingjarnir sem ber heitið Áfram Ísland. Söngvari sveitarinnar segir að plat- an spanni allt litróf pönk- rokksins. Hugljúfir morðingjar Haukur segir að mikil vinna hafi verið lögð í nýja plötu sveitarinnar, Áfram Ísland. Mynd/Árni Torfason Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir fara með hlutverk söngkonunnar Janis Joplin í Ís- lensku óperunni í haust. » Meira í Morgunblaðinu Tvær syngja Joplin Það er meira í Mogganum í dag Engin plata kemst með tærnar þar sem Laugardagslögin 2008 hafa hælana þessa vikuna. » Meira í Morgunblaðinu Tón- og lagalistinn reykjavíkreykjavík Samkvæmt nýjum samningi á milli hljóm- listarmanna og leikara við RÚV eru allar líkur á því að Áramótaskaup liðinna ára verði endursýnd sem og annað leikið efni sem Sjónvarpið á í sinni kistu. » Meira í Morgunblaðinu Gullkistan opnuð Fimmtudagur 13. mars 2008 Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.