24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 13
24stundir FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 13 Utanríkisráðherra Kína hefur harðlega gagnrýnt andstæðinga Kínastjórnar sem hann segir stað- ráðna í að gera Ólympíuleikana í Peking að pólitísku deilumáli. Yang Jiechi segir bæði einstaklinga og ýmis félagasamtök reyna að varpa skugga á ímynd Kína. Ýmis samtök og fjölmargar Hollywood-stjörnur hafa á undan- förnum vikum mikið gagnrýnt stöðu mannréttindamála í landinu. Mannréttindavaktin birti nýja skýrslu í gær þar sem fram kom að farandverkamenn væru misnotaðir til þess að endurbyggja og nútíma- væða höfuðborgina Peking. Margir hafi ekki fengið laun greidd í eitt ár. „Lítið er um efndir kínverskra yf- irvalda þegar kemur að því að tryggja verkamönnum öryggi og félagslega þjónustu.“ atlii@24stundir.is Deilt um Ólympíuleikana í Peking Hafnar ásökunum Loftslagsbreytingar munu leiða af sér frekari út- breiðslu ákveðinna plantna í Skandinavíu, þannig að frjóofnæmistímabilið vari allt árið um kring. Frjóof- næmi er einn algengasti ofnæmissjúkdómurinn á Vest- urlöndum. Fram kemur í Aftonbladet að um fimmti hver Svíi sé haldinn þessum kvilla, en hlutfallið á Ís- landi er nokkru lægra. Frjóofnæmistímabilið stendur vanalega yfir fyrri hluta sumars, en þar sem nú vorar jafnan fyrr og veturinn er hlýrri en áður lengist einnig gróðurtímabilið. Åslög Dahl, doktor í grasafræði sem starfar hjá Bot- anisk analys í Gautaborg, segir að frjóofnæmistímabil- ið geti staðið yfir allt árið um kring eftir fáein ár. „Árið í ár er til dæmis hið fjórða frá aldamótum þar sem hesliviðurinn blómstrar fyrir áramót. Það mun svo gerast æ oftar á næstu árum.“ Aðspurð hvert Svíar með frjóofnæmi ættu að ferðast þegar tímabilið stendur sem hæst, segir hún að þeir ættu hugsanlega að leita til Íslands. „Við mælum yfirleitt með því að fólk með frjóofnæmi fari í skerja- garðinn eða til fjalla.“ atlii@24stundir.is Loftslagsbreytingar hafa áhrif á frjóofnæmistímabilið Bráðlega allan ársins hring Frjóofnæmi Um 10 til 15 prósent Íslend- inga eru haldin þessum kvilla. Lögregla í Panama lagði hald á tæplega 1.600 kíló af kókaíni í kólumbísku flutningaskipi á þriðjudaginn. Skipið var við strendur Panama og er þetta mesta magn sem lögregla þar í landi hefur gert upptækt. Lög- regla fann jafnframt mikið magn af vopnum í skipinu. aí Stórfellt fíkniefnasmygl Kókaín fannst Tígrisdýrum hefur fækkað um helming síðustu 25 árin, sam- kvæmt rannsóknum nátt- úruverndarsamtakanna WWF. Fulltrúar WWF segja einungis um 3,500 dýr eftir og að ein undirtegundin, suðurkín- verska tígrisdýrið, gæti brátt dáið út. Að sögn er ein helsta ógnin sem steðjar að tígris- dýrum notkun Kínverja á tígr- isdýrahlutum í lyfjafram- leiðslu. aí Tígrisdýr heimsins Mikil fækkun ● Látinn Frakklandsforseti greindi í gær frá því að síðasti eftirlifandi franski hermað- urinn úr fyrri heimsstyrjöld- inni, hinn ítalskættaði Lazare Ponticelli, væri látinn. Hann varð 110 ára gamall. ● Kröfur Palestínsku Hamas- samtökin hafa sett þau skil- yrði fyrir vopnahléssam- komulagi við Ísraela að þeir hætti öllum hernaðar- aðgerðum á sjálfstjórnarsvæð- unum og opni landamæra- stöðvar á landamærum Ísraels og sjálfstjórnarsvæðanna. ● Könnun London er skít- ugasta og dýrasta borgin í Evr- ópu, Brussel er leiðinlegust og Zürich er sú hreinasta. Þetta kom fram í breskri könnun sem birtist í gær. ● Stormur Breska veðurstofan gaf út stormviðvörun fyrir mestan hluta landsins í gær. Tré og vöruflutningabílar fuku um koll í vindhviðum sem náðu allt að 35 metrum á sekúndu. STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.