24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Formaður aðdáendaklúbbaknattspyrnuliða í Bret-landi varar við því að komið sé að mörkum þess að hinn al- menni áhuga- maður hafi efni á að fylgja liði sínu eins dyggilega og verið hefur undanfarin ár. Þrátt fyrir stopp margra félaga á hækkun miðaverðs á leiki hækkar verðið engu að síður með verðbólgu. Bendir hann á að 1992 kostaði ódýrasti miði á heimaleik Ars- enal 1300 krónur eða tæpar 1700 krónur uppfært til verð- lags dagsins í dag en raunverð á ódýrasta miða á Emirates í dag sé 4400. Slúðurblaðið Sun sem oftaren ekki tekur of stórt uppí sig telur sig hafa heim- ildir fyrir að Chelsea ætli sér að skipta út Frank Lamp- ard í sumar og fá í hans stað hinn brasilíska Diego frá Wer- der Bremen. Diego sem er einn af fimm bestu leikmönnum heims sem ekki spila í topp- deildum heimsins yrði fín við- bót en Lampard er goð á Stam- ford Bridge og fáir tækju slíku ýkja vel. Hector Cúper er nýrþjálfari Parma á Ítalíu.Cúper hefur víða komið við með misjöfnum ár- angri en hon- um er þakkað að koma Val- enciu í hóp toppliða Evrópu kringum síð- ustu aldamót þar sem liðið er enn þótt aðeins hafi hallað undir fæti. Ásama tíma tilkynnti Ro-berto Mancini að hannmyndi hætta þjálfun Inter að leik- tíðinni lokinni en gaf engar frekari skýr- ingar á þeirri ákvörðun en hann hann er með samning til 2012. Þýski varnarjaxlinn Chri-stoph Metzelder verðurnæsti Jonathan Wood- gate ef fregnir reynast á rökum reistar. Þýskir miðlar segja kappann á heimleið í sumar eftir ár hjá Real Ma- drid. Þar hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla og staðið sig hörmulega í þeim leikjum sem hann hefur náð að spila. Borussia Dortmund hef- ur þegar lýst yfir áhuga sínum. Stjórn FIFA hefur ákveðiðað hætta við að notatölvu- tækni til að skera úr um vafamál á völl- um í framtíð- inni. Fremur skal ráða fleiri dómara til leiks en nú tíðkast. Sterkar líkur eru á að Royal-deildin skandinavíska hefjist á ný á þessu ári eftir árshlé en deildin sú er nokkurs konar Meistaradeild Norðurlanda þótt félög frá Íslandi, Finnlandi eða Færeyjum taki ekki þar þátt. Royal-keppnin er sérstakt mót sterkustu liða Dan- merkur, Svíþjóðar og Noregs en umrædd keppni hefur þrívegis verið haldin frá árinu 2004 þegar hún hófst fyrst. Fjögur efstu félög í umræddum deildum keppa þar sín á milli og eru verðlaunin hreint ágæt fyrir sigur eða um fimmtán milljónir króna. Knattspyrnusam- bönd allra aðildarlanda eru fylgjandi því að hún verði áfram haldin með sama sniði og verið hefur og er nú fundað um hvort og þá hvenær hún eigi að spilast á næstu leiktíð. Dönsk félög hafa einokað sigurverðlaun í keppninni þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin. FC Kaup- mannahöfn sigraði 2005 og 2006 en Bröndby náði titl- inum 2007. Svokölluð Meistaradeild Norðurlanda endurvakin á árinu Íslendingar sem fyrr ekki með Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Um það geta flestir sparkáhuga- menn verið sammála að fyrir tveimur árum var Barcelona óum- deilanlega skemmtilegasta liðið í álfunni. Ronaldinho var upp á sitt langbesta, ungur strákur að nafni Leo Messi var að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu og voru þau skref yfirleitt tiltölulega létt framhjá varnarmönnum andstæð- inga. Að sama skapi var Samuel Etóo að spila eins og konungur fyr- ir framan markið og aðeins aftar blómstruðu þeir Deco og Xavi sem leikstjórnendur. Í dag er uppistaða liðsins að mestu sú sama nema hvað markamaskínan Thierry Henry og hinn eitilharði Eric Abi- dal hafa bæst í ágæta vörnina fyrir utan ungstirnin Bojan og dos San- tos. Engu að síður hefur enginn neisti kviknað innan liðsins og köll eftir nýjum þjálfara orðin hávær. Inn og út Um fátt hefur verið meira skrif- að í Englandi en afar tíðar leik- mannabreytingar hjá Rafa Benítez, stjóra Liverpool. Hefur hann nán- ast frá upphafi sagt að enginn ætti fast sæti í byrjunarliði og hefur sú ákvörðun ætíð verið talin honum til lasts. Spænskir blaðamenn veita þessu minni athygli en samanburð- ur 24 stunda leiðir í ljós að stefna Frank Rijkaard í vetur er keimlík stefnu Benítez eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Þetta eilífa rót fer illa í marga og nú síðast Thierry Henry, en hann var höfuð, heili og fætur Arsenal í mörg ár og eitthvað stórkostlegt þurfti til að hann væri tekinn út af í leik eða hæfi ekki leik. Nú er hann smáfiskur í stórri tjörn og hæfileikar hans, sem eru óum- deilanlegir, nýtist lítið enda spilar hann bæði óreglulega og mismun- andi stöður á vellinum. Endastöð Tap Börsunga á heimavelli fyrir Villarreal var punkturinn yfir i-ið fyrir marga aðdáendur en liðið hef- ur nú tapað tveimur leikjum á heimavelli í deildinni í vetur. Eiður Smári hefur til að mynda þótt leika vel í mörg þau skipti sem hann fær tækifæri en framhjá honum er engu að síður litið trekk í trekk og eftir því er tekið í katalónskum fjölmiðlum. Dæmi um það er að Eiður hefur spilað helmingi færri leiki en nýstirnin Giovani dos San- tos og Bojan þótt enginn vafi leiki á að Eiður er talsvert leikreyndari og þroskaðri en þeir báðir. Það er líka til merkis um stefnu- leysi Rijkaards að þessa leiktíðina hefur hann leikið sér mun meira með mismunandi taktík og upp að vissu marki er slíkt eðlilegt. Sú vinna á þó eðlilega að fara fram fyrir leiktíðina að mestu. Tvær netkannanir, annars vegar í Sport og hins vegar í La Vangu- ardia nýlega, gefa enda glöggt til kynna að mun fleiri aðdáendur liðsins vilja breytingar í brúnni og það sem fyrst. Uppgjafarsvipur Framlína Barca er ein sú flottasta í heimi hér. Engu að síður er Samuel Etóo með aðeins níu mörk í vet- ur, markahæsti maður liðsins. Tími kominn á Rijkaard  Áhangendur Barcelona skiptast nokkuð í tvo hópa hvað varðar gengi liðsins  Meirihlutinn telur þó þjálfarann kominn í þrot Barcelona ➤ Leo Messi22 leikir 12 skiptingar ➤ Ronaldinho17 leikir 10 skiptingar ➤ Thierry Henry21 leikir 9 skiptingar ➤ Eiður Smári13 leikir 12 skiptingar Liverpool ➤ Peter Crouch17 leikir 13 skiptingar ➤ Fernando Torres26 leikir 13 skiptingar ➤ Ryan Babel24 leikir 22 skiptingar LEIKIR OG SKIPTINGAR Einn eigenda Williams-liðsins í Formúlu 1, Patrick Head, vill sjá frekari breytingar á keppn- inni sem hann telur ekki nógu spennandi fyrir Pétur, Pál og konurnar þeirra. Vill hann sjá öfuga rástímaröð frá því sem nú er þannig að þeir sem bestu tímana eiga byrji aftast í stað þess að vera fremstir. Þannig skapist meiri spenna, fleiri framúrskeyrslur en rétti maðurinn ætti engu að síður að sigra þegar upp væri staðið. Framúrkeyrsla Þeim fækkar því sem næst daglega stjörnunum sem ekki ætla til Peking á Ólympíu- leikana í sumar. Nú hefur tennisstjarnan Andy Roddick hætt við þátttöku og ætlar að einbeita sér heima í Banda- ríkjunum en þar fara fram sterk mót á sama tíma. Fyrr í vikunni hafði maraþongoð- sögnin Haile Gebrselassie hætt við sökum loftmengunar í borginni. Brottfall Gönguskíðagarpurinn norski Ole Einar Björndalen tryggði sér í vikunni sinn fimmta heimsmeistaratitil í 15 kíló- metra göngu þegar hann end- aði sjötti á móti í Rússlandi. Björndalen er fyrir allnokkru kominn í hóp mestu afreks- manna Norðmanna og engan bilbug er á honum að finna. Langfremstur jafningja Knattspyrnumaðurinn Viktor Bjarki Arnarsson mun leika með KR í Landsbankadeild- inni í sumar. Viktor er á mála hjá Lilleström í Noregi en verður til láns hjá KR. Hann var valinn leikmaður ársins árið 2006 hér á landi. Heima er best SKEYTIN INN ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Fjögur efstu félög í sænsku, norsku og dönsku deildinni taka þátt og keppa sín á milli og eru verðlaun fyrir sigur á mótinu aldeilis ágæt; um fimmtán milljónir króna.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.