24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir „Aflþynnuverksmiðjan kemur til með að skila um átta hundruð lítr- um af fimmtíu til sextíu gráðu heitum sjó, eftir að hann hefur ver- ið notaður sem kælivatn til að kæla niður framleiðsluna.“ Þetta segir Baldvin Halldór Sig- urðsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sem sæti á í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Hann hefur sett fram nýstárlega hugmynd um að nýta kælivatn aflþynnuverksmiðju Becromal, sem nú rís á Krossanesi við Akureyri, til að kynda risagróð- urhús sem sérhæfi sig í ræktun á lífrænu grænmeti til útflutnings frá Akureyrarflugvelli. „Eftirspurn eftir lífrænt ræktuðu grænmeti er gríðarleg, en framleið- endur geta ekki annað eftirspurn- inni vegna skorts á góðri og hreinni mold. Við eigum nóg til af hreinni lífrænni mold hér á landi og við getum flutt framleiðsluna beint héðan frá Akureyri á markað er- lendis.“ Baldvin segir hugmyndina á frumstigi. „Ég hef viðrað hug- myndina við fjárfesta og þeir hafa tekið henni vel.“ aegir@24stundir.is Aflþynnuverksmiðja rís á Krossanesi Hugmyndir eru uppi um að nýta kælivatn verksmiðjunnar til kyndingar á risagróðurhúsum. Vill nýta heitt vatn frá aflþynnuverksmiðju Orkan notuð til að kynda gróðurhús 24stundir/Ægir Atvinnuleysi í febrúar mældist 1% og var að meðaltali 1.631 ein- staklingur á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. þetta er lítilsháttar fjölgun frá janúarmánuði, eða um 86 manns, þó að atvinnuleysið mælist óbreytt. Fyrir ári var at- vinnuleysið 1,3%. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vinnumálastofnun jókst atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu um 6% og er 0,7% eða sama og í janúar. Á landsbyggðinni jókst atvinnuleysi minna eða um 5% en fer þó úr 1,5% í janúar í 1,6% í febrúar. Atvinnuleysi jókst fyrst og fremst meðal kvenna á landsbyggðinni. Vinnumálastofnun telur líklegt að atvinnuleysið í mars muni lítið breytast og verða á bilinu 0,9%- 1,2%. Fjölgar á atvinnuleysisskrá Atvinnuleysi var 1% í febrúar A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, uppþvottavél og ljós í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Þrátt fyrir að heilbrigðisþjónust- an hér á landi sé góð tel ég að við getum gert enn betur,“ segir Sig- ríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sigríður hélt erindi á málþingi á vegum Háskólans á Akureyri undir yfirskriftinni: „Möguleikar í stjórnun og rekstri til að mæta sí- vaxandi kröfum um meiri og betri heilbrigðisþjónustu.“ „Við eigum ótrúlega mikinn mannauð í heilbrigðiskerfinu en við búum við mjög þunglamalegt kerfi og ákvarðanataka hjá okkur er mjög hæg. Við erum lengi að fá svör við fyrirspurnum og í ljósi ört vaxandi sjúklingahópa getur þessi tími verið mjög dýrkeyptur. Ég tel að með auknum einka- rekstri í heilbrigðisgeiranum munum við nýta betur mannauð- inn og láta hugmyndaflug og góð- ar hugmyndir njóta sín, en það höfum við ekki alltaf getað gert í núverandi kerfi,“ segir Sigríður. Samanburð skortir hérlendis Í erindi Sigríðar kom fram að litlar upplýsingar séu til hérlendis um mun á einkarekstri og op- inberum rekstri í heilbrigðiskerf- inu, með tilliti til árangurs. „Heilbrigðisþjónusta þarf ekki að vera eingöngu í höndum hins opinbera. Það er hægt að gera þjónustusamninga við félag eða stofnun eða bjóða út ákveðna þjónustu. Með útboði er hægt að ná fram sparnaði þar sem efnt er til samkeppni um þjónustuna. Þá má fá einhvern samanburð við það sem hið opinbera er að gera annars vegar og einkarekið fyr- irtæki hins vegar. Þá mun aukin samkeppni á þessum markaði stuðla að lægra verði fyrir þjón- ustuna og veita sjúklingum meira val.“ Miklir möguleikar í boði Sigríður segir fjölmarga mögu- leika í boði fyrir einkarekin fyr- irtæki sem vilja bjóða upp á heil- brigðisþjónustu sem ekki sé lögbundinn hér á landi. „Ég sé mikla möguleika í ferðatengdri heilbrigðisþjónustu hérlendis, því ef við berum saman verð hjá okk- ur og í samanburðarlöndunum er ljóst að við erum mjög vel sam- keppnishæf.“ Sigríður segist eiga von á aukn- um einkarekstri í heilbrigðisgeir- anum í bráð, enda sé það stefna ríkisstjórnarinnar að skoða fjöl- breyttari rekstrarform í heilbrigð- ismálum. „Ég tel að aukinn einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins væri af hinu góða ef við gætum þess að allir fái sömu þjónustu og höld- um verðlagi og kostnaði í lág- marki.“ Nýtum mannauð með einkarekstri  Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vill sjá fleiri rekstrar- form í heilbrigðiskerfinu  Núverandi kerfi þunglamalegt og dýrt ➤ Áætlaðar tekjur íslenska rík-isins árið 2008 eru 473 millj- arðar króna. ➤ Útgjöld til heilbrigðismála íár eru áætluð 102 milljarðar króna, eða 22 prósent af heildartekjum ríkissjóðs. ➤ Áætla má að um 22 milljarðarkróna verði greiddir af ein- staklingum og fyrirtækjum vegna heilbrigðisþjónustu. HEILBRIGÐISKERFIÐ 24stundir/Ægir Þór Samkeppni Sigríður Snæ- björnsdóttir, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Suð- urnesja, segir vanta samanburð á árangri einka- rekstrar og opinbers rekstr- ar í heilbrigðiskerfinu. Verja á 1,3 milljörðum króna til nýframkvæmda, samkvæmt langtímafjár- hagsáætlun Seltjarnarnes- bæjar fram til ársins 2011. Áætlunin gerir ráð fyrir umtalsverðum fram- kvæmdum öll árin en jafnframt er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af bæj- arsjóði. Rekstur bæj- arsjóðs Seltjarnarness hefur farið batnandi milli ára og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram samkvæmt áætluninni. Í áætluninni er gert ráð fyrir einhverjum mestu framkvæmdum á þriggja ára tímabili á Seltjarnarnesi. Um nokkur stór verkefni er að ræða. Þar má nefna byggingu hjúkrunarheimilis, end- urnýjun gatna og gangstétta, byggingu mötuneytis við grunnskóla bæj- arins, byggingu nýs leikskóla auk stækkunar á leikskóla og byggingar Lækningaminjasafns við Nesstofu í samstarfi við ríki og samtök lækna. 1,3 milljarðar í nýframkvæmdir Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra greindi frá því á Alþingi í gær að lög varðandi tæknifrjóvganir hjá einhleypum konum gætu breyst. Samkvæmt núgildandi lögum geta einhleypar konur ættleitt börn en ekki gengist undir tæknifrjóvganir. Nefnd sem skipuð var í október er að störfum og gerir Guðlaugur ráð fyrir að hún skili tillögum sínum til ráðherra í frumvarpsformi um eða eftir páska. Vonast hann eftir því að lögin geti tekið breytingum og gert einhleypum konum kleift að gangast undir tæknfrjóvganir. mbl.is Einhleypar konur í tæknifrjóvgun

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.