24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 4
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Skipun þriggja nýrra sendiherra í vikunni hefur vakið upp umræður um offjölgun í utanríkisþjónustu síðustu árin. Valgerður Sverrisdótt- ir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í 24 stundum í gær að sendi- herrar væru alltof margir. Þeim þyrfti að fækka um sex eða sjö. Valgerður skipaði engan sendi- herra í sinni ráðherratíð, en forver- ar hennar voru afkastameiri, eink- um þó Davíð Oddsson sem skipaði níu sendiherra meðan hann var ut- anríkisráðherra. Geir H. Haarde skipaði þrjá og nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir líka skipað þrjá, eftir tæpt ár í starfi. Markús Örn Antonsson lætur í sumar af embætti sendiherra í Kan- ada og flytur heim til að taka við stjórn Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu. En fleiri sendiherrar eru á förum. Samið um starfslok Skipan sendiherranna þriggja, Sigríðar Önnu Þórðardóttur, Grétu Gunnarsdóttur og Þóris Ibsen breytir ekki því að núverandi utan- ríkisráðherra ætlar að vinna gegn offjölgun starfsfólks í utanríkis- þjónustunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir staðfest og frágengið að sjö sendi- herrar láti af störfum á næsta ári. Þegar hafi verið samið um það við þá. Þeir hætta að eigin ósk og ekki eru gerðir við þá starfslokasamn- ingar. Ekki fæst uppgefið hvaða sendiherrar þetta eru. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður Ingi- bjargar, segir ástæðuna þá að ekki hafi verið rætt við þá sjálfa ennþá um hvernig starfslokin verða kynnt. Engu að síður séu mál þeirra allra nú þegar fullfrágengin. Sendiherra til þriggja ára Sendiherradómur Sigríðar Önnu Þórðardóttur verður ekki heldur til þess að fjölga í stéttinni til langrar framtíðar því að hún er skipuð tímabundið út árið 2011. Slíkar skipanir hafa almennt ekki tíðkast. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir utanríkisráðherra segir þessa til- högun upphaf á nýrri stefnu. Sendiherrar fá fimm ára skipan eins og aðrir opinberir starfsmenn í stjórnunarstöðum, og yfirleitt end- urráðningu ef þeir vilja. Sendiherrar fara án fallhlífa  Sjö sendiherrar láta af störfum á næsta ári, án starfslokasamn- inga  Sigríður Anna Þórðardóttir er skipuð út árið 2011 ➤ Sendiherrar sem hætta aðeigin ósk fá áunninn eft- irlaunarétt en ekki sérstaka starfslokasamninga. ➤ Sendiherrar með langan ferilbæði úr pólitík og utanrík- isþjónustu eiga drjúgan eft- irlaunarétt. SENDIHERRARNIR SJÖ 24stundir/RAX Ný stefna Ingibjörg Sólrún sem nýlega skipaði þrjá sendiherra segir tímabundna skipan sendi- herra upphaf á nýrri stefnu. Félag íslenskra leikara og RÚV hafa gert samning um end- urflutning eldri verka í Sjónvarp- inu. Samkvæmt honum er RÚV heimilt að endurbirta öll leikverk sem fyrirtækið hefur á liðnum ár- um framleitt á grundvelli samn- ings þess við leikara. Þá hefur RÚV samið við FÍH sem heimilar RÚV ótakmarkaðan flutning á eldra efni í hljóðvarpi, sjónvarpi og á vef sínum. mbl.is RÚV semur við listamenn 4 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Laugavegi 174 | sími 590 5040 | www.bilathing.is Kletthálsi 11 | sími 590 5040 | bilathing@bilathing.is Opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga Nú eru Mitsubishi dagar í Bílaþingi HEKLU og þér gefst tækifæri til að gera frábær kaup á nýlegum Mitsubishi. Komdu á Klettháls dagana 12.-18. mars, skoðaðu glæsilegt úrval og tryggðu þér mikinn bíl fyrir mátulegan pening! Pajero Sport Nýskráður mars 2003 Sjálfskiptur Ekinn 135.000 km. Ásett verð: 1.690.000,- Tilboðsverð: 1.390.000,- Lancer Nýskráður apríl 2006 Beinskiptur Ekinn 24.000 km. Ásett verð: 1.670.000,- Tilboðsverð: 1.290.000,- Outlander Nýskráður desember 2004 Sjálfskiptur Ekinn 83.000 km. Ásett verð: 1.750.000,- Tilboðsverð: 1.390.000,- Outlander Nýskráður apríl 2006 Sjálfskiptur Ekinn 63.000 km. Ásett verð: 1.750.000,- Tilboðsverð: 1.390.000,- · A LLT AÐ 100% FJÁRM ÖG N U N · ALLTAÐ100%F JÁR M ÖG N U N FJÁRMÖGNUN 100% Ásgeirsson hjá Laxi ehf. Gísli bendir á að löngu sé búið að ganga frá kaupum á veiðileyfum, en salan fari yfirleitt fram fyrir áramót. 24 stundir settu sig í samband við Glitni, Kaupþing og Lands- bankann vegna málsins. Enginn þeirra sagðist gefa nánari upplýs- ingar um ferðir á vegum fyrirtækj- anna. Allir ítrekuðu fyrri yfirlýsing- ar um sparnað og ráðdeild í fjármálum, án þess að tjá sig sér- staklega um niðurskurð í laxveiði- ferðum. Orri Vigfússon hefur litlar áhyggjur af því að kaupendur skorti að veiðileyfum, þótt hugsanlega dragi úr ásókn bankanna. „Það er Leigutakar laxveiðiáa merkja ekki minni ásókn fjármálafyrir- tækja í laxveiði þetta árið, þrátt fyrir yfirlýsingar banka um aðhald og sparnað. Gengið er frá sölu veiði- leyfa hvers sumars fyrir áramót, þannig að hugsanlegur niðurskurð- ur kæmi ekki fram fyrr en í haust. „Bankarnir hafa í gegnum tíðina alltaf keypt eitthvað af veiðileyf- um,“ segir Orri Vigfússon, formað- ur Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Nú seinustu árin hefur það aukist og að einhverju leyti hefur verðið hækkað við það.“ „Við höfum ekkert fundið fyrir því að það hafi verið afpantað eða dregið úr pöntunum,“ segir Gísli nógu mikil eftirspurn í heiminum. Það kemur væntanlega eitthvað annars staðar frá í þeirra stað ef dregur úr.“ aij Bankarnir boða aukið aðhald í rekstri Áhrifa gætir ekki í laxveiðiám Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á Philippo Berio-ólífuolíu 500 ml. Hæsta verð reyndist vera 64,1% hærra en það lægsta eða 230 króna munur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 64% verðmunur á ólífuolíu Sonja McManus NEYTENDAVAKTIN Philippo Berio-ólífuolía 500 ml Verslun Verð Verðmunur Bónus 359 Spar Bæjarlind 440 22,6 % Nóatún 469 30,6 % Kjarval 489 36,2 % 11-11 565 57,4 % 10-11 589 64,1 %

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.