24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 45

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 45
24stundir FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 45 Vitur er sá sem vaknar fyrr. Úrval verslana og þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aldrei verið glæsilegra. Þess vegna skaltu gefa þér góðan tíma í Flugstöðinni og njóta þess að gera bestu kaupin í upphafi ferðarinnar. Mættu fyrr og fáðu meira. ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 09 15 0 2/ 08 RÚV klukkan 21.30 Klovn er dönsk gamanþátta- röð um uppistandarann Frank Hvam og líf hans. Höfundar og aðalleikarar þáttanna eru þeir Frank Hvam og Casper Christensen sem hafa verið meðal vinsælustu grínara Dana undanfarin ár og bjóða upp á fyrsta flokks grín. Dönsk fíflalæti Leikstjórinn Bryan Singer sagði í viðtali við kvikmyndavefsíðuna Empire Online að hann hefði fullan hug á því að gera nýja kvikmynd um ævintýri Supermans og að vinna við myndina væri nú þegar hafin. „Ég og handritshöfundarnir erum einmitt að fara að hittast á nýjan leik. Við erum núna að vinna í því að þróa framhaldsmyndina og ég hef fullan hug á að leikstýra henni sjálfur.“ Singer leikstýrði síðustu mynd um ævintýri Ofurmennisins, Superman Returns, en ætl- unin var að myndin myndi á nýjan leik vekja áhuga á persónunni Superman, líkt og Bat- man Begins gerði fyrir Leðurblökumanninn. Raunin varð hins vegar sú að myndin fékk misjafnar móttökur og er flokkuð sem mis- heppnuð mynd í annálum kvikmyndasögunnar. „Fyrri myndin var rómantísk og ein- kenndist af fortíðarþrá. Ég er manna fyrstur til að viðurkenna það án þess að vera nokkuð að biðjast afsökunar á því. Ég vissi frá upp- hafi að myndin yrði þannig. Nú þegar búið er að kynna persónurnar er komið gott tæki- færi til að auka við hættuna í myndinni. Það munu einhverjir falla í valinn í þessari mynd, tvímælalaust.“ Singer tjáði sig lítið um hverjir kæmu til með að leika í myndinni en sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að Brandon Routh muni ekki snúa aftur til að leika hið vinsæla Ofurmenni. Hann staðfesti þó að handrits- höfundar fyrri myndarinnar kæmu ekkert nálægt þessari nýju mynd. viggo@24stundir.is Singer leysir frá skjóðunni Superman flýgur á ný HÁPUNKTAR Skjár einn kl. 21.00 Life er bandarísk þáttaröð um lögreglumann í Los Angeles sem þurfti að sitja saklaus í fangelsi í 12 ár en leitar nú þeirra sem komu á hann sök. Samkynhneigður maður er myrtur á heimili sínu og heimilislaus maður er grun- aður um morðið. Hann segist saklaus og undarlegar frá- sagnir nágrannanna koma Crews og Reese á sporið. Nýtt löggulíf Stöð 2 Bíó kl. 20.00 Touching the Void er átak- anleg og sönn saga tveggja fjallaklifrara sem lentu í skelfilegum hremmingum á leiðinni á tind Siula Grande í Perú. Myndin hefur farið sig- urför um heiminn og sló í gegn þegar hún var sýnd í bíó- húsum hér á landi. Þetta er kvikmynd sem enginn má missa af, hvort sem menn að- hyllast fjallaklifur eður ei. Háfjallaháski Stöð 2 klukkan 20.45 Í hinum gríðarlega vinsælu gamanþáttunum My Name is Earl segir frá drullusokknum en gæðablóðinu Earl sem ákveður dag einn að nú þurfi hann að bæta fyrir alla þá glæpi og hrekki sem hann hef- ur drýgt yfir ævina. Earl, ásamt treggáfuðum bróður sínum, hryssingslegri fyrrum eiginkonu og fleiri skraut- legum persónum, tekst á við ævintýri hversdagslífsins sem eru flest öll skrautleg en um leið flókin. Gott hyski

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.