24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir www.airfree.com • www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið • Byggir á nýrri tækni sem eyðir ryki, frjókornum og gæludýraflösu • Eyðir ólykt, bakteríum, vírusum, myglu og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt – tilvalið í svefnherbergið og á skrifstofuna Betra loft betri líðan Bílaverkstæði Smurstöð Verslun Bílaáttan Allt á einum stað! FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Eftir þessi tíu ár í kennslu fór ég að hugsa hvort ég gæti ekki gert eitthvað annað og það varð til þess að ég gerði áhugamálið að atvinnu, Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Þegar koma inn nýjungar sem okkur finnast spennandi þá þýð- um við uppskriftir og semjum aðr- ar. Svo gefum við út prjónablöð,“ segir Auður Kristinsdóttir. Hún rekur verslunina Tinnu, heildsölu með garn, auk þess að gefa út blöð með þematengdum prjónaupp- skriftum. Meðal annars gefur hún út prjónablaðið Ýr, eina íslenska prjónablaðið í reglulegri áskrift, sem kemur út í 39. sinn í dag. Garn frá Tinnu er selt á um 60 sölustöðum víðs vegar um landið en í heildina flytur verslunin inn um 25 tonn af garni á ári. Starfs- mennirnir eru fjórir, með Auði. „Veltan hefur verið stigvaxandi undanfarin ár og í fyrra jókst hún um 10% miðað við árið áður,“ segir Auður og bætir við að það sýni hve áhugi Íslendinga á prjónaskap hefur vaxið. Gerði áhugamálið að atvinnu Auður er kennari að mennt með handmenntarpróf að auki. „Ég kenndi í tíu ár áður en ég hóf reksturinn. Ég hef alltaf verið stillt inn á textíl og hönnun og var alltaf með prjóna í höndunum. Eftir þessi tíu ár í kennslu fór ég að hugsa hvort ég gæti ekki gert eitt- hvað annað og það varð til þess að ég gerði áhugamálið að atvinnu,“ segir hún. Garnið seldi hún fyrst í smásöluverslun en skipti svo yfir í heildsölu. „Þegar ég hóf að selja garn fann ég fljótt að fólk vantaði uppskriftir til að styðjast við. Eftir nokkur ár fórum við svo út í þessa blaða- útgáfu. Síðan eru liðin tuttugu ár og nú er hún orðin veigamikill þáttur í rekstrinum,“ segir Auður. Hún segir útséð um að blaðaútgáf- an vaxi mikið á þessu ári en í apríl nk. er áætlað að búið verði að gefa út fjögur blöð á þessu ári, jafn mörg og gefin voru út allt árið í fyrra. Í prjónablöðunum er að finna uppskriftir að fötum fyrir fólk á öllum aldri. Sumar uppskriftanna eru auðveldar og aðrar flóknari, en Auður segir enga þeirra erfiða: „Það er ekki erfið iðn að prjóna.“ Vaxandi áhugi ungra kvenna Auður segist sérstaklega merkja aukinn áhuga á prjónaskap meðal ungra kvenna. „Ég finn það svo vel í prjónaklúbbnum sem við starf- rækjum á vefsíðunni að áhugi ungra stúlkna er að aukast. Þetta er meira komið inn í tískuna en var, enda ekkert skrítið því með prjónaskap getur fólk skapað sér sína eigin tísku og haft flíkurnar nákvæmlega eins og það vill.“ Flytur inn 25 tonn af garni  Vaxandi velta í garnsölu  Sýnir aukinn áhuga á prjónaskap Dokkurnar Auður flytur inn margar garntegundir. ➤ Gefur út prjónablöðin Ýr,ungbarnablaðið Tinnu, fylgi- hlutablaðið Tvinnu auk garn- sölu. ➤ Er með 6200 manna ókeypisprjónaklúbb á vefsíðunni www.tinna.is. Þeim sendir Auður fréttatilkynningar tvisvar í mánuði um nýjungar sem eru á döfinni. TINNA HEILDVERSLUN Mynd/Bogi Leiknisson MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                                       : -   0 -< = $ ' >>?@A?@@ BC@A344> 3>3>445>3 C33D5@@A>? AC3A4>4@D ABA4>>@5 B>?C5@ BC@4BC@D5? B@BDAA@4AC >4D?54@@ B>B?B?345 >3C>>?D?> B>5>>A4@ D3@A@@@ A>B>@@@ DB@>D?A @ 4333C5 35>AD?3 , 3@5B4>A 3@@@@@@ , , , >CA?@@@@ , , CE?@ ?@EB5 B>E@3 DE@@ BCE55 >AE3@ >?ED@ C3?E@@ >AE?5 AAE>@ 5E@4 BBE>? ?EDD AAE4@ BE?B 4ECB BC4E5@ B?CAE@@ 3DAE@@ @ED3 B?CE5@ >EDA , 35E@@ , ?4B5E@@ , , CE?> ?@E55 B>EB? DE@4 BCE4@ >AE5@ >5E@@ C35E@@ >AE55 AAE5@ 5E@D BBE3@ 5E@? AAED@ BE?> 4EC4 BCDE@@ B?D@E@@ ?B@E@@ @ED? B5BE5@ 3E@> >>E55 , DE@@ ?4C@E@@ DEA@ 5ED@ /   - 5 BB ?4 34 4> B5 B B@> ?5 ? 5? ?> B@ 3 B@ ? , B 5 , ? B , , , > , , F#   -#- B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A B>3>@@A BB3>@@A B>3>@@A B>3>@@A BB3>@@A B>3>@@A B@3>@@A BA>>@@A 4B>>@@C >>A>@@C B>3>@@A >5B>@@A C3>@@A ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í FL Group fyrir 7.339 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Atlantic Petroleum eða um 3,54%. Bréf í Century Aluminum hækkuðu um 2,99% og bréf í Landsbanka Íslands um 1,79%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Atorku Group, 8,4%. Bréf í 365 lækkuðu um 3,4% og bréf í Teymi um 0,8%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,51% og stóð í 4.936,7 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,06% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan hækkaði um 1,5% og þýska DAX-vísitalan um 1,1%. Átta einstaklingar hafa hlotið hvatningarstyrk úr Guðrún- arsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 2005 til heiðurs Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrverandi for- stöðukonu Námsflokka Reykja- víkur, í tilefni af sjötugsafmæli hennar og starfslokum hjá Reykja- víkurborg. Með stofnun sjóðsins vildi Reykjavíkurborg þakka Guð- rúnu starf í þágu borgarinnar og borgarbúa. Nú er úthlutað úr sjóðnum í þriðja sinn. Átta einstaklingar hljóta styrk úr sjóðnum, 75.000 krónur hver. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa sýnt mikinn dugnað og þrautseigju við að taka upp þráðinn að nýju í námi, þrátt fyrir ýmsar hindranir. Litið er á styrkina sem hvatningu til þeirra sem þá hljóta um að halda áfram í námi og ná markmiði sínu, hvort sem það er að auka færni sína í tungumáli eða möguleika á vinnumarkaði. aij Guðrúnarsjóður styrkir Í gær var undirritaður vátrygg- ingarsamningur milli Auðhumlu og VÍS en samningurinn gerir ráð fyrir að VÍS tryggi rekstur og all- ar eignir Auðhumlu sem og dótt- urfyrirtækja. Stærsta dótturfélag Auðhumlu er Mjólkursamsalan sem sér um framleiðslu og dreif- ingu mjólkurafurða. Mjólk- ursamsalan rekur sjö starfs- stöðvar víðs vegar um landið. Vátryggingar Auðhumlu voru boðnar út og tókust samningar við VÍS eftir það útboð. Í samn- ingnum felst einnig að VÍS muni taka að sér ráðgjöf um forvarnir og jafnframt muni fyrirtækin hafa með sér samvinnu á sviði vöruþróunar með það að mark- miði að auka vátryggingarvernd og þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja í mjólkurframleiðslu. fr VÍS vátryggir Auðhumlu Milli áranna 2006 og 2007 jókst heildarlaunakostnaður um 6,3% til 9,6% skv. vísitölu launakostn- aðar, sem Hagstofan gefur út. Mest hækkaði launakostnaður í iðnaði, um 9,6%, en minnst í byggingarstarfsemi, 6,3%. Á sama tíma jókst launakostnaður um 7,4% í samgöngum og flutn- ingum en í verslun og viðgerð- arþjónustu um 6,4%. þkþ Laun hækka mest í iðnaði Forstöðumenn breskra flugfélaga, eins og BMI, easyjet og Ryanair, munu hitta Ruth Kelly, samgöngu- málaráðherra Bretlands, í næstu viku til að ræða leiðir til að draga til baka hækkun lendingargjalda á Heathrow og Gatwick. Þau íhuga að fara með málið fyrir dómstóla verði það ekki leyst. þkþ Ósátt flugfélög

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.