24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 19
og það er mjög kostnaðarsamt að leysa málin. Verkefnið er vissulega krefjandi en um leið spennandi fyrir aðila að takast á við,“ segir hann. Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að áhersla á kostnað leiði til þess að um allt land verði sett upp stopul þráðlaus háhraðanetsam- bönd, eins og það sem er í Húna- vatnshreppi, segir Ottó: „Þróun í þráðlausri gagnaflutnings- og far- símatækni gefur okkur fullt tilefni til að vera bjartsýn varðandi gæði þráðlausra lausna sem kunna að verða boðnar í yfirstandandi út- boði Fjarskiptasjóðs.“ 24stundir/Árni Sæberg 24stundir FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 19 PA RK ET l FL ÍS A R l M Á LN IN G l H RE IN LÆ TI ST Æ K I l V ER K FÆ RI Mest Norðlingabraut 12 • Norðlingaholti, Reykjavík Sími 4 400 100 • Fax 4 400 111 • mest@mest.is • www.mest.is í Mest Norðlingaholti TILBOÐSDAGAR E N N E M M / S IA • N M 3 22 0 5 PLASTPARKET frá300 kr. m 2 VEGGFLÍSARfrá790 kr. m2 FLÜGGER HÖRPU- SKIN 10, 10 LTR. 4.190 kr. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy (GGE), segir ekki útilokað að félagið muni kaupa hlutinn af OR ef Samkeppn- iseftirlitið stendur við frumúrskurð sinn. Hann segir það þó ekki auð- séð hvort svo verði. „Við erum ekki að hamast við að reyna að kaupa þennan hlut heldur aðallega að reyna að leysa þetta með hagsmuni Hitaveitunnar að leiðarljósi. Í öll- um samningum um breytingu á eignarhaldi eða sölu í Hitaveitunni er forkaupsréttur annarra eigenda. Eina breytingin sem þegar hefur verið samið um er að afsala sér for- kaupsrétti við sölu á hlut Hafnar- fjarðar til Orkuveitunnar. Þannig að ef einhver önnur sala verður þá er hún háð forkaupsrétti. Það gerist ekkert öðruvísi en með samkomu- lagi aðila.“ Enginn annar hefur bolmagn Aðrir eigendur HS utan GGE og OR eru sveitarfélög sem þegar hafa selt hluta eignar sinnar í fyrirtæk- inu til annarra aðila. Þau virðast því ekki líkleg til að hafa áhuga eða bolmagn til að kaupa hlut OR. Því virðist enginn utan GGE innan nú- verandi eigendahóps hafa bolmagn til að nýta sér forkaupsrétt sinn. Ásgeir segir það líklega rétta álykt- un. „Ég held að það sé tiltölulega rétt lesið í stöðuna. Það er ekki svo að það séu einhverjir aðrir aðilar sem hugsanlega séu að fara að auka stórlega við hlut sinn í Hitaveit- unni. En við erum ekki í neinu kapphlaupi á þessu stigi heldur ætlum að vinna þessi mál með öðr- um eigendum í fyrirtækinu.“ Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy Ekki útilokað að Geysir Green kaupi „Ég er algjörlega sannfærður um að samningurinn verði fullnustaður,“ segir Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. „Það eru engir fyrirvarar í kaupsamningnum, bæjarstjórnin tók þessa ákvörðun að yfirveguðu máli og ekkert sem kemur í veg fyr- ir að málið klárist. Við viljum hins vegar gefa nýrri stjórn Orkuveitunnar tíma til að skoða þessa hluti, því það er nú einu sinni þannig að þetta er þriðja stjórnin sem við vinnum með síðan samning- urinn var gerður. Um leið höf- um við lýst yfir áhuga á að fjárfesta í Orkuveitunni og þar af leiðandi hleypur þetta ekk- ert frá okkur.“ Vill ekki tjá sig Aðspurður hvort Reykja- nesbær eða GGE kaupi mögu- lega hlutinn ef samkeppnisyf- irvöld meina OR að gera það vill Gunnar ekki tjá sig um það. „Þetta er eins og hver önnur fjárfesting og þeir verða að taka ákvarðanir um hvort þeir ætli að kaupa fjár- festingar.“ Gunnar Svavarsson Samningur fullnustaður

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.