24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 18
➤ Kaupsamningur milli Orku-veitunnar og sveitarfélag- anna var undirritaður 2. júlí. Í honum eru engir fyrirvarar um samþykki yfirvalda. ➤ Í viljayfirlýsingu sem gerð varníu dögum síðar milli eigenda í HS er hins vegar slíkur fyr- irvari. HITAVEITA SUÐURNESJA Athugun Samkeppnisstofnunar á eignarhaldi Orkuveitu Reykjavík- ur (OR) í Hitaveitu Suðurnesja (HS) snýr að öllu eignarhaldi fyr- irtækisins, ekki einungis kaupum á 14,65 prósenta hlut Hafnarfjarðar. Áður höfðu lekið út upplýsingar um að athugunin sneri að því hvort OR mætti eiga yfir 30 prósenta hlut í fyrirtækinu og því talið að hún beindist einungis að kaupum OR á 14,65 prósenta hlut Hafnarfjarðar, sem myndi fleyta eignarhaldi OR yfir 30 prósent. Páll Gunnar Páls- son, forstjóri Samkeppnisstofnun- ar, segir svo ekki vera. „Í athugun okkar er fyrst og fremst til skoð- unar hvort það fari í bága við sam- keppnislög að Orkuveita Reykja- víkur eigi eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja, keppinaut sínum. Þetta beinist því ekki bara gegn þessu fimmtán prósentum.“ Sjónarmiðum vegna frumúr- skurðar samkeppnisyfirvalda átti að skila síðastliðinn mánudag, en að sögn Páls Gunnars fengu aðilar málsins frest til 26. mars til að skila þeim. Hann segir að þá verði metið hver staðan sé í málinu. Gæti haft víðtæk áhrif Ef Samkeppniseftirlitið staðfestir frumúrskurð sinn er því ljóst að það mun hafa víðtæk áhrif. OR keypti upphaflega sín 16,6 prósent af Grindvíkingum, Reykjanesbæ og Hafnfirðingum 2. júlí í fyrra. Við sama tækifæri skuldbatt OR sig til að kaupa eins mikið og Hafnfirð- ingum þóknaðist af þeim 15,4 pró- sentum sem bærinn átti enn. Bæj- arráð Hafnarfjarðar tók ákvörðun um að nýta þann sölurétt í desem- ber 2007 þegar samþykkt var að selja 95 prósent af hlut þeirra í fyr- irtækinu til OR, alls 14,65 prósent. Ágreiningur um fyrirvara Ef eignarhluturinn reynist ólög- mætur geta kaupsamningar orðið ógildir, en þar getur þó skipt máli hvernig kaupandi og seljandi hafa samið. Bæði getur kaupandi gengið út úr kaupunum eða hann þarf að selja frá sér hlutinn. Um hvora leiðina ætti að fara hafa aðilar málsins ekki verið sammála. Hafnfirðingar segja að í kaup- samningnum frá 2. júlí séu engir fyrirvarar um samþykki sam- keppnisyfirvalda á kaupunum og því sé það vandamál OR að losa sig við hlutinn ef eignarhald hennar í HS stangast á við lög. Orkuveitu- megin hefur hins vegar verið bent á að í viljayfirlýsingu eigenda HS frá 11. júlí, þar sem fallið er frá öllu forkaupsrétti, segi orðrétt að „vilja- yfrilýsing þessi er gerð á þeim grunni að lög um OR heimili fyr- irtækinu að eiga hlut í HS hf. og að önnur lög, m.a. samkeppnislög, standi þar ekki í vegi. Komi til tak- markana eða hindrana af hálfu samkeppnisyfirvalda eða dómstóla munu aðilar sameiginlega leita leiða varðandi eigarnhald HS hf. svo sem að fá nýja eignaraðila að félaginu. OR áskilur sér rétt til þess að selja eignarhlut sinn komi til takmarkana af hálfu samkeppnisyf- irvalda eða dómstóla.“ Mikið breyst Það er alveg ljóst að aðstæður hafa breyst mikið frá því að kaup- samningurinn var gerður. Mikið kapphlaup hafði þá staðið um eignarhald í HS allt frá því að ríkið ákvað að selja 15,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Geysir Green Energy (GGE) átti þar langhæsta tilboðið og í kjölfarið samþykktu fjölmörg sveitarfélög í eigendahópi HS að selja eignarhlut sinn til GGE á genginu 7,1 á hlut. Allt stefndi í að GGE myndi eignast 44 prósent í HS þegar Hafnfirðingar og Grind- víkingar ákváðu skyndilega að selja OR sinn hlut á genginu 7,0. Grind- víkingar höfðu þá þegar samþykkt að selja GGE og vakti sú ákvörðun þeirra að snúa sér frekar til OR litla kátínu Geysis-manna. Í kjölfarið var áðurnefnd viljayfirlýsing gerð til að sátt myndaðist um framtíð Hitaveitunnar. Svo kom sameining GGE og Reykjavík Energy Invest (REI), sem skók íslenskt samfélag síðastliðið haust. Samkvæmt þeim sameiningartillögum átti eignar- hlutur OR og GGE að renna inn í hið sameinaða REI, en eftir að sameiningin var afturkölluð var óljóst hvaða hagsmuni OR hefði af því að kaupa hlut Hafnarfjarðar í HS. Hafnfirðingar létu síðan Askar Capital vinna verðmat á hlutnum og samkvæmt því var raunvirði hlutar í HS 4,7. Þeir 7,6 milljarðar króna sem OR átti að greiða fyrir hlut Hafnfirðinga voru því 2,5 milljörðum króna yfir raunvirði. OR virðist ekki vilja lengur Júlíus Vífill Ingvarsson, sem sit- ur í stjórn OR, sagði í 24 stundum 29. febrúar að OR myndi ekki kaupa í fyrirtækinu ef það stang- aðist á við lög. „Það er alveg ljóst að ef þessi kaup brjóta í bága við sam- keppnislög að mati Samkeppniseft- irlitsins þá verður ekkert af þeim. Það eru fyrirvarar í samkomulagi okkar við Hafnarfjarðarbæ varð- andi þennan þátt og menn geta rétt ímyndað sér hvort Orkuveitan ætli sér að fara gegn lögum í þessum efnum. Það kemur ekki til greina.“ Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður OR, sagði við RÚV 28. febr- úar að til greina kæmi að hætta við kaupin ef samkeppnisyfirvöld teldu þau ólögleg. Heimildir 24 stunda herma að nánast þverpóli- tísk samstaða sé innan stjórnar OR um að það þjóni hvorki hagsmun- um OR né íbúa Reykjavíkur að kaupa hlutinn lengur og því hafi frumúrskurði Samkeppniseftirlits- ins verið tekið fagnandi. OR má ekki eiga neitt í HS  Úrskurður samkeppnisyfirvalda snýr að öllu eignarhaldi OR í Hitaveitu Suðurnesja Hitaveitan Enn er óvíst hvort Orkuveitan má eiga í samkeppnisaðila. Þórður Snær Júlíusson thordur@24stundir.is FRÉTTASKÝRING vatnshreppi og haft eftir sveitar- stjóranum að hreppurinn sé ekki inni í útboði Fjarskiptasjóðs þar sem háhraðanettenging sé þar fyrir. Ottó staðfestir þetta. „Við undirbúning verkefnisins fengum við upplýsingar frá einum tólf fjarskiptafyrirtækjum um hvar þau eru með háhraðanettengingar auk þeirra staða þar sem þau áforma að setja slíka þjónustu upp í náinni framtíð. Við verðum að treysta því að fyrirtæki hafi sagt satt og rétt frá ogað þau hyggist veita viðunandi þjónustu á sínum mark- aðssvæðum. Sjóðurinn hvorki má né getur skipt sér af viðskiptasamningum sveitarfélaga við einstök fjarskipta- fyrirtæki. Það er heldur ekki sjóðs- ins að dæma um það hvort þjón- usta teljist viðunandi í einstaka tilvikum. Meginreglan er sú að á meðan sjóðurinn hefur engar aðrar upplýsingar en þær að tiltekið svæði sé markaðssvæði þá heldur „Sú tækni sem kvartað er yfir úti á landi stenst oft á tíðum ekki kröf- ur háhraðanetsútboðs Fjarskipta- sjóðs. Þátttakendur í útboðinu verða að uppfylla a.m.k. lágmarks- kröfur útboðsins vilji þeir fá verk- efnið,“ segir Ottó V. Winther, verk- efnisstjóri hjá Fjarskiptasjóði, en sjóðurinn hefur nú boðið út upp- byggingu háhraðanettenginga á yf- ir 1200 stöðum á landinu. Sjóð- urinn kynnti útboðið fyrir fjarskiptafyrirtækjum í vikunni. Fyrir þá sem ekkert net hafa „Markmið Fjarskiptasjóðs er fyrst og fremst að koma tengingu til þeirra sem ekkert háhraðanet- samband hafa, þ.e. til þeirra sem eru utan markaðssvæða fjarskipta- fyrirtækjanna,“ segir Ottó um markmið verkefnisins. Sú þjónusta sem byggð er upp nú á að duga til a.m.k. 2014 og er miðað við að einn aðili sjái um uppbygginguna á öllum stöðun- um. Sjóðurinn greiðir skilgreinda upphæð í formi styrks til að koma til móts við kostnaðinn við verk- efnið. Að sögn Ottós mun ríkið fylgjast náið með framvindu mála og hefur ýmis vanefndaúrræði. Verða að treysta fyrirtækjunum Í helgarblaði 24 stunda er sagt frá lélegri nettengingu í Húna- sjóðurinn sig fyrir utan það svæði, segir Ottó.“ Geta bætt við svæðum seinna Ottó segir þó mögulegt að sjóð- urinn komi að uppbyggingu há- hraðanettenginga á þeim svæðum sem nú hafa slíka þjónustu, ef for- sendur breytast. „Ef við fáum staðfestar upplýs- ingar frá markaðsaðilum um breytt markaðsáform, getum við bætt viðkomandi svæði inn í útboðið.“ Það ætti aðeins að taka nokkra daga að sögn Ottós, enda hefur sjóðurinn upplýsingar um hnit nánast allra bæja og er í góðu sam- bandi við sveitarstjórnir um allt land varðandi upplýsingar um bú- setu og atvinnustarfsemi. Ekkert hámark á tilboðinu Litið verður til ýmissa þátta þeg- ar tilboð fyrirtækja verða metin, ekki síst hraða við uppbyggingu kerfisins, gagnaflutningshraða og tilboðsfjárhæðar, að sögn Ottós. „Hámarksfjárhæð tilboðs er ekki tilgreind í útboðinu vegna þess að möguleg heildarupphæð er ekki takmörkuð við það fjármagn sem eftir er í sjóðnum. Eðlilegar kröfur eru gerðar til hæfis bjóðenda m.t.t. umfangs verkefnisins. Sá aðili sem fær samning þarf að leggja fram bankaábyrgð fyrir verkefndum, sem er sjálfsögð krafa enda er verið að fara með almannafé. Það er vilji stjórnvalda að standa vel að málum og leggja til það fjármagn sem þarf,“ segir hann. Gæðin verða tryggð Athygli vekur að í útboðinu er ekki tilgreint hvers konar tækni óskað er eftir. „Við hvorki þurfum né megum tilgreina tæknina þar sem það er í bága við reglur ESB um sambærileg útboð. Þróun tæknilausna í fjarskiptum er gríð- arlega hröð og við treystum bjóð- endum til að velja þá tækni sem hentar. Það er þess vegna mögu- leiki á því að aðilar bjóði blandaða tækni, t.d. þráðlausan aðgang á sumum stöðum og aðgang yfir ljósleiðara, koparlínur eða raf- magnslínur á öðrum. Tæknin skiptir okkur í sjálfu sér ekki máli svo framarlega sem viðkomandi kerfi uppfyllir a.m.k. þær lág- markskröfur sem við setjum varð- andi afköst, gæði og þjónustu,“ segir Ottó. „Við höfum verið að notast við reynslu af margs konar útboðum í tengslum við fjarskipti sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Í þessu útboði erum við fyrst og fremst að hugsa um hag íbúanna með því að tryggja þeim góða þjónustu. Á hinn bóginn verða stjórnvöld og íbúar að átta sig á að kröfur sjóðsins verða að vera á þeim nótum að fjarskiptafyrirtæk- in treysti sér til að taka verkefnið að sér. Við erum að tala um staði sem standa oft illa gagnvart fjarskiptum Stefna á hágæða- samband fyrir alla  Litið er til gæða þjónustu, hraða uppbyggingar og kostnaðar þegar Fjarskiptasjóður metur tilboð í uppbyggingu háhraðanettenginga  Vilja tryggja gott samband til 2014 Fjarskipti Ottó V. Winther ➤ Fjallar um uppbyggingu há-hraðanettengingar á 1200 stöðum á landinu. ➤ Ætlast er til þess að einn aðilitaki heildina að sér. ➤ Útboðið gildir til 31. júlí svoað fyrirtæki geti metið hvað hentar best á hverjum stað. ÚTBOÐIÐ Þóra Kristín Þórsdóttir thorakristin @24stundir.is FRÉTTAVIÐTAL 18 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.