24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Hjálparsími Rauða krossins stend- ur þessa dagana fyrir átaki þar sem sjónum er beint að málefnum fólks sem á í greiðsluerfiðleikum. Yfir- skrift átaksins er Þorirðu ekki að opna þau - opnaðu þig og er til- gangurinn að benda fólki á að hægt er að fá ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa til boða í síma 1717. Að sögn Elfu Daggar S. Leifs- dóttur, verkefnastjóra Hjálparsíma Rauða krossins, er efnt til sérstakra átaksvikna tvisvar á ári þar sem vakin er athygli á sérstökum um- fjöllunarefnum. Áður hefur verið vakin athygli á ráðgjöf vegna heim- ilisofbeldis, átröskunar, þunglyndis og fleira og að þessu sinni var ákveðið að hvetja fólk sem á við greiðsluerfiðleika að stríða til að leita ráða hjá Hjálparsíma Rauða krossins. „Við leggjum sérstaka áherslu á að veita fólki andlegan stuðning enda hefur það sýnt sig að greiðsluerfiðleikar geta valdið streitu og vanlíðan. Greiðsluerfið- leikar eru líka gjarnan samtvinn- aðir öðrum vandamálum sem valda vanlíðan, og þegar staðan er orðin þannig að fólk nær ekki end- um saman veigrar það sér gjarnan við að horfast í augu við vandann og tala um hann,“ segir hún. Mikilvægt skref Elfa segir starfsmenn Hjálpar- símans vissulega ekki greiða úr fjárhagsvanda fólks heldur sé þjón- ustan fyrst og fremst hugsuð sem fyrsta skref fólks í að takast á við vandann. „Þeir sem svara í símann hafa allir farið á námskeið um það hvaða úrræði eru í boði fyrir fólk sem á í greiðsluvanda og geta þá bent þeim sem hringja á hvert þeir eiga að leita. Svo má ekki gleyma því að bara það að tala um hlutina við hlutlausa manneskju sem hefur engra hagsmuna að gæta og setur sig ekki í dómarasæti getur haft heilmikið að segja. Sumir eiga kannski fáa vini og ættingja að sem þeir geta ráðfært sig við og svo er ekki síður algengt að fólk veigri sér við að upplýsa sína nánustu um þær fjárhagslegu ógöngur sem það er komið í. Fólk sem svarar í Hjálp- arsímann á það sameiginlegt að vera hjartahlýtt og fúst til að leið- beina fólki um hvert það geti leitað. Og það er sama hversu stór eða lít- ill vandinn er, fólki er velkomið að hringja hvenær sem er sólarhrings- ins,“ segir hún að lokum. Átaksvika hjá Hjálparsíma Rauða krossins Fyrsta skrefið að tala um vandann Fjárhagslegir erfiðleikar geta valdið mikilli streitu og vanlíðan og oft veigr- ar fólk sér við að ráðfæra sig við sína nánustu vegna greiðsluerfiðleika. Starfsmenn Hjálparsíma Rauða krossins eru hins vegar bundnir trúnaði og taka á móti símtölum fólks í slíkum vanda. Átaksvika í gangi Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálp- arsíma Rauða krossins. ➤ Átakið um greiðsluerfiðleik-ana stendur til 17. mars en eftir það verður áfram hægt að hafa samband vegna slíkra mála. ➤ Númerið er 1717 og ókeypiser að hringja úr öllum símum allan sólarhringinn. HJÁLPARSÍMINN Framundan eru páskar og sjálf- sagt margir sem ætla að nota fríið til að ferðast til útlanda. Vert er að benda fólki á að farsímanotkun getur vegið þungt í heildarkostnaði ferðalagsins. Hér gefur Ragnhildur Guðjónsdóttir hjá Neytendasam- tökunum nokkur góð ráð. Talhólfið aftengt „Efst á blaði tel ég vera að af- tengja talhólfið áður en lagt er af stað því það virkar þannig að hvort heldur sem slökkt er á símanum eða ekki þá greiðir móttakandinn fyrir eins og um millilandasímtal sé að ræða. Auðvelt er að framkvæma aftenginguna sjálfur en leiðbein- ingar þar um eru á heimasíðum símafyrirtækjanna. Einnig er hægt að hringja í símafyrirtækin og láta gera þetta fyrir sig. Fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á talhólfsþjón- ustu að halda mæli ég með að fólk kynni sér fyrirfram á hvaða kjörum hægt er að nýta símsvarann í út- löndum,“ segir Ragnhildur. SMS telja Ragnhildur segir einnig að hafa þurfi fleiri atriði í huga eins og textaskilaboð (SMS) en að jafnaði kostar meira að senda slík skilaboð í útlöndum. Fyrir þá sem þurfa að senda textaskilboð bendir hún á heimasíður símafyrirtækjanna þaðan sem hægt er að senda SMS sér að kostnaðarlausu. Eins tengist farsíminn ekki endilega hagkvæm- asta símafyrirtækinu erlendis þegar þangað er komið heldur því sem hefur besta sambandið. Til að velja sér hagkvæmasta fyrirtækið er gott að kynna sér hvert það er í viðkom- andi landi. Til að finna það er síðan ýtt á hnöttinn á símanum, þá net- work select og loks manual. Farsímanotkun erlendis getur orðið kostnaðarsöm Talhólfið kostar Hvert norskt heimili kastar 60 kílóum meira af mat en fyrir tíu ár- um. Samkvæmt nýrri rannsókn kastaði hvert heimili um 200 kíló- um af mat árið 2006 á móti 140 kílóum árið 1996. Um 416 þúsund tonn af mat fara því í ruslið ár hvert í Noregi. Ástæða þessarar aukningar er talin sú að fólk hreinsar úr ísskápn- um vörur sem komnar eru fram yf- ir síðasta söludag og hendir í rusl- ið. Það getur t.d. verið ýmis krukkumatur. Að sögn norsks nær- ingarráðgjafa hefur ungt fólk til- hneigingu til að líta ekki við mat- vöru sem komin er fram yfir síðasta söludag, jafnvel þótt hún sé í fullkomnu lagi. Þrátt fyrir dagstimplunina t.d. á eggjum þá er varan í lagi lengur en hún segir til um. Samkvæmt Evr- ópustaðli mega egg ekki vera eldri en 28 daga gömul vegna salmon- elluhættu. Hins vegar er lítil hætta á slíku smiti hér á landi. Hægt er að finna út hvort egg séu heil með því að setja þau í skál með vatni. Ef þau sökkva til botns er í lagi með þau. Hægt væri að spara mikla peninga með því að hafa betri yfirsýn yfir það sem er til í ísskápnum. Dagstimplun hefur áhrif á að mat er hent Miklum mat kastað Egg geymast vel Mikl- um mat er hent þar sem fólk telur hann ónýtan. LÍFSSTÍLLSPARIBAUKURINN lifsstill@24stundir.is a Við leggjum sérstaka áherslu á að veita fólki andlegan stuðning. Starfsmenntanám · Blómaskreytingar · Búfræði · Garðyrkjuframleiðsla · Skógur og umhverfi · Skrúðgarðyrkjubraut www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.