24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 20 Amsterdam 8 Alicante 23 Barcelona 17 Berlín 10 Las Palmas 20 Dublin 8 Frankfurt 11 Glasgow 6 Brussel 8 Hamborg 5 Helsinki 3 Kaupmannahöfn 6 London 11 Madrid 20 Mílanó 18 Montreal -2 Lúxemborg 9 New York 7 Nuuk -10 Orlando 17 Osló 5 Genf 11 París 9 Mallorca 22 Stokkhólmur 4 Þórshöfn 8 Norðan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu norðan- og austanlands, annars þurrt og nokkuð bjart. Hiti 0 til 4 stig að deginum en víða vægt næt- urfrost. VEÐRIÐ Í DAG 1 -1 1 -1 2 Víða næturfrost Norðlæg átt, 8-13 m/s og él norðan- og aust- anlands, annars bjartviðri. Dregur úr éljum síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en hiti um frostmark við ströndina. VEÐRIÐ Á MORGUN 0 -3 -1 -2 -1 Dregur úr éljum Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um tekjuskatta kemur fram að barnafólk á Íslandi hafi fengið á sig aukna skattbyrði á árunum 2000- 2006. Einnig kemur fram að í mörgum ríkjum OECD hafi með- allaun hækkað umtalsvert á tíma- bilinu og yfir 40% í níu ríkjum, þar á meðal Íslandi. Skattleysismörkin hafa ekki fylgt verðbólguþróun og því hækkuðu skattar barnafólks sem hlutfall af tekjum hér. Þróuninni snúið við Stefán Ólafsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknaseturs þjóðmála við Félagsvísindastofnun HÍ, nefnir að tekjuskattar einstak- linga hefur verið að lækka í OECD- ríkjum en hækkað töluvert á Ís- landi á sama tímabili. Stefán segir aukningu skattbyrðarinnar á Ís- landi ná aftur til ársins 1995. Ástæðurnar séu m.a. rýrnun per- sónuafsláttar, auk barna- og vaxta- bóta á tímabilinu, þ.e. þeirra þátta sem dragast frá álögðum skatti. „Ríkisstjórnin hefur tekið skref frá þessari óheillaþróun sem hefur viðgengist hér síðastliðinn áratug, sérstaklega með undirritun kjara- samninga í upphafi árs. Ríkis- stjórnin er að hækka barna- og vaxtabætur og mun hækka skattleysismörkin á næstu 2-3 ár- um. Það er fagnaðarefni fyrir fólk sem þetta snertir mest, barnafólk, lífeyrisþega og láglaunafólk á vinnumarkaði,“ segir Stefán. áb Skattbyrði barnafjölskyldna þyngdist 2000-2006 að mati OECD Þróuninni snúið við aftur Barnafólk Skattbyrði jókst en léttist á ný. Á ráðherrafundi Schengen- ríkjanna, sem fór fram í Slóveníu í gær, voru kynntar hugmyndir um að auka notkun tölvutækni og sjálfvirkni við landamæravörslu. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sat fundinn fyrir hönd Ís- lands. Segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu að vegabréf með lífkennum geri kleift að taka upp nýjar aðferðir við landamæraeftir- lit, auk þess sem varsla rafrænna lífkenna tryggi öruggara eftirlit með dvöl þeirra, sem koma inn á Schengen-svæðið. Portúgalar hafa þegar hafið notkun sjálfvirkra hliða við landa- mæravörslu þegar evrópskir borg- arar sem hafa vegabréf með líf- kennum eiga í hlut og þykir reynslan af þeim mjög góð. mbl.is Evrópskir ráðherrar funda Sjálfvirk landa- mæravarsla rædd 32.000 sjúkratryggðir einstaklingar eiga von á endurgreiðslu frá Trygg- ingastofnun á næstu dögum. Þetta eru þeir sem greiddu umfram há- marksgreiðslu fyrir heilbrigðisþjón- ustu og eiga því rétt á afsláttarkorti. Hámark kostnaðar vegna heilbrigð- isþjónustu fyrir barn, yngra en 18 ára, er 7.000 krónur og fyrir full- orðna, eldri en 18 ára, er hámarkið 21.000. Elli- og örorkulífeyrisþegar þurfa að greiða 5.200 áður en til afsláttar kemur. Upplýsingar um fjölda þeirra sem borguðu of mikið fengust þegar rafrænt afsláttarkortakerfi var tekið upp hjá TR. Upplýsingar berast frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum með samning við TR og nánast öll gögn um göngudeildarþjónustu Landspítala. Aðra reikninga þarf fólk eftir sem áður að taka saman sjálft og senda til TR. Endurgreiðslurnar nú nema alls rúmlega 72 milljónum króna. 32.000 fá 72 milljónir endurgreiddar frá TR Í tilraun með notkun lyfja við svæfingu sílamáva á höfuðborg- arsvæðinu kom einna helst á óvart að einungis um helmingur agnsins svæfði máva. Svefnlyfin voru hrist saman við brauðten- inga og þeir lagðir á egg. Stuttu síðar var gengið um varpið aftur og sofandi mávum lógað. mbl.is Vargfugli eytt með hjálp lyfja Erlendur karlmaður var í gær dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir líkamsárás en hann var kærður fyrir brot gegn vald- stjórninni. Maðurinn réðst að lögreglumönnum sem voru við skyldustörf á Laugavegi í janúar síðastliðnum. Sannað þótti að maðurinn hefði slegið tvo lög- reglumannanna. Tveir aðrir er- lendir menn voru kærðir en voru sýknaðir af aðild sinni að málinu. Dómurinn taldi að ekki væri sannað að mennirnir hefðu ráðist að þriðja lögreglumanninum og voru þeir því sýknaðir. Dæmdur fyrir árás á lögregluna Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Framkvæmdir hafa að undanförnu legið niðri við Iceland Motopark- svæðið í Reykjanesbæ. Formaður bæjarráðs telur bæinn hafa gengið þannig frá málum að öruggt sé að uppbyggingin muni eiga sér stað. Guðbrandur Einarsson, fulltrúi A- lista í minnihluta bæjarstjórnar, kallar eftir upplýsingum um hvernig fram verður haldið. Gjaldþrot tefur fyrir Þeir aðilar sem standa að verk- inu tengjast verktakafyrirtækinu Jarðvélum, sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta. „Ég hef náttúrlega áhyggjur af því að þeir sem að verkinu standa hafi hugsanlega glatað möguleik- um til uppbyggingar með þessu gjaldþroti í Jarðvélum,“ segir Guð- brandur. Böðvar Jónsson, formaður bæj- arráðs Reykjanesbæjar, reiknar með því að töf á framkvæmdum tengist erfiðleikum Jarðvéla. „Við teljum okkur þó hafa gengið þann- ig frá málum að bærinn eigi að vera öruggur um að þessi uppbygging muni eiga sér stað.“ Stólað á bakhjarla Böðvar telur að þótt einhver töf verði á framkvæmdum ætti þeim að geta lokið innan þess fimm ára ramma sem verkefninu var gefinn. „Ég held að bærinn sé alveg gull- tryggður um að þessum fram- kvæmdum muni öllum ljúka,“ seg- ir Böðvar og vísar til fjársterkra bakhjarla sem standi að verkefn- inu. Guðbrandur segir mjög slæmt þegar framkvæmdir stöðvist svona og vill að farið sé varlega í fram- haldinu. „Eins og við erum að upp- lifa með Reykjanesbrautina núna, þá sitjum við bara uppi með svæð- ið ef þeir aðilar sem taka að sér verkið hafa ekki fjárhagslega burði til að klára það.“ Ekki náðist í framkvæmdaraðila við Iceland Motopark við vinnslu þessarar fréttar. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Akstursbrautin í uppnámi  Framkvæmdir tefjast við aksturssvæði í Reykjanesbæ vegna þrots Jarðvéla  Gulltryggt að verkinu ljúki, segir bæjarfulltrúi Gröfubæjarstjórinn Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók fyrstu skóflustunguna að Ice- land Motopark 10. mars 2006. ➤ Fullklárað á svæðið að vera182 hektarar að flatarmáli. ➤ Þar á meðal annars að verakappakstursbraut í heims- klassa. ➤ Byggðastofnun hefur gefiðvilyrði fyrir 200 milljóna láni til uppbyggingar á fyrsta áfanga framkvæmdanna. ICELAND MOTOPARK STUTT ● Leiðrétting Í grein Guð- mundar Ómars Óskarssonar grunnskólakennara í blaðinu í gær voru honum eignuð eftirfarandi orð þar sem gæsalappir færðust til: „Í skólastofunni læra nemendur ekki að takast á við lífið. Þeir læra að takast á við lífið með því að lifa og gera mörg mis- tök.“ Þetta voru orð Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns en ekki Guðmundar Ómars og er hann beðinn velvirð- ingar á mistökunum. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.