24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Barnsfaðir Britney Spears, auðnuleysinginn Kevin Federline eða K-Fed eins og hann kýs að kalla sig, sér fram á bjartari tíma því að hann hefur loksins fengið vinnu. Samkvæmt ofurblogg- aranum Perez Hilton hefur Fe- derline verið boðið hlutverk í Broadway-uppfærslu á myndinni Legally Blonde. „Hann er í skýj- unum með þetta. Þetta er hans tækifæri til að sýna öllum hvað í honum býr,“ sagði talsmaður hans við Perez Hilton. vij Fær K-Fed loks- ins nýja vinnu? 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þrálátur orðrómur gekk lengi um það að poppkóngurinn hefði borgað Feldman og fyrrnefndum Haim margar milljónir fyrir að stunda kynlíf fyrir framan sig. Pauly Shore er grínisti og sjónvarpsmaður sem skaust upp á stjörnuhimininn á fyrri hluta 10. áratugarins og lék í nokkrum kvikmyndum. Myndir á borð við California Man, Jury Duty, Bio-Dome og Son in Law þóttu hver annarri verri og kepptust gagnrýnendur við að finna verstu lýsingarorð in fyrir þær. Þrátt fyrir óánægju gagnrýn- enda nutu myndirnar, einkum sú fyrstnefnda, talsverðra vinsælda og átti Shore fjölmarga aðdáendur. Þeim fækkaði hins vegar snarlega þegar hann sneri aftur í sjónvarpið árið 1997 með sjónvarpsþáttinn Pauly, sem var tekinn af dagskrá eftir aðeins eina sýningu. Í kjölfarið fylgdu ófáar mislukkaðar tilraunir til að slá í gegn í sjónvarpinu, m.a. með raunveruleikaþætti um hann sjálfan þar sem mátti fylgjast með honum í meðferð vegna kynlífsfíknar er hann kveðst glíma við. Fyrir einu og hálfu ári birtist myndbrot á netinu sem sýnir Shore skemmta á grínklúbbi í Texas þegar reiður gestur stormar upp á svið og lemur hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netið, en fljótlega kom í ljós að maðkur leyndist í mysunni. Shore hafði sviðsett atvikið og borgað manninum fyrir að taka þátt í því - allt til þess að koma nafni sínu á ný í blöð in. Fjölmiðlafólk skemmti sér konunglega við að ljóstra því upp og velta fyrir sér hversu lágt er mögulega hægt að leggjast fyrir athygli. 24 stundir grafa upp stjörnur sem eitt sinn skinu skært, en mega muna sinn fífil fegri Útbrunnar stjörnur Frægðin er ekki alltaf tekin út með sældinni. Margir þola það illa að vera stöðugt á milli tannanna á fólki eða hreinlega ofmetnast vegna allrar athygl- innar. Svo er ekki auðvelt að vera einn daginn dáður og dýrkaður af öllum, en þann næsta fallinn í gleymskunnar dá og enginn vill biðja mann um eiginhandaráritun. Á dögunum tókum við fyrir þau Corey Haim, Natöshu Lyonne og Stephen Geoffreys, en nú birtum við annað þríeyki. Corey Feldman Bit ur og beygð barnastjarna Corey Feldman var ein stærsta barnastjarna níunda áratugarins og lék í fjöl- mörgum vinsælum kvik- myndum á borð við Gremlins, The Goonies og Stand By Me. Um tvítugsaldurinn var hann í hópi þeirra heitustu í skemmtanalífi Hollywood og mætti á alla viðburði ásamt besta vini sínum, Cory Haim, sem fjallað var um í síðustu úttekt 24 stunda á útbrunnum stjörnum. Feldman hóf ungur að drekka stíft og misnota fíkniefni, en það kom ekki í veg fyrir að hann væri ávallt vinsæll meðal kvenþjóðarinnar og árið 1989 giftist hann leikkonunni Vanessu Marcil. Hjónabandið varði í tvö ár, en í dag skammast Marcil sín svo mikið fyrir að hafa verið með Feldman að hún þvertekur fyrir að þau hafi nokkru sinni verið gift og segist varla kannast við hann. Árið 1990 var Feldman handtekinn fyrir vörslu heróíns og skikkaður í meðferð. Á þessum tíma var allt á niðurleið hjá kapp anum. Foreldrar hans höfðu sólundað mestöllum fjár- munum hans á meðan hann var ólögráða og skyndilega fékk hann engin verkefni. Feldman brá þá á það ráð að gerast tónlistarmaður og gaf út plötur á borð við Love Left, Still Searc- hing for Soul og Former Child Star. Það kemur líklega fáum á óvart að heyra að þær hlutu afar dræmar viðtökur almennings og gagnrýnenda Feldman var góður vinur Michaels Jacksons og mætti gjarnan klæddur eins og söngvar- inn á ýmsa áberandi viðburði. Þeir tilburð ir tryggðu honum ófáar útnefningar sem verst klædda stjarnan. Tvennum sögum fer af því hversu heilbrigð vinátta Feld- mans við Jacksons var. Þrálátur orð rómur gekk lengi um það að poppkóng- urinn hefði borgað Feldman og fyrrnefndum Haim margar milljónir fyrir að stunda kynlíf fyrir framan sig. Þá hélt Feldman því fram í við- tali við sjónvarpsþáttinn 20/20 að Jackson hefði sýnt sér klám þegar hann var unglingur. Þeir talast ekki við í dag. Undanfarin ár hefur Feldman reynt ýmislegt til að endurheimta forna frægð, t.a.m. tekið þátt í hjákátlegum raunveruleikaþætti að nafni Surreal Life. Þar þótti áberandi hversu mikla stjörnustæla Feldman var með og þótti fólki hann með eindæmum bitur náungi. Síð- asta sumar hófust svo sýningar á nýjum sjón- varpsþætti, The Two Coreys, sem hann leikur í á móti vini sínum Haim og eiginkonu sinni. Andlit Jeffrey Jones ætti að vera ógleymanlegt þeim sem hafa séð hina stórkostlegu kvikmynd Ferris Bueller’s Day Off. Þar lék hann skólastjórann Ed Rooney, sem þoldi ekki Ferris og elti hann á röndum. Þá lék Jones í Óskarsverðlaunamynd- inni Amadeus og hlaut Golden Globe-tilnefningu fyrir. Hann lék aukahlutverk í fjölmörgum öðrum kvikmyndum á tíunda áratugnum, en upp úr aldamótunum hóf hann að láta fara lítið fyrir sér og bætti á sig nokkuð mörgum aukakílóum. Jones á sér afar ógeðfellt áhuga- mál, annað en að leika í kvik- myndum; barnaklám. Árið 2003 var hann handtekinn fyrir vörslu á slíku efni og ákærður fyrir að hafa borgað 14 ára dreng fyrir að sitja fyrir á nektarmyndum sem hann tók sjálfur. Í kjölfarið var honum gert að gangast undir meðferð og var skráður sem kynferð isglæpamaður. Það verður því að teljast afar ólíklegt að Jeffrey Jones sjáist aftur í kvik- mynd. A.m.k. ekki í mynd sem ratar í bíó. Jeffrey Jones Ákærður fyrir vörslu barnakláms Pauly Shore Borgaði fyrir að láta berja sig á sviði 2. HLUTI Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní Þrátt fyrir að þykja með fegurstu konum heims kveðst leikkonan Kate Beckinsale líta á sjálfa sig sem ófríða og óaðlaðandi í alla staði. Leikkonan segist hafa verið óheppin með útlit sem krakki og að lítið sjálfstraust hafi plagað hana allar götur síðan. „Ég var reglulega ófríð fram á 15 ára aldur. Ég er ennþá með það í huganum. Mér fannst ég vera eins og ljóti andarunginn sem krakki og það spilaði stórt hlut- verk í sjálfsmynd minni. Ég skildi ekki þegar strákar veittu mér at- hygli,“ sagði Kate í vikunni. hþ Kate berst við sjálfstraustið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.