24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Þróun mála á norðurslóðum beinir athygli umheimsins á nýjan leik að löndunum við Norður-Íshafið. Brezka blaðið The Guardian sagði fyrr í vik- unni frá skýrslu æðstu stjórnenda utanríkismála í Evrópusambandinu, sem telja að bráðnun heimskautaíssins og opnun nýrra siglingaleiða muni gera orkuauðlindir aðgengilegri. Kapphlaup um yfirráð í Íshafinu kunni að hafa afleiðingar fyrir stöðugleika á heimsvísu og öryggishagsmuni Evrópu. Á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru norðurslóðir nú einnig til umræðu í fyrsta sinn í mörg ár. Í plaggi, sem fyrrverandi hershöfðingjar hafa sett saman fyrir væntanlegan leiðtogafund í Búkarest er varað við átökum milli Noregs og Rússlands, verði olíu- og gaslindir á og við Svalbarða vinn- anlegar vegna bráðnunar íssins. Inn í þær deilur gætu Danmörk, Kanada og Bandaríkin dregizt, segja höfundarnir. Í grein í nýjasta hefti tímaritsins Foreign Affairs er bent á að ný „siglinga- hraðbraut“ gæti orðið til, beint yfir norðurskautið milli Alaska og Íslands, sem tengdi siglingaleiðir á Kyrrahafi og Atlantshafi. Eftir að kalda stríðinu lauk höfum við litið svo á að hernaðarlegt mik- ilvægi Íslands heyrði nánast sögunni til. Nú lítur út fyrir að það breytist á ný. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hitti áreiðanlega naglann á höfuðið í viðtali hér í blaðinu sl. laugardag. „Ef mál þróast eins og menn spá í þá átt að siglingar eigi eftir að aukast mikið í nágrenni við Ísland þá er staða okkar allt önnur en áður,“ sagði Björn þar. „Þá erum við ekki lengur á hjara ver- aldar. Við stöndum þá á krossgötum varðandi orku- og farmflutninga frá Asíu til Evrópu og Norður-Ameríku. Heimsmynd okkar mun breytast.“ Í breyttri stöðu getur orðið flóknara að tryggja ör- yggi Íslands. Á móti kemur að umheimurinn mun gefa okkur meiri gaum og sjónarmið Íslands munu vænt- anlega öðlast aukið vægi á alþjóðavettvangi. Íslenzk stjórnvöld þurfa að huga vel að gæzlu hags- muna Íslands í þeim breytingum, sem geta orðið. Í 24 stundum í gær var t.d. bent á að Ísland viðurkennir ekki rétt Noregs til að stýra auðlindum á Svalbarða- svæðinu. Hingað til hafa deilur við Norðmenn um Svalbarða snúizt um fisk. Hvað gerist ef þar verður hægt að vinna olíu og gas? Kannski verða norðurslóðir heimshlutinn, sem kom inn úr kuldanum. Heitasti heimshlutinn? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Framsókn er satt að segja að dauða komin. Hinn hægi dauði hófst með Halldóri Ásgrímssyni sem tók að sér landsstjórnina án þess að hafa nokkurt erindi og beygði sig og sveigði eins og taminn smábjörn í sirkus í hvert sinn sem Sjálf- stæðisflokkurinn lyfti ólinni. Meira að segja Davíð Oddsson henti af fyrirlitningu í hann frumvörpum eins og hvern annan lassaróna á fundum rík- isstjórnarinnar. Skýrara tákn fyr- ir húsbónda og þræl er varla hægt að finna enda lýsti Guðni Ágústs- son því atviki af ljóðrænum þrótti … Össur Skarphéðinsson eyjan.is/goto/ossur BLOGGARINN Í dauðateygjum Mér brá í brún þegar ég var að lesa frétt í 24 stundum þar sem var fjallað um ungan mann sem bjargaðist giftu- samlega er vinnu- pallar í Boða- þingi hrundu. Það var auðvitað mjög gott að hann skyldi sleppa svo vel frá þessu slysi en hins vegar slas- aðist vinnufélagi hans alvarlega. Það sem vakti þó undrun mína var viðhorf byggingastjórans þar sem vitnað er í ummæli hans; það verða alltaf slys. Ef bygg- ingastjórar hafa almennt þetta viðhorf er komin skýring á því hvers vegna við erum sífellt að fá fréttir af vinnuslysum. Ármann Kr. Ólafsson armannkr.blog.is Engin vinnuslys 24 stundir birta yfirlit yfir skipan nýrra sendiherra á tímabilinu 2004-2008. Samkvæmt því skip- aði Halldór Ás- grímsson 5 sendi- herra, þar af 2 stjórnmálamenn. Davíð Oddsson skipaði 9 sendi- herra, þar af 2 stjórnmálamenn og eina eiginkonu stjórnmála- manns, Geir H. Haarde skipaði 3 sendiherra og Ingibjörg Sólrún skipaði í vikunni 3 sendiherra, þar af 1 stjórnmálamann. Valgerður Sverrisdóttir skipaði engan sendiherra í utanrík- isráðherratíð sinni. Hún telur sendiherrana orðna of marga, 6-7 of marga. Björgvin Guðmundsson gudmundsson.blog.is Of margir Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Sérkennileg umræða fer nú enn á ný fram um álver og ágæti þeirra. Öflug fyrirtæki þreifa fyrir sér með miklar fjárfestingar sem myndu skapa hér mikil verðmæti og mikinn fjölda góðra starfa. Einhverra hluta vegna er sveitarstjórnarfólki og fleirum sem taka jákvætt í slík erindi ítrekað stillt upp við vegg í viðtölum og opinberri umræðu. Þetta fólk er látið færa rök fyrir því að heimila eigi hér slíkar fjár- festingar, með tölum um atvinnuleysi, lág meðallaun á viðkomandi svæðum eða fólksfækkun. Öðrum at- vinnugreinum er síðan iðulega stillt upp sem betri val- kostum, þótt mismikið fari þar fyrir fjárfestum. Sann- leikurinn er sá að ólíkar atvinnugreinar þrífast best hver með annarri. Tökum stutta varnaræfingu. Reglu- leg mánaðarlaun verkafólks og iðnaðarmanna í álver- um eru mun hærri en meðaltalið á landsvísu, með- alstarfsaldur með því lengsta sem gerist, veltuhraði starfsfólks með því lægsta sem þekkist og álverin hafa verið í fararbroddi í öryggis- og aðbúnaðarmálum. Er þetta haft hér úr erindi framkvæmdastjóra ASÍ og verður seint talið lýsing á slæmum vinnustöðum. Starfsemi álvera byggir á mikilli sjálfvirkni og hugbún- aðargerð. Hlutfall háskólamenntaðra er talsvert hærra en að meðaltali í atvinnulífinu og fjöldi iðnaðarmanna mjög mikill. Álverin hafa verið í fararbroddi í starfs- menntamálum. Fjölmörg fyrirtæki eru í raun skilgetin afkvæmi áliðnaðarins, meðal annars hugbúnaðarfyr- irtæki og verkfræðistofur. Hljómar vel, en hér er samt alls ekkert verið að mæla með álverum umfram aðra atvinnustarfsemi. Öll atvinnustarfsemi á einfaldlega að njóta sannmælis og lúta þeim lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni. Mörg þúsund Íslendingar hafa sitt lifibrauð með beinum og óbeinum hætti af starfsemi álvera og þúsundir binda vonir við hugmyndir um þess háttar uppbyggingu og verð- mætasköpun í sínu héraði. Þetta fólk er nákvæmlega jafn merkilegt og það fólk sem starfar í öðrum atvinnu- greinum og á ekki sífellt að þurfa að þola að lítið sé gert úr því í opinberri umræðu. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja Verðmætasköpun í varnarstöðu ÁLIT Gústaf Adolf Skúlason gas@samorka.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.