24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Nú stendur yfir átakið Okkar á milli þar sem smokkur.is, ásamt góðum stuðningi tryggra styrkt- araðila, dreifir smokkum til allra nemenda í 9. og 10. bekk grunn- skóla landsins sem og nemenda framhaldsskólanna. „Það eru um 37.000 smokkar sem fara í skólana, til fjórtán ára krakka og upp úr,“ segir Hrafnhildur Ósk Sigurð- ardóttir hjá smokkur.is. Hún segir að helsti hvatinn á bak við þetta átak sé sú staðreynd að kynsjúkdómar verði sífellt al- gengari hér á landi. „Það er orðið svo ofboðslega mikið um kyn- sjúkdóma í þjóðfélaginu og þeir virðast ekkert ætla að hverfa svo glatt.“ Hrafnhildur stefnir að því að hafa þetta átak árlegan viðburð og vonast til þess að tíðni kyn- sjúkdóma fari lækkandi í kjölfarið. „Ég myndi vilja sjá tölurnar yfir smit minnka, helst vildi ég sjá þær hverfa en þær munu seint hverfa.“ Aðspurð segir Hrafnhildur að hún hafi einungis fengið góð við- brögð við átakinu en hún segir að þótt hún sé að gefa fjórtán ára gömlum krökkum smokka þá séh- ún ekki að hvetja þau til að stunda kynlíf. „Líftími smokksins er fjögur ár, hann rennur ekki út fyrr en 2012. Það er engin pressa á yngstu að- ilana að fara að nota þetta en þau eiga smokkinn þegar til þess kem- ur.“ Allar nánari upplýsingar um átakið Okkar á milli er að finna á heimasíðunni www.smokkur.is. vij 37.000 smokkar til skólakrakkanna Með smokkinn að vopni Hrafnhildur vonast til að skapa umræður í samfélaginu. 24stundir/Ómar Eins og flestum ætti að vera kunnugt var nýlega greint frá því að leik- arinn Patrick Swayze hefði greinst með krabbamein í brisi og ætti að öllum líkindum ekki nema nokkra mánuði eftir ólifaða. Í kjölfar þess- ara frétta hefur pressan farið að fylgjast grannt með ferðum leikarans til þess að geta fylgst með síðustu augnablikunum í lífi þessa vinsæla leikara. Nú hefur The National Enquirer birt nýjar myndir af leik- aranum, þær fyrstu sem birtast eftir að veikindi hans voru opinberuð, og ekki er annað að sjá en Swayze láti veikindin lítið á sig fá. Á mynd- unum sést Swayze reykja sígarettur í gríð og erg en leikarinn reykti, þegar mest lét, þrjá pakka á dag. vij Reykir ofan í krabbann Syngur þrjú lög í næstu mynd Leikkonan Keira Knightley mun í næstu mynd sinni feta ótroðnar slóðir því hún mun syngja þrjú lög sem koma fram í myndinni The Edge of Love og verða svo fá- anleg á geisladiski með tónlist myndarinnar. „Ég kann í raun- inni ekkert að syngja. Ég þurfti að fá smá kennslu en eftir nokkra tíma fór að heyrast hljóð sem var viðunandi,“ sagði hin fjölhæfa leikkona. vij Hljómsveitin Deep Jimi & The Zep Creams spil- ar á Paddy’s í Reykjanesbæ í kvöld. Þetta eru aðrir tónleikar sveitarinnar á skömmum tíma en skammt er síðan sveitin tryllti gesti á Organ með krafti sínum og spilagleði. Á tónleikunum mun sveitin spila nýtt efni, ásamt því að spila gömul og góð lög af fyrri plötum sínum. Meðlimir Deep Jimi stefna að því að gefa út nýja breiðskífu nú í sumar en það mun verða fjórða breiðskífa sveitarinnar. Ásamt Deep Jimi mun hljómsveitin Tommygun sýna snilli sína en tónleikarnir hefjast klukkan 22. vij Deep Jimi á Paddy’s í kvöld 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Alicia var virkilega spennt fyrir verkefninu en þegar hún komst að því að Britney myndi verða með kom þetta ekki til greina. Fregnir herma að David og Victoria Beck- ham hafi fengið sig fullsödd á lífinu í Los Angeles og vilji ólm komast til Bretlands á ný. Hjónin fluttu ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar eftir að David gerði samning við Los Angeles Galaxy, en að sögn heimild- armanna kann fjölskyldan illa við sig. Tals- maður hjónanna vísar sögusögnunum hins vegar rakleiðis til föðurhúsanna og segir þau himinlifandi í Los Angeles. hþ Beckham-hjónin flytja frá LA Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@24stundir.is Það virðist lítið ganga upp í einkalífi hinnar nafntoguðu Britney Spears sem hefur mátt muna fífil sinn feg- urri í kjölfar fíkniefnamisnotkunar, forræðisdeilu og andlegra veikinda. Samskipti við aðrar Hollywood- stjörnur er þar engin undantekning en hver stjarnan á fætur annarri hefur lýst yfir vanþóknun sinni á Britney. Nú síðast dró leikkonan Alicia Silverstone til baka hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother en ástæðan ku vera sú að Britney hyggst koma fram í sömu seríu. Kveðst Alicia ekki geta tekið þátt í þáttagerðinni enda þótt téðir þættir séu hennar uppáhaldssjónvarpsefni. Óvinsæl með meiru „Alicia var virkilega spennt fyrir verkefninu en þegar hún komst að því að Britney myndi verða með kom þetta ekki til greina,“ sagði vinur leikkonunnar á dögunum. Alicia Silverstone er ekki eina óvinkona söngkonunnar um þessar mundir. Eins og frægt er orðið kastaðist í kekki milli þeirra Britney og Victoriu Beckham á dögunum eftir að sú fyrrnefnda neitaði að sitja við hlið Victoriu á skemmtistað í Los Angel- es. Atvikið mun hafa far- ið illa í snobbkryddið og hefur hún svarað fullum hálsi í fjölmiðlum allar götur síðan. Þá er skemmst að minnast yf- irlýsinga hótelerfingjans Paris Hilton sem var óvægin í full- yrðingum þess efnis að Brit- ney væri slæm móðir, auk þess sem söngkonan Christina Aguilera og Britney hafa lengi eldað saman grátt silfur. Er því ljóst að Brit- ney nýtur lítils stuðn- ings vestanhafs í veik- indum sínum... Ekki vinsæl Britney er vinafá um þessar mundir. Britney Spears er ofarlega á óvinalista stjarnanna Spears ekki í náðinni Hrakfarir Britney Spears halda áfram að taka sinn toll í einkalífi söngkon- unnar. Vinkonur hennar hafa snúið við henni baki og trónir hún nú á toppi óvinalista þeirra. Ekki með Alicia Sil- verstone hætti við hlutverk vegna Britney. GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA HLJÓÐEINANGRANDI AUÐVELD Í ÞRIFUM OFNÆMISPRÓFUÐ SLITSTERK TEPPI Á STIGAGANGINN Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.