24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Ég er menntaður í því sem kallast á dönsku social pedagog,“ segir Ív- ar Örn Gíslason, sem starfar um þessar mundir sem fangavörður á Litla-Hrauni, en hann hafði áður starfað í tvö ár í Sönderbro-gæslu- varðhaldinu í Kaupmannahöfn. Hann hóf störf á Litla-Hrauni í upphafi árs og segir töluverðan mun á þessum tveimur stöðum. „Sönderbro er ekki fangelsi, heldur gæsluvarðhald fyrir unga afbrota- menn á aldrinum fimmtán til átján ára. En drengirnir sitja þarna inni allan sólarhringinn á meðan verið er að fara í gegnum þeirra mál og rannsaka þau. Þessi staður var sett- ur á laggirnar í kringum 1970. Þar eru þrjár lokaðar deildir og fimm drengir vistaðir á hverri deild. Það er sérstakur yfirmaður yfir hverri deild, félagsráðgjafi á hverri þeirra og einn grunnskólakennari auk „social pedagoganna“. Allir þessir starfsmenn eru að vinna í málum þessara drengja á meðan þeir dvelja í gæsluvarðhaldinu, sem er vana- lega í þrjá til fjóra mánuði.“ Eru að ala þá upp Hann segir enga fangaverði hafa verið á deildunum þremur heldur hafi social pedagogarnir verið uppistaðan í því starfi sem þar fór fram. „Þeir eru alltaf með strákun- um þarna inni. Kenna þeim að búa til mat, mannasiði, þrif, uppvask og svo framvegis. Þeir eru í raun að ala þá upp og kenna þeim lífsleikn- ina. Þegar þeir koma inn á deild- irnar eru gerðar áætlanir fyrir hvern og einn þeirra. Hlutverk social pedagoganna er að halda þeim innan þess ramma. Það er síðan gefin umsögn þegar þeir fara loks fyrir dóm og hún hefur áhrif á dómsuppkvaðninguna. Ef um- sögnin er jákvæð fá þeir styttri dóma og auðvitað öfugt.“ Ívar segir mikla áherslu lagða á að drengirnir í Sönderbro hafi nóg að gera. „Þetta eru iðjulausir strák- ar sem koma þarna inn og lang- flestir þeirra í fíkniefnaneyslu. Það er því lögð áhersla á að þeir hafi mikið að gera þarna. Þarna eru allskonar verkstæði, tónlistarher- bergi og skólastofa og við gátum skipt þessu þannig að hver starfs- maður var alltaf með einn strák í einu. Mitt sérsvið var að sjá um tónlistarþáttinn. Síðan skiptum við þeim eftir ákveðinn tíma enda ein- beitingarspanið ekki mjög langt hjá þeim.“ Nýir tímar í uppsiglingu Hann segir hlutverk fangavarðar á Íslandi að mörgu leyti öðruvísi en það hlutverk sem hann gegndi í danska gæsluvarðhaldinu. „Litla- Hraun er fangelsi fyrir fullorðna. Fjöldi ungra brotamanna er sem betur fer ekki mikill hérlendis þannig að það er alveg spurning hvort svona deild eins og ég vann á úti myndi yfirhöfuð borga sig hérna. En ég verð að segja að fangaverðirnir sem ég hef unnið með hérna eru mjög duglegir og allir af vilja gerðir. Það vakti í raun aðdáun mína hversu duglegir fangaverðirnir eru á Íslandi við að sinna allskyns viðbótarstörfum í tengslum sínum við fangana.“ Hann segir þó klárlega skort á tómstundarmöguleikum og iðju fyrir fanga í íslenskum fangelsum. Sérstaklega þegar það er borið saman við aðstæður í Danmörku. „Það er skortur, en það er vilji til að breyta því. Maður finnur það hjá nýja fangelsismálastjóranum [Páli Winkel] og nýja forstöðumannin- um á Litla-Hrauni [Margréti Frí- mannsdóttur]. Fólk er að átta sig á því að það þarf meiri iðju, tóm- stundir og skólastarf handa föng- unum og það er það sem koma skal. Það er til dæmis meira eftirlit með fíkniefnaneyslu á Litla-Hrauni núna en áður til að reyna að draga úr henni. En besta leiðin til að halda henni í skefjum er þó að hafa eitthvað annað fyrir fangana að gera en að neyta fíkniefna og gera eitthvað uppbyggilegt. Það er að breytast núna.“ Fanga skortir iðju  Ívar Örn Gíslason er fangavörður á Litla-Hrauni  Hann starfaði áður með ungum brotamönnum í Danmörku  Ívar segir mikilvægt fyrir fanga að hafa nóg fyrir stafni Ívar Örn segir bestu fíkni- efnaforvörnina fyrir fanga að láta þá hafa nóg fyrir stafni. ➤ Social pedagogar eru mennt-aðir í að hjálpa þeim sem eru á jaðri samfélagsins og eiga í félagslegum vandræðum. ➤ Þeir starfa með vandræða-unglingum, heimilislausum, innflytjendum og öðrum að fóta sig í samfélaginu. SOCIAL PEDAGOG Mynd/Guðmundur Karl Frumvarp, sem gerir ráð fyrir að alþingismönnum verði heimilt að ráða sér aðstoð- armenn, var samþykkt á Al- þingi í gær með atkvæðum þingmanna allra flokka nema VG, sem sátu hjá, og Jóns Magnússonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, sem greiddi atkvæði á móti. mbl.is Aðstoðarþingmenn Frumvarp um aðstoð lögfest Félagsmenn í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins sam- þykktu í gær nýgerða kjara- samninga á almenna vinnu- markaðnum með 70,8% atkvæða. Alls greiddu 16,25% atkvæði. 129 sögðu nei, eða 27,1%, 337 sögðu já, eða 70,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 10, eða 2,1%. mbl.is Kjarasamningar RSÍ Dræm þátttaka Griffin Road Trip 6.990 kr. Þráðlaus mús 6.990 kr. Þráðlaust lyklaborð 7.990 kr. USB sjónvarpsmóttakari 12.990 kr. Griffin iTrip 4.990 kr. Apple iPod USB 3.490 kr. Fí to n / S ÍA Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Fermingartilboðið gildir til 31. mars 2008 Tomma fyrir hvert ár! MacBook hvít 2,1 GHz / Z0FJ Intel Core 2 Duo 120 GB HD / 1 GB vinnsluminni 13,3” hágljáa skjár 1280 x 800 díla upplausn Combo Drive geisladrif iSight myndavél Bluetooth Fjarstýring Íslenskt hnappaborð 2 ára neytendaábyrgð 13” MacBook á fermingartilboði Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Með 2,1 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni vinnur hún jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breið- tjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri fullorðinni tölvu. Áður 119.990 kr.99.990 kr. TILBOÐ 99.990 kr.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.