24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 25
24stundir FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 25 Tvær nýjar myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnar- húsinu í dag. Annars vegar er um að ræða sýninguna Mállausir kjarnar með ljós- myndaverkum eins af virtustu listamönnum þjóðarinnar, Sigurðar Guðmundssonar. Nýjustu verk Sigurðar eru stórar ljósmyndir af fólki teknar á hefðbundna filmuvél. Myndunum hefur ekki verið breytt eftir á með stafrænni tækni, en þær eru festar á ál- plötur, innrammaðar og sýndar undir gleri. Við gerð verkanna skapaði Sigurður aðstæð- ur þar sem allt áreiti var útilokað frá meðvit- und fólksins á myndunum eins og frekast var kostur. Í sumum tilfellum lét hann dá- leiða viðfangsefni sín til að ná fram hugar- ástandi algjörrar einbeitni. Það er undir- meðvitundin sem við verðum vitni að í þessum verkum. Á sýningunni eru einnig tvö ný myndbandsverk. Sýningin verður opnuð klukkan 17.00 og tekur listamaðurinn þátt í leiðsögn um sýninguna klukkan 20. Ný sýning í D-sýningaröðinni Hin sýningin sem verður opnuð í Hafn- arhúsinu í dag er hluti af D-sýningaröðinni í D-sal safnsins. Gunnhildur Hauksdóttir sýn- ir þar innsetningar, myndbandsverk og gjörninga, gjarnan með einföldum vísunum sem opnar eru fyrir túlkun áhorfandans og fjalla um manninn, umhverfi hans og við- mið. Gunnhildur fæddist árið 1972 og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hún útskrifaðist sem myndlistarmaður frá Listaháskóla Ís- lands árið 2001 og stundaði framhaldsnám í myndlist við Sandberg Institute í Amster- dam 2002 til 2005. Hún er meðlimur í hinni alþjóðlegu Dieter Roth-akademíu og hefur starfað í Berlín undanfarin ár. Tvær sýningar opnaðar í Hafnarhúsinu í dag Sigurður Guðmundsson og ný D-sýning Í D-salnum Eitt af verkum Gunnhildar á sýningunni. Síðustu sýningar Íslenska dans- flokksins á febrúarsýningunni Dans-anda verða í Borgarleikhús- inu föstudaginn 14. mars og sunnudaginn 16. mars. Sýningin samanstendur af tveimur ólíkum verkum eftir tvo af mest spenn- andi danshöfundum Norð- urlanda, þá Jo Strömgren frá Noregi og Alexander Ekman frá Svíþjóð. Síðustu sýningar Arnar Tryggvason opnar mynd- listarsýningu í Populus tremula næstkomandi laugardag klukkan 14. Þetta er önnur einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem graf- ískur hönnuður frá Myndlista- skólanum á Akureyri árið 1995. Verkin á sýningunni eru tölvu- unnar ljósmyndir, blek- sprautuprentaðar á striga. Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda sem Arnar bútar niður og raðar saman upp á nýtt – byggir ný hús og mótar nýtt landslag. Arnar sýnir í Populus tremula Strengjasveitir Tónlistarskólans í Reykjavík spila á tónleikum í Ás- kirkju á laugardaginn klukkan 15. Leikin verða verk eftir Purcell, Grieg, Brahms og Vivaldi. Stjórn- endur strengjasveitanna eru Sig- urgeir Agnarsson og Mark Reed- man og einleikari á selló verður Ásta María Kjartansdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Strengjasveitir á tónleikum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.