24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 29
24stundir FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 29 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hvetur félagsmenn sína og landsmenn alla til að gefa blóð föstudaginn 14. mars líkt og félagið hefur gert á þessum degi undanfar- in ár. „Þetta kemur til af því að árið 1997 var haldin landssöfnun fyrir Neistann. Upphaflega var þetta þakklætisvottur okkar fyrir framlag þjóðarinnar. Við vildum fá að gefa blóð í staðinn. Síðan höfum við reynt að hvetja félagsmenn okkar og velunnara Neistans til að gefa blóð á hverju ári,“ segir Sandra Franks, stjórnarmaður í Neistan- um. Hjálpa aðstandendum Söfnunin árið 1997 lagði grunn- inn að styrktarsjóði Neistans sem ætlaður er aðstandendum hjart- veikra barna. „Sjóðurinn er til að mæta útlögðum kostnaði vegna að- gerða og fjárhagserfiðleika foreldra hjartveikra barna sem fara með börnin sín til útlanda í aðgerð. Einnig eru dæmi um fólk utan af landi sem þarf að koma í bæinn. Það þarf að vera lengi í bænum og er kannski með tvö heimili og við höfum reynt að mæta því með því að úthluta úr þessum sjóði,“ segir Sandra Franks. Hér á landi greinast um 70 börn með hjartagalla ár hvert og þarf um helmingur þeirra að gangast undir aðgerð, ýmist hér eða erlendis. Margar fjölskyldur hafa því notið góðs af styrktarsjóðnum. Mismunandi aðstæður „Það eru að meðaltali um 25 umsóknir sem eru afgreiddar á ári. Það skýrir ekki endilega allan fjöldann. Sumir sem lenda í þessu hafa kannski betra fjárhagslegt bakland þannig að þeir sækja ekki endilega um styrk,“ segir Sandra og bendir á að aðstæður fólks geti ver- ið mjög mismunandi. „Þegar að- gerðirnar eru í gangi getur fólk ekki unnið neitt. Sum börn fara kannski í margar aðgerðir á meðan önnur fara aðeins í eina eða enga. Þetta er fjölbreytilegt eins og fólkið og aðstæður mismunandi. Það er í raun ekki hægt að setja þetta niður í Excel-skjal,“ segir Sandra Franks að lokum. Hjartveik börn njóta góðs af styrktarsjóði Neistans Ung hjörtu styrkt Margar fjölskyldur hjart- veikra barna hafa notið góðs af styrktarsjóði Neistans á undanförnum árum. Aðgerðir vegna veikindanna kosta oft mikil fjárútlát sem sjóðn- um er ætlað að mæta. Aðstoð við fjölskyldur Styrkt- arsjóður Neistans kemur til móts við aðstandendur hjartveikra barna. ➤ Neistinn var stofnaður 9. maíárið 1995. ➤ Félagið er opið öllum semhafa áhuga á velferð hjart- veikra barna. ➤ Félagið miðlar meðal annarsupplýsingum um hjarta- sjúkdóma barna og hjarta- galla. NEISTINN 24stundir/Ásdís Það getur verið skynsamlegt að stunda fleiri en eina íþrótt til að halda sér í formi. Þó að öll hreyfing sé yfirleitt góð er hætt við að maður verði leiður á ein- hæfni til lengdar. Því er gott að breyta til öðru hvoru. Sumir stunda ólíkar íþróttir eftir árs- tíðum, til dæmis hlaup á vorin og fram á haust en gönguskíði á veturna. Aðrir stunda tvær eða fleiri greinar jafnt allt árið. Það er góð hugmynd að blanda saman íþróttagreinum og hreyf- ingu sem reyna á mismunandi hluta líkamans. Þar með er minni hætta á að einhverjir hlut- ar líkamans verði útundan á meðan aðrir eru undir stöðugu álagi. Síðast en ekki síst á maður að vera óhræddur við að breyta til og prófa nýjar íþróttagreinar ef áhuginn vaknar. Óþarfi að festast í sama farinu Kundalini- jógakenn- arinn Sada Sat Kaur verður með námskeið sem er sér- staklega ætlað kon- um í Lótus jógasetri Borgartúni 20 helgina 14.-16. mars. Sada Sat Kaur sem kennt hefur jóga í yfir 30 ár er bandarísk að uppruna en býr nú ásamt eiginmanni sínum í Tosc- ana á Ítalíu þar sem þau reka jógamiðstöðina „Yogaborgo“. Föstudagskvöldið 14. mars verð- ur hins vegar boðið upp á jóga, hugleiðslu og slökun með gong- hljóðfæri í Lótus jógasetri. Gong- kvöldið stendur frá kl. 19 til 21 og er opið jafnt körlum sem konum. Kundalini-jóga fyrir konur Heilsumeistaraskólinn verður með opið hús í húsnæði Ygg- drasils á Skólavörðustíg laug- ardaginn 15. mars kl. 14. Þar verður almenn kynning á þriggja ára námi skólans sem er heild- arnám í náttúrulækningum. Kennarar skólans kynna náms- efnið, kennsluformið og fleira og nemendur skólans verða á staðn- um til að svara spurningum. Heilsumeistaraskólinn býður upp á nám í almennum náttúrulækn- ingum, heilsumeistaranám, sem færir nemendum fjölbreytta færni til að verða sannir meist- arar í náttúrulegri heilsu og heil- un að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Heilsumeistaranám er heiti námsins en erlend starfs- heiti eftir sambærilegt nám er Naturopath eða Heilpraktiker. Innritun fyrir haust 2008 hófst í febrúar og er síðasti innrit- unardagur 15. júní 2008. Kynning á heilsuskóla Njóttu lífsins me› Angelicu www.sagamedica.is Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! Angelica er íslensk náttúruafur› úr ætihvönn sem færir flér tvenns konar virkni í sömu vöru. fiú fær› aukna orku og sjaldnar kvef. Í ætihvönn er fjöldi hollustuefna sem styrkja forvarnir og bæta heilsuna. Angelica jurtaveig hefur sta›i› Íslendingum til bo›a frá 2002 og nú bætist vi› n‡r valkostur, Anglica töflur. fiú tekur a›eins eina töflu á dag og pakkinn endist flér í 2 mánu›i. E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 6 6 3 Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.