24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 12
Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna segir að afsögn yfirmanns Bandaríkjahers í Mið-Austurlönd- um þýði ekki að breyting verði á stefnu Bandaríkjastjórnar í málefn- um Írans. William Fallon tilkynnti um afsögn sína á þriðjudaginn og sagði ástæðuna þá skynjun al- mennings að ágreiningur sé á milli hans og George Bush Bandaríkja- forseta. Í nýlegri tímaritsgrein Esquire sem bar titilinn „Maðurinn milli stríðs og friðar“ er því haldið fram að Fallon sé andsnúinn hernaðar- aðgerðum gegn Íran og að slíkt sé á skjön við skoðanir ráðamanna í Washington. Í umræddri tímarits- grein er Fallon lýst sem öflugasta manninum sem standi milli Bush- stjórnarinnar og stríðs við Íran. Varnarmálaráðuneytið hefur hafnað ásökunum demókrata um að afsögnin væri merki um tilraun- ir Bandaríkjastjórnar til að draga úr andófi innan stjórnkerfisins. Fáránleg hugmynd Varnarmálaráðherrann Robert Gates fullyrti í gær að Fallon hefði sjálfur tekið þá ákvörðun að láta af embætti. Gates sagðist álíta ákvörðun Fallons vera rétta í stöð- unni, en sagði ekki vera mikinn greinarmun á skoðunum Fallons og Bush-stjórnarinnar varðandi málefni Írans. Hann þakkaði Fall- on fyrir glæsileg störf sín í þágu Bandaríkjahers síðastliðna fjörutíu áratugi og sagði þá hugmynd fá- ránlega að afsögnin benti til þess að stríð við Íran væri í vændum. Opinber stefna Bush-stjórnar- innar í málefnum Írans hefur ver- ið að leita friðsamlegra leiða og notast við ýmiss konar þvinganir til að ná saman um deiluefni, svo sem kjarnorkuáætlun Írans, þó að ekki sé hægt að útiloka hernaðar- aðgerðir. „Eiturskrif“ Fallon tekur undir með Gates og segir það ekki vera rétt að hann hafi sagt af sér vegna ágreinings við Bush. Fallon átti í samskiptum við höfunda greinar Esquire á meðan hún var í bígerð en gagnrýnir nú endanlega útgáfu hennar harðlega. Washington Post hefur eftir hon- um að hann hafi kallað greinina „eiturskrif“. Ritstjóri Esquire ítrek- aði í gær að blaðið stæði við það sem kæmi fram í greininni að af- sögnin sýndi fram á að mikil spenna hefði verið í samskiptum Fallons og Bandaríkjastjórnar. Gagnrýni demókrata Harry Reid, öldungadeildar- þingmaður demókrata, segist hafa áhyggjur af því að afsögnin sé enn eitt dæmið um að hreinskilnar og sjálfstæðar skoðanir sérfræðinga eigi ekki upp á pallborðið hjá nú- verandi Bandaríkjastjórn. Hillary Clinton, sem sækist eftir að verða forsetaefni demókrata, hvatti Bandaríkjaforseta til að gera allt til að komast hjá átökum við Ír- an. Hún lýsti Fallon sem „rödd skynseminnar í stjórn sem hefur verið með eldfima stefnu í Írans- málum“ og að hann ætti umtals- vert hrós skilið fyrir þann árangur sem hefði náðst í Írak og Afganist- an að undanförnu. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Ekki stefnubreyt- ing eftir afsögn  Yfirmaður Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum segir af sér vegna tímaritsgreinar  Ótti um að stríð við Íran sé í vændum ➤ William Fallon aðmíráll er 63ára og tók við sem yfirmaður Bandaríkjahers í Mið- Austurlöndum fyrir tæpu ári. ➤ Fallon hefur haft yfirumsjónmeð hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í 27 ríkjum. ➤ Fallon hefur verið lýst semhörðum og beinskeyttum stjórnanda, sem kjósi um- ræðu fremur en átök. WILLIAM FALLON NordicPhotos/AFP William Fallon Aðmírállinn hefur starfað sem yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Mið- Austurlöndum í tæpt ár. 12 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Eliot Spitzer, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði af sér embætti í gær eftir að upp komst um tengsl hans við vænd- ishring. Á frétta- mannafundi sagði Spitzer að hann gæti ekki leyft mistökum sínum að hafa áhrif á störf fólksins. Baðst hann afsökunar á því að hafa sjálfur ekki staðið undir þeim væntingum sem hann gerði til annarra, en tjáði sig ekki nánar um málið. Vararíkisstjórinn David Paterson mun taka við embættinu af Spit- zer eftir helgi. aí Ríkisstjóri New York Sagði af sér Eftir margra ára pattstöðu hafa leiðtogar Kýpur-Grikkja og Kýp- ur-Tyrkja samþykkt að eiga fund saman til að ræða bætt samskipti og hugsanlega endursameiningu landsins. Nýkjörinn forseti Kýpur, Dimitr- is Christofias, sagði í gær að hann myndi eiga fund með Mehmet Ali Talat, leiðtoga Kýpur-Tyrkja, 21. mars. aí Kýpurdeilan Leiðtogar funda Annar verðbréfamiðlari franska bankans Societe General hefur nú verið handtekinn í tengslum við umfangsmikil fjársvik verð- bréfamiðlarans Jerome Kerviel. Bankinn til- kynnti í upphafi árs að hann hefði tapað jafnvirði rúmlega 500 milljarða króna og sakaði Kerviel um að bera sök á tapinu með vafasömum við- skiptum. Kerviel situr nú í fang- elsi í höfuðborginni París og bíð- ur ákæru. aí Societe Generale Annar miðlari handtekinn Faxafeni 12 - Sími 533 0095 I Afgreiðslutími virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-14 gluggatjöld Alhliða þjónusta - Mælum og gefum ráð. - Framleiðum eftir máli. - Setjum tjöldin upp. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ði r á sk ilj a sé r r ét t t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð ve rð g et ur b re ys t á n fy rir va ra . Heimsferðir bjóða einstök tilboð til Barcelona í mars og apríl. Í boði er frábært tilboð á þriggja nátta helgarferðum, 28. mars, eða 10. apríl, fjög- urra nátta helgarferð 3. apríl og á flugsætum á fjölmörgum dagsetningum í mars og apríl. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri – takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! Kynntu þér fjölbreytt tilboð til Barcelona og fleiri borga í vor á www.heimsferdir.is Frábæ r sértilb oð í vor! - Flugs æti eð a helgarf erðir E N N E M M / S IA • N M 32 61 2 BARCELONA Verð kr. 9.990 Netverð á mann, flugsæti aðra leið með sköttum. Gildir í flugi frá Keflavík á mánudög- um og flugi frá Barcelona á fimmtu- eða föstudögum í mars og apríl. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Princesa *** í 3 nætur með morgunverði, 28. mars eða 10. apríl. Fjögurra nátta helgarferð 3. apríl kr. 5.000 aukalega. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Aragon *** í 3 nætur með morgunverði, 28. mars eða 10. apríl. Fjögurra nátta helgarferð 3. apríl kr. 5.000 aukalega. Verð kr. 52.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Plaza **** í 3 nætur með morgunverði, 28. mars eða 10. apríl. Fjögurra nátta helgarferð 3. apríl kr. 5.000 aukalega. í mars og apríl frá kr. 9.990 TB W A\ R EY KJ AV ÍK \ SÍ A

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.