24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 1
Sjö sendiherrar láta af störfum á næsta ári án starfslokasamninga. Sigríður Anna Þórðardóttir, ein þriggja sendiherra sem skipaðir voru á dögunum, fékk að- eins skipan út árið 2011. »4 24stundirfimmtudagur13. mars 200851. tölublað 4. árgangur Sigurður Örlygsson listmálari gerir konur að list á sýningu sinni í Lista- safni ASÍ. Hann segist hafa haft ánægju af þessu við- fangsefni sínu enda konur honum kærar. Konur og rómantík KOLLA»24 Elfa Dögg S. Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir að rík ástæða sé til að aðstoða fólk sem á í greiðsluerfiðleikum enda getur slíkt valdið mikilli streitu og van- líðan. Aðstoða skuldara 64% verðmunur á ólífuolíu NEYTENDAVAKTIN »4 Fimmtíu Indverjar hið minnsta misstu sjón um síð- ustu helgi eftir að hafa starað of lengi á sólina í von um sjá að Maríu mey bregða fyrir. Heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í indverska hér- aðinu Kottayam hafa nú sett upp skilti þar sem þeir hafna þeim orðrómi að sjá megi Maríu sé litið til himna við heimili hóteleiganda í bænum Erumeli. Þá hafa þeir jafn- framt varað við þeirri hættu sem stafar af því að stara beint á sólina. aí Blinduðust í meyjarleit GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 69,43 +1,04  GBP 140,06 +1,67  DKK 14,41 +2,02  JPY 0,67 +1,73  EUR 107,45 +2,01  GENGISVÍSITALA 139,30 +1,72  ÚRVALSVÍSITALA 4.936,77 +0,51  »16 1 -1 1 -1 2 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Vaðlaheiðargöng og tvöföldun Suðurlandsvegar hafa verið sett á samgönguáætlun og vonast er til að framkvæmdir geti jafnvel hafist í haust. Áformað er að kynna þetta á blaðamannafundi í dag. Með því að setja framkvæmdirnar á sam- gönguáætlun er búið að taka ákvörðun um legu og framkvæmd þessara tveggja verkefna og setja þau í forgang. Samkvæmt heimildum 24 stunda hefur viðauki við gildandi samgönguáætlun þar sem þetta kemur fram verið samþykktur í þing- flokkum beggja stjórnarflokkanna. Verður 2+2 vegur Tvöföldun Suðurlandsvegarins verður sam- kvæmt svokallaðri 2+2 lausn, sem þýðir að tvær akreinar verða í báðar áttir. Sá kafli sem ráðast á í nú mun ná frá Sandskeiði að Hveragerði. Framkvæmdin þarf ekki að fara í umhverfismat og því ætti að vera hægt að keyra hana nokkuð hratt áfram. 24 stundir skýrðu frá því í ágúst í fyrra að Kristján L. Möller hefði tilkynnt fulltrú- um Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) að til stæði að ráðast í tvöföldunina. Þá lá þó hvorki útfærsla né lega vegarins fyrir né hvort tvöföldunin yrði í heilu lagi eða áföngum. Í nóv- ember tjáðu samgönguráðherra og viðskipta- ráðherra fulltrúum Sunnlendinga að líklegast yrði tvöföldunin boðin út í haust. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis skoðuð Samgönguáætlun verður síðan tekin upp enn frekar í haust og þá verður ákveðið hvaða frekari framkvæmdir verður ráðist í. Samgönguráð- herra ætlar að skipa nefnd með Sambandi sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að fara mjög náið yfir samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Í nefndinni munu sitja þrír fulltrúar sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu og þrír aðilar frá Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu. Þetta verður í fyrsta sinn sem slíkur samstarfsvett- vangur verður settur á fót. Þá verða útfærslur á fjölmörgum tengivegum í landsbyggðarkjördæmum einnig kynntar. Um er að ræða stutta vegakafla, fimm til tíu kíló- metra langa, sem smærri verktakar á lands- byggðinni ráða við að sinna. Þessar fram- kvæmdir þurfa heldur ekki að fara í umhverfismat og því hægt að ráðast í þær fljót- lega til að mæta niðursveiflu í atvinnulífinu. Ný göng og tvöföldun  Vaðlaheiðargöng og tvöföldun Suðurlandsvegar eru komin á samgönguáætlun  Fram- kvæmdir geta hafist í haust  Nefnd skipuð um samgöngumál höfuðborgarsvæðisins ➤ Ráðist verður í gerð Vaðlaheiðarganga. ➤ Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður fráSandskeiði að Hveragerði. Framkvæmdin þarf ekki að fara í umhverfismat. ➤ Sérstök nefnd verður skipuð til að fara yfirsamgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. ➤ Útfærslur á fjölmörgum tengivegum álandsbyggðinni verða kynntar. Fram- kvæmdirnar þurfa ekki í umhverfsimat. VIÐAUKINN „Stelpurnar sem unnu núna kepptu í fyrra og lögðu mikið á sig þá. Þær voru ofboðslega svekktar að komast ekki í verðlaunasæti og voru alveg ákveðnar í því að koma tvíefldar á næsta ári. Það gerðu þær og stóðu sig frábær- lega,“ segir Áslaug Traustadóttir heimilisfræðikennari. Hún stýrði hinni geysivinsælu kokkakeppni Rimaskóla í fimmta sinn í gær. „Sigurrétturinn er brjálæðislega góður nætursaltaður þorskhnakki.“ Þorskhnakki tryggði titilinn 24stundir/Ómar „Það vilja allir elda, það vilja allir gera eitthvað sniðugt“ Ostarúlla með mango og jalapeno ostahusid.is Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! SPARIBAUKURINN»30 Framkvæmdir tefjast við aksturs- svæði í Reykjanesbæ vegna gjald- þrots Jarðvéla. Bæjarfulltrúi meiri- hlutans í Reykjanesbæ segir gulltryggt að verkinu muni ljúka. Akstursbrautin í uppnámi »2 Sendiherrar fara án fallhlífa

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.