24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Ef Obama væri hvítur maður, þá væri hann ekki í þessari stöðu. Geraldine Ferraro, fyrrverandi varaforsetaefni demókrata. Barack Obama treysti stöðu sína í baráttunni við Hillary Clinton um að verða forsetaefni banda- rískra demókrata eftir að hann vann sigur í prófkjörinu í Miss- issippi á þriðjudaginn. Obama hlaut rúmlega sextíu prósent at- kvæða, en Clinton rúmlega 37 prósent. Útgönguspár bentu til þess, að um níu af hverjum tíu blökku- mönnum sem kusu í Mississippi hefðu greitt atkvæði með Obama, en um 70 prósent hvítra kusu Clinton. Prófkjörið í Mississippi fór fram í skugga umræðna um hörundslit frambjóðenda eftir að Geraldine Ferraro, stuðnings- maður Clinton og fyrrum vara- forsetaefni demókrata, lét þau orð falla að Obama væri ekki í þeirri stöðu sem hann væri nú, væri hann hvítur á hörund. Frambjóðendur bitust um 33 kjörmenn í Mississippi og hefur Obama nú tryggt sér 1,597 kjör- menn, en Clinton 1,470. Næsta prófkjör fer fram í Pennsylvaníu að sex vikum liðnum, þar sem barist er um 158 kjörmenn. atlii@24stundir.is Obama hafði betur í Mississippi NordicPhotos/AFPFögnuður Stuðningsmenn öldungadeildarþingmannsins Baracks Obama fagna niðurstöðu prófkjörs demókrata í Mississippi á kosningavöku sinni í háskólanum í Jackson Næsta prófkjör demókrata er í Pennsylvaníu þann 22. apríl, þar sem bitist verður um 158 kjörmenn. Hátíðarhöld Hundur klæddur eins og hershöfðingi í tilefni af hátíðarhöldum helguðum heilögum Lasarusi í borginni Masaya í Ník- aragva situr fyrir. Trúaðir taka hunda sína með í bæinn með vísun í biblíukafla þar sem hundar sleiktu sár Lasarusar. Fagnaðafundir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tók á móti starfsbróður sínum frá Ísrael, Shimon Peres, við Elyseehöll í París á mánudaginn. Öldugangur Maður reynir að festa ölduganginn á filmu í Brighton í Englandi. Mikið óveður gekk yfir suðvesturströnd Englands og Wales á mánudaginn sem olli því að þúsundir heimila misstu rafmagn og flug- og lestarsamgöngur röskuðust mikið. Met slegið Nokkrir Berlínarbúar gera tilraun til að steikja 18 metra langa pylsu, þá lengstu í sögu þýsku höfuðborgarinnar. Smartbílar... og bíllinn glansar Frábær þjónusta - sækjum bílinn ef með þarf Pantanasími 553 - 5555 Bónum allar gerðir bíla Auðbrekka 32, (Löngubrekkumegin)

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.