24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir Fæst í heilsubúðum og apótekum Salus jurtasafinn er pressaður úr lífrænt ræktuðum jurtum á innan við þremur tímum eftir uppskeru, en við það varðveitast að fullu öll virku efnin í jurtunum. Salus Birkisafi og Fíflatrótarsafi eru vatnslosandi jurtasafar. Sólhattur styrkir og eflir ónæmiskerfið. Kraftmiklir jurtasafar frá SALUS SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætlu› fleim sem flurfa oft á salerni› á nóttunni. Vaknar flú oft á nóttunni? Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! www.sagamedica.is Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum „Ég hef›i ekki trúa› a› ein lítil SagaPro tafla úr ætihvönn fyrir svefn myndi breyta svo gersamlega lífi mínu úr 4 til 5 salernisfer›um á hverri nóttu í eina e›a enga. Ég óska öllum fullor›num karl- mönnum til hamingju me› SagaPro og ekki sí›ur eiginkonum fleirra“. In gv i H ra fn J ón ss on , ú tv ar ps m a› ur LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Því fyrr sem krabbameinið greinist, þeim mun meiri líkur eru á að með- ferð beri góðan árangur. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Hugmyndin er að fræða karlmenn um einkenni krabbameins og hvetja þá til að þekkja líkama sinn og leita sér ráða og fara til læknis ef eitthvað bregður út af. Karlmenn eru oft tregari til þess og tala minna um þetta,“ segir Ragnheiður Alfreðs- dóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Ráð- gjafarþjónustu Krabbameinsfélags- ins. Um þessar mundir stendur yfir tveggja vikna átak félagsins um karl- menn og krabbamein. Því fyrr, þeim mun betra Mikilvægt er að karlmenn bregð- ist fljótt við ef þeir verða varir við hugsanleg einkenni krabbameins. „Því fyrr sem krabbameinið grein- ist, þeim mun meiri líkur eru á að meðferð beri góðan árangur. Það er næg ástæða til að fara til læknis að maður sé órólegur. Ef einhver náinn ættingi hefur greinst vill maður gjarnan athuga það því að sum krabbamein eru ættgeng,“ segir hún. Einkenni krabbameins eru mis- munandi eftir því um hvers konar krabbamein er að ræða. Í tilefni átaksins hefur verið búinn til bækl- ingur og heimasíða þar sem fjallað er um einkenni ólíkra meina. Bækl- ingnum er dreift inn á hvert heimili í landinu og vefsíðan er á slóðinni www.karlmennogkrabbamein.is. Leit að ristilkrabbameini Skipuleg leit að brjóstakrabba- meini og leghálskrabbameini hjá konum hér á landi gerir að verkum að meinið finnst oft í tæka tíð. Heil- brigðisráðherra hefur lýst yfir vilja til að koma á skipulegri skimun á ristilkrabbameini bæði fyrir karla og konur á næsta ári. „Þarna er verið að leita að krabbameini á forstigum þegar það er ekki búið að dreifa sér, þegar það er ekki farið að vaxa inn í þarminn og nærliggjandi vefi. Það má gera ráð fyrir því að þegar skim- un byrjar verði aukin tíðni því að þá finnist eitthvað sem hefði annars ekki fundist,“ segir Ragnheiður. Líkur á að karlmenn fái krabba- mein aukast þegar þeir eru komnir yfir fertugt og því þeim mun meiri ástæða til að vera á varðbergi. Ragn- heiður bendir á að jafnframt sé mikilvægt að huga að breytingum á lífsstíl sem kunna að draga úr hættu á að menn fái krabbamein. „Það er mikið talað núna um ofþyngd og fitu og að það auki tíðni krabba- meins. Það sama má segja um kyrr- setu og reykingar. Því meira sem maður hamrar á þessu, þeim mun meiri líkur eru á að það skili sér,“ segir Ragnheiður að lokum. Brugðist skjótt við Mik- ilvægt er að karlmenn bregðist fljótt við einkenn- um krabbameins en leiði þau ekki hjá sér. Átaksverkefni um karlmenn og krabbamein Karlmenn leita síður aðstoðar Það er mikilvægt að karl- menn þekki einkenni krabbameins og bregðist fljótt við ef þau gera vart við sig. Því fyrr sem mein- ið finnst, þeim mun meiri líkur eru á að meðferð beri árangur. Karlmenn leita síður ráða læknis en konur. ➤ Að meðaltali greinast um 630íslenskir karlmenn með krabbamein á ári. ➤ Þar af eru um 190 meðkrabbamein í blöðruhálskirtli, 64 með lungnakrabbamein og 51 með ristilkrabbamein. ➤ Horfur þeirra sem greinastmeð krabbamein hér á landi eru almennt góðar. KRABBAMEIN Einkenni krabbameins eru mis- munandi eftir því um hvaða teg- und krabbameins er að ræða. Á vefsíðunni karlmennogkrabba- mein.is er hægt að sjá hvaða ein- kenni fylgja krabbameini í lungum, meltingarfærum, eistum, blöðru- hálskirtli og húð. Einnig er þar að finna ýmis almenn einkenni svo sem blóð í þvagi, sæði eða saur, aumar eða bólgnar geirvörtur, þrá- lát bólga í eitlum, óeðlileg þreyta eða slappleiki og lystarleysi. Auk vefsíðunnar er hægt að hringja í sérstakan upplýsingasíma 800 40 40. Einkennistákn átaksins Karl- menn og krabbamein er þrílit slaufa (blá, hvít og fjólublá). Lit- irnir eru táknrænir fyrir þrjár al- gengustu tegundir krabbameins hjá körlum: blöðruhálskirtils-, lungna- og ristilkrabbamein. Karlmenn og krabbamein Einkenni krabba Þó að það borgi sig að fylgjast vel með eigin líkama og þekkja ein- kenni krabbameins skiptir líka miklu máli að huga að for- vörnum. Með heilbrigðum lífs- stíl, reglulegri hreyfingu, góðu mataræði og tóbaksleysi getur hver og einn dregið úr hættu á að meinið skjóti rótum. Fyrirbyggjandi aðgerðir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.