24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu Ármúla 23 108 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is EXPRESS MOPPUSKAFT fiú flarft enga fötu, fyllir bara handfangi› me› vatni og hreinsiefni! Ótrúlega einfalt! ULTRAMAX MOPPUSETT Blaut- og flurrmoppur fyrir allar ger›ir gólfa. Fatan vindur fyrir flig. Hrein snilld! ATTRACTIVE RYKKÚSTUR Afflurrkunarkústur sem afrafmagnar. Langir flræ›ir sem ná í afskekktustu afkima og skilja ekkert eftir! Ótrúlega sni›ugt! fiRIFIN LEIKUR VER‹A * EINN! Ráðherrar Samfylkingarinnar voru virkastir sem viðmælendur ljósvakafjölmiðla á síðari hluta ársins 2007 þegar um var að ræða fréttir sem tengdust þeim eða ráðuneyti þeirra. Þetta er niðurstaða könnunar Fjölmiðlavaktarinnar. Mælingin kallast Ráðherrapúls- inn og eru niðurstöður birtar tvisvar á ári. Á tíma- bilinu 24. maí - 31. desember 2007 kom Björgvin G. Sigurðsson fram í yfir 50% ljósvakafrétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti. Fyrri hluta ársins í fyrra mældist hins vegar Geir H. Haarde með mestu virkn- ina en hann mælist nú í öðru sæti með um 47% virkni sem viðmælandi. Í næstu sætum eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra, Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra. Í fyrstu sex sætin raðast fjórir samfylkingarráðherr- ar og tveir úr röðum Sjálfstæðisflokks. Einar K. Guð- finnsson hefur frá upphafi ráðherraferils síns mælst í 1.-2. sæti meðal virkustu ráðherra sem viðmælenda í fréttum en hann fellur nú í 4. sæti. Sýnileiki ráðherra í ljósvakamiðlum Björgvin mest áberandi Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Við heimtum ekki aukna auka- vinnu. Við heimtum óbreytt fyr- irkomulag og virðingu fyrir störf- um okkar og lífi og limum sjúklinga okkar,“ segir Erla Björk Birgisdóttir, trúnaðarmaður skurðhjúkrunarfræðinga, en 24 stundir sögðu frá því í gær að 90 skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- ingar hefðu sagt upp störfum á Landspítala. Hún segir vinnuverndarsjónar- mið ekki ráða ferðinni hjá stjórn- endum spítalans. „Þegar Helga Kristín Einars- dóttir, sviðsstjóri skurð-, svæf- inga- og gjörgæslusviðs, kynnti tillögurnar fyrir skurð- og svæf- ingahjúkrunarfræðingum voru ástæðurnar allt aðrar. Fjármála- ráðherra hefur nefnilega fært til fjármuni frá LSH og til hinna svo- kölluðu kragasjúkrahúsa svo að nú þarf að spara, nánar tiltekið 100 milljónir,“ segir Erla Björk og bætir við: „Sannleikurinn er sá að með breyttu fyrirkomulagi eykst vinnuálag á skurð- og svæfinga- hjúkrunarfræðinga og launin lækka.“ Lengri viðbragðstími Erla Björk segir breytt vaktafyr- irkomulag lengja viðbragðstíma hjúkrunarfræðinga úr þremur mínútum í þrjátíu á nóttunni. „Undir mörgum kringumstæðum geta mínútur skipt sköpum um líf og dauða sjúklinga.“ Hingað til hafa hjúkrunarfræð- ingar á skurð- og svæfingadeild í Fossvogi verið á svokölluðum bundnum vöktum frá klukkan fimmtán til hálfátta. Þá hafa hjúkrunarfræðingarnir unnið fram eftir kvöldi, klárað allar fyr- irliggjandi aðgerðir og verið svo til staðar í húsinu það sem eftir lifði nætur. Þegar upp koma bráðatil- vik eru hjúkrunarfræðingarnir því fljótir að bregðast við. Ekki hefur verið boðið upp á þessa þjónustu um helgar þó að margir skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar hefðu viljað, heldur hafa þeir ver- ið heima hjá sér með vaktsíma og beðið eftir kallinu. Hafa þeir þá 30 mínútur til að koma í hús. Með breyttu vaktafyrirkomulagi mun þetta verða veruleikinn alla daga vikunnar. „Með símann á náttborðinu sefur þú ekkert al- mennilega,“ segir Erla. „Svo búum við út um allt. Sumir meira að segja uppi á Akra- nesi,“ segir Erla og bætir við að með þessari breytingu sé fólki enn frekar mismunað eftir búsetu. „Borgar þetta sig?“ „Fái sjúklingur til dæmis heila- blæðingu eða lekan ósæðargúl minnka lífslíkur hans umtalsvert með hverri mínútu sem líður þar til hann kemst í aðgerð,“ segir Erla Björk. „Ég get talið upp fjöldann allan af sjúkdómum og slysum þar sem mínútur skipta sköpum um líf og dauða sjúk- linga.“ Erla segir engar líkur á að hjúkrunarfræðingarnir dragi upp- sagnir sínar til baka. „Auðvitað viljum við frekar vinna áfram við okkar sérsvið en þetta eru allt of miklar breytingar. Bæði fyrir okk- ur og sjúklingana okkar.“ Að öllu jöfnu er hálfs árs aðlög- unartími áður en fólk getur sinnt störfunum sem um ræðir, tveir og hálfur mánuður eru þangað til hjúkrunarfræðingarnir hætta. Snýst um sparn- að, ekki hvíld  Hjúkrunarfræðingar vilja óbreytt fyrirkomulag  Segja breyting- arnar auka álag, lækka launin og lengja viðbragðstíma ➤ Samkvæmt starfsmanna-samningum er hjúkr- unarfræðingum ekki skylt að hlíta einhliða uppsögn vak- talínu. ➤ Þeir líta svo á að með henniséu forsendur áframhaldandi starfa á Landspítala brostnar. DEILT UM VAKTIR Þegar slokknar á deginum Kalla verður út svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðinga komi upp bráðatilfelli um nótt. 24stundir/Sverrir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.